Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1970, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1970, Blaðsíða 13
Skipshöfnin sem hvarf Kaldbakur henir nyrzti bœr í Kaldrananeshreppi í Stranda- sýslu. Þar bjó frá 1792 til 1802, Jón Sveinbjarnarson. Hann lézt það ár, en ekkja hans, Guðrún Guðmundsdóttir hélt áfram búskap fram til ársins 1810, að við tók dóttir þeirra hjóna, Sólveig, og maður henn- ar, Gísli Sigurðsson, síðar bóndi á Bœ á Selströnd. Urðu þau hjón auðug mjög, enda fékk Gisli viðurnefnið „ríki“. Frá þvi sogur herma fyrst, hafa bændur í Kaldbaksvík, stundað sjóróðra jafnt sem landbúskap. Eru auk þess tvö uppsátur forn í Kaldbakslandi, sem enn sjást um glöggar minj ar, Sauratún og Skreflur. 1 Skreflum voru verbúðir uppi- standandi og þaðan róið að- komuskipum fram á 19. öld. Árið 1890 hófu búskap í Kaldbak Guðjón Jónsson og Sigþrúður Sigurðardóttir. Guð- jón bjó þar i rösklega 60 ár með aðstoð barna sinna og var síðustu árin ekkjumaður. Á undan honum höfðu búið þar frá 1841, faðir hans og langafi, Jón Bjarnason og Páll Jónsson. Páll var fæddur 1795 en lézt 1884, var þá Guðjón rúmlega tvítugur að aldri. Hann hafði mikið dálæti á afa sínum, var oft með honum ung- ur i hjásetu, við smalamennsku og önnur þau heimilisstörf, sem gamli maðurinn þá hafði með höndum. Meira var þá um það en nú er, að sögur væru sagðar og ungir tileinkuðu sér þann fróð- leik af vörum hinna eldri. Guð- jön var greindur maður og snemma fús að hlusta eftir hverju því er veitt gat honum vitneskju umfram það, sem auga eða eyra nam af samtíðar- háttum. Afi hans, Páll, kunni frá ýmsu að segja og féll það í góðan jarðveg hjá dóttursyni hans. Vera má, að yfir sumum þess Frásögn af dularfullum atburðum skráð eftir Jóni Guðjónssyni frá Kaldbak gildi, þegar annálar geta að engu. En svo er um margt það, sem geymzt hefur í fórum þjóð- arinnar frá liðnum öldum en er þó með sannindum talið. Sögu þá sem hér fer á eftir hef ég skráð eftir frásögn Jóns, sonar Guðjóns, en hana sagði honum faðir hans og hafði eftir Páli afa sínum. Á öndverðri 19. öld, gengu sem oftar tvö skip úr Skreflum til hákarlaveiða. Þetta var síðla hausts. Veðrátta var mild og stutt til miða að sækja. Fram á svonefndan Hrygg. Þangað er um klukkustundar róður úr vör í Skreflum. Á hvoru skipi var sex manna áhöfn. Einhverju sinni er það að bæði skipin fara í róður árla morguns. Þegar fram á Hrygg kemur, leggjast þau þar við stjóra og er skammt á milli. Veður var stillt og sjór slétt- ur. Setjast nú skipverjar beggja skipanna undir vað og verða fljótt hákarls varir. Er ekki að orðlengja það, að I rökkurbyrjun næsta dag hafa bæði skipin fengið fullfermi. Leysir þá annað og leggur af stað í land, og sjá þá skipverj- ar að á hinu hafa þeir dregið inn alla vaði og búast til að leysa. Þessu var enginn frek- ari gaumur gefinn og hélt fyrra skipið áfram ferð sinni til lands, lendir farsællega í Skrefl um, bera skipverjar upp afla og brýna skipinu. Er þá orðið fullrökkvað, en ekkert bólar á lagp þegar fyrra skipið fór af miðunum, eftir því sem áhöfn þess sagði. Um fullbirtu næsta morgun sést að skipið liggur ennþá frammi og hefur ekki fært sig neitt. Virtist mönnum þetta með nokkrum ólikindum, þar sem skipverjar á þvi skipi, sem í land var komið, fullyrtu að þetta skip hefði einnig verið að búast til landferðar. Verður úr að mannaður er bátur og róið út þangað sem skipið lá. Var þar allt með kyrrum kjörum. Skipið lá fyrir stjóra, því nær fullhlaðið, árar í hömlum, en enginn maður um borð. Sem nærri má geta brá báts- verjum við þessa sjón, fóru sem skjótast til lands og sögðu hvers þeir hefðu orðið vísari. Þóttu hér mikil ótíðindi orðin, sem enginn gat gefið skýringu á með hverjum hætti hefðu að borið. Nú sögðu menn það fullvit- að, að engin erlend skip hefðu þá verið á Húnaflóa, svo um mannrán gæti verið að ræða, sem ýmsir töldu þó líklegast að valdið gæti atburði sem þessum. En hvað hafði þá að borið. Á því fékkst aldrei ráðning. En ýmsar getur voru uppi hafð ar s.s. ófriður um borð, seið- andi hafmeyjaraugu eða magn „mjaldursins". — — En eitt er vist, sögumenn allir, sem frá atburðinum hafa skýrt, telja hann sannanlega hafa gerzt, þótt aldrei væri lát in fram fara rannsókn frekari f Kaldbak bjuggu þau til 1824 eða f jórtán ár. sagnablær og ef til vill erfitt að finna þeim sagnfræðilegt um það sinnt, þar sem veður var blítt og allt virtist þar í og yfir íennti, að öðru en því er í munnmælum geymdist. 30. áigúst 1970 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS ]3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.