Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1977, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1977, Blaðsíða 7
anda og þeir höfðu krafizt refsingar yfir sakborningunum. Málsháttur segir:1.,Sá, sem gerir eitthvað gegnum annan, gerir það sjálfur", og Darrow sagði, að því væri hver borg- ari, sem hefði krafizt aftöku mann- anna, jafnframt persónulegur böðull þeirra. Hann skrifaði fræga grein um málið í eitt dagblaðanna I Chicago og var boðið að standa. við greinina á sér- stökum fundi 25 manna. Fleyg urðu orðaskiptin milli hans og Browne, ritstjóra, sem spurði: „Finnst yður ekki, að það hafi verið nauðsynlegt til að halda uppi lögum og reglu I þjóðfélaginu að hengja þessa menn vegna fordæmisins, jafn- vel þótt þeir hafi verið saklausir?" „Nei, herra Browne," svaraði Darrow hvasst, „slíkt væri stjórnleysi." Alla ævi fékk Darrow að heyra það og lesa annað veifið, að hann væri stjórnleysingi, af því að hann hafði varið stjórnleysingja, sem voru sak- lausir dæmdir. En Darrow var alls ósmeykur, og til marks um skapgerð hans er, að 30 árum eftir Heymarkaðsmálið kom hann 11 ítölskum stjórnleysingjum til hjálpar, en þeir höfðu verið dæmdir I 25 ára fangelsi hver. Hann fékk mál þeirra tekið upp að nýju. Þá voru 9 þeirra sýknaðir, en tveir dæmdir, þar sem þeir hefðu borið vopn. Úrslitin nægðu ekki Darrow, hann fór á fund ríkisstjórans og fékk hann til, að náða þá. Þessi hópur saklauss fólks hafði orðið að þola nóg eftir að hafa verið I eitt ár I fangelsi. Þegar Darrow hóf lögfræðistörf I Chicago allnokkru fyrir aldamótin, varnær ógerningur fyrir negra að fá hvíta lögfræðinga til að verja sig, jafnvel þótt þeir ættu peninga. Þegar fólk átti I hlut, var Darrow litblindur. Hann hafði sérstaka samúð með negrum, sem voru I vanda staddir. Þeirra vandi var oftast stærri og meiri en hinna hvítu, þeir voru ennþá meira minni máttar en aðrir minni máttar. Það var ekki aðeins, að hann ynni að flestum slikum málum án greiðslu, heldur þurfti hann oft að leggja fram fé I sambandi við varnir málanna. í Ijósi alls, sem hann gerði fyrir negrana i Bandaríkjunum, er ekki að undra, þótt þeir bókstaflega elskuðu hann. Sagt var, að varla væri til svart barn yfir fimm ára, sem ekki þekkti nafn hans og mynd af honum. Darrow fór eitt sinn sem oftar i ferða- lag með vinum sínum um Suðurríkin. Einn þeirra skrifaði um það síðar, að hvar sem þeir hefðu setzt að borði, hefði Darrow alltaf fengið stærsta skammtinnn og beztu kjötsneiðarnar. Hinir svörtu þjónar ávörpuðu hann með fullu nafni, þótt þeir gætu aldrei hafa séð hann áður i eigin persónu. Darrow tók að sér vörn í fjölda morðmála. Hann tók að sér málin, ef hann taldi, að fátækt, óblíðar og illar aðstæður, ástríður eða geðtruflun gæti hafa leitt til glæpsins. Stundum náði hann sýknun, en oft bjargaði hann hinum seka frá gálganum, þannig að hann fékk ævilangt fang- elsi i staðinn. Darrow var hatrammur andstæð- ingur dauðarefsingar og barðist gegn henni alla ævi i ræðum og riti. En hann var reyndar á móti refsingum almennt, og þótti mörgum hann ganga allt of langt í þvi efni. Sjónar- mið hans gagnvart glæpum. virtist nánast sprottið af einhvers konar Clarence Darrow við málflutning. Við hin frægu aparéttarhöld 1925. Clarence Darrow og Bryan, sem litlu munaði að yrði forseti Banda- rikjanna örlagatrú. Afbrotamenn væru aðeins menn, sem hefðu ekki getað lagað sig að umhverfinu, þeir væru fórnar- lömb þess og erfðaeiginleika sinna. Þeim bæri ekki að refsa, heldur ættu geðlæknar að „lækna" þá af glæpum. Darrow sagði til dæmis: „Ef A er refsað, kemur það þá i veg veg fyrir, að B fremji glæp? Eitt er vist, að ef B er haldið frá glæp, þá væri það vegna ótta, og af öllum óvinum mannsins er óttinn sá, sem veldur mestur böli og sársauka." En hvað þá um fórnarlömbin? gætu menn spurt. Hvað um böl og sárs- auka þeirra? Persneskur málsháttur segir: „Að vera góður við tigrisdýrið, er að vera grimmur við lambið." Þó að Darrow hafi látið í Ijós skoðanir i þessum efnum, sem virðast fjarstæðukenndar, ber að minnast þess, að hann var að vekja athygli á málum til umhugsunar og umræðu, og þá þarf helzt að vera bragð að þvi, sem boðið er upp á. Það eru því miður litlar likur á því, að lyf gegn glæpum verði fundin upp eða nein örugg lækning á neinn hátt. Og Darrow viðurkenndi það einnig, að lánsamur eð happasæll afbrotamaður væri nauðalíkur „venjulegum" og „eðlilegum" manm, sem ætti ekki við neina aðlögunarerfiðleika að striða. Þess má geta í þessu sambandi, að Darrow tók aldrei að sér að verja síbrotammenn eða hverja sem var. Því fór fjarri. Hann lagði sitt mat á málið og manninn, sem í hlut átti. En það var oft óvenjulegt mat. Hann varði vinalausa og snauða menn, sem ákærðir voru fyrir morð og blöðin höfðu þegar hegnt fyrir glæpinn. Hann varði negra, sem enginn hvítur maður vildi koma nálægt. Hann tók að sér vörn fólks, sem hafði drýgt slík ódæði, að allir sneru sér frá þvi með hryllingi, fólks, sem var svo útskúfað úr mannlegu samfélagi, að það fékk engan annan verjanda. Það gat að vísu heldur aldrei fengið einn annan betri, sem vitað var um. „Ég þekki engan, sem ekki þarfnast náðar og miskunnar", sagði hann. Hann var orðinn 67 ára gamall og heilsuveill, þegar ættingjar piltanna tveggja, sona auðkýfinga, sem myrtu 12 ára dreng til að gera eitthvað spennandi, grátbáðu hann um að taka málið að sér. í myndinni, sem sýnd var í sjónvarpinu 1 2. nóvember sl., „Hin myrku öfl", er mál þeirra rakið mjög nákvæmlega. Málið var talið algjörlega vonlaust, og almenn- ingur hataði þessa pilta. Amerískir foreldrar höfðu samúð með foreldrum myrta drengsins, en ekki með for- eldrum morðingjanna, og Darrow fékk að finna fyrir þvi. En það var honum ekkert nýtt. Hann hafði þá nýlega gefið út bók sína: „Afbrot, orsök þeirra og með- höndlun." Hann hafði ávallt litið á fátæktina sem meginorsök afbrota, en ú birtist honum ný hlið á pen- ingum, eyðingarmáttur þeirra gagn- vart einstaklingunum, fátækt og auð- æfi voru tvær hliðar á sama þjóð- félagsböli. Darrow hafði löngum horn' í síðu ofstækismanna í trúmálum, sem i nafni trúarinnar vildu hlutast til um menntun manna og hefta persónu- legt frelsi manna. Þannig reyndu bók- stafstrúarmenn að fá það bannað með lögum I hinum ýmsu fylkjum Bandarikjanna, að neitt það væri kennt í skólum, sem stangaðist á við kenningar bibliunnar. Höfðu þeir sér- Jenna Jensdóttir AÐ EIGNAST FEGURRI HEIM stakan imugust á þróunarkenningu Darwins. Þeim tókst að koma þessum lögum á í Tennessee, og þá voru það nokkrir menn, sem höguðu því þannig til, að það yrði að reyna á það fyrir dómstólum, hvort þessi lög fengju staðizt. Það er upphaf „Apa- málsins" fræga, en málflutingurinn fór fram í júlí 1925 í Dayton, Tennessee. W. J. Bryan, sem þrívegis hafði verið í framboði til forseta fyrir Demókrataflokkinn í Bandaríkjunum, maðurinn sem kom Wilson i framboð og var utanríkisráðherra i stjórn hans fyrstu árin, tók að sér að vera einn af málflytjendunum fyrir sóknina. Hann var bókstafstrúarmaður. Þegar það spurðist, bauðst Darrow til að aðstoða við vörnina án endurgjalds, og var það þakksamlega þegið. Málaferli þessi vöktu heimsathygli, encja tilefni þeirra óvenjulegs eðlis á vorum tímum. Fyrir mörgum fjarstöddum og nærstöddum voru þetta kyndug og brosleg réttarhöld, en þó var þar full alvara að baki. Öll blöð í Banda- ríkjunum birtu ítarlegar fréttir dag- lega af réttarhöldunum og reyndar blöð víða í hinum enskumælandi heimi og enn viðar. Meðal annars sagði Morgunblaðið svo frá I júli 1925, 5 árum áður en Rikisútvarpið hóf starfsemi sína: „Öllu sem fram fór i réttarsalnum, var víðvarpað um álfuna, og hundruð kvikmyndamanna, teiknara og blaða- manna slógust um fyrstu og helztu fréttirnar. Ógurlegur mannfjöldi flykktist til Dayton til þess að fylgjast með gangi málsins. Gárungarnir skírðu bæinn upp og nefndu hann apabæinn." Höfundur þessarar greinar hefur skrifað allítarlega um þessi réttarhöld og ýmislegt i kringum þau i bók sinni: Frh. á bls 11 Ljóðið kom til þeirra á léttum vængjum vaxandi skilnings Lá á vörum þeirra opnaði eyru þeirra sveif I hugskot þeirra Og IjóðiS varð birta lýsti úr augum þeirra Ijómaði úr svip þeirra Gaf orðunum styrk að tendra Ijós þess sannleiks er þau voru borin til að opinbera í Ijóðinu. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.