Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1981, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1981, Page 11
V Pétursborg 14. desember 1825. „Desembermennirnir haía safnast saman. En riddaralið keisarans er viðbúið að brjóta uppreisnina á bak aftur. eitthvað hlyti að ske, og þar vildi hann vera nærri. 11. desember ákvað hann að fara án heimildar út fyrir mörk útlegðarstaðarins og halda alla leið til Pétursborgar. Hann setti einhvern far- angur í vagn sinn í skyndi og þaut af staö. Þaö lá snjór yfir öllu. Eitt sinn hljóp héri í veg fyrir hann, og síðan mætti hann svartklæddum presti, sem hélt í gagnstæöa átt. Þetta var of mikið. Honum fannst sem forlögin gæfu sér bendingu og sneri við. Þannig komst hann hjá slysi. Vitlaus madur drepinn Uppreisnin misheppnaðist, áður en hún byrjaöi. Pestei var handtekinn, áöur en hann gat tekið til við aö stjórna henni. Trubetzkoj fursti, sem átti aö verða í forsæti bráðabirgðastjórnar, mætti alls ekki á Senatstorginu, þar sem liðssveitirnar ætluðu að hittast. Þær fóru hver sínu fram án samræm- ingar, ráövilltar og hikandi. Allir biðu þess, að einhver gæfi skýra skipun. En þaö gerði enginn. Nikulás keisari lét riddaralið ráöast gegn uppreisnarmönnum. Kakovskij skaut ekki keisarann, heldur Milorado- vitsj hershöfðingja, en það hafði engin áhrif sem vísbending. Nú lét keisarinn stórskotalið taka sér stöðu og skjóta jarnaruslskotum aö uppreisnar- mönnum. Hundruö þeirra féllu. Hundruð þeirra lögðu á flótta og reyndu aö komast undan yfir Nevafljót. ísinn brast, og þeir drukknuðu. Henging var sama og náðun Forsprakkar uppreisnarmanna voru handteknir saman og yfirheyrðir mán- uðum saman. Sumarið eftir voru 120 þeirra dæmdir í ævilanga útlegö og fimm þeirra til dauða með limlestjngum. Meðal hinna fimm voru þeir Paul von Pestel og Kakovskij. Nikulás keisari vildi ekki að blóð rynni, og náðaði þá að því marki, að þeir skyldu hengdir. Wilhelm Kúchelbecker var í fangelsi í tíu ár og varð síðan að halda til Síberíu í hlekkjum. í þvingunarvinnubúðum dró hann fram lífiö til 1846, varð blindur og dó að lokum úr berklum. Aldavinur hans, Púsjkin, var stöðugt nefndur í sambandi við desembermenn- ina og uppreisn þeirra og lifði í stöðugum ótta við að vera flæktur inn í málið, nú þegar allt var glatað. Og svo skrifaði hann bréf til keisarans 11. maí 1826: .... Ég er staðráðinn í því að raska ekki ríkjandi þjóöskipulagi meö því að láta í Ijós skoðanir mínar ... Undirritaður skuldbindur sig til að gerast aldrei félagi í neinum leynisam- tökum og vottar hérmeð að hafa hvorki tilheyrt neinum slíkum samtökum né aö hafa verið látinn vita um tilvist neins þeirra. — Alexander Púsjkin, embættis- maður 10. flokks.“ 36 milljónir manna til sölu Árið 1825 voru íbúar Rússlands 49 milljónir og þar af 36 milljónir ánauðug- Frh. bls. 20

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.