Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1970, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1970, Blaðsíða 10
Nína Björk Árnadóttir BREF TIL HIMNARÍKIS Enn koma þessir dagar ég hugsa um þig og að þú skyldir deyja. Dimmblár himinn hvelfist yfir Stjörnubjart þorp við strönd í vestri gisti ég fjöllin í kringum það draga töfralínu þessar nætur þar fyrir ofan býrð þú í himnaríki. Allt gott sem ég á gafst þú mér þá lastu mér ljóðin Englana kyimtirðu mér ástin mín. Brimið syngur mér þessa daga í þorpi við strönd í vestri Grýlukerti og skaflar glitra ég hugsa bara um þig og að þú skyldir deyja. Ástin mín. Sjái ég að sumri þessa sigurglöðu liti þjóta um landið og geyma sig í gleði hjá dal hjá fjalli og hlíð og leikinn í fjörunni lifna á ný lyngið á heiðinni Allt svo himinlifandi Ég hugsa um þig Ástin mín. Þessi mynd er af niódeli, sem gert Iiel'iir verið samkvæmt teikningum arkitektanna Helga og Vil- lijálms Hjáimarssona. Módeiið sýnir minningarkapellu sr. Jóns Steingrímssonar á Kirkjubæj- arklaustri. Sr. Óskar J. í»orláksson Minningarkapella um sr. Jón Steingrímsson Á sumrin leggja margir leið sína austur í Skaftafellssýslu, enda er þar stórbrotin náttúru fegurð og fjölbreytni mikil í svip landsins. Þar eru og marg- ir merkilegir staðir úr sögu þjóðarinnar, sem vert er að skoða og kynnast. Meðal þess- ara staða er Kirkjubæjar- klaustur, sem á sina merkilegu sögu og minningar. Þar er talið, að kristnir menn hafi búið allt frá landnámsöld. Þar var nunnuklaustur sett árið 1186 og stóð allt til siðaskipta og þar mun kirkja hafa staðið frá önd verðu til ársins 1859, er hún var flutt að Prestsbakka. Á Kirkjubæjarklaustri hefur jafnan verið stórbýli, þar hafa setið héraðshöfðingjar og þar var sýslumannssetur um skeið. Á síðustu árum hefur byggð vaxið á Klaustri og er að myndast þar byggðakjarni, og miðstöð sveitanna miili sanda, þar er gistihús og verzlunar- staður. Tvö reisuleg nýbýli hafa verið reist i iandi Klaust- ursins. Þar er nú prestssetur og læknissetur. Heimavistar- skóli er í byggingu, sem einnig á að vera sumargistihús. Kirkju bæjarklaustur verður í framtíð- inni hinn ákjósanlegasti sumar- dvalarstaður ferðamanna, ekki sízt, þegar hringbraut er kom- in um landið. Á Kirkjubæjarklaustri er veiið að reisa litla minningar- kapellu um sr. Jón Steingríms- son, prófast, sem var prestur Síðumanna á árunum 1778—91 og hlotið hefur heiðursnafnið „eldklerkurinn“, en hann var leiðtogi og bjargvættur Skaft- fellinga á tímum Skaftáreld- anna (1783) og í Móðuharðind- unum. Séra Jón Steingrímsson er kunnur merkismaður úr ís- lenzkri sögu, en einkum er minning hans i heiðri höfð, með al Skaftfellinga, enda vann hann þar sitt merkilega ævi- starf. Hvað hefur verið gert til þess að halda á lofti minningu þessa merka manns? Fyrst má geta þess, að á leiði þeirra hjóna, sr. Jóns og Þórunnar, konu hans, var settur legsteinn, blágrýtisdrangur, að vísu ekki mjög stór, en með fallegum slétt um flötum. Á steininum er áletr un svohljóðandi: „Hér undir hvílir blundað hold, prófasts, þakið foldu, síra Jóns Steingrimssonar. Sendur boð herrans kenndi. Skafta- fellssýslu skartið skæra bar list og æru. Lifir hans minn- ing ljúfust, látinn, þó öldin gráti. Samhvílir maka sínum sóma vafin, með blóma, madame Þór- unn þýða, þæg dróttum, Hann- esdóttir. Sálirnar lifa í sælu, segja hjá Drotni eja, líkömum meður líka, ljómandi eftir dóm- inn. (Sjá ævisögu sr. J.St. útg. 1945. Helgafell, ártölum sleppt) Þá hefur ævisaga sr. Jóns, sem er hið merkasta rit, tvisvar verið gefin út i heilu lagi, fyrst af Sögufélaginu 1913—16, í út- gáfu sr. Jóns Þorkelssonar, þjóðskjalavarðar, og siðar 1945, að tilhlutan Skaftfellingafélags ins í Reykjavík, en um þá út- gáfu sá Dr. Guðbrandui' Jóns- son (Helgafell). Áður höfðu kaflar úr ævisögunni birzt í Þjóðólfi, Fjallkonunni og i Óðni. 1 útg. frá 1945 eru nokkr- ir fróðlegir viðaukar. Þá hefur verið birt rit hans um Síðu- eld í Safni til sögu Islands (IV.b.) Þá má hér nefna skáldsögu Jóns Trausta (Guðmundar Magnússonar): „Sögur frá Skaftáreldi," sem var mikið lesin og varpaði ljösi yfir þessa atburði. Sögur Jóns Trausta nutu mikilla vinsælda og njóta enn í dag, enda er hin vand- aða útgáfa af ritsafni hans mjög útbreidd. Það, sem hér hefur verið sagt, hefur miðað að þvi, að halda minningu sr. Jóns á lofti meðal allrar þjóðarinnar. Við 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. ágnist 1070

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.