Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1970, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1970, Blaðsíða 4
Jón Gíslason Er höf undur Njálu af ætt Oddaverja? 4. GREIN Frá Kirkjub æjarklaustri. 15. 1 sögu kristninnar fyrstu ald imar á Norðurlöndum, ber end urskin minna eldri trúarbragða, — og eru þau rík til áhrifa. — Á tímamótum í sögu kirkjunn- ar, er þetta skýrast til sjónar, en þáttaskil voru oft fyrstu ald imar, eins og ávallt er í sögu stofnunar, sem er að sækja fram. Viðnám kynslóðanna birt ist gleggst í viðhaldi minnanna, og á stundum urðu þau drjúg til áhrifa, þó að þau yrðu löguð eftir anda hverrar stundar, en oftast einkennd af því forna og upprunalega. Fornir menn virð ast hafa verið mjög háðir arf- teknum venjum kynslóðanna, og á stundum ósnortnir náttúru dýrkendur. En slíkt er áhrifa- mikið í heiðni, og birtist greini lega í örnefnum á norðurvegi. Sívermandi sól sumars og nátt- laus vordægur höfðu síkvik áhrif, og urðu oft endurnýjuð í fegurðarminnum örnefna. Þess ar staðreyndir blasa við í forn- um arfsögnum og kvæðum, og voru lengi til endurnýjunar, allt framundir 1300 i íslenzkum bókmenntum. Skapandi list rit- aðs máls á Islandi, ber í sjálfri sér meitlaðar myndir heiðinnar fegurðar, heiðins hugsunarhátt ar, en samt blandaður anda kristninnar af list og tign hrein leika norðursins. Listaverkið mikla, Njála, ber skýr einkenni þessara minja. Á Bretlandseyjum voru stað- ir til helgisetra kjörnir við strendur fram eða út til eyjar, þar sem víðsýni var, en jafn- framt einangrun nokkur frá veraldlegum aðsúg. Á Islandi varð þetta líkt í raun, þó með sérstæðum hætti. Á Suðurlandi varð það svo, að helgisetur í eiginlegum skilningi urðu ekki til. En menntasetrum var kjör- inn staður, þar sem víðsýni var mikið, og fegurð snækrýndra fjalla naut sín af tign og töfr- um, líkt og hreinleiki sjálfs him ins blasi við. Oddi á Rangár- völlum, Skálholt og Haukadal- ur, eiga þessi einkenni í ríkum auði, glæsilegum og tignum, töfrandi og heillandi, jafnt á sólbjörtum sumardegi og heið- um vetrarkvöldum, merluðum norðurljósum. Þá nýtur tign lág lendisins sín vel í umgerð snæ- krýndra fjalla langt í fjarska. Á miðöldum voru skil daga og nátta án takmarka hins ver- aldlega. Mörkin voru af trúar- legum skilum, mörkuð sviðum bæna og trúarlífs. Heimsmynd þess var líka án marka rann- sókna og könnunar. Guð hafði sett öllu takmörk, og ákvörðun hans og stjórn heimsins var háð því sama. Maðurinn var aðeins verkfæri í hendi hans. Þar varð engu um þokað. 16. Á þjóðveldisöld voru fjórð- ungaskil milli Austfirðinga- og Sunnlendingafjórðungs við Jök ulsá á Sólheimasandi. Vestasta vorþingháin í Austfirðingafjórð ungi hlaut um margt að líkjast Rangárþingi sakir margvís- legra samskipta, ekki sízt menn ingarlegra. Svo hefur orðið um alla sögu. Sérkenni héraðanna, voru samofin á margan hátt, en mest í dul og óræði vætta lands ins, náttúru þess. Eyðing af völdum eldsumbrota og vatnaflaums voru frumbyggj- um landsins óþekkt og tröllsleg í sýn og raun. Eyðingin mikla af furðum náttúrunnar, olli breyttum háttum, — og skipti oft á tiðum sköpum á snöggleg- an hátt. Lífið var ávallt í hættu. Eyðingin var ávallt á næsta leiti, Þó á stundum hefði nýgresi og gróður yfirhöndina í sjón og raun. Sunnlenzkum menntasetrum var valinn staður, þar sem við- sýni var sem mest. Skaftafells- þing eignaðist líka menntaset- ur, þar sem sama var í kjöri. 1 Þykkvabæ í Veri og Kirkju- bæ á Síðu, er víðsýni mikið og fagurt umhverfi til forna. 1 Þykkvabæ voru kirkjulegar menntir iðkaðar af alþjóðlegri festu, alþjóðlegri yfirsýn á vandamál samtíðarinnar. Þar réðu ferðinni menn, er höfðu menntast á háevrópska vísu. Þorlákur biskup hinn helgi, mótaði stefnuna i upphafi. En aðrir komu síðar, er juku á frægð og tign staðarins i anda hins sæla biskups. Brandur Jónsson ábóti í Þykkvabæ og síðar Hóla- biskup, Svínfellingur að ætt, og efldur til mennta og kirkju- legrar tignar af kjörnu valdi breyttra tíma i málefnum kirkj unnar á Islandi, — og um gjör- vallan Norðurheim. Um starf hans og menntir er lítið vitað. Heimildir eru furðu hljóðar um hann. Er því óþarft, að ræða né bollaleggja um það um of. En hitt er víst, að hann varð í hópi þeirra manna, er vildu alræðisvald kirkjunnar í mál- um sínum. Hann sótti fram af fullri einurð gegn veraldlega valdinu, — og varð furðumikið ágengt, — eins og frægt er í landssögunni. Árið 1253 var Gissur Þor- valdsson allsráðandi á alþingi. Gissur var menntaður á evrópska vísu og þaulreyndur i margskonar samningagerð. Af reynslu sinni og þekkingu á framvindu mála í Norðurheimi, var hann vitandi þess, að I þennan mund, hafði kirkjan suður í heimi náð í mikinn áfanga. Hún hafði að mestu náð undirtökunum í glímunni við veraldlega valdið. Að vísu rak engan nauð til að gera samning um valdskiptingu milli andlega og veraldlega valdsins, en hinsvegar vissi Gissur af reynslu ættar sinnar í lands- stjórnarmálum, að bezt var að hamra járnið meðan það var heitt, og notfæra sér áhuga geistlega vaidsins undir forustu Brands ábóta, er þá fór með biskupsvald í Skálholtsbiskups dæmi í umboði Sigvarðs bisk- ups. Samningurinn sumarið 1253, að guðslög skildu ráða, þar sem þau greindi á við landslögin, er í fullu samræmi við það, sem var að gerast í framþróun kirkj unnar suður í heimi um þennan tíma. Gissur og Brandur voru hér greinilega í fararbroddi á Norðurlöndum í þessum efnum eins og íslenzkir ráðamenn höfðu verið áður t.d. með setn- ingu tíundarlaganna. Samning- urinn eða samþykktin er ekki varðveitt. Ég tel hiklaust, að kirkjuvaldsmenn hafi ekki tal- ið það heppilegt að yrði. End- ursögn hans er í Árna biskups sögu, og er ávallt vitnað til þess á líkan hátt og þar er gert. En hitt er mest til skila í sög- unni, að Gissur Þorvaldsson skynjaði þegar árið 1253, hvaða stefnubreytingar voru í vænd- um i afstöðu geistlega valdsins gagnvart því veraldlega. Kirkjan var í öruggri sókn gegn veraldlega valdinu. í skjóli þess urðu kirkjunnar menn í auknum mæli ráðendur jarðeigna og annars góss, er gaf mikinn arð og krafðist þekk ingar á veraldlegum lögum og margskonar samningagerð, þar sem beita varð slunginni kænsku og ráðsnilli. Geistlegir menn urðu því í auknum mæli að snúa sér að lögfræði og reyna að hafa áhrif á lagasetn ing og lagabreytingar, og reyna að fá anda kirkjulaganna til framkvæmda. Afleiðingin varð, að lagasmíð varð hlutskipti margra ráðamanna og valds- manna siðari hluta 13. aldar víða um Norðurheim. Gissur jarl var gagntekinn af þessum breytingum. Raunin er þar ó- lygnust í varðveizlu heimilda, þar sem er Gissurarsáttmáli. Næstu árin urðu mikil skil i stjórnháttum landsins og þjöð- lifinu. Deilurnar innan lands sjötnuðu og friður komst á, eftir að landið komst undir er- lent vald. Með stjórn Noregs- konungs á Islandi, hófst friðar öld i landi, er hafði i för með sér blómaskeið og velmegun. öryggi landsmanna óx, og at- vinnuvegirnir döfnuðu og urðu aftur blómlegir. f kjölfar þess sigldu svo aðrir atburðir, er skiptu mjög sköpum í sögu landsins, og fólu í sér miklar efnahagsbreytingar. Samþykkt in frá árinu 1253, varð til verndar fjárhag og fasteignum bænda og höfðingja. Þar birt- ist framsýni Gissurar Þorvalds sonar i fullu veldi hins íram- sýna forustumanns. 17. Árið 1269 varð Árni Þorláks son biskup í Skálholti. Hann var af göfugum ættum, þeim fremstu í landinu, þar á meðal Oddverjaætt. Hann var mennt- aður undir handarjaðri Brands ábóta Jónssonar í Þykkvabæ í Veri, og dvaldist með honum á Hólastað, meðan hann var bisk up þar. Ámi var ákveðinn kirkjuvaldsmaður og hóf brátt tilkall til kirkjustaða eftir að hann varð biskup. Hann mótað- ist mjög af stefnu Jóns rauða erkibiskups i Niðarósi, og er Kristinna laga þáttur Árna biskups sniðinn eftir hans fyrir mynd að því ráði, er honum varð framgengt. Árni Þorláksson er mikill tímamótamaður í islenzkri sögu, vilja- og stefnufastur. Hann tók þegar í upphafi ákveðna stefnu i samræmi við breyttar aðstæður í málefnum kirkjunn- ar, og þegar hefur verið greint frá. Hann hóf tilkall til staða, og notaði sér í upphafi breyt- ingarnar er orðnar voru í þjóð- lifinu við erlend yfirráð í land inu, og verðandi lagabreyting- ar af breyttu þjóðskipulagi. Forna skipulagið átti rík ítök í þjóðinni og var i sumum grein um fast í formi, sérstaklega á Suðurlandi, því þar var festa mest í félagsmálum á þjóðveld- isöld. Höfðingjaættir landsins, hin ar fornu, voru magnlitlar eftir hið mannfreka afhroð Sturl- ungaaldar, — og það sem verra var, sundurleitar og ósamþykk ar. Á hinu leitinu var skipulag kirkjunnar fullmótað og ákveð ið i ætlunum, fullkomlega and- stæða veraldlega valdsins. Sið- ferði höfðingja og fyrirmanna landsins, var langt af vegi kirkjunnar, þó það væri mun betra en áður. Kirkjuvaldsstefn unni var því flest i hag fyrstu Framhald á bls. 12 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. áigúst 1070

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.