Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 3
Hannes Pétursson Friedrich Hölderlin 1770 - 1843 Hverfylgir þér alla leið inn í Ijómann af hæðum? Hver leggur með þér á brattann handan við málið að því ervirðist, vörðulausfjallstig hugans? Vegur til yztu marka - þræddur í kvæðurh! Hver stígur niður í stormana sem þig hrekja um staðlaus djúpin þar sem nóttin á heima? Enginn, enginn: of langt af leið vorri snúið er Ijóð þitt, og hrópið eitt kann spor þess að rekja. En þegar þú heldur með hljóðpípuleik inn í skóga hugaraðdalaþorpunum, litum og röddum horfir á bóndans hvíld að dagsverki loknu hlustar á kornið og vínviðarteinunginn gróa borgirskoðará bökkum fljótanna þekku býrð þér stundardvöl í forsælu trjánna sem laufríkar krónur hneigja við hús og við brunna eða hátt þér útsýnis leitar í sólskinsbrekku og skyggnir vort jarðlíf: fallvelti, fegurð, ný gildi og finnur því heiðar brautir vonar og dirfsku tengir það saman í tímanum sem þú skapar úrtónum bragarins, sveigðum að hörku og mildi þá ferð þú ei aleinn, vér fylgjum lofsöngnum hreina ogferðumst með þínum augum, þó horfir þú lengra en vérfáum greint, sem guðina heyrðum ei tala í geislum, í eldingum, þögn moldar og steina. Ljós þú greyptir í orð, upphæðir fornar íklæddar sjónhring goðsögulegrar tignar. Vér lifum und stjörnum sem þöglar þyrlast í fjarskann þyrlast í myrkrinu, táknmyndir þeirra horfnar. janúar 1970 Gáðu að því, að ég fer ekki ein, góði minn, anzaði hún mér: Það kynni að vera bróðir handa þér, sem ég ber undir belti. Brosið, sem orðunum fylgdi var svo aumlegt, að ég koanisit við. Eni iuim leið ekki laiust viö að mér sárnaði. Hvers vegna brosti hún aldrei fram- ar slinu vanaibnösi? — bnotsin'u siinu góða! . . . Vonandi áttum við eftir að losna úr þeim álögum, sem við hér höfðum í ratað. Þarna hlaissaði hún sér atftur á hlóða>rsteininn. Og brá fyrir angist í augnaráðinu. Systur minar sáu það víst líka. En við létum sem ekkert væri — þá liði það frekar hjá. Mamma hafði lokað augunum. En leit upp af stundu — líkt og úr fjarlægð — og hóf að rifja upp hitt og þetta um jólahaldið héima á Knerri — þar hefði alltaf verið kveikt á jóla- tré. Jólatré? átum við hvumsa upp eftir henni. Tré í þeirri merkingu orðsins þekktum við að- eins af spurn og úr myndabókurn, tré á okkar máli var takmarkað við húsavið, skógviðarrafta og einstaka rekadrumb. Að vísu var mér ljóst, að úti í löndum geta lifandi tré orðið húsum hærri og heita ýmsum nöfnum, svo sem fura, beyki, greni og eik. Og það var í pálmalundi, að María mey sat á asnanum sínum langeyrða með koma- barnið í kjöltu sér, en Jósef timburmaður teymdi undir þeim á flóttanum. Hvernig fór hann afi minn að því, að ná sér í pálma? langaði mig að vita. Hvað áttu við, blessað barn? Varstu ekki að tala um jólatré? Þar sem greni vex, nota menn helzt þá viðar- tegund, útskýrði mamma fyrir mér og systrum mínum: Það er svo hentugt með grenigreinarnar — þær lengjast koll af kolli eftir því sem neðar dregur, svo að kertin, sem komið er fyrir á þeim, kveikja síður í út frá sér. Þetta var auðvitað laukrétt — en gat það verið satt: Þú ert þó ekiki að gaibba okikur? spurði ég kvíðinn. Móður mína rak í rogastanz. Eða ertu bara að segja okkur sögu? þráaðist ég. Þá siki'ldi hún, ihlió við — anzaðii: Það er daigsanma, drengur mirn; úti i lönd- um ná jólatrén stundum frá gólfi til lofts og eru afeetin kertuim, áivötxum o,g skrauti. Dregur fólkið trén með rótarhnyðjunum inn á mitt gólf? efaði ég. Ekki með rótarhnyðjunum, anzaði mamma þreytt. Hvernig er þetta hægt? — og það að vetrar- lagi! Þeir fella fallegasta tréð, ljúfurinn minn. Drepa þeir lifandi tré til þess arna! Grenitré er ágætis eldsmeti, anzaði mamma. Já, en — ætti jólatré ekki að vera lifandi? Það llitur út aJveg eins cig liifamdi tré. Mér er sama, sagði ég: Ætti ég skógarteig með grenitrjám, myndi ég leita uppi alfallegasta tréð og koma fyrir kertum á greinum þess á hverj- um einustu jólum — og ekki bara á jólunum. Að þú verðir aílla daga sijállfum þér Mfcur, pilf- ur minn, það efast ég ekki um, sagði mamma: En reyndu að venja þig af að rengja hana mömmu þína. Á Knerri var kveikt á jólatrénu hvert ein- asta aðfangadagskvöld. Svipurinn á andliti móður okkar bar því vitni, að henni var hvorki spaug né spé í huga. Það gekk svo fram af mér, að ég kom ekki upp orði. Pabbi gamli smíðaði handa okkur jólatré úr tré, hélt mamma áfram máli sinu: Bolurinn var reka- kefli, slétt og lögulegt, álmurnar hafði hann mis- langar og sá um að þær stóðust ekki á, kertin ýmislega lit, voru búðarvara. Það var nú meiri dýrðin! Þegar hér var kofnið reið pabbi í hlað með tvo undir burði, við krakkarnir máttum ekki einu sinni þreifa á pokunum, hvað þá gá í kassana. En kandísmola gaf hann okkur hverju um sig, og lá þó við að ég yrði af mínum, er honum varð litið á staflann af nýsteyptum tólgarkertum — sneri sér að mömmu: Og ég sem keypti þessi kynstrin af kertum, svo að þú þyrftir ekki að standa í að steypa þau! Þakka þér fyrir, anzaði mamma: Jólaljósin geta aldrei orðið of mörg. Við systkinin vorum henni heilshugar samdóma. Hitt grunaði okkur ekki, að gnægt kertanna myndi leiða af sér annað ennþá betra. Á aðfangs dag var okkur stíað frá gömlu hjónabaðstofunni frá því við komum á fætur, og ekki hleypt upp stigann fyrr en heilagt var orðið. Þar beið okka/ býsna óvænt sjón. Á borðhlemmnum undir gaflglugganum hafð! verið komið fyrir áður ésénum, undraverðum hlut: jólatré úr tré, alsettu rauðum, gulum, blá- um og hvitum kertum. Veigu var lofað að kveiki ' á þeim gulu, Betu á þeim bláu, mér á þeim rauðu — þau hvítu kom okkur systkinunum saman um að bezt færi á, að móðir okkar tendraði fyrir maddömu Önnu. Hjálpið henni heldur til að kveikja með á eip. hverjum af ykkar kertum, sagði mamma: Engínp skyldi kveikja öðrum ljós — allra sízt sé kertij hvítt. Ég kveiki fyrir sjálfa mig, sagði hún og gerði það. Raddblærinn i orðum hennar var svo annarleg ur, að mér hnykkti við og varð starsýnt á, aí hve miklum hátíðleik hún bar eldspýtuna að einu rakinu af öðru. Á þessum hálfveimiltítlegu kaup- staðarkertum kveikti hún á þeirri stundu ljósið sjállft: jóMjóSið. Henni hafði vöfcnað um augu. Engin hinna kertanna lýstu nándar nærri á við þau, sem hún hafði tendrað. Enda kom logiim ekki frá eldspýtunni einni saman: ljóminn af ásjónu kveikjandans jók á ofurdýrðina. Jólatréð úr tré bar þá stundina af öllu öðru sem drifið hafði á daga mína, og gerir enn. Ljóstungurnar á kertunum báru gerð og útliti smiðisgripsins langsamlega ofurliði. Renglumar, saigiaiSiar úr einiu gólfborðainn'a i frambúsið, er fyr- irhugað var, og tjaslað saman í flýti, voru þó sannarlega ekki neitt ómerkilegt tildur. Vafasamt að nokkurt grenitré á rót sé fært um að ydda sig til himna á við kjörgripinn á hjarahlemmnum undir gaflglugganum í gömlu hjónabaðstofunni í Otbænum á Grímsstöðum í Hamrafirði þetta ein- dæma aðfangadagskvöld jóla. Þegar athöfnin var um garð gengin varð móður ofckar (úðirætt um, að hér heifðuim við nú kveikt á kertum í minning þess, að öllu mannkyni væri á þessari heilögu nótt frelsari fæddur: Sannarlegt heims ljós — ljósið eina. . . Og hvað gerðu valdsmenn veraldar? Þeir negldu hann á krosstré, nakinn, bráðlifandi. Bjálkar þeir, er járnfleinarnir héldu honum föstum á, voru greinar trjáa, er dafnað höfðu í lystilegu um- hverfi og áttu sér einskis ills von — rétt eins og timbrið í jólatrénu okkar, börnin góð. Það sem miáii skiptir, er hvað aðlhaifzt er með skógartréin umdunfögru og aðrar varnarlausar gjafr guð;s al- máttugs, hvort heldur menn nýta þær Skapar- anum til dýrðar ellegar sjálfum sér til dómsáfell- is. Möimmu lá við að táraist. Hún bið okkur inni- lega að festa í minni, að vera nærgætin við sér- hvert tré á stofni og allt annað, sem lifir og er. Við systkinin stóðum steinhljóð. Mömmu varð litið á okkur, brosti við okkur — brosinu sínu góða. Um leið var hryggð, sút og aingurværð hv.eris fconar horfin veg allrar verald- ar. Annað eins aðfangadagskvöld höfðum við aldrei átt. Þetta urðu í raun réttri fyrstu jólin okkar. Og þau síðustu. — Löngu fyrir næstu vetrarsólhvörf var vænn slatti af gólfborðunum fyrirhuguðu tekinn í stokk utan um andvana líkama elskulegrar móður okk- ar. Hún hafði í fyllingu timans fært föður okkar efnilegan son og okkur systkinunum föngulegan bróður í búið, en eftir barnsburðinn aldrei náð sér fyllilega. Þannig hafði jólatréð sæla hlotið eins konar ættleiðslu, ef svo mætti segja, er jók mikillega á hátíðleik komandi jóla, en að sjálf- sögðu um leið setti gleðinni hóf. Flótti Maríu meyjar og mannsefnisins hennar með barnið bjarg arvana, svo og lokaörlög guðs eingetins sonar og raunar alls mannkyns, að ógleymdri jólaádrepu móður okkar, er hún hafði lokið að kveikja á kertunum sinum hvítu, leið okkur ekki úr minni — og líður viíst seint. o

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.