Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1977, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1977, Blaðsíða 11
Eitt af mörgum embættisverkum Elizabetar er að slá menn til riddara eftir meiri háttar afrek. Hér er drottningin með sprotann á flötinni við Buckinghamhöll og sá sem krýpur er Francis Chichester, siglingakappinn, sem frægur varð fyrir að sigla báti sínum aleinn kringum hnöttinn. nærri nóg boðið stundum. Það er satt að segja furðulegl, að hún heldur jafnaðargeðinu hvað, sem á gengur. En alltaf tekst henni að bæla skapið þótt fjúki i hana. Það er ekki fjölmennt starfslið, sem drottning hefur sér til aðstoð- ar við dagleg störf, og fá mennara en flestir imynda sér að likindum. Fyrstan skal telja einkaritara hennar, Sir Martin Charteris, þá fulltrúa hans, aðstoðarmann, og ellefu lægra setta skrifstofu- menn. Starfsmenn í höllinni eru reyndar 384 alls. En þá eru talin embætti herbergisstjóra, féhirðis, hestavarðar og fleiri, sem hafa umsjón með heimilishaldi, bygg- ingum og því um líku. Flestum þeim embættum fylgja heiðurs- titlar og þeir, sem þá bera hafa ekki dagleg störf með höndum. Einkaritari drottningar og starfsmenn hans fara með skipti drottningar við rikisstjórn á hverjum tíma, sjá um hvaðeina, er lýtur að utanlandsferðum hennar og opinberum viðburðum, er hún sinnir, auk garðveizlna, þingsetninga og ýmissa annarra hátíðlegra fyrirtækja svo sem opinberra heimsókna. Auk einka- ritarans hefur drottning svo blaðafulltrúa, aðstoðarblaðafull- trúa, annan aðstoðarmann úr samveldislandi, og sex aðra skrif- stofumenn. Þetta fólk allt er drottningu til hjálpar við dagleg störf. Milli klukkan hálf ellefu og ellefu á morgnana hringir hún til einkaritara síns og hann færir henni körfu fulla með ýmiss konar plögg frá ríkisstjórninni, utanríkisráðuneytinu og úr þing- inu. í annarri körfu eru svo bréf, sem drottning þarf að lesa, og fjalla um allt milli himins og jarð: ar eða nærri því. Sum eru um mikils háttar mál, en inn á milli er svo kannski bréf frá roskinni konu, sem fer fram á það að mega kaupa hund úr hundabyrginu í Sandringhamhöll. Þegar Sir Martin er búinn að setja skjala- bakkana fyrir drottningu snúa þau sér að þvi að ræða ýmis fram- tíðaráform, leggja á ráðin um ræður, sem drottning þarf að halda. Sir Martin flytur henni einnig nýjustu stjórnmálatiðindi og sögur. Loks undirritar hún nokkur plögg, sem hann tekur með sér. Á eftir honum kemur svo annar tveggja starfsbræðra hans. Þeir skipta með sér vikum. Þeir hafa líka meðferðis skjalabunka. Það eru einstök erindi fremur en al- menn: ýmis leyfi og umboð, náð- anir, skipanir i embætti — biskupa, sendiherra og dómara til að mynda, listar yfir fólk, sem veita á heiðursmerki, og annað í þessum dúr. Þegar þessu er lokið er komið fram undir hádegi. Og þá er komið að formlegum áheyrnarfundum og móttökum. Um kvöldið berst drottningu þriðji skjalabunkinn; það eru enn orðsendingar frá ríkisstjórninni, skeyti frá utanrikisráðuneytinu og upplýsingar um fólk, sem drottning á að hitta, að máli dag- inn eftir. Einu sinni i viku fær hún sérstaka samantekt um mál- efni, sem væntanlega verða ofar- lega á baugi i hinum reglulegu viðræðum hennar og forsætis- ráðherra. Manni virðist fyrir fram, að það hljóti að vera starfsmönnum drottningar vandaverk að sjá svo um, að hún viti ævinlega af öllu, sem fram fer í stjórnmálum og einhverju skiptir. Þeirra er :ð velja það úr fréttaflóðinu, sem þeir halda, að henni komi bezt að vita. Nú kemur fyrir, að þeir sleppa einhverju, sem drottning hefði viljað vita. Vanalega fréttir hún það þá annars staðar. Hún Framhald á bls. 16. Verjandi hinna vonlausu Af spjöldum sköksögunnar Flestir skákunnendur kannast við sovézka skákskólann og nafn stórmeistarans Mikhails Tschigorins, sem oft hefur verið nefndur upphafsmaaður hans. Tschigorin fæddist í St. Pétursborg árið 1850 og^ lézt þar árið 1908. Hann var einn sterkasti skák- maður heims á slðari hluta 19. aldar og sigraði þá á mörgum sterkum skákmótum. Sem dæmi má nefna sigur Tschigorins á skákmóti I New York árið 1 889, en þar hlaut hann 29 vinninga úr 38 skákum. Á fyrsta jólaskákmótinu f Hastings ári 1895 varð Tschigorin I 2. sæti á eftir Pillsbury, hlaut 16 v., en meðal þátttakenda voru m.a. Steinitz, Lasker, Tarrasch og Schlechter. Tschigorin tefldi tvívegis einvfgi við Steinitz um heims- meistaratitilinn, en tapaði báðum. Sömu- leiðis tefldi hann mikið einvígi við dr. Tarrasch og lauk því með jafntefli 9—9. Tschigorin var mikill skákfræðingur, rann- sakaði fjölda af skákbyrjunum og setti fram nýjar kenningar og afbrigði. Einna þekktast mun afbrigðið sem kennt er við hann í spönskum leik. Sérstök byrjun er kennd við Tschigorin og hér kemur ein skák, þar sem hann beitir henni. Hún var tefld á skákmóti f Cambridge — Springs árið 1904. Hvítt: R. Teichmann Svart: M. Tschigorin 1. d4 — d5, 2. c4 — Rc6, 3. Rf3 — Bg4 4. cxd5 — Txf3, 5. dxc6 — Bxc6, 6. Rc3 — e6, 7. Bf4 — Rf6, 8. e3 — Db4, 9. Db3 — Rd5, 10. Bg3 — 0-0, 11. Bd3 — Dg5!, 12. Dc2 — f5, 13. Be5 — Hf7, 14. 0-0-0 — Bxc3, 15. bxc3 — b5!, 16. Hhgl — De7, 17. Hdf1 — Da3 + , 18. Kd2 — b4, 19. c4 — Ba4, 20. Db1 — Rc3,21. Da1 — Had8, 22. g3 — Re4+, 23. Ke2 — Rc5. 24. Db1 — Rxd3, 25. Dxd3 — Dxa2+, 26. Kf3 — Bc2 og hvftur gaf. Framhald af bls. 7 „Apakettir og annað fólk/>, sem út kom 1973. Hápunktur réttarhaldanna var eins konar einvígi milli þeirra Bryans og Darrows. Til mikillar hrellingar fyrir vörnina féllst Bryan á þau tilmaeli Darrows að taka sér sæti í vitna- stúkunni og svara spurningum sínum. Þar með hófst forkostuleg yfirheyrsla út úr biblíunni, og var það flestra mál að Bryan hefði aldrei átt að hætta á þetta. Það sem gerði málið eilitið harm- sögulegt var, að Bryan varð bráð- kvaddur þarna í Dayton nokkrum dögum siðar. Og að sjálfsögðu var það sumra mál, að Darrow hefði drepið karlinn með yfirheyrslunni úr biblíunni. Lík Bryans var svo flutt með sérstakri lest til Washington, og þannig blés dauði hans nýju lifi i apamálið, eftir að það átti að vera lokið. Leikrit og kvikmyndir hafa siðan sýnt fram á að því er enn ekki lokið. Þrjátiu árum síðar, 1955, lék Paul Muni annað aðalhlutverkið i leikriti um apamálið, „Inherit the Wind", sem náði miklum vinsældum og 1960 var það kvikmyndað með Spencer Tracy í hlutverki Darrows. Fimm árum síðar var svo gerð sjón- varpsmynd úr leikritinu, og þar lék Melvyn Douglas Darrow. Það var sú mynd, sem islenzka sjónvarpið sýndi. Clarence Darrow lézt árið 1938. Þremur árum siðar kom út ævisaga hans, „Clarence Darrow til varnar”, rituð af Irving Stone. Hann valdi sem einkunnarorð bókarinnar hin fleygu orð Darrows: „Ég gæti kannski hatað syndina en aldrei syndarann." Sveinn Ásgeirsson PRÓFIÐ Framhald af bls. 2 Einkennisbúni maðurinn talaði áfram: „Þá er allt i lagi. Greiddu mér tólf hundruð krónur, skrifaðu undir og svo færðu skirteinið eftir tvo daga eða svo." Hann leit ekki upp. Robert Proctor lagði tólf hundruð krónur í seðlum á borðið, leit á umsóknina og skrifaði undir hana. Þegar honum varð litið upp sá hann tvo hvítklædda menn, sem stóðu við hlið hans og hann yggldi sig. Hann opnaði munninnn, en einkennisbúni maðurinn varð fyrri til.,„Mig tekur það sárt, vinur. Þú féllst. Þú ert sjúkurog þarft meðferð." Mennirnir tveir drógu Robert Proctor á fætur og hann sagði: „Sleppið mér! Hvað á þetta eigin- lega að þýða?" „Það gæti enginn heilbrigður maður hugsað sér að snerta á stýri eftir það, sem þú hefur orðið að þola," sagði einkennisbúni maður- inn. „Það ættu að liða margir mánuðir áður en þú gætir hugsað um akstur aftur, hvað þá á þvi, að þú héldir um stjórnvölinn, en þú gætir hugsað þér að hefja aksturinn samstundis. Þig munar ekkert um að myrða fólk. Þannig náungar ganga ekki lausir lengur, en þú þarft ekkert að óttast, vinurmn. Þeir líta eftir þér og lækna þig." Hann kinkaði kolli til mannanna tveggja og þeir gengu til dyra með Robert Proctor. í gættinni vemaði Robert Proctor svo hátt, að mennirmr námu staðar Hann sagði: „Yður getur ekki verið alvara. Mig er enn að dreyma. Er þetta ekki líka hluti af prófinu?" „Hvernig veit nokkur okkar það?" spurði einkennisbúni maður- inn. Og þeirdrógu Robert Proctor út um dyrnar. Hann var stífur í hnjá- liðunum og fætur hans nérust í grópin tvö á gúmmiklæddu gólfinu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.