Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1969, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1969, Blaðsíða 3
Gurmar Gunnarsson fór til Danmerkur 1907, aðeins sautj- án ára. Það var mikið fram- tak af svo ungum manni úr af- skekktri sveit norður á hjara veraidar. En hann hafði löng- un til að afla sér menntunar og þá voru erfiðir tímar á ís- landi. Áður en þessi ungi Austfirð- ingur kvaddi ættjörð sína, dreymdi hann draum: hann gekk eftir götu og í hallinu hinum megin við götuna lá bók við bók, og hann vissi að þess- ar bækur voru hans verk. Hann reyndi að lesa í þeim, ætlaði að læra þær í snatri, en vaknaði og mundi ekki orð af því sem í þeim stóð. Stundum eru draumar fyrir einhverju. En þessi draumur lýs ir fremur því veganesti, sem Gunnar Gunnarsson hélt með út í verö'ldina. Þetta var óskadraumur. Gunnar Gunnairsson hafði les ið í gamalli Eimreið um danska lýðháskólann Askov, og nú stefndi hugurinn þangað. Hann hafði alltaf langað til að fara í Latínuskólann, en af því hafði ekki getað orðið. Hann hafði kynnzt norrænum bók- menntum í föðurgarði og lang- aði til þess að mennta sig betur á því sviði, enda fór mikill hluti Askov-dvalarinnar í bók- lestur. Hann las allt sem hann komst yfir og hélt áfram að skrifa, en sú þrá lá í blóðinu, frá því hann fyrst mundi eftir sér. Áður en hann hélt til Dan- merkur hafði forlaig Odds Björnssonar gefið út eftir hann tvær ljóðabækur, svo að ekki var hann með öllu reynsilulaus á því sviði, er hann barði að dyrum i Askov. Þegar þangað kom, tók á móti honum lítil stúlka dóttir skólastjórans, Jakobs App- els, síðar menntamálaráðherra, hljóp inn til föður síns og sagði: „Það er kominn prestur frá íslandi.“ Gunnar Gunnarsson var sí- skrifandi í Danmörku frá fyrstu tíð, enda hefur vinnan ætíð verið ein mesta gleðin í lífi hans. Hann var ákveðinn í því að reyna fyrir sér á danska tungu og er með ólík- indum, hversu fljótt hann náði góðum tökum á þessu framandi máli. Að vísu hafði hann, eins og fyrr getur, lesið norður- landabókmenntir á frumtung- unum, en nú þurfti hann sjálf- ur að skrifa á dönsku, það var annað mál. En þegar litið eir á, hvernig til tókst í upphafi, gegnir furðu, hve fljótt Gunn- ar verður handgenginn dönsk- unni. Má marka það meðal ann ars á því, að smásögur sem hann skrifaði þremur, fjórum árum eftir komuna til Dan- merkur og fékk þá birtar í tímaritum eru nú í dönskum kennslubókum. Segir það sína sögu. Lítið dæmi um élju Gunnars Gunnarssonar og vinnubrögð er ekki úr vegi að nefna hér. Þegar hann skrifaði „Strönd- ina“, vanin hann næturlangt og fram undir morgun heilan vet- ur, og þegar hann hugði að verkimu væri lokið, tók hann sig til einn vordagsmorguninn, fór í sparifötin og ætlaði með hádegislestinni til Kaupmanna- hafnar að færa Gyldendal handritið. En af rælni fór hann að glugga í handritið. ■Hann las meir og meir, og nú sannfæirðist hann um að bókin dygði ekki, eins og hún var, hann yrði að skrifa hana upp aftur. Það gerði hann, og lauk verkinu á tveimur eða þremur mánuðum. Gamla handritinu brenndi hann nema fyrsta kafl- anum. Hann hafði í huga að skeyta honum framan við sög- una, sem eins konar formála, en þeim hjá Gyldendal fannst hann stinga í stúf við fram- haldið og þvi var ákveðið að fe'lla hann burt. Það var sárt að öll vetrarvinman skyldi þannig unnin fyrir gýg, en til þess að draga úr sársaukanum, skaut skáldið einni línu úr for- málamum inn í miðja söguna, eins og hún var prentuð að lokum: „Skimamdi mávur, hvað sérðu í djúpinu?“ Þegar ég, ekki alls fyrir löngu hitti Gunnar og frú Fransizku á heimili þeirra að Dyngjuvegi 8, barst „Strönd- in“ í tal. Við rifjuðum upp þessa setningu og þá brosti skáldið til konu sinnar og sagði: „Það er einkennilegt, að bókin hefði ekki getað verið án hennar. Hún gefur henni annan blæ.“ Þegar við grípum niður í „Ströndina“ og stöldrum við umhverfi þessarar setningar, blasir við okkur rauði þráður- inn í ö'llum verkum Gunnars Gunnarssonar: Staða mannsins í tilverunni. Það er eins og öll verk hans séu meitluð í sama stein. Og stefið ávaillt hið sama: Tilveran — og glíman við engilinn. Gunnar Gunnarsson hefur sagt: „Varla er hægt að skilja átök vorra tíma, án þess að gera sér ljóst, að þetta er eins og tilbúin eldraun fyrir mann- kynið. Og það er varla vafi á því, að ef mannkynið stenzt hana ekki, þá á það fyrir sér skelfilega göngu. Þó vil ég bæta þvi við, að ég hef ekki trú á að ofbeldi verði síðasti sigurvegarinn, ef það ólík'lega gerðist, að það færi um stund með sigur af hólmi í þessum örlagaríku átökum. En það verða menn að hafa i huga, að sá sem ekki reynir að spyrna við fótum og sigrast á ofbeldinu, ber, ef illa fer, þunga ábyrgð á herðum sér, hvort sem hann sér það og skil- ur eða ekki.“ Að vera ábyrg- ur, leita sanníleikans ogkjarna tilverunnar, reyna að skilja stöðu mannsins — þá glímu hefur Gunnar Gunnarsson háð í öllum verkum sínum, og hann hefur séð margt öðruvísi og bet- ur en aðrir. Hverjir til dæmis lifa á íslandi frá siðskiptatím- unum? Þessari spurnimgu hef- ur hann varpað fram í rit- verki sínu um Jón biskup Ara- son. Hverjir hafa haft mest gildi fyrir fraimtíðina? Það voru ekki endilega siðskipta- mennirnir, heldur Jón biskup og synir hans. Starf þeirra er leiðarstef í öllu fram- tíðarlífi ísilenzku. Sfðskipti og siðbót er ekki eitt og hið sama. Þannig hefur Gunnar Gunnarsson ætíð reynt að skilja kjarnann frá hism- inu, hann hefur leitað andsvars við örlagaspurningum og ekki alltaf farið troðnar slóðir í verkum sínum og afstöðu. „Til- veran er skáldið mesta“, hefur hann sagt. „En hún lætur ekki prenta sögur sínar, hún fram- kvæmir þær“. Skáldin verða að víkja við hlutunum og bregða nýju ljósi á margvísleg efni, til þess að heildarbragurinn njóti sín. Þau verða að draga úr eða ýkja eftir því sem við á. Á þann hátt hefur Gunnar Gunnars- son mótað persónur sínar, ekki sízt í þeirri bók sem talin er standa næst sjálfsævisögu, Fjallkirkjunni. Frá sögu- legu sjónarmiði eru persónu- myndir í þeirri bók rangar, en í sögunni þjóna þær hver sínu markmiði. Þannig er listamann- inum, þó að djarfur sé, skor- inn þrengri stakkur en skap- aramum. Og þó. Stundum er eins og lifið sjálft taki öll völd af skáld inu, það má finna í Svartfulgi, einni ágætustu skáldsögu sem íslenzkur höfundur hefur skrif að. Nafngiftin felur í sér ör- lagasúg og óhemjuskap lífsins, sem lifað er í brimsoginu und- ir fuglabjörgum, þar sem renna saman rautt blóð og rammsalt- ar unnir, í þeim tryllingi, sem tilveran á til. Þegar skáldið skrifaði Svartfugl, fékk hann málskjöl send heiman frá ís- landi til Ríksarkífsins í Kaup- mannahöfn, þar sem hann vann að því að rita upp gamlar heim- ildir og móta söguna í huga sér. En — hvergi hefur skáldinu þó tekizt að vinda lífsvef manns ins eins haglega sarnan við rök höfuðskepnanna og i einustu skáldsögunni sem hann hefur skrifað í Reykjavík og síðustu skáldsögu frá hans hendi, Brim hendu: Höfuðpersónan ristir torf á árbakka, en sker full djúpt. Jörðin kinpist við, eins og komið sé við kviku: Eins og til að hrista hann af sér. Nútímanum hættii til að glevma þessari nánu snertingu við jörð ina uimhverfi’ð í heild, alver- una. Hvar sem við grípum nið- ur í verk Gunnars Gunnars^on ar verður þetta stef fyrir okk- Framh. á bls. 15 Tvö Ijóð eftir Cunnar Gunnarsson YGGDRASILL Einn er sá hestur Ríðum og ríðum! Ríðum og ríðum, á Óðar stalli Rökkvar um náfold, röskvir vindar VORLJOÐ fáir er fara fúsir á bak: heiftarský hylja himinloga, sveifla sitjendum síkátlega. Ort j»egar höfundurinn Tréhestur tregur, í taumi stirður. hálsi hásum úr heljardjúpum Gunnlöð gamansöm, gæld fúlvindum var 17 ára Dauðmenn drasils rymja hrærekar ávexti Yggjar dingla við háls. af regingrimmd. etur af nautn. Taer er og litfríður lækurinn blái, lognrúnir sólar, er falla á straum. Hverir eru hvatir Dunar döggfold Mun af moldum þeim Fagur og skær er hann himinninn hái hestsitjendur? dreyra vökvuð, meiður friðlífs hafinn svo langt yfir jarðneskan glaum. Alþjóð óslitin krumar í katli endurdafna Þó eru augun þín unaðarlegri, aski þaulríður: klettur bráðinn, og ávöxt bera? í þeim sig speglar hin barnslega mynd; Dáð hossar heimskum þaðan Þrúðvangi Aðra akra þau eru glóandi gimsteinum fegri, til hryðjuverka þrumufæðast veit engi sána. glaðleg og fjörug, en hrein eins og lind. og spyrnir spökum eimhnettir, eldhnoð, Rekum því raunvit spellbrautir á. urðarmánar. — og ríðum enn! 18. mai 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.