Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1970, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1970, Blaðsíða 12
Skólamótið Framhald af bls. 2 — Ert þú þá á móti einkunnagjöf ? — Einkunnir eru einingar á mismunandi mælikvörðum, þær eru búnar til að verulegu leyti á bak við nemandann og gagn þeirra mjög takmarkað. Sjálfs- mat er nemanda nauðsyn, en slíkt persónulegt mat á öðrum er ósiðlegt og enginn hefur í rauninni leyfi til að gera það. — Urðu umræður um þetta á þinginu? — Það urðu ekki miklar um- ræður um það fremur en ann- að. — En þú álitur sem sagt, að þarna sé vandamál á ferðinni? — Enginn vafi á því. Við mis þyrmum þeim, sem illa gengur. Einkunnagjöfin kveikir metnað hjá þeim, sem bezt gengur, en hún drepur hann fremur en hitt hjá flestum, sem eru undir með allagi. Og það er enginn smá- hópur: Eftir normaldreifingu á einkunnagjöf er helmingur nem enda undir meðallagi. Auk þess er eitt, sem ég vildi leggja sér- staka áherzlu á: Greindarhug- takið hefur verið túlkað of þröngt. Mörgum öðrum þáttum vitundar hefur verið of lítill gaumur gefinn, t.d. hinum list- ræna þætti persónuleikans og skynjunamautninni. Enginn skilji orð mín svo, að ég sé að boða aðhaldsleysi og, að hver ráði sinum gerðum fullkomlega sjálfur. Eins og alltaf áður, þarf aga og reglusemi í skól- um. Án vinnu; enginn námsár- angur. En samkvæmt hinum nýju hugmyndum biðjum við ekki um einstakling, sem hugsar fyrst og fremst i orsakasam- hengi samkvæmt þekkingar- fræðilíkani Aristótelesar og Galileos heldur einstakling, sem upplifir sjálfan sig og um- hverfið á miklu ríkulegri hátt. 1 stað þess að byggja nám og skólastarf upp á grundvallar- viðhorfi um greindarskort, vil ég hugsa mér skólastarf og nám, sem gengur út frá gnægð, fjölbreytni og auðlegð mann- legra hæfileika og vitundarlífs. Smásaga Framhald af bls. 3 jörðina, ilmur gróðursins berst inn um gluggann til hins unga manns, þar sem hann situr í sínum hugleiðingum um lífið og sumarið, um þroskann og blómann í öllum sinum marg- breyttu blæbrigðum. Hann heyrir söngva sumarsins, hjal kátra fjallalækja og nið hinna breiðu fljóta og milt skrjáfur I þroskamiklum blöðum trjáa og fuglasöng ómandi um feg- urð lífsins og allt er gott og allt er fagurt, testamenti gró- andans. Fá litbrigði, fáar kenndir Útgefandi: Hií. Árvakur, Reykjavik, Framkv.stj.: Haraldur Sveinsson. Bítstjórar: Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsi.on. Ritstj.fltr.: Gísli SigurCcsón. Auglýslrgar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Simi 10100. náttúrunnar fara fram hjá hon um, hvort sem hann er úti eða inni. Ég hef ekki viljað fylgja unga manninum of langt frá íveruherbergi hans, vegna þess að æska hans er svo huglæg, aS það skiptir minnstu máli hvað mikið hann sér og sá, heyrði og fann, heldur hitt að hann lifði í draumi þess sem var innra með honum, með speglun frá því ytra, en dýpstu næringarrætumar voru í því huglæga og háboma, þessu ginnungagapi ómótaðra lista- verka og skjótra hughrifa. Þá getum við séð allan fagurblóma sumarsins blika í augum hans í vorbláma himinsins, séð skáld- sýnir hans speglast í hinum tæru, hreinu, heiðu vötnum sál- ar hans, þannig lifir þessi ungi maður mikla sælu, hann er skáld lífsins og list þess er líf hans. Hugsanir hans eru eins og eldrauðar draumsóleyjar, sem vaxa í frjórri moldinni og blóðgast í ástriðum lífsins og fölna fyrir örlagadómum. Það er komið haust, á morgn um er jörð skreytt fíngerðum viravirkisþráðum hélu og blóm in eru með frosið bros í blæð- andi litfegurð sinni, undir blik andi, fölgullnum trjákrónum. Ungi maðurinn er ef til vill enn I herbergi sinu að dreyma og lesa um lífið, eða kannske farinn burt eitthvað út i fjarlæg lönd að sjá drauma sina uppfyllast eða bíða skip- brot við ókunna strönd. Ef til vill er hann farinn eitthvað út í hringiðu lífsins, hættur að gefa bláma himinsins, fegurð blómanna og dýrð fjallanna gaum. Hann sér þetta máske ekki framar, æskan er dáin í hjarta hans eins og fagurt blóm að hausti, hriðarveður hamast um og kannske er hann að berjast um gullið eins og flestir hinna og i þeirri bar- áttu tapa allir draumblómum æsku sinnar. Jón Gíslason Framhald af bls. 4 tvo áratugina, eftir fall þjóð- veldisins, og forustumenn þess gerðu sér fulla grein fyrir því að stórbreytingar voru á næsta leiti á heildarlögum landsins. Árni biskup var sannur stjórnmálamaður, kænn og fylg inn sér. Hann var vel vitandi, hvar hann átti að bera niður til fyrstu fanga í staðamálum. Hann sneri sér fyrst að hinum efnaminni stöðunum, þar var tekjuvon minnst, -— og jafnvel voru sumir þeirra byrði á eig- endum sínum. Það var því mörg um atvikum auðvelt að ná þeim í umsjá kirkjunnar. En fleira varð honum einnig i vil. Tíund- arlög landsins voru ekki í sam- ræmi við alþjóðlegan kirkju- rétt, þó það væri biskupi ekki að öllu leyti andstætt né á móti skapi. En hinsvegar var fram- kvæmd tíundarlaganna þannig í vissum atriðum að hún var fullkomlega ólögleg. Ríkasti kirkjustaður landsins var i bisk upsdæmi hans og var einmitt seldur þeirri sök, er þyngst var og af fullum biturleik hinna mestu brota, svo ekkert gat þar fríað, yrði málið sótt til saka af festu og athygli. 18. Árið 1270 gekk dómur um eignarrétt Odda á Rangár- völlum, og var staðurinn dæmd ur af sonum Steinvarar og Hálf dáns á Keldum, Sighvati, Lofti og Sturlu, þó ekki endanlega. Eríð staðarins hafði rofnað, þar sem hann hafði hvortveggja gengið kaupum og erfð orðið í móðurkné. Auk þess átti kirkj- an fleiri sakir á hendur Odda- verjum, umráðendum staðarins. En þar var um að ræða tíund- arbrot. Eins og áður var sagt fékk Páll Jónsson biskup 60 hundruð í vöru hjá Sæmundi bróður sin um í Odda, er hann fór til biskupsvígslu, og skyldi Sæm- undur taka biskupstíundir af ákveðnum bæjum í grennd Odda í leigu árlega, unz varan væri greidd. En Sæmundur hélt tíundunum eftir fráfall Páls biskups og Oddverjar uppfrá því, án þess að nokkur reka- gátt yrði út af því gerð. Hér var um algjörlega ólöglegt at- hæfi að ræða samkvæmt kirkju lögum og sennilega líka eftir landslögum, voru þetta því ærn ar sakir og illar, og notfærði Ámi biskup sér þær út í æsar, en þó ekki eins hart eins og hann hefði getað, en rök eru fyrir þvi að svo varð, eins og síðar verður á minnzt. Sighvat- ur og bræður hans sýndu mikil hyggindi í málaferlum sínum við kirkjuvaldið, og rösuðu hvergi um ráð fram. Sighvati svipar í þessum málum mjög til forfeðra sinna, Oddverja. Áma b iskupi var auðvitað vandi á höndum, þegar hann fékk umráðarétt Oddastaðar, og ekki sízt þar sem eignaréttur- inn var ekki fullkomlega ótví- ræður. Hann varð að fá færan og hæfan mann til að ganga frá viðtöku staðarins, gera úttekt löglega og helda, svo að óyggj- andi yrði. Þetta hlaut að verða vandasamt verk, svo góð skil kæmu fram á öllu, og ekki sízt vegna þess, að úttektin var tví þætt, þar sem annars vegar voru eignir kirkjunnar, en hins vegar tíundir ógreiddar um fjölda ára. En mestur var þó vandinn að koma málum svo fyrir að meiða sem minnst minn ingu hinna fyrri umráðenda og eigenda staðarins, frænda Skálholtsbiskups, Áma Þor- lákssonar. Af öllum ráðum kjörnum í vild og að vilja, var ekki um marga menn að ræða, er þenn- an vanda gætu leyst af hendi. Hann hlaut og varð að njóta trausts beggja málsaðila, Skál- holtsbiskups og Steinvararsona. En Ámi biskup átti trausta og góða vini frá æsku á Síðunni. Þar var rangæskur maður af ætt Oddverja, er var mikill vin ur hans. Hann var vel mennt- aður og þaulkunnugur ýmsum fræðum alþjóðlegu kirkjunnar og þar af leiðandi alþjóðlegum kirkjurétti. Hann var manna bezt að sér I kirkjulegum bók- menntum, svo fá dæmi eru til jafns í sögu landsins. Hann var tengdur menntasetrinu mikla í Þykkvabæ í Veri, og sat annað mesta menntasetur Skaftafells- þings, Kirkjubæ á Síðu. Grímur Hólmsteinsson var frá Holti undir Eyjafjöllum, og eru líkur til að forfeður hans hafi búið þar allt frá landnáms öld. Móðir hans var, Guðrún Ormsdóttir Breiðdælings á Breiðabólsstað í Fljótshlíð, Jónssonar í Odda á Rangárvöll um, Loftssonar. Faðir hans var, Hólmsteinn í Holti undir Eyja- f jöllum, Grímssonar sama stað, Jónssonar prests sama stað, Þor geirssonar. Forfaðir Grims prests Hólmsteinssonar er Þor- geir skorargeir, er frægur er af á sérkennilegan og óvenju- legan hátt. Grímur prestur var þekktur rithöfundur, og er til eftir hann með öruggri vissu Jóns saga baptista, eina postula sagan, sem samin er á Islandi. Sagan er sérstaklega stílfögur og vel gerð að öllu leyti. Mái hennar er hreint og fagurt og frásögn öll fullkomin, orðgnótt mikil og mælska, en þó án yfir þyrmanlegrar orðkynngi. Grímur prestur Hólmsteins- son var mikiil vinur Runólfs Sigmundssonar ábóta í Þykkva bæ í Veri, er var einn mesti kirkjuhöfðingi landsins á síðari hluta 13. aldar, og varabiskup í Skálholti á síðustu árum Árna biskups Þorlákssonar. Rótgróin og föst vinátta virðist hafa ver ið með þeim Árna biskupi og Grími Hólmsteinssyni. Dvaldist Árni með Grími í Kirkjubæ, eftir að hann kom frá námi. Lík legt er, að Grímur hafi þegar farið til þjónustu við biskup, eftir að hann tók við Skálholts stað, en það atriði skiptir máli síðar, og bíður því að ræða það að sinni. 20. Grimur prestur Hólmsteins- son tók að sér mikið vandasamt og erfitt verk, þar sem var út- tekt ríkasta staðar landsins, mestu fasteignar er þá var á einni hendi á Islandi, ásamt arð mestu hlunnindum til auðs i landinu. Skilyrði hins kjörna valds voru háð tvennskonar mörkum til framkvæmda úttekt innar. Fyrst og fremst varð að gæta hagsmuna Skálholts- kirkju eða stóls, og hinsvegar réttar hinnar almennu kirkju. En jafnhliða þessu varð að sjá hag Steinvararsona borgið, að svo miklu leyti, sem það yrði ekki andstætt hagsmunum og ætlun kirkjuvaldsstefnunnar að mati hins skörulega Skálholts- biskups, Áma Þorlákssonar. Sérstaklega átti þetta við um tvíeggjaða afstöðu til hagsmuna Sighvatar Hálfdánarsonar. Birtasta vopn Árna biskups og kirkjuvaldsmanna gegn Sig- hvati og bróður hans varð síð- ar meðferð biskupstíundanna, er fyrr var getið. En Árni bisk up hefur beitt þessu vopni af hyggni og gætni eins og honum var lagið, meðan hann vissi sig öruggan sigurvegara. Jafnhliða þessu var hin ólöglega tiund, er var í framkvæmd i landinu. Sennilegt er, að í upphafi hafi Ámi biskup verið á móti henni, en málin snerust svo i tímans rás, að tíundarlögin ókirkju- legu urðu honum til stuðnings, og var hann þá fljótur að skipta um skoðun. Sama er að segja um ógreiddu biskupstíund ina I Odda. Þegar hann var bú- inn að ná fullkomnum sigri yfir Oddastað síðar, gaf hann hana eftir að fullu og öllu. Sjáanlegt er, að hann hefur gert það til þess að forða erlendu valdi frá afskiptum af tíundamálum Is- lendinga. Löngu fyrir daga Gríms prests Hólmgeirssonar og Áma biskups, var mótuð í landinu að ferð við gerð máldaga kirkj- unnar við venjulega kirkju- bændur. Máldagagerð er þekkt í varðveizlu heimilda frá fyrra hluta 12. aldar hér á landi. En hér var meira í húfi, en venju- leg máldagagerð og úttekt. Kirkjumáldagar eru yfirleitt stuttir og án allra málaleng- inga, einfaldir að gerð og máli. Þeir voru ritaðir á skinn, eins og þeir elztu sanna, er varð- veitzt hafa. En hér þurfti meira. Máldaginn frá Odda er langur, nálcvæmur og greina- góður, fullkomin úttekt á stóru og smáu, er varðaði umrædd efni til gerðar og festu. Máldag inn er ritaður af fuUu öryggi fyrir öUu er máli skiptir af kunnáttu og nákvæmni, er mið aldamönnum lærðum var svo töm. Grimur prestur Hólmsteins- son stóð hér frammi fyrir þeirri auðsýnilegu staðreynd, að þuría að kanna, sanna og rökstyðja hvaðeina af fullri þekkingu, því svo gat farið, að allt yrði véfengt síðar af slungnum og reyndum málafylgjumönnum. Hvert og eitt atriði varð að kanna til hlítar, gera fulla grein fyrir öllu, þó minnst af því sögulega kæmi fram í hinu mikla verki, máldaganum, varð það varðveitt á annan hátt. Þessi merki gjörningur er ör- ugglega úttekt Gríms prests Hólmsteinssonar af Oddastað í umboði Árna biskups Þorláks- sonar í sambandi við fyrrgreind an dóm um Odda á Rangárvöll- um, og hlotið hefur nafnið mál- dagi Oddastaðar frá því um 1270. 1 raun og framkvæmd var miðaldakirkjan vel skipulögð stofnun, er krafðist reglusemi og festu í hvíeina af þjónum sínum. Fyrst og fremst átti þetta við, þegar mikill fengur var í húfi, er standa átti eilíf- lega undir kostnaði og festu kirkjumála. Skrásetning kirkju eigna varð að vera bundin rök um, óyggjandi og rökstuddum af vitnum, þegar skjalfesta fór fram. Það þurfti helzt að skil- greina, hvemig eignirnar voru undirkomnar, eins og margir máldagar hér á landi sanna. Þetta var mikil vinna, er krafðist glöggra raka að taka á skrá allar eignir Oddastaðar. En það sem mest var og skiptir máli hér, var það, að við þessa skrásetningu og könnun, rifjað ist upp saga og atburðir liðinna alda í Rangárþingi, svo að skrá setjarinn hlaut að verða óvenju lega vel að sér um sögu héraðs ins, og ekki sízt, þegar hann var sögumaður glöggur og vel ritfær. Saga héraðsins varð hon um því sem opin bók, eftir hina miklu eignakönnun Oddastað- ar, er hann gerði af fullum sann, eins og raunin ber vitni. Eins og ég hef þegar gefið í skyn, tel ég að Grímur prest- ur Hólmsteinsson sé höfundur máldagans fræga frá Odda, sem tímasettur er um 1270, og hann sé úttekt Oddastaðar, þegar Ámi biskup tók við honum um það leyti. Við þessa skráningu varð Grímur prestur betur að sér, en nokkur annar um sögu Rangárþings og hinar miklu og kviku arfsagnir, er þar voru í sögnum kynslóðanna. En Grím ur prestur var rithöfundur reyndur og stílhagur. hann skóp úr þessum sögnum og sagnabrot um arfsagna listaverk, er mót- að var af tvenns konar rótum, annars vegar kirkjulegum, en hins vegar af sagnalist verald- lega mennta í þjóðiegum stíl. í næstu greinum mun ég færa skýrari rök fyrir þessari skoð- un minni. Framhald. 12 LESBÓK MORG UNBLAÐSINS 30. ágiúst 1870

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.