Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1981, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1981, Blaðsíða 10
ánarnir höföu t.d. til sölu fjaöraskraut og skinnavöru o.fl. Þjóöverjar buðu aö sjálf- sögöu upp á „Wurst und Sauerkraut" og þarna voru konur úr islendingafélaginu, sumar hverjar í íslenzkum búningum, önnum kafnar viö aö smyrja brauö meö þverhandarþykkum sneiöum af feitri rúllu- pylsu og lifrapylsu. Og var þaö rétt, sem okkur sýndist, aö ein þeirra væri aö hræra skyr? Jú, þaö var ekki um aö villast, og brátt voru þeir, sem verst voru haldnir af hungri farnir aö stýfa brauö úr hnefa og boröa skyr meö rjóma. Margir klæddust þjóöbúningum sínum þennan dag, og voru úkrainsku konurnar t.d. klæddar hinum fegurstu útsaumuðu blússum, sem þær margar hverjar höföu saumaö í sjálfar. Andrúmsloftiö á þessari hátíö þjóöar- brotanna í Gimli var mjög skemmtlegt. Var þetta sannkölluö fjölskylduhátíö, frjálslegri og eölilegri en viö eigum aö venjast. Var fólkið á öllum aldri, allt niður í smábörn og virtust allir skemmta sér hiö bezta. Búist hafði verið viö 1000 gestum þennan dag, en þeir urðu um 2500. Hvert þjóöarbrot flutti sitt skemmtiatriði. Úkrainumenn tefldu fram fimum og vel þjálfuöum dansflokki. Fyrir hönd þýzka þjóöarbrotsins sýndu börn á ýmsum aldri æfingar á gólfi. Skotarnir blésu í sekkjapíp- ur af mikilli iist, og Indíánabörn í fullum skrúöa dönsuöu Indíánadansa. Skagfirzka Söngsveitin kom tvívegis fram þennan dag og var innilega fagnaö. Var greinilegt, aö íslenzku þjóölögin féllu í góöan jaröveg hjá áheyrendum af öllum þjóöum. Og mikla hrifningu þennan dag vöktu frændur vorir, jrar, íklæddir grænum treyjum, lit hinnar grænu eyjar, og meö topphúfur á höföi. Sungu þeir alkunna írska söngva af miklu fjöri og innlifun. írar og islendingar voru fljótir að stofna til kynna, svo sem góöum frændum sæmir, og þótti sárt aö þurfa aö skilja, þegar dagur var aö kveldi kominn. Stundum heyrum viö talaö um ósýnilegt samband, eða tengsl, sem myndast á milli tveggja manneskja á einu viðkvæmu and- artaki og engin leiö er aö skýra. Aö einu slíku urðu nokkur okkar vitni, er viö kvödd- um þennan staö. Mættuzt þar í fordyri hússins Maríus okkar Sölvason, tenór, og reffilegur Skoti í fullum skrúöa. Ekki veit ég, hver kveikjan varö, en vízt er um þaö, aö þarna í anddyrinu upphófst undurfagur tvisöngur. Söng hvor á sinu móöurmáli. Maríus meö sinni þýöu tenórröddu „Helg- um frá döggvum himnabrunns”, texta Laxness, og Skotinn meö óvenju fagurri bassaröddu viö sama lag. „Drink to me only“. Og þótt þeir töluðu hvor sitt tungu- mál, skildu þeir hvor annan, og í söngnum runnu tvær sálir saman í eina. Aö söngnum loknum féllust þeir í faöma, vinir, sem aidrei fyrr höföu hizt. Þetta andartak er ógleymanlegt þeim, er vitni uröu að. Þessi hátíöisdagur þjóöarbrotanna í Gimli var afar sérstakur og skemmtilegur. Haföi greinilega veriö lögö mikil vinna í all- an undirbúning og ekkert sparaö til að há- tíðin mætti takazt sem bezt. Var okkur létt í skapi er við snerum aftur til Winnipeg eftir ánægjulegan dag. Þá frídaga sem gáfust á milli þess sem farið var í skipulagöar konsert- eða skoö- unarferðir, notuöu menn aö vild. Sóttu margir heim frændur og vini. Sumir skoö- uðu markverða staöi og enn aðrir stund- uöu verzlanir af mikilli íþrótt. Hlð áhugaverðasta, sem ég skoðaöi í Winnipeg var „The Manitoba Museum of Man and Nature“. Nýlegt safn og stórmerkilegt og afar skemmtilega byggt upp. Er þar aö finna bókstaflega allt, sem viökemur manni og náttúru. Veður og gróðurfar, geimurinn og gangur himíntunglanna, dýralíf láös og lagar, þróun mannsins og barátta hans viö náttúruöflin, landafundir, tækniþróun o.fl. o.fl. Safn þetta er ótrúlega yfirgrips- mikiö og vil ég eindregið ráöleggja þeim, sem eiga eftir aö leggja leið sína til Winni- peg aö ætla sér þar góöan tíma. Fyrir börn og unglinga ætla ég þaö ævintýraveröld. Fyrir ferðalang, sem kemur til Winnipeg þykir sigling eftir Rauöánni (Red River) ómissandi. Fór ég ásamt fleirum í eina slika þar sem þriggja klukkustunda ökuferö um 10 en þaöan var aiglt niöur eftir Rauö- ánni til Winnipeg. Frá Winnipeg var ætlunin aö halda aö mynni ár þeirrar, er 8»öar varö nefnd lcelandic River, en skipstjórinn á gufubátnum Coivile, er dró fiatbytnur íslendinganna frá Lower Fort Garry, neitaöi aö taka áhættuna, sem fyigdi því aö sigla lengra en til WiHow Point á þessum tíma árs. Strax næsta morgun tóku íslend- ingarnir aö leita aö hentugum staö, þar sem þeir gætu sezt aö. Fyrir val- inu varö skjólsæl vlk lítiö eitt noröur af Willow Point. Hófust þeir þegar handa um aö fella tré og reisa bjálka- kofa, sem þeir siöan þóttu meö leir. Var þama reist birgöageymsla og þrjátiu hús, og voru tvær til þrjár fjöl- skyldur um hvert þeirra. Hlaut þetta litla þorp heitiö Gimli. Á meöan á byggingu bjálkakofanna stóö, haföist fólkiö viö i tjöldum, sem fengin höföu veriö að láni hjá Hudaon Bay-féiaginu. Voru sum þessara tjalda gerö úr góðum buffalo húöum, en önnur voru gömul og slitin. I einu þessara tjalda leit dagsins Ijós þá um haustið fyrsta barniö í nýlendunni, Jón Jóhannsson. Fyrsta veturinn í hinum nýju heim- kynnum mun frostiö hafa mælzt +48 C°. Þann vetur létu lífiö 35 manns af hinum litla hópi. Næstu árin herjuöu sjúkdómar og drepsóttir á landnem- ana og vitað er, aö áriö 1877 lagöi bólusótt aó velli 102 af 285 íslending- um á Nýja-íslandi. Um landnemana hafa verið skrifaó- ar heilar bækur, en okkur venjulegum kvartsárum íslendingum nútímans er hollt aó minnast þess, aó aöeins eru liöin rúm 100 ár síóan þessir atburðir geröust. Næsti áfangastaöur okkar þennan dag var minjasafniö í Gimli, Gimli Museum, sem stendur niöri viö höfnina. Safn þetta var opnað árið 1974 og segir sögu landnem- anna, frá fiskveiöum á Winnipeg-vatni og frá búskaparháttum íslendinga í Manitoba. Leiðsögumaöur okkar í safninu var Stef- án Stefánsson, fyrrum stórbóndi, sem síö- ar þennan dag átti, ásamt Ollu, konu sinni, í dýragarðinum í Calgary eru líkön af fornaldarskepnum í fullri stæró, en þau eru gerð eftir steingervingum, sem fundizt hafa í Kanada. borgina var innifalin. Leiðsögumaöur okkar í vagninum, kornung stúlka, var aldeilis makalaus. Svo vel haföi hún lært sína lexíu, aö engu var líkara en að í hana heföi verið stundiö snældu, því aö hún talaöi hvíldar- laust í þá þrjá tíma sem feröin með vagnin- um stóö yfir. Þinghúsiö vár meöal þeirra bygginga sem skoöaðar voru. I garöinum umhverfis er komiö fyrir styttum ýmissa mikilmenna. Segir aö enga styttu þar megi bera hærra en styttuna af Viktoríu drottningu. Meðal minnismerkja í garöinum er stytta Einars Jónssonar, myndhöggvara af Jóni Sigurðs- syni, sú hin sama og stendur á Austurvelli í Reykjavík. Mun mörgum þar vestra hafa þótt þaö óþarfi hinn mesti, þegar hafin voru samskot áriö 1910 til að koma stytt- unni upp. Vildu þeir heldur aö myndaöur væri sjóöur og keyptur fyrir hann matur — eöa þá vit í nokkra stúdentahausa. Fundust þeim peningarnir of dýrmætir til aö þeim væri fleygt í svo tilgangslausan hlut. En hinir framsýnu máttu sín meira, og styttan af Jóni Sigurössyni stendur þar sem merki um einn af virtustu sonum íslenzku þjóöar- innar. Siglingin meö M.S. River Rouge eftir Rauöánni og Assiniboine-ánni var hin ánægjulegasta. Á mótum ánna settust frumbyggjarnir aö fyrir 200 árum síöan og þar á saga Winnipeg rætur sínar. Árnar eru hvorki vatnsmiklar né straumharöar og fannst mér, að heldur myndi það leiðigjarnt verk til lengdar aö stjórna slíku skipi, sem siglir margar feröir á dag upp og niöur lygnar ár meö túrista innanborðs. Aöeins fimmti dagur feröarinnar er runn- Skagfirska Söngsveitin Ein úr klappliðinu, Ólöf Ólafsdóttir og Jón Ásgeirsson, fararstjóri, ræðast viö. inn upp, en mér finnst langur tími liöinn síöan viö fórum aö heiman, svo víöa erum viö búin aö koma og svo margt nýtt hefur boriö fyrir augu á skömmum tíma. I glaða sólskini ökum viö aftur niöur meö Rauöánni, en í þetta skiptiö í gegn um Selkirk og aö fyrsta viökomustaönum þennan dag, sem er Willow Point. Vió skulum staldra vió hér stund- arkorn og láta hugann reika aftur til haustsins 1875, þegar fyrstu land- nemarnir á Nýja-íslandi lögöu hér aö tandi hinn 22. október. Mánuði áöur höfóu þeir lagt upp frá Kinmount og Rosseau i S.-Ontario og siglt yfir vötnin Huron og Superior til Duluth í Minnesota. Þar sameinuðust þeir hópi íslendinga frá Wisconsin, en alls taldi hópurinn þá um þrjú hundruö manns. Frá Duluth feröaöist hópurinn meö lest til Fisher’s Landing í Dakota eftir aö veita okkur hina ágætustu leiösögn á leið okkar frá Gimli til Mikleyjar (Hecla Island). Næst var heimsótt elliheimiliö Betel, sem stendur handan götunnar. Þar dveljast nú u.þ.b. 100 manns og er meöalaldur þeirra meira en 80 ár. Þarna er íslenzka ennþá í hávegum höfö. Átti ég þar tal af bónda, 87 ára gömlum, sem aldrei haföi til íslands komiö, en talaöi þó fegurri og lýtalausari íslenzku en við, sem borin erum og barnfædd heima á Fróni. Er viö höföum spjallaö góöa stund viö fólkiö úti í glamp- andi sólskininu, hóaöi frú Snæbjörg kórn- um saman og voru sungin nokkur lög á flötinni framan viö Betel. Kvöddum viö síö- an þennan glaölega hóp. Næst var gengiö til heimilis frú Marjory og Teds Árnasonar, bæjarstjóra í Gimli, en þar var tekiö á móti hópnum af sérstakri

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.