Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1969, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1969, Blaðsíða 4
1. Áður fyrr voru ferðalög ÖTI langtum erfiðari en nú. Þetta liggur í hlutarins eðli, ekki sízt þar sem vegleysur voru um land allt, nema þar seir. götur voru ruddar. Að vísu var þeim lítt haldið við, nema að steinn var tekinn úr vegi á stangli, ylli hann sérstökum farartálma. Á su'mrin voru vegir sjaldan til trafala, en á öðrum árstímum var oft erfitt ferðar, vegna veg leysu — en þó öllu fremst á veturna. Á stundum bættist líka ofan á illt veður, svo slæmt var að rata, ekki sízt um fjöll og heiðar. Mörg var raun í ferð áður fyrr. Hér verður sagt frá undarlegu atviki í ferð til Reykjavíkur fyrir síðustu aldamót. Árnesingar sóttu löngum verzl un sína til Reykjavíkur, eftir að hún var gefin frjáls. Tíð- ast var að þeir færu kaup- staðaferðir haust og vor, en þar að auki fóru margir bænd- ur einnig í kaupstaðaferð fyrir jólin, ef tíð var góð og aðrar aðstæður leyfðu. Var þá hvor- tveggja, að farið var til að selja vörur — afurðir búanna — og að gera innkaap. Sæmi- lega efnaður bóndi fór með tvo til þrjá baggahesta, og þurfti talsverðan undirbúning og fyr- irhy.ggju tiil slíkra ferða — þó ekki sé meira sagt. Vetrarferðir austan úr Ár- nessýslu til Reykjavíkur fyrri hluta vetrar, voru oft mestu svaðilfarir. Ferð var oft mis- jöfn í rissóttri tíð, ekki ein- ungis á Heiðinni, heldur líka í byggð. Ár voru allar óbrúað- ar, nema Ölfusá, er saga þessi gerðist. Margar sprænur, er liti ar voru á glöðum og björtum sumardegi, gátu orðið hinar mestu ófærur í blotum á vetr- um, svo ekki sé talað um vor- og vetrarleysingar. En á stundum gátu lika orðið önnur atvik ill til skapa á leið í ferð. Á heiðum uppi í iilviðr um og veðraham, voru oft á slæðingi illir andar og vættir, er unnu ferðamönnum margvís- legt tjón í villu og ýmiss kon- ar skráveifum. Oft voru þeir staðir kunnir, er hættulegastir voru í þessum efnum. Forðuð- ust ferðamenn þá. En á stund- um gátu þeir borizt þangað ó- viljandi og óafvitandi, enda var eðli sumra þessara anda og vætta að villa ferðamenn til sín. Á leiðinni úr Árnessýslu, og öðrum sveitum austan Hellis heiðar, voru siíkir vættir og andar oft á leið. Sumir voru farandandar, en voru þrátt fyr- ir það kunnir ferðamönnum, og oft vitað, hvar mátti helzt bú- ast við fundi þeirra. En aðrir voru hættulegri, því enginn vissi, hvar fundar þeirra var von. Þeir voru oftast fylginaut- ar annarra ferðamanna. Þessir draugar voru oft óðfúsir til kynngibragða, er þeir voru í ferð með sínum leiðara. Það var engu líkara, eftir því sem fólk hefur tjáð mér, en þeir fyllt- ust sérstökum krafti til prakk- arastrika, þegar þeir voru á ferðalagi fjarri heimkynnum sínum. Sérstaklega beittu þeir slíkum brögðum, þegar þeir mættu öðrum ferðamönnum og reyndu þá að gera þeim alls- konar skráveifur, stundum mjög illar en í önnur skipti saklausari, eins og t.d. að fæla fyrir þeim hesta, villa þá Jón Gíslason: Osýnilegur ógnvaldur í brautinni. Sagt frá dular- fullum atburði í nánd við Reykjavík. snöggvast á leið eða válda þeim ýmiss konar óhöppum sem voru margs konar í eðli og í atvikum. Þeir sem urðu fyrir slíkum óhöppum, urðu aVla jafna að taka þeim og ráða fram úr þeim af fyllstu getu, koma öllu í samt lag aftur. Oft- ast tókst það. En aftur á móti brást það aldrei, að skömmu eftir að slík óhöpp höfðu átt sér stað, mættu þeir möninum eða manni, sem draugur fylgdi. Þetta brást ekki. Flestir draugarnir er þessu ullu voru alþekktir. Margir höfðu séð þá, en langtum fleiri höfðu kynnzt þeim af prakk- arastrikum þeirra og ýmiss konar undarlegum tiltektum. Menn umgengust þá af líkri umhyggju eins og þeir taka veðri frá degi til dags. Marg- ar sögur eru til af fylgju- draugunum. Sumar eru skráð- ar, en aðrar eru enn í minni fróðra og athugulla manna. Fólk lét aldrei bitna á þeim, sem draugarnir fylgdu mis- gjörðir þeirra. Þær voru tekn- ar sem nokkurs konar óum- flýjanlegt náttúrulögmál, fjar- rænt en óvenjulegt að vísu. Draugarnir áttu sína tilkomu eins og einstaklingar i mann- heimi, raunsæja og bundna af- leiðinguim orsaka. Oftast stóðu nokkuð óvenjulegir atburðir til þess, að draugar þessir eða ætt arfylgjur urðu til. Sannaðist þar hið fornkveðna, að synd- ir feðranna bitna á afkomend- unum. Draugamir áttu fyrir- fram ákveðinn aldur. Áttu að fylgja sömu ætt í níunda lið í beinan karllegg. En brygðist hann, tók kvenleggurinn við. Oft dró af mætti drauganna, þegar þeir fóru að eldast, t.d., einn eða tvo ættliði til fylgd- ar. Ættardraugar þessir voru ábyggilega til í flestum héruð- um landsins, og eru við líði enn þann dag í dag. Saga þeirra er rík í minnum kyn- slóðanna, og er nátengd lífs- baráttu fólksins, margslungin henni og samofin. 2. Við hefjum sögu austur í Flóa á bæ þeim, er heitir Litlu Reykir, og er fom njáleiga frá landnámsjörðinni og stórbýlinu Oddgeirshólum í Hraungerðis- hreppi. Saga Litlu P.eykja er kunn frá upphafi. Jörðin var byggð fyrst á seinni nluta 17 aldar, og byggðist búskapur þar á hinu notami'.da landi Sortans, sem þar er skammt vestur af, og er ei;t grösug- asta engjasvæði á landinu öllu. Bændum hafði yfirleitt búnast vel á Litlu Reykjum — og svo var einnig í þann mund, er saga þessi varð raun í lífi og starfi. Bóndinn á Litlu Reykjum hét Stefán Eiríksson, góður bóndi og vel virtur af sveitungum sínum og nágrönnum, smiður góður, bæði á tré og járn. Þeg- ar við vitjum heimkynna hans, var hann að búast til ferðar, kaupstaðaferðar fyrir jól til Reykjavíkur. Hann var búinn, fullbúinn til lanferðarinnar. Þetta var snemma morguns, því ti'I slíkrar ferðar varð að taka daginn snemma. Hann hafði mælt sér mót við nokkra nágranna sína eða réttara sagt sveitunga út í sveitinni. Hélt hann þangað. Þegar þangað var komið og allir voru mættir eins og ákveðið hefði verið, var snúið til leiðar. Veður var gott, svolítið frost og snjór á jörðu, sem ekki var til neins trafala, heldur fremur til að bæta ferð. Slóði var troðinn í götu af tals- verðri umferð, eins og oft vill verða vikurnar fyrir jólin. Ferðamennirnir voru í góðu skapi, lögðu öruggir á 'leið til höfuðstaðarins, léttir og kátir, þrátt fyrir það, að þeir áttu fyrir hendi hina erfiðustu leið yfir illan fjallgarð, þar sem mótti búast við hinum verstu veðrum um þetta leyti árs. Allt gekk með felldu og lék í lyndi fyrsta áfangann út Ölfusið. Þeir áðu góða stund, áður en þeir lögðu í Kamba, en þeir ætluðu að ná ti'l Kolviðarhóls um kvöldið. Það tókst og fengu þeir þar hina beztu gistingu. Að morgni lögðu þeir upp á ny endurnærðir af hvíld næi- urinnar. Veður var sæmilegt, en hafði þó spillzt dálítið um nóttina. Það hafði snjóað tals- vert og dregið í skafla. En ekki svo að veruleg töf yrði af í ferð með baggahesta. Flóamennirnir héldu sem leið liggur niður Bolavel'li og Svína hraun. f Vötnunum skammt fyrir austan Lyklafell, áðu þeir um stund og mötuðust. Að því búnu var haldið af stað á nýjan leik. Til nánari skýring- ar fyrir ókunnuga, skal það tekið fram, að vegurinn lá þá, það er gamli vegurinn, tals- vert ofar en nú er. Jafnvel var stundum farið mjög nærri bæjum í Mosfellssveit og komið niður á aðalveginn til borgar- innar norðar en síðar varð. 3. Allt var sundurgerðarlaust í ferð þeirra félaga Stefáns bónda á Litlu Reykjum. Ferð- in gekk að óskum eins og bezt var á kosið. En dag skal að kveldi lofa og mey að morgni, segir orðtækið forna, Þeir héldu áfram á leið til höfuð- borgarinnar. Snjór var öllu meiri er neðar dró, og er það fremiur óvenjulegt á þessum tíma árs, sakir þess er það í minni. Sóttist þeim ferðin sæmi lega, allt þar til þeir voru komnir niður á móts við bæi í Mosfelksveit. Þá urðu þau at- vik, er sögunni valda. Stefán bóndi var aldrei fremstur í för alla leiðina að austan, en þó framan við miðju lestarinnar. Hann var þaulvan- ur ferðamaður á öllum árstím- um og hafði góða og trausta hesta. Hann þurfti því ekki að óttast neitt, ef allt var með fellldu, og hafði því ekki neina sérstaka gát á hestum sínum fram yfir það állra nauðsyn- legasta. En allt i einu brá kyn- lega við. Hestar Stefáns vildu ekki lengur fara í för hinna eða slóða, heldur hvimuðu und an og leituðust við að ganga utan slóðarinnar. Þeir gerðust mjög órólegir og virtust óttast eittlhvað ókennilegt, sem mann leg skynjun kom ekki festu á til greiningar. Þetta gekk dá- litlia stund, og reyndi Stefán að sefa hesta sína og fó þá til að vera eðlilega í lestinni. En það hafði ekki nema tímaskert- an árangur. Því allt í einu tryllstust þeir af fælni. Þeir slitu sig brátt lausa, þutu á braut í tryllingi, svo baggarnir hrutu af þeim og jafnvel slitn- uðu gjarðir af reiðingnum, svo þeir fóru af hestunum. Framih. á bls. 12 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. maí 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.