Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1969, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1969, Blaðsíða 15
HEIÐIN Framh. af bls. 2 áranina í landinu lorðum daga nú loks vera að færast til hlít- ar yfir á fólkið. Þetta var að verða ruslaraiýður. Mér þykir illt að gerast hrakspár, dótíir sæl, en þú mátt trúa mér til þesa, að bið, sem eftir hjarið, þegar við, gamla fólkið, hverfum undir torfu, eigið eftir að súpa seyð- ið af þeirri óprúttm í öllum hlutum, sem nú er uppi á ten- ingnum! Menn stóðust ekki eld raunirnar. — Menn guggnuðu . .. Fyrst sviku menn sjálfa sig, síðan landið, síðast samvizkuna. Líttu í kringum þig! Ættjarð- arást? — Berðu ekki það, sem svo er kallað, á borð fyrir mig . . . Þetta er væl fálkans yfir rjúpunni: kvæði, kórsöngur — orðagjálfur. Fregnin um eymdarástand Búanna þóttu Bjargföstu ótrú- legar og allt eð því óskiljan- legar. Gat þetta verið satt? Sárast fannst henni að hugsa til þess, að þarna voru það ekki lengur menn, er börðust við blind náttúruöfi, sem voru ofur- liði bornir. Þarna var það fræg þjóð, sem gekk um byggðir annarrar minni máttar þjóðar brennandi og brælandi, rupl- andi og rænandi, evðandi og. deyðandi. Hún talaði helzt ekki um þessi mál við aðra en Odd bónda sinn einan og í trúnaði. Hlýtur ekki jörðin að vera baneitruð, þar sem annað eins athæfi á sér stað? — Sjálfur jarðvegurinn, á ég við? ... Finnst þér ég vera ósköp ein- föld að hugsa þannig? ... Æ, Oddur — ég skal segja þér. Stundum hef ég á tilfinning- unni, að jafnvel grasið á tún- unum og engjunum hérna heima hjá okkur sé ekki alveg sama hreina grasið og áður! . .. Hún táraðist yfir þessu. Odd ur sagði: Elskan mín — og þótti nóg um, en lét á engu bera. Þegar hún hafði þerrað sér um augun, sagði hún: Ég er svo hrædd um, að þetta breiðist út um allan hnöttinn, að eitthvað illt komi fyrir hér heima líka, að eitthvað voða- legt bíði allra manna í neim- inum . .. Finnst þér ég ósköp heimsk? ... En því ættum við að sleppa? Og guð horfir á þetta og gerir ekki að. Skilur þú, hvernig það má vera? Stundum finnst mér, að ég skilji það, en ég get ekki komið orð- um að því. Ég hef verið að hugsa um það nú lengi, hvort ég ætti að trúa þér fyrir því. Mig dreymir um særða menn og dauðastunur. Mig hefur dreymt, að jörðin byltist og börnin okkar sykkju í svarta moldina. Þetta hefur mig dreymt. Moldin var eins og úf- inn sjór, og allt lék á reiði- skjálfi. Þetta var hérna fram- an við bæinn, en túnið mold- arflag ... Æ, fyrirgefðu mér, að ég skuli vera að segja þér frá þessu ... — Svo leið og beið. Menn vöndust því í Þrídölum, að þjóðir ættu í stríði og stæðu í bíóðsúthellingum jafnvel sjálfa jólanóttina, vöndust því og gengu til verka sinna, eins og ekkert hefði í skorizt. Bændurn ir seldu kjötið sitt, ull og gær- ur og syndaselirnir á Tai.gan- um fiskinn sinn fyrir skaplegt og fremur hækkandi verð. Við- skiptin höfðu glæðzt við stríð- ið. Hagur manna var yfirleitt heldur að lyftast. Heimur b-tn andi fer. Þá allt í einu einn góðan vsð- urdag var stríðinu lokið og hafði legið niðri langa stund, áður það fréttist í Þrídölum. Búagreyin höfðu gefizt upp, og Bretum var hæ'lt á hvert reipi fyrir veglyndi og hagfellda samninga. Ranglætið hafði að vísu borið sigur af hólmi, en snúizt í stórmanniegt réttlæti um leið. — Langtímunum saman var nú tíðindalaust rneð cllu í Þrídcl- um, ef ekki skal telja barn- eignir og mannalát, sem fá voru merkileg. Þetta tíðindaleysi gat haldizt misserum saman. Þá fór allt í einu ýmislegt að gerast, sem helzt ekki hefði átt að ger- ast. Það er svo stundum. að það, sem gerist, hetði helzt ekki átt að gerast. HVAÐ SÉRÐU Framih. atf bls. 3 ur. Þó að hann sé skáld, en ekki prédikari, var það kannski ekki út í hött, þegar litla dótt- ir skólastjórans í Askov skýrði föður sínum frá því — að það væri kominn prestur frá ís- landi. Fyrir Gunnari Gunnarssyni er lífið heilagt. Meðan Gunriar Gunnarsson starfaði í Danmörku, kynntist hann mörgum dönskum skáld- um og rithöfundum .Af þeim eru honum hvað minnistæðast- ir Johannes V. Jensen og Pont- oppidan. Kynni hans og Jo- hannesar V. Jensens voru með skemmtilegum hætti. Gunnar Gunnarsson skrifaði kjallara- grein í Politiken og gat þess að hann hefði reynt hvað hann gæti til að fá útgefanda að nýrri þýðingu íslendinga sagna, en ekki tekizt. Nú hefði hann ákveðið að gefast upp. Þá fékk hann bréf frá Joh. V. Jensen, „Nej, nu begynder vi“, sagði danska s'káldið. Gunnar þýddi Grettis sögu, Johannes V. Jen- sen Egils sögu, eins og kunn- ugt er. Nú er þetta orðinn hinn merkasti bókaflokkur og hefur fjórða útgáfa hans selzt meir en nokkur önnur. Þá er Gunnari Gunnarssyni einnig tiðhugsað til Blichers, og þýddi fyrir nokkrum árum á ís’jenz'ku Puæsten i Vejlby, sem hann kallar Vaðlaklerk í þýðngunni. „Blicher er ódrepandi", hefur Gunnar sagt, „han.n er einn endingarbesti höfundur Dana“. Hann las verk hans mikið, þeg ar hann var drengur fyrir aust- an, áður en hanr, hélt til Dan- merkur: „Það er svo mikil al- úð bak við alilt sem hann skrifaði . . . Það er ekki nóg að vera skáld, það er líka nauð- synlegt að vera maður. Blich- er var maður.“ Enginn kann betur að meta manngildi en Gunnar Gunnars- son. Það er því engin hend- ing, þótt Blicher hafi orðið snemma á vegi hans. Gunnar Gunnarsson og kona hans komu til íslands vorið 1939 og tóku við búi á æsku- slóðum skáldsins að Klaustri. Síðan hafa þau átt hér heima. Fluttust til Reykjavíkur haust- ið 1948, og gáfu ríkinu jörð- ina. Áður fyrr (nema þegar hann skrifaði Ströndina) fór skáldið alltaf mjög snemma á fætur, settist við skrifborðið léttklæddur, sat þar fram á miðjan dag og skrifaði. Þá var dagsverkinu lokið. Það sem eft ir var dagsins notaði hann svo til að svara bréfum — og lifa lífinu. En þegar þrótturinn minnkaði, entist hann ekki til að vinna dagsverk sitt í einni lotu. Tók har.n þá upp á því að fara enn fyrr á fætur, nú klukkan 6 á morgnana vinnur í 2—3 tíma, fær sér göngutúr, heldur heim og borðar, leggur sig, sest síðan aftur við skrif- borðið og verður þá að ráð- ast, hve lengi hann heldur út. En lítill tími er aflögu. Og flest það sem menn telja sér nauð- synlegt er honum til trafala. Hann kemur' ekki inn í mið- borgina nema einu sinni eða tvisvar í mánuði. Hann skirr- ist jafnvel við að láta klippa sig. Gunnar Gunnarsson á ekki hægt um vik. Hann vinnur á tveimur málum, og getur varla hugsað sér að gefa út bók, án þess að breyta einhverju í henni. Hann vill hafa hönd í bagga með — og helst sitt orð- færi á nýjum útgáfuim verka hans á íiulenzku, og hann gefur ek'ki huigsað sér að neitt komi út eftir hann í Danmörk, sem hann hefur ekki sjálfur haft yfirumsjón með. Hann metur mikils danska tungu. Vart get- ur ólíkari mál en dönsku og íslenzku, ef að er gætt. Samt hefur hann fullkomið vald á báðum málunum. Og þetta vaid sitt hefur hann notað til þess að — „nálgast sannleíkann, reyna að skýra hið cukýranlega fyrir sjálfum mér og öðrum. Það eina, sem er óþolandi, er að skilja ekki hin yztu rök“. (Grein þessi er upphaflega skrifuð fyrir danska blaðið Berlingske Tidende). PETROSJAN Frarnh. af bls. 7 og sælgætismolum frá Yerev- an í Armeníu. Petrosjan nart- ar af skyldurækni í þetta, and varpar og óskar þess með sjálf- um sér, að hann sæti jafnvel andspænis Botvinnik á ný. Þegar haran teflir virðist hann slappa af og blekkir það suma. Hann er frægur fyrir hógláta og hirðuleysislega fram komu í hita bardagans, þó að araraað verði uppi á teningnum á taílborðirau. Haran geragur gjarnan um og rabbar við á- horfendur meðan hann bíður eftir lei'k andstæðing.ins oig á það jafnvel til að fylgjast með öðrum skákum. Hann afneitar algerlega hugmyndinni um sál- fræðilega taflmennsku, enda þótt framkoma hans hafi sál- ræn áhrif á alla, noma kannski þá allra sterkustu. Petrosjan hefur ekki þurft að verja titil sinn nema einu sinm og það var 1966 gegri vini sín- um, Boris Spassky. Á þessu ári hefur Spassky, sem er 31 árs Moskvubúi og stundar sund af kappi til að búa sig undir skákkeppnir — aftur skorað á hann. Spassiky lagði hina síðustu átta kappa í loka- úrslitunum að velili í haust er var. í þeim hópi var ek'ki cg vakti það vitaskuld athygli — hinn duttlungalynti og þrætugjarni Bandaríkjamaður, Bobby Fischer, sem er banda- rískur meistari. Fischer datt úr keppninni í byrjun vegna þrætu um tímann, sem honum var ætlað að tefla á. Petrosjan hefur sigrað Fisch er, sem enn er ungur, aðeins 26 ára, þrisvar af þeim fjórum skiptum, sem þeir hafa keppt hvor við annan. „Það er algeng skoðun skák- unnenda, að menn geti verið góðir skákmenn án þess að vera hugsandi menn, en vizk- an kemur með aldrinum. Það er ágætt að vera Wunderkind (undrabarn) — en það færir manni ekki þekkingu né vizku.“ Petrosjan er manna fúsastur á að játa, að þau hljóti að verða örlög hans, að hann tapi heimismeistaviatitliraum. Ein- hvers staðar í Rússaveldi er metnaðargjarn piltur að grand- skoða skákir Petrosjans og sigra hans til þess að fá á hon- um höggstað með svipuðum hætti og hann fékk sjálfur á Botvinnik. Það virðist eins og Petrosjan horfi fram til þess tíma að hann verði sviptur titl- inuim með nökkrum feginiieik og létti. „Ég skal segja ykkur, að mig hefur lengi langað til að skrifa bók. Á árinu 1962, þeg- ar ég var að berjast við að fá að skora á heimsmeistarann, sagði ég oft við sjálfan mig, að ég skyldi byrja strax og ég hefði tapað. En sivo tapaði ég ekki og ári síðar, þegar að sjálfri keppninni um heimsmeist aratitilinn var komið, endur- tók ég hið sama fyrir sjáifum mér og það fór á sömu lund, ég tapaði ekki, og nú hef ég ákveðið það sama enn einu sinni, ef ég tapa fyrir Spasský. .Kannski væri það hið bezta sem fyrir mig gæti komið — að tapa, svo að ég gæti byrjað á þessari bók, sem ásækir mig. Ég ætlla að kalla hana: Tiu auðveldir kennsluþættir um það, hversu erfið þraut skákin er.“ FRAMMISTAÐA Friðriks Ól- afssonar á alþjóðlega skákmót- inu í Hoilandi í janúar sl. vakti að vonum mikla athygli, ekki einungis hér á Islandi heldut- og einnig erlendis. Hann hlaut 5. sæti með 9% vinning, en þeir Botwinnik og Geller sigruðu, hlutu 10% vinn ing og 3. og 4. sæti hlutu þeir Keres og Portkch með 10 vinn- inga. Með tillitit til aðstæðna Friðriks að undanförnu, en hann hefur lítið getað teflt, er frammistaða hans mjög góð. Það var því mikill skaði að Friðrik skyldi ekki vilja tefla á Olympíus'ákmótinu í Lugano, en með þátttöku hans hefði sveitin getað bætt árangur sinn að miklam mun. Eitt aðalvandamál stjórn- enda skákmóta af þessum styrk leika, er hversu mikill fjöldi skákanna endar með friðsam- legu jafntefli eftir aðeins örfáa leiki. Með tilliti til þess höfðu stjórnendur skákmótsins í Bev- erwijk reynt að bjóða þeim skákmeisturum, sem sýnt hafa minnsta tilhneigingu til skjótra jafntefla. Verðlaun voru mjög glæsleg eða frá 3000 gyll- inum niður í 1000, en átta verð laun voru veitt. (3000 gyllini samsvara 73.000 ísl. kr.) Frið- rik byrjaði mjög glæsilega með því að sigra í 1. umferð Kava- lek frá Tékkóslóvakíu. (Kava- lek mætti til keppni í Lugano, en neitaði síðan að tefla í mót- mælaikyni við innrás Rússa inn í Tékkóslóvakíu). Hvítt Friðrik Ólafsson. Svart: L. Kavalek. Kóngindversk vörn. 1. Rf3 Rf6 2. g3 g6 3. b3 Bg7 4. Bb2 o-o 5. Bg2 d6 6. d4 Rf6- d7 (Með þessum leik er vart hægt að mæla. Betra er 6. — e5 7. dxe5 Rg4). 7. Rc3 e5 8. Dd2 He8 (Þessi leikur reynist heldur hægfara; sterkara fram hald var 8. — Rc6. Hvítur sýn ir framá þetta með næstu leikj um). 9. dxe5 Rxe5 (Svartur varð að taka peðið aftur með sínu peði). 10. Rxe5 Bxe5 (Svartur lendir í miklum erfið leikum eftir 10. — dxe5 11. Dxd8 Hxd8 12. Rd5 Hd7 13 o-o-o). 11. o-o-o Rd7 12. h4 (Hvítur blæs að sjálfsögðu til sóknar, því svartur á mjög erf- itt um varnir á kóngsvæng). 12. — h5 13. f4 Bg7 14. g4 hxg4 15. h5 Rf8 16. h6 Bf6 17. Rd5 Bxb2 18. Kxb2 Rh7 19. Dc3 f6 20. Rxc7 Bf5 21. Dc4 Kf8 22. Rxa8 og nú gafst svartur upp. Þessi skák hlýtur að hafa haft góð áhrif á Friðrik, því að í 2. umferð tefldi hann við Port- isch og vann einnig. K. JUNKER. Hvítur leikur og viranur. Rétt lausn: 1. Ra5 alD 2. De4 Ka2 3. Da4 Kbl 4. Ddl Kb2 5. Rc4 Ka2 6. Dc2 og mátar. Ekki: 1. Rc5 alD 2. De4 Ka2 3. Da4 Kb2 4. Dd4 Ka2 o.s.frv. K. JUNKER. Hvítur leikur og heldur jafn- tefli. Lau-n: 1. g4 (hótar Kg2 og Bg3 mát) 1. — Kxh3 2. Khl! a2 3. Bgl alD (H) patt. Ef 3. — alB 4. Bd4! Ef 3. — alR 4. B’b6 Rb3 5. Bxc7 Rxd4 jafnt. 18. maí 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.