Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1981, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1981, Page 14
Emil Þór Sigurðs- son og Finnur P. Fróðason eru meðal þeirra, sem líta á ljósmyndavélina sem tæki til mynd- rænnar sköpunarog efna bráðum til sýn- ingar á verkum sínum. Finnur P. Fróða- son (Finn Arnds Parelius) er fæddur í Kaupmannahöfn 1946. Að loknu námi í innanhúsarkitektúr flutti hann til íslands árið 1967 og hefur verið hér landfast- ur síðan. Á unglingsárum sínum gerði hann töluvert af því að mála og teikna, en eftir að hann fluttist til íslands snerist hugurinn æ meir að ljósmyndavélinni, og hefur ljósmyndun verið aðal- áhugamálið undanfarin ár. ■ Raunar má segja að þetta áhugamál sé nátengt starf- inu; sem innanhússarkitekt fæst Finnur einmitt við liti og formsköpun. Og það er ef til vill vegna starfsins sem Finnur hefur fengið mjög mikinn áhuga á ljósmyndun húsa og um- hverfi þeirra. Erlendis er það ekki óalgengt að „Arki- tektúr“-ljósmyndarar séu arkitektar að mennt. Finnur er sjálfmenntaður í Ijósmyndun og hefur haldið eina sýningu í Árbæjar- safni sumarið 1978. Eldri myndir eru teknar með Konica T3 og T4 myndavélum en síðasta ár- ið hefur hann notað Mami- ya 645 lOOOs. Stapafell á Snæ- fellsnesi — séð frá jöklinum og fram til sjávar. Ljósm.: Emil Þór Sigurðsson. Töfrar hins ósnortna. Hvönn og blómskrúð kringum Frímanns- bæ í Hornvík á Ströndum. Ljósm.: Emil Þór Sigurösson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.