Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1977, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1977, Blaðsíða 10
Elizabeth Þrjár drottningar við útför Georgs VI Bretakonungs 1952: Elizabet II, móðir hennar og amma.i. Vi8 krýningu Elizabetar var henni ekið samkvæmt gamalli hef8 I feykilega skrautlegum vagni eftir ákveSnum götum I London. Þótt drottningin hafi veriS farsæl, hefur tímaskeiS hennar í hásæti um Iei8 veriS hnignunarskeið brezka heims- veldisins, unz svo er komið, að Bretland telst aðeins annars flokks veldi. séð þá koma þreytulega og niður- dregna til fundanna, setjast þung- lega og drjúpa höfði rétt eins og þeir teldu, að heimsendir væri á nánd og ekkert í málinu að gera. Klukkutíma og tiu mínútum síðar hafa þeir undantekningarlaust komið út öllum mun hressari en þeir fóru inn. Það er fátt jafn- hressandi og samræður við greinda og skemmtilega konu. Og drottningunni er sérstaklega lag- ið að hressa skap manna. Þar ber margt til: fyrst það, að hún er góður áheyrandi, annað að hún hefur góða kímnigáfu, og síðast, en ekki sízt, það að tilsvör hennar og athugasemdir eru ævinlega hnyttileg og skynsamleg. Hún kemst aldrei kjánaiega að orði. Það er m.a. vegna þessa, að forsætisráðherrar hennar fara ævinlega kátari af fundi hennar en þeir komu. Nú orðið fylgja konungdómi í Bretlandi næsta lítil völd í saman- burði við það, sem gerðist í eina tíð. Þó fylgir honum enn neitunarvald. Samkvæmt þing- lögunum frá 1948 hefur lávarða- deildin óskorað vald til þess að grípa i taumana, ef neðri deildin reynir að sitja lengur en fimm ár samféllt. Neitunarvald drottning- ar er ekki ósvipað þessu. Lögum samkvæmt verður drottningin að rita nafn sitt undir allar mikils háttar stjórnarskrárbreytingar. Og þetta vald kynni, ef í hart færi, að reynast hinzta trygging Breta fyrir lýðræði og frelsi í landinu. Annað vald má nefna, sem drottning hefur, enda þótt hún hafi aldrei beitt því en ævinlega tekið til greina ósk forsætisráð- herra sins. Forsætisráðherra get- ur ekki rofið þingið — hann getur aðeins farið fram á það að þing verði rofið. Þannig var t.d. þegar stjórn Edward Heath fór frá snemma árs 1974. Það fór fram með vanalegum hætti. En drottning hafði valdið til þess að neita. Að vísu hefði hún aldrei gert það, nema af mjög gildum ástæðum. Elizabet II er ekki einungis drottning Breta, eins og flestum mun kunnugt; hún er líka þjóð- höfóingi hinna samveldisland- anna. Þau eru 31 talsins. Hún á mikil og tíð bréfaskipti við lands- stjóra sína. Hún hittir forsætis- ráðherra samveldilandanna oftar en nokkur forveri hennar í hásæt- inu gerði. Hún situr ráðstefnu með þeim á tveggja ára fresti og á þá jafnframt viðræður við þá hvern um sig undir fjögur augu. Ekki er gott að vita, hvort henni líkar betur við suma en aðra þeirra. Þótt svo væri mætti hún ekki gefa það til kynna opinber- lega; það banna siðareglurnar. Þó má líklega taka Sir Robert Menzies út úr hópnum, enda er hann nú setstur i helgan stein. En með þeim drottningu var jafnan sérstakur vinskapur og þau vin- áttubönd hafa styrkzt með árun- um. Þau eru orðin ófá, ferðalög drotningar um dagana. Til er listi yfir utanlandsferðir hennar ein- ar: það eru fjórar þéttvélritaðar síður. Áreiðanlega hefur enginn annar brezkur þjóðhöfðingi ferðast jafnmikið og hún. Það stafar vitanlega af þvi, meðal ann- ars, hve samgöngur hafa liðkazt geysilega á undanförnum fáum áratugum. Á stuttum fresti birt- ast í blöðum myndir af Breta- drottningu i einhverju framand- legu umhverfi. Stundum gætí manni legið við að halda, aö hún væri á stanzlausu flakki. Það gefur auga leið, að svo mik- il ferðalög eru lýjandi. Finnst manni stundum mesta furða, hversu vel drottningin kemst frá þessum þeytingi. Hún virðist oft- ast nær i essinu sínu hvar sem hún er stödd á hnettinum. Hún lætur það aldrei á sig fá, þótt einhverjar blikur séu á lofti þar, sem hún kemur. Hún heldur sitt strik, hvað sem i skerst. Mér kemur í hug för hennar til Quebec árið 1961, þegar mest gekk á þar, og förin til Ghana ári siðar. Ráðgjafar hennar réðu henni að fara með gát, reyndu að • telja henni hughvarf, en það var ekki við annað komandi en hún sinnti skyldum sínum og óhugs- andi, að hún hætti við ferðina. Það er örsjaldan, að þreyta nær tökum á henni svo, að sýnilegt verði. Hún er afar heilsuhraust, bæði til sálar og likama. Auðvitað þykir henni hvíldin góð eins og öðrum, en hún fær sjaldnast langa hvild í einu. Hún er nærri alltaf að skyldustörfum. Hún dvelst i Sandringhamhöll í janúar og Windsor í apríl og enn fremur dvelst hún í Balmoralkastala í ág- úst og september. En hvert, sem hún fer fylgir henni dálitill, rauð- litur kistill, fullur af skjölum, sem hún þarf að sinna. Um helgar er e.t.v. ekki jafnmikið í honum og virka daga. En ævinlega geta helztu undirmenn drottningar náð sambandi við hana i síma, hvort sem er á virkum degi eða helgum. Þau eru af ýmsu tagi boðin, sem ástæða þykir að bera henni langar leiðir. Hún er t.d. látin vita ef náttúruhamfarir hafa orðið í Tyrklandi. Hún er líka látin vita ef forsætisráðherrann fær flensu og leggst í rúmið. í báðum tilvikum þarf að senda skeyti. Skyldustörfum drottning- ar er í rauninni aldrei lokið. Þetta mundi nú taka á taugar einhvers, og drottningu hlýtur að vera Bltlarnir ollu byltingu I múslk og klæöaburði um 1964 og mörgum Bret- anum þótti nóg um, þegar drottning tók á móti þeim og veitti þeim eftirsótta oröu. Eliza- bet skildi betur en marg- ir aSrir, að Bitlarnir voru meira en venjuleg popp- hljómsveit. Elizabet hefur ekki bara veriS drottning; hún hefur lika ver- i8 móSir og aiginkona og sinnt þvi hlut- irerki með mestu prýSi ains og ö8ru, sem henni hef- ur veriS faliS. Hér er hún me8 Andrew son sinn ný- fæddan.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.