Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1981, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1981, Blaðsíða 8
Lilja K. Möller Er hægt að yfirvinna sjúk- dóma með réttu hugarástandi? Hugarlund, hugarmenntir, hugarreikn- ingur, hugarórar, hugarstyrkur — ég var aö leita aö „hugarorka“ í oröabókinni — en hvaö er þetta, finnst ekki? Hvernig stendur eiginlega á þessu? Jú, sennilega bara af því hún er ekki enn uppgötvuð. Aö hugsa sér! Við erum búin aö finna atómið, kljúfa þaö og finna tómiö, en hvergi hugarorkuna! Hvaö meinarðu, hvaöa þrugl er þetta? Einn góöan veöurdag skeður þaö. Aö einhver úfinn prófessor kemur hiaupandi á sjónarsviöið, meö tilraunaglas í höndunum og öskri: „Ég er búinn að finna hugarork- una!“ Þá fær hann sennilega nóbelsverö- laun og verðlaunaverðlaun. Á meöan sitja svo allir raunverulegu uppfinningamennirn- ir í góðu yfirlæti á betri staö en þessum, þeir Jesúa, Khrisna, Alla, Muhamed, Cac- ey, Ólafur Tryggvason, þó fáir séu nefndir, og segja: „Mikið var aö beljan bar.“ Þangaö til getum viö svo burðast með allar okkar vansæmdir, sjúkdóma og hömlulaust töfluát og látið sem viö séum takmarkaðar, lítilsmegnar mannverur, heilaþvegnar af erfðum og venjum: „Hingaö og ekki lengra". Eöa, eru kannski ekki fjöllin minni í fjarlægð? „Mamma, ég ætla aö ná í köku uppi á skáp“. „Nei, elskan mín, þú nærö ekki svo langt“. En barnið náði í stól, klifraði upp á hann og náði í kökuna. Nei, sem betur fer eru ekki allir staö- ráönir í aö takmarka afl mannsins, þó svo aö það sé yfirrráðandi í menningarlífi okkar. Ef til vill er þaö eina góöa við Ólympíuleikana, aö þar kepþast allir viö aö ná lengra en hinn og sýna aö þaö sé hægt, en svo aftur á móti kemst meirihlutinn styttra en sá sem kemst lengst! En nú eru skólalærðir menn loks farnir aö viðurkenna aö allt sé ekki sem sýnist, aö ef til vill séu 2x2 ekki 4. í flestum svokölluðum menningarlöndum eru óöum aö færast í vöxt ríkisreknar rannsóknarstofur í leit að hugarorkunni. í gegnum aldirnar, allt frá því aö maðurinn man eftir sér, hafa hverskonar „dularfullir atburöir" átt sér stað, eitthvaö sem maðurinn gat ekki útskýrt og gaf nafninu „kraftaverk“ eöa eitthvað þvíumlíkt. Menn hafa lagt hendur á fólk og læknaö þaö. Menn hafa séð fyrirfram óoröna atburöi. Menn hafa lesið hugsanir hvers annars. Og þaö er kannski þetta síðasta sem þessar rannsóknarstofur leggja mest upp úr. Allar merkilegar uppgötvanir virðast alltaf verða á endanum notaöar í hernaðarskyni og þaö væri víst ekki svo vitlaust aö geta lesið hugsanir andstæöingsins. Vísindamenn í Rússlandi viöurkenna t.d. opinberlega að „hugsanalestur" sé staöreynd. í Frakklandi og Bandaríkjunum er lagt mikið kapp á allskonar rannsóknir í sambandi viö hugs- analestur. Það er álit þeirra sem fást viö þessar tilraunir aö hugarorkan sé vissar bylgjur sem stafa út frá hverjum og einum, misjafnlega sterkt, eftir því hve opin persónan er fyrir því, svona rétt eins og útvarpsbylgjur. — Og ætli þaö séu ekki þessar bylgjur sem úfni vísindamaðurinn á eftir að uppgötva og reynir auövitaö aö beisla. Spurningin er þá hvort beisluð persóna veröi eins og sprungin blaöra!? En á meðan þetta brambolt stendur, reyna samt aðrir hópar aö virkja þessa orku okkar, þó svo hún sé ekki efnislega staöfest. Þeir vinna að vísu í hálfgerðri blindni, en það er jú talið aö maöurinn noti ár yfirleitt ekki nema 10 prósent af heilafrumum líkamans, sem sannar um leið aö þarna eigum viö mjög svo mikið óvirkjaö afl. Og þar sem heilu samtökin eru komin á stofn sem lýsa því yfir aö pilluát sé oröið hættulega mikiö, einbeita þessir menn sér aö því aö nýta lækningaorkuna í mannverunni. En til þess að lækna þarf fyrst aö finna orsökina. Hver er þá upphafleg orsök sjúkdóma? í mörgum tilvikum er aúðvelt aö segja „rangt mataræði“ en hver er þá orsökin — svona er lengi hægt að telja. „Sjúkdómar", samkvæmt kenningu Dr. O. Carl Simonton, „eru útrás örvæntingar, líffræöileg reynsla á stigi sellunnar." Dr. Simonton er skólalærður krabbameins- læknir og einn hinna fjölmörgu fylgjenda hugarlækninga. Þessi bandaríski læknir er víöþekktur um heimaland sitt fyrir lækn- ismeöferð sína á krabbameini: Hann krefst þess að sjúklingurinn sjái fyrir sér eyðilegg- ingu sýktra sella, meö reglubundnum æfingum. Simonton er sannfæröur um aö sálarneyö eigi stóran þátt í þróun krabba- meins og að hugarorkan geti sigraö og/eöa tafið fyrir þróuninni. „Krabbamein dafnar í geöshræringar- og örvæntingartil- finningum" — og ein leiöin til aö yfirvinna þennan sjúkdóm er sú aöferð sem hann kennir í Ráögjafa- og rannsóknarstofnun sinni í Fort Worth í Texas: Fyrirkomulag jákvæöra hugsana, kallaö „hugarmyndun“, þar sem sjúklingarnir særa uþp ímyndanir af einskonar innri vígvelli og þeir „sjá" hraustu sellurnar tortíma þeim sýktu. (Hugarkraftur sem skapar lækningaorku með sterkri ímyndun). Margir læknar hafa lýst sig á móti þessum lækningamáta, að ég tali ekki um lyfjafræðingana! En samt sem áöur hefur hann fylgjendur út um öll Bandaríkin og er nú þegar búinn að sanna aöferö sína aö nokkru leyti — yfir hundraö sjúklingar sem áttu aö vera löngu liðnir af krabbameini eru sþrelllifandi og kenna sér einskis meins. Yfir 500 sálfræöingar, læknar, hjúkrunar- konur og félagsráðgjafar hafa æft sig í Simonton-aðferðinni til aö lækna krabba- mein. Þeim fjölgar óöum sem aðhyllast hugar- orkulækningar. Erlend sálfræðirit eru hlaö- in tillögum og skýrslum um rannsóknir sem benda í þessa átt. Rannsóknir hafa sýnt tilveru „krabbameinshneigöa" persónuleik- ans, þar sem þeim hefur tekist aö hlekkja saman sorglega og geöshræringakennda atburöi í lífinu og þróun ilikynjaöra sjúk- dóma, hjartaveiki og annarra líkamlegra bresta. Sálfræðingurinn Lawrence LeShan segir eftir margra ára rannsóknarstörf, í bók sinni „Þú getur barist fyrir lífi þínu“: „Krabbameinssjúklingar voru yfirleitt lífs- leiðir eöa niöurdregnir áður en þeir uröu sjúkir og sálarlífshliðin var stærsti þáttur sjúkdóms þeirra". Harold Sherman, sem hefur gert hugarorkuna aö lífsstarfi sínu segir í bókinni „Dularmögn Hugans": Þegar læknavísindin standa uppi ráöalaus, getur hugurinn og dulsvið vitundarinnar, komiö til hjálpar, jafnvel til aö vinna bug á krabbameini". Simonton kennir sjúklingum sínum aö með því að viðurkenna þeirra eigin þátt- töku í byrjun lasleikans, viöurkenni þeir um leið kraftinn sem í þeim býr og sem getur einnig hjálpað á veg til heilsu. „Hverskonar veikindi skapast útfrá margbrotnum þjóö- félagslegum þáttum, líkamlegri og sálar- legri streitu, persónuleika manneskjunnar sem þarf aö kljást viö þessi áhrif og vangetu hennar til aö aðlagast streitunni". Út um allar jaröir eru hugsandi læknar, heimspekingar og lífslistamenn á þeirri skoðun aö sjúkdómurinn sýni sig í sálarlíf- inu, áöur en hann kemur út í líkamanum. T.d. þeir sem geta séö „árur“ geta sagt til um hvort menn séu aö veröa veikir. í bók sinni „Viljinn til að lifa“ skrifar vísindamaðurinn A.A. Hutschnecker: „Lífs- leiöi er aö nokkru leyti þaö sama og aö framselja sig dauðanum. Vegna þess aö hugurinn og líkaminn eru óumdeilanlega samtvinnaöir. Viö sjálf veljum tíma sjúk- dómanna, tegund sjúkdómanna og rás sjúkdómanna og alvöru þeirra“. í sjálfu sér er þetta ekkert furöulegt, hvað ætti aö vera eðlilegra en aö maðurinn sé meistari sjálfs síns? En viö verðum heldur betur aö breyta lífsskoöunum okkar ef við viljum fá aö njóta góös af orkustöð okkar, hinum 90 þrósentunum. En er það ekki bara hin venjulega þróun menningar- innar? Aö trúa og treysta á þaö sem þegar er búiö aö staðfesta efnislega, án þess aö velta fyrir sér hvort þetta sé stöðlun — bíða þess aö einhver komi meö aöra uppástungu og taka ekkert mark á honum fyrr en hann er búinn aö sanna þaö.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.