Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1981, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1981, Blaðsíða 6
Rembrandt í gegnum miðil Þrjár myndir eftir löngu látna listamenn, sem komu fram á mið- ilsfundi hjá Gasparettu. Lengst til vinstri er mynd með undir- skrift Toulouse-Lautrec, sú í miðið er með undirskrift Gauguin og minnir vissulega sterklega á myndir eftir hann, en undir þá sem lengst er til hægri, hefur Modigliani skrifað. Brasilíski miðillinn Luiz Gasparetto, sem fellur i djúptrans og mála þá löngu gengnir stórmeistarar i gegnum hann, en sjálfur hefur Gasparetto aldr- ei lært að teikna eða mála. Þaö mundi talinn meiriháttar þjóö- rembingur, ef ég staöhæföi hér og nú, aö fegurðarþrá landans sé meiri en gengur og gerist. Hitt er aftur á móti staöreynd, aö ótrúlega margir skreyta Rætt við hjónin Jó- hönnu Kjartansdóttur og Þorgrím Þorgríms- son, sem eiga uppi á vegg hjá sér myndir merktar Monet og Rembrandt, en þessar myndir urðu til fyrir tilstuðlan miðils á samkomu í Englandi. Eftir Gísla Sigurðs- son. heimili sín meö ágætum listaverkum og mun þaö heimili vandfundiö hér, þar sem ekkert hangir á veggjum af því tagi. Margir einstaklingar eiga merkileg og verömæt einkasöfn og tilefni þessa pist- ils er eitt þeirra, safn þeirra hjóna Jó- hönnu Kjartansdóttur og Þorgríms Þorgrímssonar. Þar gefur að líta gullfallega nektar- mynd eftir Gunnlaug Blöndal; aöra mynd eftir hann frá sjávarsíöunni og sannkall- aö glæsiverk eftir Kjarval. Samt sem áð- ur heföu þessi ágætisverk ekki oröiö til- efni til sérstakrar umfjöllunar; ekki held- ur mynd eftir Brynjólf Þóröarson, sem sjaldgæft er aö sjá, ellegar portret af húsráðendum eftir Halldór Pétursson. Allt var þaö gaumgæft meö tilhlýöilegri viröingu, aö ég vona, en játaö um leið, aö þá fyrst spyrnti ég viö fótum, þegar kom aö tveimur frekar litlum myndum undir gleri. Önnur virtist í ætt viö nútíma lýríska abstraktsjón; hin var andlitsmynd með fremur þokukenndum dráttum, unnin aö því er virtist meö blárri olíukrít. Var þetta þá eitthvað til aö vera dolfall- inn yfir? Nei, ekki út af fyrir sig. Ég skal játa, aö þessar tvær myndir hefðu vakiö minni athygli hjá mór an annað mynda- kyns á þessu heimili, ef ekki heföi staöið greinilega Monet undir annarri og Rembrandt undir hinni. Rembrandt þarf ekki aö kynna. Hitt vita ef til vill færri, aö Monet var einn af frönsku impressjónistunum í lok síðustu aldar og verk þeirra beggja eru naumast annarstaöar en á söfnum. Fleiri litprent- aöar útgáfur eru til meö verkum beggja en svo aö tölu veröi á komið, en ekki minntist ég þess aö hafa séö þessar myndir þar og allrasíst aö Rembrandt heföi nokkurntíma unniö meö bláum lit einvöröungu; hann forðaðist blátt aö því er viröist. Hvaö var þá hér á ferðinni uppi á vegg í Skildinganesi í Skerjafiröi? Voru hér óþekkt verk þessara gengnu meistara, rekin uppá islandsstrendur, eöa höföu óvenju bíræfnir falsarar veriö aö verki? Hvorugf. Og nú var komiö aö skýringum húsráöenda. Þorgrímur: „Sú er forsaga málsins, aö viö hjónin höfum um árabil starfaö bæöi með Sálarrannsóknafélaginu hér og einnig því brezka og sátum við í sept- embermánuöi 1978 þing í Froebel Coll- ege í bænum Roehampton á Englandi. Þetta þing heldur Alþjóöa spíritistasam- bandið, The International Spiritualist Federation, þriöja hvert ár og þetta var það 16. í röðinni. Svo ég komi beint aö efninu, þá er þess aö geta, aö á þinginu kom fram brasilískur miðill, Luiz Gasparetto, sem er 28 ára gamall og vinnur almannaþjón- ustustörf í sálfræöi í heimalandi stnu. Hvorki hefur hann nokkurntíma lært aö teikna né mála og fæst alls ekki við þaö. En hann er kunnur miðill; fellur í djúp- trans og málar þá eöa teiknar, ýmist með verkfærum eöa fingrunum einum, bæöi meö acryl-litum eöa olíulitum. Þótt hann smyrji litnum á meö fingrunum, þá sést ekki urmull eftir á höndum hans aö verkinu loknu, þaö er nú eitt undriö. Luiz hefur alls ekki ástundaö aö selja verkin, sem viö nefnum sálræna list. Samt hefur hann unnið um 4 þúsund myndir í miöilsástandi og yfirleitt alls ekki látiö þær frá sér. Þessi hæfileiki er sjaldgæfur; þó er vitað um ýmis tilfelli, þegar listamenn hafa falliö í trans og unniö alveg ólíkar myndir þeim, sem þeim var eiginlegt aö gera í vöku. Þar á meöal má nefna William Blake, sem var sérstæöur og dulrænn myndlistarmaöur og höfundur óvenjulegra fantasíumynda, hann mun hafa verið í trans meiripart ævinnar. Á nítjándu öld var ekki óal- gengt að miðlar, óþjálfaðir í myndlist, máluöu í trans, en notuðu hæfileikann til aö pretta náungann. Á þessari öld hafa komiö fram áhugaverðir trans-listasköp- Framhald á bls. 13 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.