Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1970, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1970, Blaðsíða 14
Hannes Jónsson VIÐVÖRUN til mín og annarra The Taking of the BastiIIe July 14th, 1789. Jacques Godechot. Translated by Jean Stewart. Faber and Faber 1970. Taka Bastillunnar átti sér langan aðdraganda í ókyrrð og upphlaupum, ekki aðeins á Frakklandi heldur fremur á Englandi, Svisslandi, Belgíu og víðar. En sú ókyrrð og upp- hiaup leiddu ekki til þeirra breytinga, sem taka, Bastillunn ar leiddi til, afnám hins forna stjórnskipulags. Höfundurinn leitast við að svara því, vegna hvers afleiðingar þessa upp- hlaups urðu slíkar á Frakk- landi en enn þá alvarlegri upp hlaup t.d. I London 1780 ollu engri breytingu á stjórnarformi rikisins. Höf. rekur aðdragand ann að töku vígisins eftir sam- tíma skjölum og heimildum og rekur atburðarásina þessa ör- lagaríku júlídaga fram til þess 14. Þessi samantekt er vand- lega unnin og ágœtlega fram sett. American Power and the New Mandarins. Noam Chomsky. Penguin Books 1969. Þessi bók kom út snemma árs 1969 og vakti feikna athygli. Höfundurinn er meðal fremstu málvísindamanna heims. 1 þess- um samantektum rekur hann ástœðurnar fyrir styrjöld þeirri, sem Bandaríkjamenn heyja i Vietnam og á hvern hátt þeir réttlœta styrjöldina. Höfundur telur réttlœtingu styrjaldarinnar glæpsamlega, reista á heimsku, fáfræði og róbótisma, auk efnahagslegrar nauðsynjar. Epochen der deutschen Lyrik. Herausgegeben von Walther Killy. Band 6: Ge- dichte 1770—1800. Band 7: 1800—1830. dtv. Wissen- schaftliche Reihe 1970. Sjötta bindið er gefið út af Gerhart Pickerodt og spannar Stúrm und Drang tímabilið I þýzkum skáldskap. Það sjö- unda gefur Jost Schillemeit út og þar er komið út í róman- tíkina. Ljóðin eru prentuð eft- ir fyrstu gerð eða prentun og raðað í tímaröð. Þetta eiga alls að verða tíu bindi og er þetta hið þarfasta verk eins og svo mörg þeirra sem dtv hefur lát- ið frá sér fara. Stuttir og greinargóðir inngangar fylgja hverju bindi og nauðsynlegar skrár um upphöf kvaeðanna. Drafts and Fragments of Cantos CX-CXVII. Ezra Pound. Faber and Faber 1970. Pound hóf samantekt Cantos 1917 og hefur unnið að þeim siðan. Nú er tölunni 117 náð og höfundurinn er nú 85 ára gam- all, eins og titillinn segir um eru þetta frumdrög og brot, ekki fullfrágengin. Þó oft sé masað um að söngvar Pounds séu óskiljanlegir þá fer oft svo, að þegar menn taka að lesa þá, verður þetta stórkostlega víra- virki skynjanlegt sem stórkost- legasti skáldskapur nútímans. The Plant Hunters. Tyler Whittle. Heinemann 1970. Blaðgrænan er forsenda alls lífs á þessari jörð. Áhugi manna á plöntum er jafngam- all mannkyninu. Jurtir hafa verið notaðar til lækninga frá örófi alda og þess vegna hafa menn löngum veitt þeim nána athygli og ástundað rækt un ýmissra lauka og grasa til lækninga. I þessari bók segir frá leit manna að sjaldséðum og undarlegum jurtum, allt frá því um 1482 fyrir Krists burð og einkum þeim mönnum og manngerðum, sem stunduðu þessa leit. Höfundur lýsir ferð- um þeirra og viðbrögðum við hinum og öðrum atburðum. Plöntusafnararnir stunduðu söfnun sína sem tómstundaiðju, sumir þeirra voru í þjónustu kirkjunnar, biskupar, trúboðar og ábótar, aðrir stunduðu vers- legri iðju, einn var blóðþyrst- ur sjóræningi, annar sendi- herra hjá Tyrkjum og meðal þeirra var rússneskur hershöfð ingi. Fyrrum var miklum erfið- leikum bundið að flytja plönt- ur heimshorna á milli og ekki gekk siður skrykkjótt að varð- veita þær og koma þeim til þroska í annarlegu umhverfi, en áhugamennirnir sigruðust á öilum þeim erfiðleikum, sem þessu voru samfara'. Fyrstu til raunir til þess að flokka plönt- ur voru gerðar snemma á öld- um og segir hér frá þeim til- burðum. Bók þessi er einkar skemmti leg aflestrar, hún er ekki að- eins grasafræði heldur einnig ferðasaga og eðlisútmálun þeirra manna, sem lögðu á sig mikla erfiðleika til þess að finna jurtir allt frá annesjum Ástraliu og til hálendis Mið- Asíu. Portugal. Cedric Salter. B.T. Batsford 1970. Portúgal á mikla fortíð en nú á dögum er landið lík- ast safni. Síðustu ár hefur túr- ismi aukizt stórlega i landinu, landstjórnarmönnum hefur tek izt að gera það að einu ódýr- asta ferðamannalandi Evrópu til mikilla hagsbóta fyrir þá, sem hafa það að atvinnu, að selja ferðamönnum greiða. 1 þessari bók lýsir höfundurinn, sem er blaðamaður, ýmsum merkustu borgum og stöðum landsins, hann hefur dvalið í landinu síðustu átta árin og þekkir því aðstæður öðrum bet ur. Sérstakur kafli fjallar um Madeira. Nokkrar myndir fylgja. Bókin er einkum ætluð túristum. Pigeon’s Blood. Michael Pereira. Geoffrey Bles 1970. Pereira hefur sett saman nokkrar skáldsögur, ferðabæk- ur og reyfara og er þessi í hópi þeirra síðasttöldu. Sagan gerist í suð-austur Asíu, Thaílandi, Kambódíu og Hong-Kong. Roðasteinn veldur atburðarás- inni, en þeim steini fylgir ógæfa og dauði þeirra, sem hann eiga. Hér koma við sögu glæpaflokkar, njósnarar og alls kyns bandíttar. Pereira kann að segja spennandi sögur og slík er þessi saga. Reel of Deatli. Roger Simons. Geoffrey Bles 1970. Roger Simons er duinefni hjóna, sem hafa sett saman nokkra reyfara í sameiningu. Samvinna þeirra virðist hnökralaus eftir þessari bók að dæma, sem gerist í hálönd- um Skotlands, þar sem fræg- ur bófi hefur fundizt dauður. Fadiman Wace lögregluforingi er sendur til þess að athuga um orsökina að morði bófans og uppgötvar smátt og smátt það undarlega víravirki marg- þættra orsaka, sem leiddu til morðsins. liiul Jimmy ging zum Regen bogen. Roman. Johannes Mario Simmel. Dro emer Knaur 1970. Skáldsaga þessi kom fyrst út í febrúar 1970 og í marz var búið að prenta 75 þúsund ein- tök af henni í Þýzkalandi. Höf- undur er löngu víðfrægur fyr- ir skáldsögur sínar, eða allt frá 1948, þegar fyrsta skáld- saga hans „Mich wundert, dass ich so frölich bin“, kom út. Þessi skáldsaga er rúmlega sjö hundruð blaðsíður, höfundur byggir hana á atburðum, sem áttu sér stað í Þýzkalandi á ár- unum 1934—1964, en á þann hátt, að úr verður skáldsaga sbr. nokkurs konar formála höf undar. Sögusviðið er Vinar- borg, persónur vísindamenn, njósnarar og morðingjar, ásamt fjölda mútuþægra embættis- manna, stjórnmálaróna og menningartrúða. Efnið er synd og sekt, svik og hollusta, spenna milli persónulegrar holl ustu og samfélagslegrar nauð- synjar, ástar og ótta. Höf. kem ur víða við og dregur upp þá mynd nútímans, sem hann telur vera. Mi,g dreymdi í nótt tað ég væri strætisvatgnsstjóri, og hefði lagt vagninium við Uppsala- hornið, með stefnu upp Tún- götuna. Sjálfur stóð ég á gang- stéttinni austan Aðalstrætis. Allt í einu fór vagninn af stað upp Túngötuna, mér fannst leið in vena suður Garðastræiti, nið- ur á rnela, og á Nesveg. Mér fannst ég elta vagninn í ofboði, en var mi'kið búinn, máttlaus og haltur. En á Nes- veg var ég koiminn einhvern- veginn í vagninn, sem var full- ur af fó'lki og ég við stýrið. Ég var a'ð fara -af stað af stoppi stöð, en þá var vagninn opnað- ur af góðlegum, nosknum manni sem bað mig afsökunar, hann þyrfti að afhendia mér send- intgu frá öðrum. Það var frí- merkit bréf, gult frímerki, Ev- rópa 1959—1969 kr. 14,50. Mér fannst vera í því peningar. Hann satgði það vena frá biskupiinium í Lamda'koti, Marteini Meultenberg, til mtnn- ingar uim slys, sem ung stúlka hefði orðið fyrir í vagninum fyrir 10 árum. Hann hefðifermt hama. Þá hafði Pétur heitiinn læknir, bróðir mánn, verið stræt isvagnssitjóri. Mér fannst ég sjá stúlkuna, í hvítum ferming- arkyrtli. Nýlega var ég níðri í Seðla- banka, að fá útborguð tvö 10 þús. kr. vísitöluitryggð skulda- bréf, sem ég hafði keypt fyrir annan árið 1965, en fék'k nú fyrir kr. 42893.00. Ég hafði orð á því við vin minn, sem hjá mér stóð, að ég hlakkaði bara tdl að komast til Himnaríkis, því íslenzka krónan væri ekki skráð þar liengur. En ungi bankamaðurinn brosti og sagði, að vissulega væri hún skráð þar. Eftiir að ég kom heim, sótti að mér löngun til að tala við vin minn og flokksbróður, hann sankti Pétur, og ræða við hann ástand og horfur á Is- landi. Mér fannst það nokkuð sitrákslegt, og ákvað að vita ’hvort mig dreymdi nok'kuð í nótt. Og hér er draumurinn að ofan, svo ég læt það bara gossa. Ég vatr á gainigi á mjóa veg- inum, stsm liggur að Gullna hliðinu. Mikið er hliðið tignar- legt, úr s’kíru lýs'itgutlli. Teiikn- inigiin hefði ekki verið gerð 'gratiis, ef ísilieinzikir arkitekt- ar hefðu komið þar nærri. Ég bankaði hæversklega, og kail- að vair með valdsmannslegri rödd: „Kom inn“. „Komdu blesisaður og sæll, og hvað er nú í fréttum“ sagði Ijúfmennið hann sankiti Pétur minn, hann er svo einistaklega alþýðlegur, þegiar bainn hittir flokksbræður sína úr fhaidinu. Ég sagði honurn, að ég kæmi úr Seðlabankanum, og frá er- indi mínu þar. „Já, við skráum nú ekki íslenzku krónuna hérna uppi, eikki friekar en rúbl una. í neðra skrá þeir hana valfalaust. Við 'hættum að sfcrá krónuna þegar hann Maignús minn Sigurðsson bankastjóri dó. Það var miaður, sem hafði vit á bankamálum otg fjármál- uim. Hvernig á þetta að vera annað, þegar blessuð ríkis- stjórnin fer eftir stefnu manna sem hafa víst ekki nægilegt vit á fjármálum. Þetta eru svo sem eikki vondir menn, en eng- inn þeirra hefir vit á verk- iniu, sem iþeir eiga að vimna.“ „Ég man hvernig Jón heit- inn Þorlá'kss'on kvaldist árdð 1921, þegar krónan var fyrst felld opinberle'ga. Enda vair hamn Húnvetninigur, heiðar- legur, og hafði vit á fjánmál- um“, hélt sankti Pétur áfram. „Og Jón hækkaði krónuna 1924, það mátti bann eiga. En frekjan í umboðsmönnum ein- oku n ar f or ing j anna, he ild s al- anna og annarra svikara við þjóðsfélagið bar hærri h'iut. Síð an hefir fjármálastefnian a-lltaf verið röng, og nú er 100 króna seðiUiinn í mörguim tilvikum 30 aura viirði við það, sem áður var. Fátækldngar, láglaunastétt innar og samhaldsisamir menn blœða, og mi'llisté'ttirnar eru að þurrkast út. En sérréttinda- mienn safna auði í bönkium er- lendis, og kaupa þar fasteign- ir og hlutabréf.“ Svona sagðd hann við mig, hann sankti Pétur minn. Hann. hafði dálæti á íslendingum, sér staklega Húnveitninguim, en það er óðum að hverfa. Hvað draumu'rinn merkir í byrjun greinairinnar, veit ég ekki. Vafalaust er hann viðvör un til mín, eða þjóðfélagsins. Nú eru hættutímar, ég hiaikka til, að minu lífi er nær lokið. Oig þó, ég lifi með börnunum minum og barnaibörnunum. Það il'la er til, „og aldriei er andskotinn iðjulaus“, sagði gamlia máltækið. Bankarnir lána sitórfé til braskara og stór eignamanna, en bjangálnamenn berjast í bökkum, og eru að gef- ast upp. Brennivíns'sialar leiða almenning í gl-ötun, og kvelj- ast eftdr dauðann þar til þeir sjá að sér. Fyrsti Hafnfirðing- urinn, sem ég kynnitist, lenti í hvalkjafti. Nú eru Hafnfirðing- annir að lenda í kjafiti áfeng- isins. iHér er umboðsmaður fyrir sér- staka tegund bifreiða, Ólyginn segir mér, að hanin borgaði ekki hærri skatta en símastúlka. Þó byggir hann su'marbústað norð- ur í kunidi upp á fieiri miiiljónir. KRON styrkir st’órain kiomim- únis'tafloikk mietð viðakipt- um við Au'Stur-Þýzkaland og Kína. Geta fleiri umboðsmenn ekki verið eins? Og Saimvinnulögin. Hvernig ge tur F r am sók n arf lokkur in n staðizt, ef bankarnir hætta a'ð styðja kaupfélögin, sem eru fl'est sögð á barmi gíötunar? 14 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 30. ágúst 1070

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.