Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1981, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1981, Blaðsíða 13
það, svo að þaö hleypi af stað ofviöri, sem þið ráðið ekki við, djöflarnir ykkar.“ Litli djöfsi varð skelfingu lostinn og fór til afa síns til að segja honum, hvaö skeð hefði. En enn á ný olli Balda miklum látum með reipi sínu, ægilegum hávaða til aö særa fram djöflana. Litli djöfsi birtist aftur. „Af hverju ertu svona óþreyjufullur? Þú færö pen- ingana, eins og þú baöst um .. .“ „Nei,“ sagði Balda. „Nú er komið að mér að velja keppni. Ég ætla að fela þér verkefni, ungi fjandi, sem mun leiða í Ijós, hvað þú ert sterkur. Sérðu gráu merina þarna úti á túni? Farðu og lyftu henni upp og berðu hana hálfa mílu — og ef þú gerir það, þá færöu allt gjaldið, en ef ekki, þá tek ég alla peningana.“ Vesalings litli púkinn beygöi sig undir hryssuna. Hann rembdist og rembdist og reyndi af öllum kröftum að lyfta merinni á bak sér. Honum tókst aöeins að lyfta henni upp af jörðinni og skjögra nokkur skref. Síöan féll hann flatur niður, örmagna. Þá sagði Balda við hann reiðilega: „Ræfillinn þinn! Af hverju ligguröu þarna flatur? Þú getur ekki einu sinni lyft hesti með höndunum, en sjáðu — ég get það með fótunum meira aö segja.“ Aö svo mæltu hljóp Balda á bak merinni og þeysti á stökki um það bil eina mílu, svo aö rykmökkur þyrlaðist upp. Nú varð púkinn skelfingu lostinn. Og hann hraðaöi sér til afa til að segja honum frá hinum miklu kröftum Balda. Nú var ekki lengur um neitt að ræða — og djöflarnir töldu fram gjaldið og hlóðu á bak Balda. Balda hélt á brott, en stundi annað slagið undan þunganum. Þegar prestur sá Balda vera að koma, hljóp hann á bak við konu sína skjálfandi af hræðslu. Balda tók í hann, dró hann fram og afhenti honum gjaldiö, sem hann haföi heimt í þungum poka. Síöan krafðist hann launa sinna. Viö fyrsta höggiö á höfuöiö flaug prestur upp undir loft. Við annað höggiö varð hann heyrn- arlaus. Og við hið þriðja missti hann alger- lega rænuna. Og Balda sagði í ávítunartón: „Það er ekki hyggilegt að reyna aö fá vinnu manns fyrir ekki neitt!“ Sveinn Ásgeirsson íslenzkaði. Kristján Jóhannsson GÖNGUVÍSUR - Reykjavík og nágrenni Heiömáni hrímiö gyllir — himinsins frosnu tár er tipla upp Tunguveginn telpurnar rjóöar prjár. Inni í Byggöarenda erja menn garöinn sinn. — Ætti ég hálft eitt húsiö! Hvílík hamingja — drottinn minn Fálátt er Fossvogshverfiö í flæöandi vestan átt. Ekki sést hundur á hlaupum né haus í nokkurri gátt. — Ö vesalings Viöjugeröiö: Þar vegur hvert hús svo smátt, því bratt rís bústaöur sjúkra, en beöur hins dána svo lágt. Berst ég um Brekkugeröiö og bergi þaö sálarsprútt, aö inni í þeim ógnarstofum æfi menn dræv og pútt. Blikar af Bessastööum þar bera menn til og frá dýrlinga djásnum prýdda. Þaö er dæilegt til aö sjá. í Sviöholti sátu áöur sæmdar og spekimenn. Skyldu þeir „guös ígeimi“ ganga til starfa enn? Þríhnjúkar: — Þeirra innstur þér býöur: Gakktu inn. En tírætt er hrapiö til heljar. Hopaðu vinur minn. Tröllafoss gestaglaöur ígljúfrinu mikla skín. A berginu bjartsinnaöur býr hann til Ijóöin sín. Þverárkot er nú í eyði. Áöur var þeyst um garö, er lifandi og dauöra leiöir lágu um Svínaskarö. Uppi á Esjuhlíöum oft þaö í hjarta sker, aö skipti ei miklu máli hvernig mannkynið byltir sér. Súlurnar yfir signa syngjandi fossaval er una í hamrahöllum. Þar heitir í Brynjudal.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.