Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1977, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1977, Blaðsíða 12
Friedrich Schiller VINARTRYGGÐ Sagan á að hafa gerzt í fornöld í borginni Syrakusa. Hann Damon að kónginum læddist létt mcð langskeftan rýting við belti. í bönd honum hermaður smellti. „Þitt áform með vopnið þú rekja skalt rétt, svo ræddi sjóli og hönd kreppti þétt. „Frá ógnarstjórn borginni bjarga." „Því brátt skaltu Iffinu farga.“ „Já, lífið að missa ég albúinn er og ekki um miskunn vil biðja, þig sárbið ég samt mig að styðja. Ég grátbið þú þrjá daga gefir mér, þvf gifta skjótt mína systur mér ber. Minn vinur á valdi sé þínu sem veð, skeyt’i eg loforð’i ei mínu.“ Af lævfsi harðstjórinn brosir þá breitt og bráðlcga svarar: „Minn kæri, hinn umbeðna frest þér ég færi. En miskunn honum ci verður veitt, þeim vini, ef loforði skeytirð’u ei neitt. Á krossi hann Iffið mun láta. Þú létt yfir frelsi mátt státa." „Já, vinur minn, kóngurinn skipar, skjótt að skuli ég krossdauða bfða, fyrir áform mitt ægikvöl líða. En þrjá daga fæ ég að þrauka hljótt, og þá get ég gift mfna systur fljótt. Þú verður hjá kóngi að veði, þú veist þig ég leysi með gleði.“ Og vinurinn hljóður með vinarbrag á vald sig harðstjórans gefur, en hinn burt sér hraðar, ci tefur. Er lýsti hinn sfðasta leyfisdag, var liðið brúðkaup við sældarhag. í flýti hann för sfna gerði, svo fresturinn liðinn ei verði. Þá steypiregn bylur með stórfelldum gný, og straumþungar elfar fram skrfða með flaumkast'i og fossinum strfða. Á fljótsbakkann kemur hann fárviðri í, þá fellur brúin sem væri hún slý, þvf bogar og bjálkar harðir þá brotna þeir sundur marðir. Um bakkann hann æðir f örvænting brátt og æpir og skimar og hleypur og starir mót storminum gneypur. En engin sést kæna, þótt hrópi hann hátt, sem hann megi flytj’a yfir öldurót grátt. Þann farveg-ei ferja nein þræðir. en fljótið sem hafsjór fram æðir. Þá krýpur hann grátand’i á kné og bað og kallar á Seif sér að bjarga: „Ó, stöðvaðu straumiðu karga. Þvf sólin nú hátt er f hádegisstað, en hnig’i hún til viðar,” hann sorgmæddur en ég ekki frelsað get fangann, þá fá mun hann dauðdaga strangan. Og enn magnast stórlega öldunnar rót, og ótt geisist flaumurinn strfður. Og dýrmætur dagurinn lfður. Þá hræðslan hann rekur, og hættunni mót hann hendir sér út f hið beljandi fljót. Og bálhörðum kröftum hann beitir, og blessun þá guð honum veitir. Ogyfir hann kemst og áfram hann brýst, og alvöldum guði hann þakkar. Þá ræningjahópur sem rakkar í veg fyrir hann úr skóginum skýst, þeir skálkarnir hóta að þyrm’a honum sfst, cn rot’a hann og ræna f næði, fram ryðjast með kylfur f bræði. S/t i ÍV. :, tf ,4Ivað viljið mér?“ skelfdur þá hrópar hann, éghef aðeins lff mitt að gefa, það sjóla má reiðina sefa, svo kóngur ei saklausan krossfesti mann.“ Hann kylfu eins ræningjans hrifsa vann. Hann rotar þrjá ræningja karga, en rekkar hinir sér bjarga. Og sól hellir brennheitum geislum á grund, og göngumann áreynslan þjakar. Hann mæddur og máttvana slakar. „Þú bjargaðir, guð, mér úr bófans mund og beljandi yfir hið straumþunga sund. Skal enga svo frelsun ég eygja, hví á svo minn vinur að deyja?” 0, heyr! þann suðandi hreina óm, hann hlustar, ja, hvað er nú þetta? Hann heyrir það skrjáfa og skvetta. Þar sprettur fram lind með láværum hljóm og Ifðandi, niðandi, kliðandi róm. Hann laugar svo limina heita, þá Ifður úr sárasta þreyta. Og sólin skfn gegnum skóginn þá, og skuggar falla á engi, þeir lengjast og læðast á vengi. Tveir förumenn þarna fara hjá, hann fram hjá þeim hleypur stfginn á. Þá heyrir hann hvað þeir segja: „Nú hann mun á krossi deyja.“ Og angistin rekur hann áfram þrátt, hann angraður, sárkvalinn stikar, og kvöldroðinn kaldlyndur blikar. í f jarska sést Syrakus borgarmúr brátt. Þá birtist ráðsmaður Damons lágj. Hans orðræða húsbóndann hræðir og hrellandi, særandi mæðir. „Þú frelsar ei vin þinn, þú búast skalt braut, og bjargaðu Iffi þfnu. Hann afplánar einmitt með sínu. Hann vonaði lengi og vonin seint þraut, en vonbrigði sárust að lokum hann hlaut. Og háðsglósum harðstjórans kæna ei heppnaðist traustinu ræna.“ „Sé þegar of seint og ég geti ei greitt minn góðvininn frelsað úr nauðum, þá frjáls mun ég fylgj'a honum dauðum. Sú ánægja kóngi svo verði ei veitt, að vinur loforði skeyti ei neitt. Og tvo hann af Iffi þá taki, en trúi að manngöfgin vaki.“ Um sólsetur brátt svo við borgarhlið hans beinast að krossinum sjónir, þars mannfjöfdi gapandi gónir. Upp vinur er dreginn, ei gefa má grið. Hann gengur í hópinn og ryðst upp á svið. „Þú böðull! þú mig átt að myrða, kvað, þú mátt hann ei snerta, en virða.” Og fólkið undrandi fylgist með, er faðmast þeir innilega f og gráta af gleði og trega. I Og allra með tárum glúpnar geð, og gylfa er sagt hvað hefur skeð. Það megnar hans hjarta að hræra, þá hann lætur til sfn færa. Á hali með undrun hann horfir nú. „Þið hafið sigurinn bjarta nú öðlast og unnið mitt hjarta. Þvf hégómi er ekki trygglynd’i og trú, svo takið mig ykkar í félagsskap nú, þvf eftir er aðeins ég biðji með ykkur að verða sá þriðji.” Stefán Sigurðsson kennari þýddi Sigurjón Jónsson „Þegar ég var barn talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn; þegar ég var orðinn fulltfða maður, lagði ég niður barnaskapinn." (1. Kor„ 13,—11.) Sú er skoðun ýmissa fræði- manna, einkum þeirra, sem fást við að kanna himingeiminn, að veröldin sé að vikka út — bilin milli hnattanna séu að breikka. Sé þetta rétt, horfa við sjónum vaxtarlögmál, sem hingað til hafa ekki verið kunn. Hin þróunarlög- málin könnumst vér við, svo sem þau, er valda hnattmyndunum, og sfðar vexti lífs á jörðu hér, enda þótt frumkveikja lffsins sjálfs sé enn með öllu ókunn. En öll þróun- in í heild fer ekki dult með stefnumark sitt. Það mark er sýnt i sókn frá þvf minna til þess meira. Sú sókn sýnir og vilja til að vaxa yfir það, sem var og er til að ná einhverju, sem enn er óorðið en þó sem á og koma skal. Það ákvæði guðslaga, sem hvarvetna er letrað skýrum stöfum f stofn hinnar lífrænu þróunar, að skylt sé að hefja sig yfir örsmæðina að einhverju stærra, er boðorð, sem ekki verður sniðgengið, án þess að tapa. Maðurinn er f þessum efnum engin undantekning. „Já, hjarta á skylt við hlyn og strá. Að hækka yfir sjálft sig er efnisins þrá.“ E.B. — Andanum er einnig skylt að fara að lögum vaxtarins. Fyrir því verður maðurinn á hverri stundu lifsins að gera til- raun til að vaxa yfir sjálfan sig, ef hann vill verða að heilbrigðum, heilsteyptum persónuleika. En til þess að svo megi verða, verður hann á margvíslegan hátt að leggja niður barnaskapinn, eins og Páll frá Tarsus hefur réttilega komist að orði. Þessi skoðun, að leggja niður barnaskapinn, kann að láta nokk- uð hjáróma f eyrum þeirra, sem vanist hafa svanasöngnum um börnin. í þeim svanasöng hefur barnseðlið jafnan verið túlkað á þá lund, að það væri eins konar algildi þeirrar persónutegundar, sem ein gæti öðlazt þegnrétt f ríki himnanna. Vafalaust er þessi skoðun reist á eftirfarandi um- mælum Krists, þessum: „Nema þér snúið við og verðið eins og börnin, komist þér alls ekki inn í himnaríkið.” Um það, hvort þetta hafi í raun og veru verið skoðun Krists eða orðin lögð honum í munn, verður hér ekkert fullyrt. Hitt er vfst, að persóna Krists er í Margir vinna nú meira með heila en höndum og afleiðingin er ný þreyta, andlegrar tegundar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.