Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1981, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1981, Blaðsíða 20
Púsjkin og samsæris- mennirnir ir. Það var hægt aö kaupa þá og selja. I blööunum birtust stööugt auglýsingar, þar sem þeir voru boðnir til sölu ásaml alls konar húsgögnum og húsdýrum fyrir heildarverö. Þaö var hægt aö fá þá fyrir nokkrar rúblur og þeir voru mun ódýrari en franskir mjóhundar og persn- eskir kettir. Aöeins fagmenn eins og rakarar eöa hljómlistarmenn kostuöu stundum nokkur hundruö rúblur. Loks hlotnaðist Púsjkin hin mikla náö: 28. ágúst 1826 fékk hann þau boö, aö hann ætti að fara til Moskvu í fylgd lögreglumanns til þess aö taka þar þátt í krýningarhátíöinni. Þann 8. september var hann boðaöur til áheyrnar hjá keisaranum. Drottnari Rússlands spurö: hann: „Ef þér hefðuö veriö í Pétursborg heföuöu þér þá tekiö þátt í uppreisn- inni?“ Púsjkin svaraði: „Já!“ Þá rétt keisarinn honum höndina og gaf honurr leyfi til aö búa framvegis í Moskvu oc Pétursborg. Og hann hóf líf sitt aö nýju í Moskvi og Pétursborg, í veizlusölum, danshús um og spilaklúbbum. Og brátt birtis nafn hans aftur í skjölum leynilögregl unnar, en í þetta sinn á skrá yfi alþekkta fjárhættuspilara undir númer inu 96. Aðeins frægasta skáidið var nógu gott handa Natalju Og svo kvæntist hann Natalju. Hún var dóttir stórskuldugs aöalsmanns og jaröeiganda, sem átti 2000 ánauðuga, þrjá syni og þrjár dætur, og ein þeirra naut hylli allrar hiröarinnar og einnig keisarans sjálfs. Þaö var Natalja. Hún var 16 ára, þegar Púsjkin sá hana fyrst. Hún dansaði eins og fjööur, var hrífandi fögur, gat eitthvaö glamraö á spinet og blaðrað um bókmenntir og var nú aö leita sér aö eiginmanni, sem gæti veitt sér þá stööu í þjóðfélaginu, sem henni fannst hún eiga tilkall til. Þaö varö aö vera meiri háttar maöur. Þar sem keisarinn var kvæntur og frægustu hershöföingjarnir og voldug- ustu ráðherrarnir of gamlir, kom aðeins frægasta skáld landsins til greina: Púsjkin. , 18. febrúar 1831 voru þau gefin saman meö mikilli viöhöfn í Uppstign- ingardómkirkjunni í Moskvu. Púsjkin er sagöur hafa verið stoltur af því aö eignast konu, sem aörir höfðu árang- urslaust biölaö til. En hjónabandið varð báöum von- brigði. Natalja skildi aldrei, aö Púsjkin þyrfti tíma til aö skrifa sín frægu verk, og hann varö stööugt aö fara meö henni í heimsóknir og í veizlur. Á verk hans bar hún lítið skyn. En á þeim sex árum, sem þau voru gift, ól hún honum fjögur örn, gaf honum ótal ástæöur til afbrýðisemi og síöast tilefniö til einvígis- ins, sem kostaöi hann lífiö. Hún daðraöi stööugt viö aðra menn, og hann tók þaö nærri sér. Og svo kom aö atburöunum í sambanoi við ilÍíiM UHQS d’ftíiíí!??: Hann var fallegur, franskur piltur, sem hollenski sendiherrann í Péturs- óorg haföi ættleitt til aö tengjast honum varanlegum böndum. Ýmsum getgátum var leitt aö sambandi þeirra. D’Anthes varö verkfæri í höndum nokkurra hirögæöinga, sem var illa viö Púsjkin, enda var honum lagiö aö senda mönnum sneiðar, svo eftir yröi tekið. Hann var brátt orðinn álíka óvinsæll eins og foröum í Odessa. ASTRIKUR OG GULLSIGÐIN Eftir Goscinny og Uderzo. Birt i samráði við Fjölvaútgáfuna HVI fÖRUM VIÐ BKK! / HftNN? 'ÞPiP ER VANRIK- UR'. FÖRUM í v HANN! /VE/, s tbinfUkur\ j ÞBY! líF'ti ÞEV! STEIN/UKUR ÍF ÞU UHICYRIR Þflf) EKKI, FER E6 •5AMF í HANN OE VERE> SVO i V FVLU.., ^ F LO V/í BAR!I FYLGJASr AEB HONUM! ÞtS5VE.CrNA ,HORFUM ÞECJAND! 'A., Yeínu s/aju? VARHLRIOO L&ttODKÖlT-J rAtLLT ÞER Af>FENNA ~ STE/NRlKUR. E6 CATEKKt J=yL CS T MEE> HONUM ’ han hvarfbara ‘27*? HEFBl VER/P NÆR AÐ LATAMI6 SJ'A UM HANNÍ Ómerkilegt tilefni til hólmgöngu Óvildarmönniim ?Ú2|Kif!5 var baö auövelt mál aö nota hinn unga d’Anthes í því skyni aö gera Púsjkin grikk og særa hann. D’Anthes þurfti á hylli fagurra kvenna aö halda til aö vega upp á móti orðróminum um samband þeirra kjörfeöga. Hann þyrfti ekki að hafa mikið fyrir þessu. Þaö nægöi, aö hann dansaði við Natalju og léti ótilhlýðilega blítt aö henni og hvíslaði einhverju í eyra henni. Og svo fór, að Púsjkin rauk upp og skoraði piltinn á hólm. Þannig stóð á því, að svo smávægilegur, ungur maður átti svo stórvægilegan hlut aö máli í rússneskri bókmenntasögu. ki. ö síou«yis “ fsbrí'^r 1§?7 ^ittust hólmgöngumennirnir rétt utan við Pét- ursborg í hörkufrosti og kafsnjó. D’Anthes er sagöur hafa brotiö gegn siöareglum einvíga og skotið of fljótt. Skammbyssukúlan fór í kvið Púsjkins, og var það mikiö sár. Púsjkin skaut síðan, en var þá aö falla og hæfði d’Anthes í hægri handlegg. Dauöastríö Púsjkins stóð í tvo daga. Hann bað gamla vinkonu sína, sem heimsótti hann, Dolguruki, furstynju, að fara á fund hins unga Frakka, sem sennilega hefði samvizkubit, og segja honum, að hann fyrirgæfi honum. Hún geröi páö. bakkaði fyrir meö brosi. Hann strauk yfir litla sáriö sitt á handleggnum og sagði: „Ég fyrirgef honum!” 10. febrúar 1837 dó ástsælasta skáld Rússlands. Hann lifði nær nákvæmlega jafnlengi og Jónas Hallgrímsson. — Svá — tók saman úr „Stern“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.