Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1969, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1969, Blaðsíða 13
Stefáni. Þau voru að vísu ólík um margt. En sambúð þeirra varð með þeim ágætum að bet- ur varð ekki á kosið Ég tel hiklaust, að einmitt í þessu vali, hafi komið fram hin dulræna skynjun Stefáns. Hann sá til framtíðarinnar, hin duldu rök, sem fólgin voru í því ókomna. Fáum mönnum er þessi gáfa gefin, en séu menn gæddir henni, og beiti þeir henni rétt, verða slíkir menn ávallt ham- ingjumenn. Halldór Pétursson Framlh. af bls. 10 föt, brydduð með silfri og bró- deruð með gulli. — Já, það verður vízt ekki ofmælt, að karlmannafatatízk an á vorum dögum er htldur lágkúruleg, bæði í formum og litum. En þegar þú horfir til baka, gætir þú nefnt mér ein- hverja menn, sem þú hefur mál- að og hafa orðið þér sérlega minnisstæðir? — Þetta er dálítið erfið spurning, því margir eru mér mjög vel minnisstæðir. Þó skal ég gjarnan nefrxa hér tvo menn. Annar er Sigurbjörn í Vísi og hinn Guðbrandur Magnússon. Það var sameiginlegt með þeim, að hvorugur gat verið kyrr, þeir voru alltaf á iði af lífi og fjöri, og einu sirmi vissi ég ekki fyrr til en Sigurbjörn var búinn að taka á mér glímutök. Það er gaman að kynnast glík- um mönnum, sem halda þessu ungæðislega fjöri fram á efri ár. — Einu sinni voru menn hræddir um að ljósmyndatæknin gengi af portretmálverkinu dauðu. — Á því er ekki mlkil hætta, og ég held að ekkert geti kom- ið í staðinn fyrir portretmál- verkið. Hvað mig sjáifan snert ir, þá hafa þessi verkefni he'ld- ur farið vaxandi með árunum. — Portretmálverkið rúmar líka margskonar tækni og við- horf? — Já, og það er misjafnt hvaða aðferðir menn nota. Einn bezti portretmálari samtímans, Bretinn Graham Sutherland, gerir einungis nokkrar skyss- ur, en lætur menn ekki sitja fyr- ir meðan hann málar. Eitt þekkt asta portret, sem hann hefur málað, var af Churchill. Það er frábær mynd, dálítið rosaleg að vísu, og Cnurchill var ekki ánægðari með hana en svo, að hann bannaði að hún væri sýnd opinberlega. Það sýnir, að gott portret fellur ekki alltaf fyrirmyndinni 1 geð. SMÁSAGAN Framih. af bls. 13 leit á konu sína, sem stóð í miðju rúmi hálfbogin undir súð inni, sköpuð í guðs mynd, en náföl í framan eins og fram- liðin manneskja. Þá varð honum litið yfir í hitt rúmið, og nú skildi hann samhengið, hló við og tilkynnti konu sinni — ekki með öllu kjökurlaust: Kötturinn . . . Það er þá ekki annað en helvítið hún kisa! fari hún í 'logandi! Eiki varð að fleygja frá 3ér eldspýtunum, hálfbrunnum, en var fljótur að komast á knén og ná sér í fleiri, — það var í honum einhver kveifa. Honum var meinilla við myrkrið þá stundina: Ég kveiki á lampanum, sagði hann — og gerði það. Skjálfhentur þreifaði hann undir koddann, náði í úrið sitt, — klukkan var tólf . . Hvað er nú þetta? varð hon- um að orði — og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið: spá- dómurinn hafði brugðizt! Hjón in litu hvort á annað, grallara- laus, þangað til Eiki áttaði sig: Ég'hef hana heldur fljóta, eins og þú veizt, sagði hann í af- sökunartón. En atvikið með kisu hafði leyst Tobbu úi læðingi speki og blaðaskrifa: Ég held það verði ekkert úr neinum dómsdegi í bráðina, sagði hún hressilega og brá yf- ir sig pilsgopa: Ætli hún ver- öld gamla standi sig ekki, bætti hún við og fikraði sig fram úr rúminu, gerði sig líklega til að ræsta baðstofuna. Þegar hún sá hvað skálin var illa brotin, varð hún hálf ergileg, mátaði san.an stærstu brotin, en það yrð: engin leið að spengja hana. Leiðinlegt méð jafn fallega skál: Einu skálina, sem við áttum heila! sagði hún. Þá þótti bónda skörin vera farin að færast upp í bekk- inn, hjólbeinóttur og nötrandi af kulda og kvíðahrolli rétti hann úr sér eftir getu, þetta var að hafa hugann um of fastan við tímanlega hluti: Hvað er að heyra til þín, kona? sagði hann virðulega: Herrann gaf, Herrann tók, lof- að veri nafnið Drottins! Að svo mæltu sneri hann beru baki við konu sinni og fór upp í, dró yfir sig sæng- ina og blés við mæðulega: Nú hefði verið gott að eiga grautarspón í aski: Sleiktu hann upp af gólfinu — annan graut fær þú ekki í kvöld, lét kona hans hann vita og rigsaði fram með leifarnar af skálinni góðu. Að stundu liðinni færði hún eigi að síður bónda sínum hrær- ing í fötu, og ekki stóð á Eika að háma í sig góðgætið. Dóms- dagur og heimsendir voru farn ir veg allrar ver&ldar, reikn- ingsskilin miklu voru horfin þangað, sem þau eiga heima — langt fram í óvissa eilífð. En hvað er þetta með hana Stjönu? sagði Eiki allt í einu: Hvað er orðið &f henni? Húsfreyja virti ekki bónda sinn svars í þ&ð sinn, var að enda við að gera hreint eftir kisu, síðan fór hún að hátta. Þegar þar að kom lagðist hún við stokk. Þess varð ekki langt að bíða að Eiki heyrði að hún var sofnuð, hrothljóðin yfir- gnæfðu gang tímanna, og voru eitthvað það viðkunnanlegasia, sem hann hafði Leyrt á þessu sumri. Þegar hjónin vöknuðu dag- inn eftir dómsdag var Stjana komin í leitirnar stóð fyrir framan rúmið sitt, var að tína af sér sparifötin og fær-a sig í hversdagsspjarirnar. Þeg- ar hún varð vör við hreyfingu í hjónarúminu, sneri hún sér við og sagði glaðlega: Guði sé lof, að ég sé ykkur aftur heil á húfi, og að ekki varð af heimsendi i þetta sinn! Og komið þið nú sæl! Tobba tók varia undir það, var búin að ná úr sér napur- leik syndarinnar og gerðist langorð og þó kjarnyrt um bannsettar ekkisens bláðalygar, angurgapa og \ izkusnakkav sem ætu hver eftir öðrum sömu delluna. Að svo mæltu tók hún fyrir skálarmissinn. Eiki fékk orð í eyra fyrir lystarleysi og þá bölvaða vitleysu að þurfa endilega að velja skálinni stáð undir strompinum — og sjá ekki um að loka ekki köttimn úti, honum hefði verið mátulegt að fá hvort tveggja í koll- inn! ... Eiki gerði sér upp hálfgert hugarvingl og allmikla iðrun. En um leið og kvensurnar voru farnar, stökk hann fram úr rúminu, blístrandi og engan veginn óánægður með áð halda áfram tilverunni sem bónda- nefna búkonunnar miklu ®g traustu, sem í raun réttri var jafn ábyggileg og sjálf Ritn- ingin. Kisa var óvön því >áð heyra slík hljóð í bónda, hóf sig úr beygju og starði á hr.nn bísperrt. Eiki rétti henni sel- bita á trýnið, og í annað sinn á tæpum sólarhring ilúði blessuð skepnar. í ofboði báð- stofu og mannfélag g'íogur á allt er laut að störf- um bóndans, veðurglöggur og kunni skil á margs konar svip- brigðum dags og nátta til veð- urbrigða. Hann bjó yfir dul- rænum gáfum, en flíkaði þeim lítt. Þó kann ég nokkrar fleiri sögur af dulbrigðum hans. Lífið sjálft er í rökum sínum líkt og hverfleiki virks dags. Svipbrigði þess og mótun eiga oftast sköp lík og mótun- in í líðandinni á hverjum degi ævinnar. Hverfleiki birtu og hlýju er dvínandi, í rökum sín- um er mátturinn til að skynja og skilja, hvað er samofið manninum sjálfum eða hinu, sem er fjarrænt og ekki verður skil ið, órænt og dult. Sumir menn verða aldrei í snertingu við hin eðlilegu rök þessara sanninda. En aðrir eru aftur á móti bún- ir þeim náttúrulegu gáfum að vera alltaf í athöfnum sínum, vilja og framkvæmdum í sam- ræmi við það. Slíkir menn verða raunsæir í gerðum sínum og ætlunum. Verða hamingju- menn í starfi sínu og lífi .Skiln ingur þeirra á mönnum og mál- leysingjum, eru samofin rökum náttúrunnar, jafnt í lífi sjálfra þeirra og þeirra, sem þeir um- gangast mest. Þannig var Ste- fáni Eiríkssyni á Litlu Reykj- um farið. Ég þekkti hann vel. Hann var að vísu orðinn gamall maður, þegar ég man eftir hon- um, en þrátt fyrir það, eru mér minnisstæð atvik og sögur, er ég man í sambandi við hann. Að lokum vi'l ég segja frá einni glíkri sögu. Þegar Stefán var orðinn gam- all maður og gat ekki lengur nýtt jörð sína að fullu, aug- lýsti hann, að hann vildi leigja hluta jarðarinnar. Fjöldi ungra manna sótti um ábýlið, því þetta var á þeim tíma, sem ungir menn vildu enn þá gjarn an festa ból í sveit. Hann valdi úr umsækj endunum, og þótti mörgum val hans ekki 1 sam- ræmi við það, sem þeir héldu að hann myndi gera. En árin liðu og ungi bóndinn og kona hans bjuggu á jörðinni á móti E g hitti nýlega gaimlan vin minm á Túngötunini, hamin Filipus Ámiundason járnsmið á Bráðræ'ðiaholtinu. Þar voru öll húsin kennd við holt í gaiml'a daga, og þar átti óg heima fyrst í Reykjavík. Ég var í keng aif gigtinini, en hann einis og uing- lamb og brosti út að eyrum, þrátt fyrir sín 92 ár. Satt að segja hélt ég að Filipus væri kominm til Himmiairikis fyrir löngu. Ég vissi að harnrn hefur alltaf verið Alþýðuflokkamað- ur af eldri sortinni, hatað kommúnista og auðvaldið eins og ég, svo ég efaðist ekki uim samastaðinm. Filipuis er Ramgvellinigur úr Holtunum, þar hafa alltaf ver- ið góðir prestar, og séra Egg- ert í Fljótslhl'íðinmii í nágrenin- imiu, sem ekki færði neina hreklklaiusa sál á viligötur. Svo var sýslumaðurinm, hanm Her- mann á Velli, ljúfmenmið, sem alla vildi sætta. Um hanin var kveðið: Herm'anin reyndist þjófum þjáll, þá var erfitt glæpi að samma. En nú er sa'gt að sverfi Páll að gamviskunmi Fjallamanoa. Hannes Jónsson : Þn klökknoði Jón söðli Ég var að kvarta yfir því, hvað heimurinm ætti bágt að missa mig, því nú væri ég á förum. En Filipus vildi ekki heyra það nefnt, gaf mér jajfn- vel í skyn, að haran ætlaði að verða hundrað ára, eða meir, nú væri allt betra en þegar hanm var barn, og færi enm batnandi. Hamm saigði mér sög- urta af því, þegar hann sem barn var viðstaddur á Rauða- læk niðurboð á sveitairlim, þar sem grátandi barn var rifið frá brjósti grátandi móður. Filipus sagðist sjálfur hafa farið að gráta, og þessu atviki hefði hanrn aldrei gleymt. Ég heyrði aldrei um niður- boð á sveitarlim í Þverár- hreppi, en líkl'ega hefir Jón Grímsson reynt það. Ég kynnt- ist honum er ég var urugling- ur, þá var hann roskinn maður. Sagan um hann er svonia: Jón söðli bjó í Vesturhóps- hólum. Hann hafði lært iðn síoa í Danmörku, og var talinm fyr- irferðamikill og ribbaldaleigur. Síðar fluttist hann ti'l fsafjarð- ar. Það var norðan niepja og frost, er Jón söðli barði að dyr um á bænum, sem Jón Gríms- son var niðursetningur á. Ekki var gengið til dyra, en Jónii söðla heyrðist eittlhvert þrusk í bæjarsundi. Þar hék'k hross- skrokkur, frosinn, og Jón sá ungbarn haniga í öðrum bóg Skrokksins og naga hrátt ket- ið og frosið. Það var eniginn heimia á bæn- um, allir við útivininu. En þeg- ar svo var, vair barnið buindið við rúmstólpa, jafnvel daigl'amgt. En nú hafði því einJhverm veg- inn tekizt að losna við fjötr- ana, og fáklætt hafðd það Jaigt í Jeit að æti vegma humgurs. Jón söðli klökknaði við þó harður væri og kærði til hreppsmefndarinmar meðferðima á barnimu, Jóni Grímssyni, sem þá var útvegaður anmar veru- staður. Þeir bræðurnir Guðmann og Jón Gríimssynir höfðu umgir misst foreldra síma. Guðmamn komst á gott heimili, harnn var ljúfrmemmi og prúður. Jón var harður og óvægimn í orðum. Ég þekkti bræðurma báða. 1902 dó á Tjöm í Vatrasmesi maður úr berklum. Þetta hafði verið hraustur veirkamaður, tal in-n tveggja manna rmaki tii vinmu. Hamn varð að hafiast við í hesthúsi, það var hams spí- tali og jatan sjúkrarúmið. Það var ekki af mamimvoraskiu, sem homum var úthýst úr bænum, svo var víðar, því annars vom börnin í veði. Heilar fjölskyld- ur dóu úr berklum eða afleið- imgum þeinra. Við vorum rúm þrjátíu, sem vorum fermd á Breiðabólstað í Vesturhópi 1906, og við erum tvö ein eftir. Það voru dkki margir brjál- aðir, þegar ég var ungur, en óðir rnemn voru bundnir við stoðir í skúmaskotum, svo þeir yrðu ekki sér eða öðrum að skaða. Geðbi'laðir rnemn vom látnir fara bæ frá bæ, éf etig- in hætta stafaði af þeim. En þegar ég miranist þess tíma, er ég var barn, hugsa ég m-eð aðdáun til fyrstu lækn- anna, sem lögðu stund á géð- veiki og bs-rkla, þeirra Þórðar á Kleppi og Sigurðar á Vífils- stöðum. Mikið brautryðjanda- starf og kærleiksverk unmu þessir mikilhæfu menn og góðu lækimar. Biblían segir okkur frá holds veikuim í Gyðimgalandi, sem voru grýttir, ef þeir nálguðust aðra menin en þjáningarsyst- kini sín. Nú erum við lausir við berklan-a sem böl, en þriðji hver ísliendingur er meira eða mimna geðbilaður af drykkju- skap, ofbeldi, leti og allskyns hégómaskap, sem v ið höfum tekið upp eftir erlendri skríl- mien.nsku. Við ættum að hætta að tala um hungrið í heiminum, við erum tæolega 200 þúsund. Við ættum að byggja fullikom- inn geðveikraspítala og heilsu- hæli fyrir sálsjúka. Og við ætt- um að byggia sjúkralhúsin, serm koraurnar ógka eftir. Flfestir hafa átt góðar mæður, og marg- ar góðar konur, sem við eigum allt að þakka. 18. rnaí 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.