Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1981, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1981, Blaðsíða 4
ÁRNI HELGASON, STYKKISHÓLMI Merkllegt ævistarf lagt í rúst Af athafnamanninum STEFÁNIP. JAKOBSSYNI Austfiröirnir um aldamót, — ennþá ber Ijóma af þeirri tíö. Uppgangur þorpanna, innflutningur nýrrar tækni og manna sem yfirgáfu heimkynni sín til aö ryöja nýjar brautir t fjarlægu landi gleymast ekki. Síldarævintýriö um aldamótin kom mörg- um manninum til góöa. Norömenn þeir sem komu meö landnótina (nótabrúkið sem kallað var), botnnótina og verkunina komu umróti á líf Austfirðinga. Enn standa húsin sem þeir reistu og þaö er ekki langt síöan sömu aöferöum var beitt viö síldveiö- ar. Straumur fólks víöa aö af landinu lá austur í atvinnu og ævintýraleit. Þaö var vissulega mikiö líf fyrir austan. En þeir sem komu frá Noregi vissu að á Austfjöröum bjuggu dugandi menn, sem nýttu sér tækifærin sem komu til þeirra. Áöur en þessi kafli hófst í sögu Austfjaröa, var ekki glæsilegt um aö litast og margt fólk flúöi vestur um höf til að afla sér og sínum viðurværis. Þá voru og miklar siglingar til íslands og fyrir Austurlandi var urmull af skútum sem leituöu hinna fengsælu fiski- miöa. Þetta var árvisst. Fransmenn settu svip sinn á Austfirðina og þá hvaö helst á Fáskrúösfjörð, þar sem þeir meöal annars reistu stærsta sjúkra- húsiö á Austurlandi. Þegar ég var aö alast upp voru Fransmenn aö miklu leyti hættir á skútunum, en þó kom þaö fyrir aö viö sáum þær. En jjeir, sem höföu verið um aldamótin og framúr á Fáskrúösfiröi og hrærst með hverri hreyfingu þar voru margir og minningar þeirra ævintýraríkar. Oft fór svo aö þegar frá var sagt uröum við drengirnir spurningarmerki. Á þessum ár- um byggöust kauptúnin fyrir austan. Og þaö þannig aö ég man ekki eftir neinum moldarkofa í minni æsku. Ekki má heldur gleyma hvalveiöistöövunum sem voru bæöi í Mjóafirði og Reyöarfiröi. Aldamótaljóö Hannesar var sungiö og þótt ýmsir sæju þaö í óra fjarlægö fór ekki hjá því aö þaö haföi sitt aö segja í aö efla kjarkinn til uppbyggingar á fjöldamörgum sviðum. Þegar ég var í bernsku, voru þessir frumherjar á miðjum aldri. Kynntist ég mörgum og tel þaö til mikils gildis í lífi mínu. Þessir brautryðjendur höföu ótrúleg áhrif. Og það svo mikil aö fjöldi íslenskra athafnamanna spratt þar upp og ótrúleg orka varö leyst úr læöingi. Á þessum vormorgni byrjar Stefán Jakobsson, sjómaöur, skipstjóri, kaup- maöur og útgeröarmaöur, sína starfsævi. Hann var fæddur aö Kolfreyjustaö 7. maí 1880 og er því á árinu 1980 öld liöin frá fæöingu hans. Foreldrar hans voru hjónin Ólöf Stefánsdóttir og Jakob Pétursson, sem þá bjuggu þar. Jakob, faöir Stefáns, var fæddur 8. maí 1852 á Oddsstööum í Presthólasókn í Núpasveit, sonur Péturs Jakobssonar og Margrétar Hálfdánardótt- ur, sem þar voru búandi. Ólöf Stefánsdóttir var fædd aö Hjaltastað 30. ágúst 1852, dóttir séra Stefáns Jónssonar þar og síöar aö Kolfreyjustaö og konu hans, Guöríöar Magnúsdóttur. Ólöf og Jakob bjuggu aö Brimnesi og þar ólst Stefán upp. Stefán hneigöist snemma aö sjónum, enda var hann aðalbjargræöisvegur þá ásamt landbúnaöi. Einnig var hann í búskapnum á búi foreldra og þótti snemma liötækur. Hann var ekki langt kominn yfir fermingaraldur þegar hann varö formaöur á opnum báti. Var róiö frá Brimnesi og Skálavík, en þar út frá voru alls staöar gjöful miö og ekki mjög langsótt. Eins og fleiri varö hann aö treysta á veðurglögg- skyggni því aö þá voru engin þau tæki til sem til leiöbeiningar væru, og þokurnar á Austfjöröum eru alkunnar. Var oft undra- vert hve menn rötuöu um sjóinn og höföu þá engin kennileiti. En menn litu í loftiö og tóku eftlr hverri hreyfingu. Ekki er mér kunnugt um hversu mörg ár Stefán var á árabát, en þau voru mörg. Hann var á besta aldri þegar vélbátaútgeröin hófst fyrir austan og hann sem aðrir varö hugfanginn af þessari nýjung: Aö láta vélarafliö knýja bátana fremur en aö róa höröum höndum, berja í mótvindi. Þaö reyndi á. Aö vísu voru segl mikiö notuö og menn læröu snemma aö fara með þau. Vélarnar voru aö vísu á byrjunarbraut, en þó uröu þáttaskil í útvegi er þær komu. Vélbátarnir voru ekki búnir aö vera lengi á Austfjörðum þegar Stefán fékk mikinn áhuga á þeim. Þaö segja mér kunnugir menn aö marga feröina, hafi hann farið til aö kynna sér þessa nýjung og sjálfur reri hann sem formáöur á vélbáti, áöur en hann hóf útgerö, allt frá 18 ára aldri. Þaö mun hafa veriö fyrir fyrra stríö, líklega fyrst á árinu 1914 aö hann réöist í Athafnasvæði Stefáns P. Jak- obssonará Fá- skrúösfiröi. Hvíta byggingin er ís- hús sem hann reisti ásamt öðr- um útgeröar- mönnum. Stefán P. Jakobason, Fáskrúösfiröí. Mb. Katla Mb. Hekla ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.