Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1970, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1970, Blaðsíða 6
Hitler sagður stíga í vænginn við frú von Seydlitz, í annað skiptið var það Viktoria von Dirksen og Carola Hoffman. Jenny Haug, systir bílstjóra hans, ekkja Trosts prófessors, Maria Reiter og balletdansmærin Inge Ley nutu allar athygli hans. Hann hafði gelgjulegt dálæti á kvikmyndaleikkonum og sá myndir Gretu Garbo hvað eftir annað. Hann skrifaði aðdáun- arbréf til kvikmyndastjarna og sendi þeim blóm. Fyrsta bréf hans til hinnar ljóshærðu Margaret Slezak hófst á þess- um orðum: „Þér afsakið þótt ég, sem er yður óþekktur . . Síðar sáust þau oft saman á bökkum Tegernsee. Hann lét í ljós aðdáun sína á hinni fögru Olgu Tékovu, frænku Tékovs og hyllti fegurðardísina Lil Dagover; hann naut félagsskap ar þeirra Polu Negri, Jenny Jugo, Birgitte Helm, Hilde Krahl; hann átti varanlegt vin- áttusamband við Leni Riefen- stahl. Listinn er óendanlegur. Enda þótt samböndin væru mörg átti Hitler aðeins tviveg- is í alvarlegum ástarævintýrum — annað var með Geli Raubal, sem var dóttir hálfsystur hans, Angelu; hitt með Evu Braun, sem var hjá honum til dauða- dags og varð eiginkona hans áður en þau frömdu sjálfsmorð saman. Geli var fjörug, dökk- hærð og þybbin — Eva var daufgerð, grannvaxin og ljós- hærð. Geli var ör, greind, dað- urgjörn; Eva var fámál, hlé- dræg og fremur treggáfuð. Hitler gat ekki beygt Geli und ir vilja sinn; Eva var ambátt hans í einu og öllu. Hann dró enga dul á ástriðu fulla ást sína á Geli. Hún bjó hjá honum í rúmgóðri ibúð við Prinzregenten Platz og þau voru saman öllum stundum. Síðdegis sá ég þau oft í Carlton testofunni; á kvöldin snæddu þau saman á Osteria Bavaria. Væri óperettusýning í borg- inni fóru þau að sjá hana. Hitl- er þjáðist af svefnleysi og myrkfælni og vakti því fram- eftir nóttum. Geli var espandi. Henni þótti gaman að dansa og henni þótti gaman að karlmönnum. Miin- chen var glaðvær borg og laus við kynferðislegar hömlur, einkum á kjötkveðjuhátíðun- um. Karimenn og konur skiptu oft um félaga og Geli var eng- in undantekning. Hún var hreykin af athygli frænda síns og þóttl mlklð tn hennar koma; henni var ánægja að þvi að viðhalda hrifningu hans. Það aftraði henni þó ekki frá að fara út með öðrum. Allir vissu um samband hennar við Emil Maurice, vin Hitlers og öku- mann. Maurice gortaði af því en það fékk engin hörmuleg eftirköst. Hitler varð afbrýði- samur en hann tók vægt á þess um víxlsporum hennar. Ástar- ævintýri þeirra fékk nokkuj ofsalegan endi — eftir rifrildi við hann skaut hún sig. Ástæð- an fyrir sjálfsmorði hennar var aldrei upp gefin. Þeir, sem ef til vill vissu eitthvað um hana voru myrtir síðar. Altalað var að hún hefði viljað fara til Vínarborgar og læra að syngja en Hitler ekki viljað heyra það nefnt. Geli á þá að hafa skotið sig í örvæntingu og leiða yfir því að vera handbendi hans. Að líkindum hafa fleiri ástæður legið að dauða hennar. Sumir kunnugir voru á þeirri skoðun að hann væri í tengsl- um við ófullnægjandi kynferð- issamband þeirra. Miinchen var lítil borg — fólk þekktist og sögur gengu manna á milli. Hitler átti vingott við margar konur og þær lögðu sitt til mál- anna. Orðrómurinn var á þá leið að hann væri „einskisnýt- ur i rúminu" — hann væri of æstur, of ákafur, funi hans var um garð genginn áður en mót- leikararnir gátu byrjað. Við ófarirnar kom grimmdin upp í honum. Hann vildi refsa kon- unum. Stúlka nokkur, sem eitt sinn átti skammvinnt ástasam- band við hann, sagði mér að hún væri þess fullviss að hann hataði konur. Þetta kann að vera rétt. Honum leið betur i karlmannlegum félagsskap. Hann var of teprulegur og for- dómafullur til að hneigjast op- inberlega að kynvillu en lét sér nægja að gleypa með augunum vöðvastælta líkama íþrótta- manna og aðskornar buxur SA manna sinna. Geli var ekki sú eina, sem reyndl að flnna örlausn I dauð- anum. Suzi Liptauer, sem var önnur ástkona hans, hengdi sig árið 1921. Eva Braun reyndi að fyrirfara sér árið 1932, aðeins ári eftir sjálfsmorð Geli. Unity Valkyrie Mitford, dóttir Redes- dale lávarðar, hleypti af tveim ur skotum í höfuð sér daginn sem styrjöldin hófst árið 1939. Þessi sjálfsmorð og sjálfsmorðs tilraunir hafa ef til vill staðið í einhverju sambandi við kvalalosta Hitlers. Samskipti hans og Evu Braun minntu á grimmlyndan herra og ambátt hans. Hún varð að gera það sem hann sagði henni. Hann kallaði hana „heimska belju“; hún kallaði hann „Herrchen". Er Göbbels sagði í ræðu, að Hitler helgaði sig föð- urlandinu algerlega og ætti ekkert einkalíf, varð Evu Braun beizklega að orði: „Ég er Fráulein Keinprivatleben." En síðustu árin fann hann kyn ferðislega ró í auðsveipni henn ar og í tilbreytingaleysi hins borgaralega heimilishalds. Ég sá hann síðast i Berlín 30. janúar árið 1933. Rétt áður en ég fór úr skrifstofu minni til hádegisverðar, barst fregn um að Hindenburg myndi ekki útnefna Hitler. En er ég var hálfnaður með máltíðina, kom blaðasöludrengur með aukaút- gáfu. Risafyrirsagnir tilkynntu að Hitler væri hinn nýi kanslari. Ég hraðaði mér til Wilhelmstrasse. í Kanslarahöll inni höfðu ljósmyndararnir þeg ar komið sér fyrir til að ná myndum sínum af hinu nýja ríkisráði. Hitler kom út úr fundarherberginu. 1 skjálfandi höndum hélt hann á einhverj- um skjölum, tilraun hans til að brosa varð að grettu. Hann virt ist fara hjá sér og líða illa. Er hann kom auga á mig meðal blaðamannanna, brosti hann til gerðarlega eins og hann vildi segja: „Þarna sérðu, mér tókst það.“ Já, honum tókst það víst — og ég bið þess að við eigum aldrei eftir að sjá hans líka aftur. Áherzla var lögð á að mynda Hitler, þegar liann lét vel að börnum. Hér er hann með börnum AI- freds Speers, en Eva Braun er að taka mynd. Eru efnahags- sjónarmið Framhald af bls. 1 nýju, öðru vísi, frumlegu. Ef þetta er rétt, ef unga fólkinu leiðist, þá held ég, að skólarnir ættu ekki að bregðast við þess- um leiða með því að skemmta nemendum sínum meira en orð- ið er. Þeir ættu heldur að reyna að opna augu ungs fólks fjurir þeim sannindum, sem fólg- in eru í „öfugmæli" Halldórs Laxness í nýjustu skáldsögu hans, að „leiðinlegt er ekki neitt nema skemmta sér.“ Þá kem ég að siðara atriðinu, sem mig langar til að nefna. Öll vitum við, hversu efnahagssam- vinna Norðurlanda hefur auk- izt á síðari árum. Nú eru Norð- urlöndin öll aðilar að EFTA. Óvissa ríkir að vísu um það, hvað verður um hugmyndina um Nordek og hvort og þá með hvaða hætti Norðurlönd tengj- ast Efnahagsbandalaginu. En eitt er víst: Með einhverjum hætti mun efnahagssamvinna okkar aukast í framtíðinni. Ein mitt af þeim sökum og einmitt hér langar mig til að leggja áherzlu á, að samhliða aukinni efnahagssamvinnu verður auk- in menningarsamvinna að eiga sér stað. Þess vegna er ánægju legt, að Norðurlandaráð skuli hafa látið aukna menningarsam vinnu Norðurlanda til sín taka og sé í alvöru farið að ræða um Nordkult. Við, sem hér er- um, ættum að styðja þessa hug- mynd af öllu afli. Aukin menningarsamvinna Norðurlanda þarf ekki að verða til þess að eyða því, sem ólíkt er með þjóðum okkar og menningu þeirra, nema siður sé. Og hún mun efla allt aþð, sem er okkur sameiginlegt. En sannleikurinn er sá, að hinar miklu efnahagsframfarir nútím ans og aukin alþjóðasamvinna í efnahagsmálum færa okkur vanda á hendur, sem er bæði mikill og torleystur. Þennan vanda finnst mér stórþjóðirnar ekki hafa gert sér nðgu ljósan — og jafnvel ekki smáþjóðirn- ar, sem eiga þó meira i húfi. Öllum er ljós sú þýðing, sem menntun og skólar hafa fyrir framfarir í efnahagslífi og at- vinnulifi. Eins og ég gat um áð- an, er hún mörgum jafnvel of Ijós. Nú þarf iðnaðurinn sér- hæft vinnuafl á óteljandi svið- um í stað ómenntaðs verkafólks áður. Og það er hlutverk skól- anna, æðri sem lægri, að sjá honum fyrir því. En þar með skapast hætta á, að skól- arnir lendi í þjónustu iðnaðar og efnahagsframfara. Menntun er ekki aðeins tæki til að komast áfram i lífinu og öðlast hærri tekjur. Hún er takmark í sjálfri sér. En sá ótti er ekki ástæðulaus á síðustu tímum, að efnahagssjónarmið séu farin að setja óþarflega mikinn svip á skólastarfið, einkum i háskólunum. Og þetta ber okkur að varast. Við verð- um að varðveita skólamenntun sem menningarþátt. Hin öra iðnþróun nútímans og aukin alþjóðaviðskipti vinna að ýmsu leyti gegn þeirri þörf manna fyrir fegurð, sem eitt höfuðhlutverk menningar- innar er að fullnægja. Iðnaður og viðskipti spyrja um það eitt, hvað sé ódýrast og hagkvæm- ast. Það er ódýrast að leggja beinan veg, en hann spillir þá ef til vill fögru landslagi. Hag- kvæmasta staðsetning fyrirtæk is kann að hafa mengun lofts eða vatns í för með sér og gera áður yndislegt umhveríi óbyggi legt. Að vísu eru menn nú að vakna til vitundar um mengun- arvandamálið og freista lausn- ar á því. En sú lausn, ef hún finnst, er aðeins eitt fyrsta skrefið á langri leið. Ætli það hafi ekki farið fram hjá mörg- um, sem einn kunnasti hagfræð ingur samtimans hefur bent á, að í raun og veru hefur ekki verið byggð fögur borg í heim- inum síðan fyrir iðnbyltingu? Flest það, sem menn ferðast land úr landi til að skoða, er aldagamalt. Þannig bendir ýmislegt til, að í iðnaðarþjóðfélagi nútím- ans sé að skapast andstæða milli hagsældar og menningar, framfara og fegurðar. Slikt má ekki verða. Auðvitað eigum við ekki að sætta okkur við að vera fátækir fagurkerar. En skynsamlegt meðalhóf verður að finnast. Hér er um svo viðamikið vandamál að ræða, að líklega leysir engin þjóð það út af fyr- ir sig, hvorki stór né smá, frem ur en þær leysa efnahagsvanda málin hver fyrir sig. En gæti ekki menningarsamvinna þjóða sett sér það markmið að stuðla að lausn þessa vanda? Gæti hún ekki stuðlað að varðveizlu skólanna sem menningarstofn- ana? Gæti hún ekki stuðlað að því, að fegurðin gleymdist ekki í framfaraviðleitninni ? Ef menningarsamvinnu Norð urlanda tækist að stuðla að þessu, yrði það ekki einungis okkur Norðurlandabúum til gagns. Norðurlönd kynnu þá að geta orðið heiminum ný fyr- irmynd, eins og þau hafa þegar verið með þvi að koma á fót þjóðfélagi, þar sem frelsi og fé- lagslegt öryggi haldast í hend- ur og mannréttindi og mann- helgi skipa öndvegi. Hér finnst mér vera mik- ið verkefni einmitt fyrir skóla- menn. Þess vegna nefni ég þetta hér. Og síðustu orð mín skulu vera ósk um, að norræn- ir skóiamenn verði í forystu í baráttunni fyrir aukinni menn- ingarsamvinnu þjóðanna á Norðurlöndum, ekki aðeins okkar sjálfra vegna, heldur allra þjóða. 6 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 30. ágúst 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.