Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1969, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1969, Blaðsíða 9
ert að athuga, það tæki því varla að fara að dengja og bera niður svo síðla dags. Tobba lét það gott heita, aldrei þessu vant: í>ú ert sjálfum þér líkur! sagði hún þó: Það má mikið vera, ef þú nennir að hreyfa þig þegar lúðrarnir gjalla. Jæja, ég er búin að lofa henni að fara, það er bezt það staradi. Og skjózt þú nú inn og skerptu á katliraum, rýjan mín! Á með- an skal ég sníða þér skæðin, sneri hún sér að Stjönu, sem lét ekki segja sér það tvisvar. Hún var snör í snúningum við að kveikja upp og skorða ketilinn á hlóðunum, og þó enn handfljótari í baðstofunni við að snurfusa sig og færa í spariföt in. Kattarskömmin, sem að vanda lúrði til fóta í fletinu hennar, sá sér þann vænstan að hafa sig á brott, hljóp með kryppu á baki al'la leið út á hlað. Þar settist kisa og tók að þrífa sig, geispaði mót sólu, hnerraði — og hræddi með því sólskríkju, sem hún hafði ekki tekið eftir fyrr en hún flaug upp. Þar með var verkefni feng- ið. Hjónin sátu við búrborðið og gæddu sér á ilmandi kaffi, þeg- ar Stjönu, uppábúna, bar þar að. Það er naumast þú heldur þéir til, gat Tobba ekki að sér gert að hreyta í hana: Maður skyldi halda að þú ætlaðir til altaris ... Jæja — gerðu svo vel! Stjana hafði enga lyst á kaffi, en við skæðunum tók hún brosleit og þakklát. Að svo búnu hvarf hún tindilfætt fram göngin. Hjónin urðu eftir ein í bænum. Ertu nú alveg viss um að þú farir ekki dagavillt? spurði Tobba mann sinn þegar víst var um, að enginn heyrði til þeirra. Vildi hafa vaðið fyrir neðan sig, — og það var Eiríkur, sem málinu var kunnugastur. Hafði sína vizku úr blöðunum, sem hún sjaldan leit í. Já, anzaði Eiki drýldinn: Sér- fróðir menn telja miklar líkur á að heimurinn farist fyrir mið- nætti. Tobba kunni ekki sem bezt við þetta orðalag manns síns, en lét það gott heita í bili. Þau sötruðu úr kaffibolla, það var sá annar í röðinni. Húsfreyja sá ekki ástæðu til að draga við sig eða bónda sinn sopa, sem kynni að verða þeirra síð- asti. Hafði meira að segja op-n- að kistilinn, sem hún geymdi í sætabrauðið, og kandísmolana fékk bóndi óskammtaða. Þar kom að húsfreyja lauk úr bólla sínum, að svo búnu þerraði hún sér um munninn á svuntuhorninu — og breytti um róm: Vonandi ert þú ekki alveg bú inn að gleyma faðirvorinu þínu, Eiríkur minn? Eika varð ekki um sel. Síð- -an skellti hann upp úr. Þegar það ekki hreif, klóraði hann sér bak við eyrað og anzaði vandræðalega, að einu sinni hefði hann kunnað það. Og það sem ungur nemur gamall temur. Guð hjálpi þér, manneskja, ég segi ekki annað! barmaði Tobba sér: Hvað heldurðu að Drottinn allsherjar segi við því kunmáttuleysi þínu? Eiki sá að konu hans var al- vara, þegar húr. bað hann fara með það af bæn bænanna, sem hann þó vonandi kynni. Hann var farinn að ryðga í því, en Tobbu tókst að kenna honum það utanbókar á tiltölulega skammri stundu. Ekki var hún viss um, að sú fræðsla hrykki honum ti'l sáluhjálpar, en vildi fyrir hvern mun vita sig víta- lausa, ef ill-a færi. Það er bezt að reyna lestr- arkunnáttu þíraa, sagði hún og afhenti honum Biblíuna, sem hann opnaði og las úr hátt: Eirau sinni var maður í Úz- landi, hann hét Job ... Bóndi hélt áfram eftir beztu getu og hafði sig allan við, þetta var heilög bók og sama hvar lesið var í henni. Þau höfðu flutt sig inn í bað- stofukytruna. Eiki sat við vegg borðið litla undir stafnglugg- anum, húsfreyja á rúmi sínu, prjónaði neðan við sokkbol og hlustaði á lesturinn guð- hrædd á svip, nema hvað tö'l- visin truflaði hana þegar þar að kom, að hún þurfti að fara að fella af, — það yrði að vera einhver mynd á tánni, hvað sem öðru liði. Eiki var farinn að þreytast, mismælti sig herfilega hvað eft ir araraað, enda ekki meira en svo lesbjart lengur. Þar kom að hann lét aftur bókina. Þá stóð húsfreyja á fætur, brá sokknum um hnykilinn, stakk lausaprjóninum í gegnum hvort tveggja, — yrði víst að fara að hugsa þeim fyrir kvöldskattin- um: Hvar skyldi kisa vera? sagði hún um leið og hún gekk ofan: Ég hef ekki séð kattarskömm- ina í allt kvöld. Eiki, svangur og súr í aug- um, tautaði fyrir munni sér nokkur orð æði ólík þeim, sem standa í helgum bókum. Það voru engin b'lessunarorð. Katt- arskrattinn mætti íara veg allr- ar veraldar, lét har.n konu sína vita — um leið og hún var úr áheyrn. Og hóf samstundis að bæta fyrir blótsyrðin með því að hafa yfir faðirvorið. Síðan tók hann að yfirvega heimsgát- urnar betur, einkum og sér í lagi aðstöðu sína þegar þar að kæmi, að sauðirmir yrðu skild- ir frá höfrunum. Karli þótti ekki ólíklegt, að það mundi varla verða tekið eftir sér, var því vanastur á rr.annamótum. Hver veit nema hann gæti skondrað sér í átt til sauðarana, svo lítið bæri á ... Tobba truflaði bónda sinn í þessum hagrænu hugleiðingum með því að bera honum rósóttu skálina hans barmafulla af hræringi og slátursneiðum stungið við rönd, en mjólk hellt ofan á, svo út af flóði. Hún setti skálina fyrir framan hann á borðhlemminn, sjálf sagðist hún hafa nærzt frammi i búri. Þá brá svo við í fyrsta skipti á ævinni, að Eiki var ekki vel matlystugur. Það er að segja: honum fannst hann vera glor- hungraður, og tókst þó ekki að kingja nokkrum bita, einblíndi á blessaðan matinn til þess að vita, hvort hann kæmist ekkl í eðli sitt, en það var öðru nær. Að lokum þoldi hann ekki að horfa á skálina lengur, skák- aði henni upp á hilluna yfir dyrunum og stundi við, — gætti þess ekki, að hann setti hana beint undir strompinn. Að svo búnu fóru hjónin að hátta. Hvað amnað? Bæði tvö þógu þau andlit og hendur af óvenjulegri kostgæfni, þótt bóndi hins vegar hætti við að raka sig, — kom sér ekki al- mennilega að því. Hann lagði eldspýtnastokk á það borðs- hornið, sem næst var rúminu. Síðan komu þau sér fyrir und- ir sænginni, allsber að vanda. Tobba hafði ekkert á móti því að liggja fyrir ofan bónda sinn nóttina þá. Svefnsamt varð þeim ekki. En þau lágu þögul, störðu út í náttmyrkrið og hlustuðu á hvort aranað draga anda — og ýsur. Stundum þóttust þau heyra eitthvað og hrukku við, en það var þá ekki neitt. Nema hvað úrið undii koddanum var óvenju hávært. Það gat varla verið með eðlilegum hætti! Mikið var sú nótt lengi að líða. Eiki brá upp ljósi hvað eftir annað og 'leit á klukkuna, — miðnættið nálgaðist, en ó- sköp hægfara. Tobba og Eiki höfðu bæði gefið upp alla von um að festa blund, lágu hlið við hlið og hlustuðu, kviðin og skelfd. Þetta hlaut að koma! Og svo kom það . . . Kom ofan um strompinn, viti menn! Eiginlega höfðu þau ekki búizt við því þá leiðina. Og kom með óskap- legum brestum og braki! Bóndi var fljólur fram úr rúminu, þuklaði eftir eldspýtna stokknum á borðshorninu, þuldi bænir sínar upphátt, þarna náði hann í stokkinn: Þú sem ert —, har.n hafði náð sér í eldspýtu, en hún brotnaði og afganginn missti hann á gólf ið, hann niður á fjóra fætur, þuklaði fyrir sér og fann ein- ar þrjár, fjórar spýtur, sem hann kveikti á í ei-niu og leit í kringum sig: rósótta skálin möl brotin, grautar- og mjólkur- sletturnar út um allt! . .. Hanra Framh. á bls. 13 18. maí 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.