Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1977, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1977, Blaðsíða 14
1 Þegartil voru alvöru drossíur Þeir sem komnir voru til vits og ára á striðsárunum, muna uggiaust eftir Nash, sem var amerísk alvöru drossfa, hlið- stæð Packard og Lincoln. Jón Loftsson var með duglegustu kaupsýslumönnum landsins á þessam tfma og var um það bil fluttur í stórhýsi það, sem enn ber nafn hans vestur við Sels- vör. Jón Loftsson var þá með umboð fyrir Nash og ók sjálfur á einum slfkum. Þá var svo að segja sjálfsagður hlutur, að Nash árgerð 1942 að innan: Stýrisskipting og mælaborðið úr einskonar báru- blikki og þótti mjög veglegt. meiri háttar drossfur væru svartar og með miklu krómi. Þá var enn til siðs að hafa póst f framrúðunni miðri og glugg- arnir voru litlir þ.egar miðað er við stærð bílsins. En maður sat hátt, þrátt fyrir allt, mun hærra en f nútfma amerískum bflum. Og það var hæfilega hátt undir þennan bíl til þess að hann dygði bærilega á upp og ofan íslenzkum vegum. Á strfðsár- unum miðjum þótti mikill greifastfll f drossfu eins og Nash, en nokkur eintök munu þó hafa selzt af honum. Upphaf málsins er, að árið 1899 hóf Thomas nokkur Jeffery að framleiða frum- stæða bíla með eins strokks hreyfli, sveifarstýri og aurhlíf- um eins og á reiðhjólum. Yfir- leitt voru þeir óáreiðanlegir og brotnuðu fljótt og Jeffery endurhannaði allt heila gillið. Þriðja útgáfan hét Rambler model B og var upphafið á Rambler, sem gekk lengi. Til dæmis um hugmyndir manna á þessum tíma má nefna, að hlut- hafar ýttu Jeffery til hliðar árið 1902 og ákváðu að hætta við hringstýri, sem þá hafði verið tekið upp, — og setja sveifarstýri f bflinn að nýju. Eins strokks hreyfillinn var 12 hestöfl og hjólin voru knúin með keðjudrifi. Ramblerinn óx og dafnaði og varð á velmektar- árum sínum einskonar brodd- borgarabíll vestra, og kunnast- ur einstakra bfltegunda, þar til T-módelið fræga af Ford kom fram. Árið 1916 sagði forstjóri General Motors starfi sfnu lausu og keypti þetta fyrirtæki. Maðurinn hét Charles W. Nash og hugsjón hans var sú, að framleiða stóran lúxusbfl með nafninu sfnu á öllum hjólkopp- um og líka framan á bflnum. Draumur hans. varð að veru- lcika. T-módelið af Ford hafði þá verið f umferð í 9 ár og Nash vildi ná f aðra sneið af mark- aðnum, nefnilega efnaða kaup- endur. Fyrsti Nashinn kom á götuna f lok fyrra strfðsins 1918, knúinn 6 strokka vél og seldist eins og heitar lummur. Sem dæmi um vinsældirnar má nefna, að 1925 seldi Nash 100 þúsund bfla og 138 þúsund ein- tök árið 1928. Árið 1930 kom hann með fyrstu 8 strokka vél- inni, en salan fór niður á við á kreppuárunum, og þegar verst lét árið 1933, fór framleiðslan niður f 14 þúsund eintök. Það þótti nýlunda á þessum árum, að bílnum var startað með þvf að stfga kúplinguna f botn og þessvegna var ekki hægt að starta bflnum í gír. Árgerð 1940 — blæjubfllinn — var eftir- sóttur af glaumgosum þess tfma en sú árgerð og 1939 eru nú eftirsóttastar af siifnurum. Að ytra útliti er Nash árgerð 1942 raunar fallegur bíll enn í dag; straumlfnulagaður og krómsleginn mjög með hvfta hringi á dekkjunum. Sama verður þó naumast sagt um hann að innan. Mælaborðið er úr einhverskonar bárublikki, sem þótti bæði fallegt og fram- úrstefnulegt á þeim tíma, en minnir nú mest á austantjalds- framleiðslu frá því fyrir nokkr- um árum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.