Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 30

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 30
björgu knarranbringu og var dóttir þeirra Þjóðhildur, kona Eiráks rauða. Sajgnir eru um, að Már á Reykhólum haifi ekki orðið gam all, hann hafi drukknað á bezta aldri. Um Kötlu er ekki getið, en líklegt er að hún haifi búið þarna að manni sán- um látnum og hjá henni hafi Ari sonur þeirra alist upp, þar •til hann tók við jörðinni. Um hann segir svo í fornsögum: Þá er Ari óx upp, var hann mik- ill vexti og gjörfulegur, og snamma líklegur til mikils höfð inigja, ef honum entist auðna til og aldur. Og er hann var fullttða, fékk hann konu þeirr ar er Þorgerður hét, dóttir Á'lfs úr Dölum og komin af Auði djúpúðgu. Þau áttu þrjá sonu, er hétu Illugi, Þongils og Guðleifur og urðu þeir allir nalfnkunnir. Þorgils Arason var höfðingi mikill, vitur og vinsæll, rfkur og ráðvandur. Grettis saga seg ir hann mestan höfðin'gja í Vest íjarðafjórðungi; „var hann svo mikil'l þegnskaparmaður, að hann gaf hverjum frjáls- um manni mat, svo lenigi sem þiggja vildi. Hann var góð- gjarn maður og forvitri". Hann bjó á Reykhölum. Illuigi bróðir hans var hirðmaður Ól- afs konungs helga og far- maður mikili, var hann jafnan annan vetur með konungi, en annan á Reykhólum. Guðleif- ur bróðir þeirra var vígamað- ur mikiil og manna hraustast- ur og harðger í öllu, segir Njála. Hann var með Þangbrandi í trúboðsleiðangri hans hér á landi. Ari Másson tók unigur við föðurteifð sinni, sem fyrr er sagt, og bjó þar rausnarbúi. Gekk honum flest að sólu um langa ævi og segir í Kristni- sögu, að hann hafi verið með- al stærstu höfðingja i landinu þegar þeir komu út Friðrekur biskup og Þorvaldur víðförli, en það var árið 981. Þá hafa synir hans verið uppkomnir, en Ari sjálfur um fimm- tftigt, eða litið eitt e'ldri. Skömimu hér á eftir er sem sköpum skipti fyrir honum og ævilok hans verða með allt öðr um hætti en menn höfðu búist við. Eru þó frekar um það munnmælasögur en sögulegar heimildir, enda þótt góðir heim ildarmenn séu að sumu, sem •þar er sagt. Árið 986 fór Eirikur rauði að byggja Grænland. Segir Ari fróði, að þá um sumarið hafi fárið 25 skip úr Breiðafirði og Borgarfirði með landnáms- menn, sem ætluðu að setjast að í Grænlandi. Af þessum skip- um komust 14 alla leið, sum urðu afturreka og sum fórust. Nú segir frá því, að sumarið eftir kom skip frá Grænlandi og tók hötfn siðsumars í Vaðli á Barðaströnd. Á þv5 var borg firzkur maður, er Þórar- inn hét, ag fór hann til vetur- vistar á Reykhóla hj'á Ara. Um veturinn sagði hann Ara margt af landkostum í Grænlandi og fór svo, að Ara fýsti að fara til Grænlands og sjá með eig- in augum htvort sannar væru fráisagnir Þórarins. Átti hann þar og frænda að vitja, þvi að Þjóðhildur húsfreyja í Bratta- hMð var náskyld htonum. Vor- ið eftir keypti svo Ari skip og bjó það til Grænlandsferðar og lagði út að miðju sumri. Þeim byrjaði vel fyrst í stað, en síðan gerði diminwiðri og storma og vissu þeir þá litt hvar þeir fóru, og Voru þann- ig að velkjast í hafinu lengi sumars. Hittu þeir að lokum land, sem þeir þekktu eigi, og segir svo frá þvá í Landnámu: — Ari Másson varð sæhafi til Hvítramannalandis. Það kalla sumir Irland hið mikla. Það liggur vestur í haf nær Vínlandi inu góða. Það er kall að sex dægra sigling vestur frá Irlandi. Þaðan náði Ari eiigi brott að fara og var þar skírð- ur. — Þessa sögu sagði fyrst Hrafn HlymrékSfari, er lengi hafði verið í Hlymreki á Ir- lanidi. Svo kvað Þorkell Gellisson segja íslenzka menn, þá er heyrt höfðu segja frá Þorfinn i Ortcneyjum, að Ari hefði ver- ið kenndur á HVitramanna- landi og náði eigi brott að fara, en var þar vel virður. — Hér koma saman írskar sagn ir ag íslenzkar. Á Irtandi eru sagnir um siglingar þaðan vest ur yfir haf, og hefi ég ein- hvers staðar séð, að aðalhöfn- in fyrir þær siglingar hefði verið Limerick, sem Is- lendingar kölluðu Hiymrek. Vestan við hafið, höifðu Irar sto'fnað nýlendu, sem þeir köll uðu Irland hið mikla, og Is- lendingar vissu, að hún var ekki ýkja lanlgt frá Vínlandi, en hitt hlýtur að vera missögn, að ekki hafi verið nema sex dægra sigling þangað frá Ir- landi. Sagnir eru um, að fleiri skip en skip Ara Mássonar 'hafi hrakist vestur yfir hafið. Þangað hraktist og skip Bjarn ar Breiðvikingakappa um svipaðar mundir, og 30 árum seinna hraktist Guðlaugur í Straumfirði þangað vestur, og hitti þar hvítan mann, sem sagð ist hafa verið meiri vinur hús- freyjunnar á Fróðá en goðans á Helgafelli bróður hennar og þaðan sigldi svo Guðlauig- ur um haustið til Irlands — venjulega irska skipaleið. 'Hrafn Hlymreksfari var í móðurætt kominn af Stein- ólfi lága landnáimsmanni. Fað- ir hans hét Oddur Vólfilsson og 'bjó í Breiðavik á Snæfellsnesi. Sagan segir að Hrafn hafi lengi verið í Hlymreki. Bf til vill hefir hann verið þar i siiglingum vestur um haf og sjálífur hitt þar Ara Másson og vel getað þekkt hann, þvi að þeir voru nokkuð skyldir. Talið er að Hrafn hafi komið út árið 1000, og hefir þá fund- uim þeirra Ara borið saman einu eða tveimur árum áð- ur, og hefir sagan um það ekki átt að geta ru'glast neitt, heldur verið Hrafni í fersku minni. Hrafn staðfesti ráð sitt þegar hann kom heim, og af honum var komin Ingveld- ur kona Snorra Húnbogasonar og voru þau foreldrar Narfa föður Skarðs-Snorra, sem sagt er frá í Sturlungu. En höfðinginn Ari frá Reyk- hólum, sem þjóðsagan gamla telur son ljúflingsins Kára Al- vararsonar og Köttu húsfreyjiu á Reykhólum, hefir borið bein- in einhvers staðar í Bandarfkj- unum um svipað leyti og Þor- finnur karlséfni gafst upp á landnáimi sínu í Vínlandi. Hallgrímur Framhald af bls. 5 haft eigi lítinn heyg af ibæna- stundinni, sem sameinaði brezku þjóðina á hverju kvöldi í hljóðu ákalli til Guðs og stældi hana til æðruleysis og viðnáms, þegar óvænlegast horfði um örlög hennar. Islenzka þjóðin háði alda- stríð, oft í ennþá meiri tvísýnu en Bretar hafa nokkru sinni séð á sínum högum og örlög- um. Það er ekki of mikið sagt fyrir hennar hönd: „Næsta naumt stóðum.“ En þjóðin varð ekki úti, hún gaf ekki frá sér von eða vilja, hún bugaðist ekki í viðnámi sinu, vegna þess, a.m.k. meðal annars vegna þess, að heilög glóð- in úr HaUgrímsljóðum kuln- aði ekki á hjarninu. Hún var tendruð í sálu barns- ins við fyrstu spor, hún var varðveitt á hverjum bað- stofupalli, hún yljaði hverjum ísl. barmi í hretum og hörm- um og lýsti hverri brá i freistni og raun og við dauð- ans dimmu dyr. En hvers vegna hefur Hall- grímur verið slíkur vegsögu- maður, svo sterkur leið- togi, slikt lífsins afl um liðn- ar aldir? Til þess að skýra þetta nægir ekki að benda á áþreifanlega yfir- burði hans sem skálds. Snilld- In ein útaf fyrir slg endist engum til þvilíks langlífis né svo djúprar ástsældar og áhrifa. Passíusálmarnir og aðr- ir sálmar Hallgríms hefðu aldrei orðið svo huggrónir ef ekki væri meira í þeim en snill- ings list. Hún er þar vissulega, list snillingsins, þar birtist gáfa á hæsta stigi, andríki ein- stakt, frábær tilþrif og skáldlegt skyggni og óvið- jafnanlegt næmi og ögun í vali orða og meðferð mynda og iík inga. En þetta er ekki nóg, þrátt fyrir allt, ekki nægilegt til þess að skýra tökin, sem Hallgrtonur náði á þjóð sinni. Það var annað og meira en listræn svölun, sem þjóðin fann hjá honum. Þeir yfirburð- ir, sem skera úr, eru ekki tengdir nafni hans eða per- sónu. Það er Kristur, sem er Ieyndarmál þessara Ijóða, nafn hans, andi hans, þa,u hafa náð að svala hverri hjartans und, vegna þess að lindir Drottins sjálfs streyma þar fram eftir svo greiðum farvegi, það er uppspretta eilífrar svöl unar í þessum óði: Sálin við þann brunninn bjarta blessun og nýja krafta fær. Yfirburðir Hailgríms, þeir, sem úrslitum valda, eru auð- mýktin, auðmýktin fyrir Kristi, fyrir krossinum, fyr- ir fagnaðarerindinu fullu og óskertu. Sá einn er mikill í Guðs ríki, allt frá Júhannesi skirara og úr fram, sem sjálf- ur hverfur um leið og hann bendir á Drottin og seg- ir: Hann á að vaxa, ég að minnka. Þvi varð Hallgrímur sú gjöf og sú eign þessa Jökullands sem raun varð á, að Kristur átti hann, gáfu hans alla, hann var höndlaður af Kristi, það eru geislar hans, sem lýstu upp þessa stóru sál og endur- skinið er það ljós, sem ljómað hefur af ljóðum hans yfir þriggja alda liúm og hjarn. Og nú, þegar Uðlega 350 ár eru liðin frá fæðingu hans, kann sú spurning að vakna, hvort hann muni enn eiga sama erindi, satna hlutverld að gegna og áður. Ég vU svara því tíl, að á meðan voldugiur og dramb látur þarf varygðarorð og ves- all og vonlaus huggun, meðan móðir hirðir að kenna barni sínu hið eUífa, stóra, kraft og trú, meðan hinn slyngi sláttu- máður fer um byggðir og ból, á meðan er og verður HaU- grímur timabær, ómissanlegur, ómetanlegur. Hann hefur sett mót á kristnihald þjóðarinnar. Hann hlýtur að gera það enn meðan Guðs náð lætur vort láð lýði og byggðum halda og Jesús Kristur heldur sætí sem kóngur vor, athvarf synd- arans, leiðtogi lifsins og sigr- arinn dauðans sanni. Hallgrímur hefur verið met- inn og hann gleymist ekld, því þarf ekld að kvíða. Hann er sá tindur, sem getur ekld horfið. Það verða flutt 'um hann er- indi skrifaðar um hann bæk- ur, hann verður gefinn út, mesta kirkja landsins mun bera nafn hans og votta á sinn hátt aðdáun og þökk alþjóðar og þegar þjóðin miklast af afreks- mönnum sinum verður hans iminnzt. Þvi þarf ekld að kvíða að hiutur hans verði rýrari að þessu leytí hér eftir en hing- aðtU. En það er ekki þetta, sem hefur varðveitt hina heU- ögu glóð hans. Hverjum er það að þakka að þjóðin hefur elskað Hallgrim og sótt til hans blessun á blessun ofan? Það er ekki verk kirkjuhöfð- ingja né bókmenntafræðlnga. Það er að þakka hinni íslenzku móður og ömmu, hinni óþekktu konu. Það eru kon- urnar mörgu eins og sú, sem ég þekkti bezt, þegar ég var barn, amma mín, sem hafði fyr- ir mér vers Hallgríms, þar sem ég stóð á flórheUunni, þegar hún var að mjólka eða hékk í pilsinu hennar, meðan hún var að renna trogum, liorfði á rokk hjólið, þegar hún spann, fylgdi henni frá einni önn tU ann- arar, unz hún svæfði mig með orðum Hallgríms í Jesú náðar- nafni. Ég hef gengið i skóla síðan, ýmsa, en þetta nám er og verð- ur það, sem dugir mér bezt, þegar mest er í húfi, þessi vís- dómur verður sá eini, sem dug- ir, þegar hinzta skuldin verð- ur af mér heimt. Sú auðlegð, sem Hallgrím- ur hefur eftir sig látíð, hún er falin þér, íslenzka kona, þér fyrst og fremst, án þín hefðl hún ekki ávaxtazt, án þín glat- ast hún niðjum vorum. Það er nærgöngull hreimur- inn í bæn Hallgríms, þegar hann flytur sína helgustu bæn fyrir þeirrl tungu, sem hann unni og kunni flestum betur, tungunni, sem vér nemum af móðurvörum og heitir því móð urmál. Ég lýk orðum mínum með þeirri bæn og bið þá ásamt yður, áheyrend- ur mínir, um það að mæður fs- lands um alla framtíð muni og kenni Hallgrims dýru Ijóð af alúð þeirrar ástar sem Guð hefur þeim í hjarta sáð: Gefðu, að móðurmálið mitt, minn Jesú þess ég beiði, frá allri villu klárt og kvitt krossins orð þitt útbreiði um landið hér, tíl heiðurs þér, helzt mun það blessun valda, meðan þin náð, lætur vort láð lýði og byggðum halda. Bræðurnir og gullið Framhald af bls. 7 Húsin þrjú tóku nú að fyllast af mönnum, og allir lofuðu þeir Aþanasius og hrósuðu fyr ir það, sem hann hafði gert fyrir þá. Þetta fyllti hjarta Aþanasiusar fögnuði, svo að hann átti erfitt með að hverfa frá Jerúsalem, en hann elskaði Jóliannes bróður sinn yfirvnáta og héit því út úr borginni, án þess að taka með sér svo mikið sem einn einasta guilpening. Hann hafði kvatt alla og gekk nú í sömu gömlu fötunum, sem hann hafði komið í til Jerúsal- em, aftur heim til bróður sins. Og nú keifaði Aþanasius upp brekkuna og hugsaði með sér: „Bangt gerði brúðir minn, þegar hann lét gullið liggja og hljóp burt frá því. Hef ég ekiki farið betur að ráði |minu?“ Er Aþanasius var nú að hug- leiða þetta, sá hann á miðjum veginum engilinn, sem hafði blessað hann tog Jóhannes. Hann horfði reiðilega á Aþan- asius, sem brá ærið í brún og sagði: „Hvers vegna, herra?“ Éngillinn tók til máls og mælti: „Gakk ,burt frá þessum stað. Þú ert þess ekki verður að deila brauði með bróður þín- um. Eitt spor hans er þyngra á imetunum en öll þau verk, sem þú hefur unnið með gullinu." Þá tók Aþanasius að rétt- læta sig og taldi upp hversu marga fátæklinga og pilagrima hann hefði mettað, hversu margir munaðarleysingjar hefðu fengið þak yfir höfuðið við hjálp gullsins. En engiilinn sagði við hann: „Djöfull sá, sem stráði gull- inu á veginn til þess að leiða þig í freistni, skaut líka þess- um orðum í brjóst þér.“ Og rödd samvizkunnar lét til sín heyra og ásakaði Aþanasi- us, og þá játaði hann, að verk sín hefðu ekki verið unnin að Guðs vilja, og hann grét sárt og iðraðist alls þéss sam hann hafði gjört. Þá vék engillinn til hliðar og opnaði Aþanasiusi veginn til Jóhannesar bróður sins, sem stóð á bak vlð engilinú og beið eftír honum. Og upp frá þessu féll Aþanasius ekki framar fyr ir freistingum djöfulsins, þar eð hann skildi, að vér getum ekki þjónað Guði og mönnum með gulli, heldur aðeins með höndum okkar. Og upp frá þessu lifðu báðir bræðurn- ir, Jóhannes og Aþanasius, sínú fyrra lífi. 0

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.