Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1970, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1970, Blaðsíða 8
GRÍMSBÆJ ARÞÆTTIR Eftir Ásgeir Jakobsson Á FIMMTÁNDU HÆÐINNI Um allan heim reyna menn að leysa húsnæðisvandræði stór borganna með byggingu há- hýsa. Það þarf nú reyndar ekki stórborgir til, þvi að bæði Reykjavíkurborg og Grimsby hafa reist þvílíkar byggingar, þó að hér hafi aftur verið horf- ið frá þessari húsagerð. Grimsbæingar byggja ekki eins flott og við hér, það er að minnsta kosti miklu minna um harðviðinn í þessum háhýsa byggingum þeirra en hér ger- ist. Allt er þó þarna þokkalegt. Á efstu hæðinni, fimmtándu hæðinni, í Tennysons House býr öldruð íslenzk kona, ein sér, þekkir engan mann í þessu mörg hundruð manna húsi, en ornar sér við minningar um æskudaga heima á Islandi á löngum síðkvöldum og horfna glæsitíð, þegar hún bjó stórt með eiginmanni, sem þénaði mikið, og hélt sig alla tíð rík- mannlega. Guðný Valdimarsdóttir er fædd á Bíldudal 1899 og ólst þar upp. Hún giftist ung Guð- mundi Erlendssyni og átti með honum tvö börn, Kristínu, sem gift er stórkaupmanni í Gríms- by og Sverri, sem er skipstjóri. Guðný missti mann sinn frá börnum sínum ungum. Guð- mundur var formaður á véi- bátnum Heru frá Akranesi vet- urinn 1922 og reri hann frá Sandgerði. Hann fórst í mann- skaða útsunnanveðri ásamt mönnum sínum sex, þann 11. febrúar 1922. 1 sama veðri fórst vélbáturinn Njáll með 5 mönn- um. Ekkjunni varð nú þungur róðurinn, því að i þá daga þurftu einstæðar mæður að bjargast mest á eigin spýtur. Sumarið 1923 fór Guðný til Siglufjarðar og réðist þar á plan hjá Ásgeiri Péturssyni. Þetta sumar kynntist hún síð- ari manni sínum, Ágústi Ebe- nezarsyni, sem var á báti, sem lagði upp hjá Ásgeiri. Þau hjón fluttust út til Grímsby 1931 og segir Guðný að það hafi verið sér erfiður timi með- an hún var að koma sér þar fyrir og samlagast umhverf- inu. Hún talaði ekki orð í ensku og maður hennar var langdvölum burtu. I þá daga stönzuðu þeir bara 29 tíma í dokkinni.— Börn Guðnýjar og Ágústs eru Valdimar, sem er vélfræð- ingur búsettur í Grímsby, Rafn, er fisksölumaður og einn ig búsettur í Grímsby og kvænt ur íslenzkri konu ættaðri frá Bíldudal og Ágúst, sem er kaup maður í Welsh. öll eru börn Guðnýjar ein- staklega mannvænleg, enda er hún sjálf fríð kona og föngu- leg. Svana, kona Páls Aðalsteins- sonar er yngsta systir Guðnýj- ar og er kært með þeim systr- um. Þær eiga sameiginlegar minningar af æskuslóðunum heima á Bildudal. Þrátt fyrir þennan frænd- garð umhverfis sig, langar Guðnýju heim. Eftir hartnær fjörutíu ára búsetu ytra, talar hún íslenzku, eins og hún hafi aldrei farið að heiman og er alíslenzk i hugsunarhætti. Hennar síðustu orð við mig voru: — Ó, ísland er dásamlegt land. — Ráðstu ekki girugur til fæðunnar John Gott heitir einn enskur maður úti í Grímsbæ og sá tal- ar íslenzku sem einn innfædd- ur maður íslendingur. Hann er kvæntur islenzkri konu, Helgu að nafni, og er henni ættland sitt svo kært, að hún verð- ur sem ein valkyrja, ef á það er hallað orði. Ég hef enga trú á að nokkur reyni að hnjóða í þennan verkfallshólma nema einu sinni í hennar návist. Gotthjónin búa utan við bæinn við Bradley Rd. í fögru og frið- sælu umhverfi og snotru húsi. Þau eru höfðingjar heim að sækja, en sjaldan hef ég séð hann svartari en í þeirra góðu húsum og var það átakanlegt sjálfskaparviti. Ég átti að koma til þeirra hjóna um áttaleytið að kvöldi, og einhvern veginn situr það þversum í mínu höfði, að ekki sé um kvöldverð að ræða, og olli þeim misskilningi vafalaust matmálsvenjur að heiman og vanþekking á háttum Englend- inga. Jón Olgeirsson kom og sótti mig niður á sjómannaheim ilið danska, þar sem ég bjó. Þegar ég kem niður til að fara út í bílinn, sé ég að það er verið að framreiða kjötsúpu á heimilinu. Innyflin snerust við í mér af græðgi, og ég segi við Jón: — Þú mátt til með að bíða, meðan ég ét kjötsúpuna. Svo mikill var ákafi minn, að Jón kom engum vörnum við, og ég þaut inn í salinn og bað um kjöt súpu í einum grænum hvelli og fékk afgreiðslu strax. Þegar til kom var þetta nú ekki íslenzk kjötsúpa heldur dönsk flesk- súpa, en ágæt samt og ekki ósvipuð á bragðið og tók ég rösklega til matar míns, hugs- andi um leið: — Það er gott að vera vel saddur, ef maður skyldi smakka vin i kvöld. Útundan mér sá ég, að Jón horfði á aðfarir mínar með nokkrum áhyggjusvip, en Jón er maður einstaklega prúður og afskiptalítill um hagi annarra og hafðist hann ekki að fyrr en ég hlóð diskinn i annað skipti, að hann sagði: -— Heldurðu þú fáir ekki mat hjá Gotthjónunum? — Nei, nei, segi ég með full- an munninn, það kemur ekki til — og held áfram að moða. Loks kemur að því, að ég er orðinn pakksaddur, styn af vel líðan og er nú tilbúinn að fara. — Það má mikið vera, segir þá Jón, ef þú átt ekki eftir að súpa seyðið af þessu áti. Ég þekki þá illa frú Helgu. — Nú er hægt að gera langa sögu stutta, að heima hjá þeim Gotthjónunum er ég settur ásamt fleira fólki að veizlu- borði — það var fjórréttað og hver rétturinn öðrum ljúffeng- ari. Sjaldan hef ég skammazt mín meira á ævinni en þegar mér var borin gómsæt ensk eplakaka og ég nartaði í hana, eins og þetta væri argasta óæti. Ég var sem sé að niður- lotum kominn. Það er gott í mannraunum að vera vel að sér í fornsögunum og minnast hreystiorða feðranna. Eða svo taldi Akureyringurinn, þegar hann stóð upp á mannfundi, mikill og festulegur og mælti þungum rómi þessi hughreyst- andi oi’ð til samboi’gara sinna, veikgeðja og kjarklítilla: — Ekki skal gráta Björn bónda, meðan báðir fætur eru jafn langir. í huganum fór ég yfir hvílík hvatningarorð og i’ifjaði upp mannraunir, sem forfeður mínir höfðu lent í, svo og ég sjálfur til sjós og lands, og aldrei mætti ég láta þá skömm henda mig í útlandinu að hníga niður undir matborði eða ganga frá mat mínum leyfð- um. Þungur á brúnina, fölur á svip, en augnaráðið þrungið viljakrafti og hörku lauk ég máltíðinni. Svo var ég miður mín um kvöldið, að ég hafði ekki lyst á viskii — „og hafði það aldrei hent hann fyrr né síðar.“ — John Gott er kaupsýslumað- ur og rekur allmikil viðskipti við Islendinga en einnig við Norðmenn og kannski fleiri þjóðir. Hann hefur þvi ýmis- legt til málanna að leggja í þeim málaflokki, sem varðar okkur svo miklu að vel takist til um — útflutningsmálun- um. — Mr. Gott sagði það var- hugavert að við íslendingar bindum okkur jafnmikið og við gerum við einn aðila í sölu á afurðum okkar. Nú væri það að visu svo stundum, að ekki væri um annað að ræða, þegar kaupandinn væri svo stór og allsráðandi, að samkeppni við hann kæmi ekki til greina, en oft gætum við áreiðanlega örv- að söluna á afurðum okkar ýms um með meiri samkeppni. Hann taldi einnig að við þyi’ftum að vera snarari í snún ingum en við værum yfirleitt. Að vísu sagði hann, að það væri skiljanlegt að fjai’lægðin frá mörkuðunum hamlaði því nokkuð að við gætum brugðið eins fljótt við í sölumálunum og til dæmis Danir, en með auknum Evrópumarkaði yrðum við að gera sölukei’fi okkar fljótvii’kara og bregða hi’aðar við en nú. Mr. Gott taldi að við ættum mikla möguleika í framleiðslu og sölu niðursuðuvara, en gerði sér Ijós vandkvæðin, sem við ættum þar við að striða. Framleiðendur í sam- keppnislöndum okkar, sagði John Gott, væru þrautþjálfað- ir í viðskiptum og hefðu í sinni þjónustu þjálíað starfslið, sem talaði mörg tungumál, og þess- ir aðilar væru fljótir að grípa bitann, ef hann byðist. Mikil skriffinnska og langar vanga- veltur gætu reynzt dýi’ar. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. ágúst 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.