Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1981, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1981, Blaðsíða 6
Módel af öryggisklefanum með opna fjöðrunargrind umhverfis hann. Módelið sýnir stærðarhlutföll og grunnsamsetningu björgunarhússins. Á síðastliðnu ári (1980) var undir- rituðum veittur styrkur úr einum vísindasjóði (DAAD) vesturþýska ríkisins, í því skyni að vinna að og setja niður á blað fyrstu hugmyndir um húseiningu til varnar gegn al- hliða náttúrulegum hamförum. Þar sem fyrsta áfanga sérhannaörar hús- einingar af þessu tagi er nú nýlokið, er hygmyndin að segja lauslega frá umræddri athugun í þessari grein. Verkefniö nefnist í frumgerö sinni Catastrophe Safe Housing (CASAH) Report I. í þessu verkefni er gengið út frá þeirri staðreynd, að náttúruhamfarir, þar sem mannslíf í tuga- og hundraðaþúsunda- tali eyöast, hafi fariö hraövaxandi á síðustu áratugum samkvæmt skýrslum náttúruhamfaraskráningarstofnunar í New York. Ráöstafanir viö slíkum stór- slysum hafa aöallega falist í því aö reyna aö segja fyrir um þær, en meö misjöfn- um árangri. Engar markvissar varnarráðstafanir hafa veriö gerðar en hjálparaðgeröir hafa veriö mjög víðtækar eftir á, þegar staðreyndir um fjölda dauöra liggja á borðinu. Hér er ennfremur gengiö út frá því, að óhugsandi sé aö reisa héreftir sem hingaötil heilu húsin, sem væru algerlega hamfaratrygg, vegna kostnað- ar og annars. Né heldur mun það raunhæft aö gera ráö fyrir því aö rífa öll eldri hús og reisa önnur í staö þeirra, sem væru nægjanlega trygg. í þriöja lagi er gengið út frá því aö hamfaratrygga húseiningin veröi ekki raunhæf fyrr en öryggi hennar er mun meira en hug- myndir manna hafa stefnt aö hingaðtil og þá um leiö bent á, aö með nægilegri fjöldaframleiöslu (sjá bifreiöir) í há- þróuöum iönaöarlöndum, má gera hversu flókna framleiöslu sem er hlut- fallslega ódýra, en þá skiptir raunar mestu máli hversu margir hlutar fara í hverja framleiðslueiningu. Aö öðru leyti segir um verkefnið í verkefnislýsingunni: Alveg eins og hús skýla fólki fylli- lega við eölilegar aðstæður á yfirborði jarðar, er hugmyndin aö setja saman húseiningu eöa björgunarhús er þjón- ar manninum sem „farartæki“ við óeðlilegar aðstæður á yfirboröi jarðar. Samsvarandi við skip í stórsjó, sem veröur að vera byggt til þess aö standast gífurlega krafta, eöa hlið- stætt við farþegaþotu, sem verður að standast alla þekkta krafta loft- straumafræöinnar eða eins og mannað geimfar, sem verður að standast enn meiri átök, á þetta „farartæki" að standast þau ógnarátök, sem verða viö öfduhreyfingar jarðskorpunnar í jaröskjálftum, við flóöbylgjur eða eld- gos, í hraun- og öskuregni, í hvirfii- vindum eða í skriðuhlaupum. Þessir atburðir eru að vísu ógnvekjandi og sérstæðir en mega þó ekki gleymast, þegar um það er aö ræða að bjarga mannslífum. Undir venjulegum kringumstæöum á björgunarhúsið aö nýtast meö öörum herbergjum í venjulegu húsi. Þaö verður því annað hvort byggt inní eöa áfast viö ný eöa gömul hús. Þannig er unnt aö nota þaö jöfnum höndum í minniháttar slysum af völdum eldsvoöa, vegna reykeitrunar eöa af völdum annarrar lofteitrunar. Þaö á aö vera hægt aö byggja þetta tilbúna björgunarhús jafnt inní háhýsi sem einnar hæöar húsi. En til þess aö tryggja bestu hugsanlega nýtingu svo sérstæös íverustaðar, er án efa best aö gera ráö fyrir staðsetningu þess viö hönnun nýs húss. Björgunar- húsiö, sem í reynd veröur hluti húss, veröur hægt að kaupa út úr verksmiöju, t.d. eins og bifreiö. Viö lausn á þessu verkefni var meginhugmyndin sú, aö tryggja kyrfi- lega tiltölulega smáan íverustað, sem t.d. rúmar eina fjölskyldu og koma honum þannig fyrir, aö ávallt megi grípa til hans. Þó er á þaö bent, að útilokað er aö finna patentlausn gegn dauðsföllum af völdum náttúruhamfara; einungis aö auka möguleikana á því að fleira fólk lifi þær af en nú vill verða, ef þaö hefur þá viöleitni til þess aö vilja bjarga sér sjálft. Hiö fyrsta sem aö þarf aö hyggja, er aö gera húseininguna nánast brotör- ugga, þannig aö hún standi af sér hvers konar krafta, t.d. ef heilt háhýsi hrynur ofan á hana. Ef tekið er mið af náttúrulegum varnarhjúp, þá þarf hús- einingin eins og hann aö geta breytt formi sínu viö átök og vinna þannig úr kraftaáhrifunum án þess að brotna. Um leið veröur Ijóst aö hagkvæmasta form- iö fyrir byggingu af þessu tagi er kúluformið, þar sem það hefur ekki tilhneigingu til þess aö gefa eftir í neina sérstaka átt vegna lögunar sinnar. Hér er því lagt til aö útbúa þetta tilbúna björgunarhús yst meö fjöðrun- arkerfi, sem getur breytt formi sínu og unnið þannig á stærstu kröftunum, sem einingin verður fyrir. Gerö þess er sniðin eftir fyrstu leikfangaboltunum, sem not- aöir voru til knattleiks hér á jöröu svo vitaö sé. Boltar þessir eru enn fram- leiddir í Austurlöndum fjær og notaðir þar á sinn upprunalega máta. Þeir eru gerðir úr viðartágum og fléttaöir saman úr sex hringjum þannig aö þeir mynda bolta. Þetta gerir þá mjög fjaðurmagn- aöa og um leiö sterka. Brotþol boltanna byggist sem sé á því, aö þeir gefa eftir og brotna því ekki, þegar fast verður fyrir þeim. Sú breyting er þó gerö hér á þessu aldagamla fjaöurkerfi, aö í staö sex hringja úr tágum er í björgunarhús- inu notast viö fjóra fjaðurhringi úr stáli og eru þeir u.þ.b. 4 metrar í þvermál hver fyrir sig. í annan staö þarf aö tryggja súrefni og nægilegt rými til aö hreyfa sig í kúlunni. Hér er það leyst meö klefa, sem tekur 6 manneskjur og er hann útbúinn á svipaðan hátt og lítill kafbátur eða geimfar. Hann er loftþéttur, hefur þar- afleiöandi loftþéttar dyr og er aö öllu leyti úr málmi. Stærð klefans er um 23 rúmmetrar og tenging hans viö ytra fjöðrunarkerfið er á þann hátt, aö klefinn og/eöa fjöörunarkerfiö geta snú- ist sjálfstætt um eöa inni í hvoru öðru. Þetta er gert mögulegt með kúlulegum, sem festar eru á ytra borö klefans og hvíla hver fyrir sig á vökvaþrýstifjöörum. Kúlulegurnar snerta síðan neöra borö ytra fjöðrunarkerfisins, sem er íhvolft. Þetta er raunar yfirboröiö á sérstakri stýrisgrind, sem einnig getur gefiö eftir. Þegar klefinn og fjöörunarkerfiö snúa rétt saman, þ.e. þannig aö dyr klefans snúa út að ferhyrndu opi á fjöörunar- grindinni, er enginn þrýstingur á kúlu- legunum. Um leiö og klefinn snýst hins vegar frá þeirri stööu kemur þrýstingur á þær og því leitast þær alltaf viö aö ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.