Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 7
Tvær rússneskar helgisögur Sigurjón Guðjónsson þýddi Bræðurnir og gullið Hinn iðrandi syndari Fyrir langa löngru lifðu í Landinu helga tveir bræður. Hinn eldri hét Aþanasius, en sá yngri Jóhannes. Bræðurnir bjuggu í nágrenni borgarinnar Jerúsalem, í skúta einum, og héldu sér uppi af því, sem góð hjartaðir menn gáfu þeim. En latir voru þeir ekki, heldur unnu frá morgni til kvölds. Ef þeir fréttu af einliverjum, sem ekki gat lengur borið þunga erfiðis síns, eða barst eitthvað til eyrna um sjúka, munaðar- lausa og nauðstaddar ekkjur, brugðu þeir fljótt við og bjálp uðu án þess að þiggja nokkur laun fyrir. — 'Sex daga vik- unnar lifðu þeir hvór fyrir sig, en þegar laugardagur var að kvöldi kominn, sneru þeir aft- ur heim í skútann sinn og eyddu sunnudeginum saman i bæn og við guðlegar samræð- ur. Og engill Guðs steig niður til þeirra og blessaði þá. I být- ið á mánudögum skildu þeir, livor hélt til sinná starfa. Á þennan liátt lifðu bræðurnir ár um saman, og á hverjum sunnu degi kom engill Guðs til að blessa ]>á. Svo var það einn mánudag, að bræðurnir gengu til vinnu sinnar að vanda, og nú höfðu þeir kvaðst, þar eð Aþanasi- us, sá eldri, var kyrr heima og horfði enn einu sinni á eftir bróður sínum elskulegum, þar eð honum tféll skilnaður- inn þungt. Og liann sá, að Jó- hannes gekk sina leið með álútu höfði, og leit hvorki til hægri né vinstri. Ailt í einu hægði hann á sér, bar höndina fyrir augu og horfði til jarð- ar atf mikilli atliygli, eins og hann liefði komið þar auga á eittlivað. Hægt nálgaðist hann það sem lá á jörðinni fyrir framan hann, — því næst stökk hann í skyndi tii hliðar og hljóp niður alla brekkuna, án þess að líta til haka. Aþan- asius var tfurðu lostinn; hann sneri við og gekk þangað, sem bróðir hans hafði staðið, til þess að komast að raun um, livað hefði vakið ótta hans. Þegar hann kom nær, sá hann eitthvað glitra í isólskininu, hann gekk þángað rakleitt; gullhrúga lá í grasinu, eins og þar hefði heill sekkur verið tæmdur. Aþanasius tfurðaði sig á gullinu, en 'enn meira atf hröðum tflótta bróður síns. „Hvað hefur valdið hræðslu hans, að hlaupa héðari í háif- gerðu æði?“ spurði hann sjálf- an sig. 1 gullinu sjáifu er eng- in synd, syndin er í manninum. Með gullinu get ég gert illt af mér, en ég get líka látið það færa blessun. Með því má metta munaðarleysingja og ekkjur, klæða marga nakta, iækna marga sjúka. Við bræð- urnir báðir þjónum mönnunum, þó er okkar lijálp harla lítil, af því að kraftar okkar eru atf svo skornum skammti. Með þessu gulli hérna gætum við þjónað mönnunum miklu betur en við gerum. Þessar hugsanir hrærðu til- finningar Aþanasiusar, og hann langaði að segja bróður sinum frá þeim, en Jóhannes var þegar kominn langt í burtu, svo að varla var hægt að greina hann í brekk- unni fyrir liandan. Þá fór Aþanasius úr fötim- um og týndi gullið í þau. Hann tók á herðar sér eins mikið og hann gat borið, og hélt til borg arinnar. Þar trúði hann gest- gjatfa einum fyrir gullinu og sótti síðan afgánginn. Þegar hann hatfði safnað því öllu sam an, gekk hann til kaupsýslu- manna Jerúsalemsborgar og keypti lóðir x borginni, steina, trjávið, leigði verkamenn og fór að byggja. Þrjá mánuði dvaldi Aþanasius í borginni og byggði þrjú hús: eitt tfyrir ekkjur og munaðarlausa, ann- að fyrir sjúka og þriðja fyrir pilagrima og betlara. Hann fann líka þrjá guðhrædda gamla menn og gerði einn að forstöðumanni munaðarleys- ingjahælisins, annan setti hann yfir sjúkrahiisið og þann þriðja yfir gistilieimilið. ■— Og þar sem þrjú þúsund gullpen- ingar gengu af, fékk hann hverjum þremenninganna eitt þúsund, svo að þeir gætu skipt þeim meðal fátækra og sjúkra. Framhald á bls. 30 þessum orðum, þegar sálip skildi við likamann og hélt að dyrum himnaríkis; hún var full kærleika til Guðs föður og treysti örugglega á miskunn hans. Og nú barði syndarinn á hlið himnaríkis og beiddist þar inngöngu. Og hann lieyrði rödd innan frá: „Hver er að berja þarna fyr- ir utan? Hvaða maður er það, og hvað hafðist hann að í líf- inu?“ Og rödd ákærandans svar aði og taldi upp allar misgjörðir syndarans, en gat ekki talið svo mikið sem eitt einasta góðverk. Og því næst mælti röddin bak við dyrnar: „Engir syndarar fá inn- Maður nokkur hafði lifað í 70 ár, og allt hans lítf var synd um flekkað. Nú bar svo við, að maðurinn varð fárveikur, en misgjörða sinna iðraðist hann ekki. Þegar nú liinzta stundin rann upp og honuni varð Ijóst, að hann yrði að deyja, grét hann hástöfum og sagði: „Herra! Gef mér upp skuld- ir minar, eins og þú gafst forð- um upp ræningjanum á kross- inum.“ Varla hafði maðurinn sleppt göngu í himnaríki. Hypj- aðu þig burt, og það sem fyrst.“ En maðurinn sagði: „Herra, ég heyri vel til þín, þó að ég sjái ekki franian í þig og sé ókunnugt um nafn þitt.“ Svaraði þá röddin: „Ég er Pétur postuli." En syndarinn sagði: „Pétur postuli, miskunna þig yfir mig. Gáðu að þvi, hve breyzkir við mennirnir erum og gleymdu ekki miskunnsemi Guðs. Sjálfur hefur þú verið einn af lærisveinum Krists, af lians munni hefur þú numið boðorð Guðs og verið vottur að eftirdæmi hans. Og þó svafst þú, þegar hann kveið og sál hans var sárhi’ygg. Þrisvar sinnum bað hann þig að vaka með sér og biðja, þrem sinn- um fann hann þig sofandi, og augu þín voru svefndrukkin. Eins var mér farið. Og voru það ekki þín orð: þó að ég ætti að deyja með þér, nitindi ég ekki afneíta þér? Og þú hafðir afneitað honum þrisvar, þegar hann var leidd- ur fyrir Kaífas. Hið sama gerði ég. En þegar haninn gól, gekkstu út og grézt beisklega. Iramhald á bis. 19 / V

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.