Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1981, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1981, Blaðsíða 9
Púsjkin var eitt ástsælasta skáld Rússa og átti atburðaríka ævi að baki, þegar hann fór sér að voöa í tilefnislitlu einvígi, aöeins 38 ára gamall. Ilið mikla skáld Alexander Púsjkin — snillinjiur, spila- maður og kvennabósi. t • t og samsœmmenmmir Aiexander Púsjkin, eitt frægasta og ástsælasta skáld Rússa, var mjög óvenjulega ættaður. Faðir hans var af einni af elztu ættum Rússlands, en móðir hans var sonardóttir negrans Abrahams Hannibals, sem Pétur mikli hafði með sér til Rússlands frá Hollandi. Negrar voru þá mjög í móð. Hann var af furstaætt í Abyssiníu og hafnaði í Hollandi eftir aö hafa verið seldur sem herfang á þrælamarkaði í Istanbul. Pétur lét skíra hann og var guðfaðir hans, svo að pilturinn hét fullu nafni Abraham Hannibal Petro- vitsj. Hann var prýðilega vel gefinn, lærði fljótt rússnesku og fékk mikinn áhuga á verkfræði og vopnabúnaði stórskotaliðs. Abraham Hannibal kvæntist dóttur þýzks höfuösmanns, en þar sem hún var lúterstrúar, vildi rétttrúnaðar- kirkjan rússneska ekki viðurkenna hjónabandið, fyrr en úrskurður var felldur í málinu á æðstu stöðum. En á því varö bið í 21 ár. Á þeim tíma ól hin þýzka kona honum níu börn, en árið 1759 var hjónabandið svo löggilt í öllum atriðum. Abraham Hannibal var aðlaður, gerður aö hershöfðingja og yffir- manni verkfræðistofnunar ríkisins, fékk landareign og margar orður og dó 84 ára gamall 1781. Dökkt hörund og góðar gáfur Sonardóttir hans, Nadesjda Ossip- ovna Hannibal, giftist lífvaröarforingjan- um Sergej Púsjkin, og í hinu fallega timburhúsi þeirra í Moskvu fæddist fyrsta barn þeirra 6. júní .1799. Þaö var sveinbarn og var skírt Alexander. Hann hlaut aö erföum eigi aöeins hinn dökka hörundslit frá langafa sínum, heldur og sitthvaö af gáfum hans. 12 ára gamall var Alexander settur í hinn keisaralega menntaskóla í Tsar- skoje Selo, 20 km frá Pétursborg, þar sem börn rússnesku yfirstéttarinnar hlutu menntun sína. Skólastjórinn var baltneskur og geröi sér far um aö víkka sjóndeildarhring nemenda sinna, eins og kostur var. Námiö var stundað af kappi, en einnig var ort, málaö og leikið á hljóðfæri. Einn af skólabræðrum Púsjkins var barón von Delwig, sem átti þýzkan fööur og rússneska móöur. Hann talaöi bæði málin, orti hinar fegurstu sonnettur og varö mikill vinur Púsjkins. Annar náinn vinur hans var Wilhelm Kúchelbecker, baltneskur, eld- heitur hugsjónamaöur, sem orti falleg kvæöi, en skrifaöi einnig magnþrungin ádeilurit. Kúchelbecker vildi afnema einveldi keisarans, veita hinum ánauö- ugu frelsi og berjast fyrir rétti þjóðarinn- ar til aö hafa áhrif í stjórnmálum. Á dögum Púsjkins gerðust sögulegir viöburðir, sem höföu afar víötæk áhrif. /Eskuár hans liöu á þeim tíma, þegar Napóleon haföi lagt undir sig nær alla Evrópu. Margir Prússar leituöu hælis í Pétursborg, eftir aö Napóleon haföi neytt konung þeirra til aö gera viö sig bandalag og Ijá sér herafla. Þeir bund- ust samtökum um aö frelsa Prússland að austan og settu á fót „Þýzk-rússn- esku herdeildina“, sem átti að berjast meö rússneska hernum. Þeir komu heim breyttir menn Allt „ættjaröarstríöiö“, eins og Rússar kölluðu þaö, fram til þess aö Napóleon var kominn í sína endanlegu útlegð á St. Helenu, uppliföi menntaskólaneminn Púsjkin í gegnum frásagnir rússneskra hermanna, sem sneru heim vegna sára eða af öörum ástæöum. En margir vinir hans og skólabræöur, sem voru sumir litlu eldri en hann, fengu reynslu sína af stríöinu á vígstöðvunum. Þegar þeir ráku flótta franska hersins í blóöugum átökum í áttina til Frakklands, fóru þeir um Þýzkaland og uröu vitni aö því, hvernig æ fleiri ríki losnuðu undan oki Frakka og æ fleiri ungir menn tóku virkan þátt í frelsisbaráttunni. Nýr heimur laukst upp fyrir þeim. Þeir litu lönd, þar sem engin ánauö var lengur né barsmíöarefsing, og þar sem barnaskólar voru einnig í litlum þorpum. Þeir fóru um frjáls borgríki, sem um aldir höföu haft lýðréttindi í heiöri. Mörgum Rússum var brugöiö við fyrstu kynni af lífsháttum í Mið-Evrópu, en þjóö þeirra haföi um langan aldur veriö vandlega innilokuð og þar meö algerlega meinaö að geta gert saman- burð. Þaö voru breyttir menn, sem komu aftur til heimahaganna og litu þá öörum augum. Þaö gat ekki farið hjá því, aö þeir tækju aö efast um þá, sem þeir höfðu áður talið óskeikula. Heimkynni þeirra höföu einnig breytzt. Kornakrar höföu oröiö aö orrustuvöllum og mjólkurkýr aö slátur- gripum. Herir Napóleons höföu fariö illa meö landið. Og Moskva! Allt, sem verið haföi úr tré, haföi eyözt í brunanum mikla. Aöeins Kreml stóö eftir upp úr endalausri öskubreiöunni. Endurreisn var orö dagsins. Og hún gat ekki einskoröazt viö akra og hús, hún varö aö vera víðtækari og ná til byggingar ríkisins og samfélagsins. Þeir, sem ólu meö sér hugsjónir um framfarir á þessum tíma í Rússlandi, voru fyrst og fremst ungir liösforingjar. Vegna fæöar sinnar skiptu stúdentarnir minna máli. Háskólinn í Moskvu var ekki stofnaöur fyrr en 1755 og var í hálfa öld hinn eini í Rússlandi. Á ríkisstjórnarár- um sínum stofnaði Alexander 1. þrjá háskóla, í Kasan, Karkov og Pétursborg (1819), en kennslustofur þeirra voru hálftómar lengi, því aö þaö vantaði menntaskóla, þar sem menn gætu fengiö nauösynlega undirbúnings- menntun. En aftur á móti hlutu hinir ungu liösforingjar í herskólanum í Pétursborg staögóöa undirstööumenntun. í Rúss- Eftir hið hörmulega undanhald frá Rússlandi um hávetur er vegur Ástarævintýrið með hinni fögru greifynju, Vorontzov, kostaði Napóleons á enda. Skopmyndin frá 1812 sýnir Frakkakeisara í Púsjkin stöðu hans sem scndifulltrúa í Odessa. smækkaðri mynd í hendi Alexanders 1. Rússakeisara. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.