Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1969, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1969, Blaðsíða 1
\ MINNZT 80 ÁRA AFMÆLIS CUNNARS CUNNARSSONAR SKÁLDS 18. MAÍ 7969 IíAND Kafli úr Heiðaharmi eftir Gunnar Cunnarsson Gunnar Gunnarsson. Trérisía eflir Ballasar. >að gerðist margt í Þrídölum, ef því væri öllu til ski'la hald- ið, en flest af því var fremur smávægilegt. Sumir sögðu jafn vel, að þar gerðist aldrei neitt og höfðu mikið til síns máls. Langtímunum saman gerðist hreint ekki neitt, nema ef telja skal til tíðinda, að börn fædd- ust og að sum af þeim dóu og maður og maður fór til Amer- íku eða hrökk upp af. En þetta var svo alvanalegt, að það var ekki talið til tíðinda, nema sér- staklega stæði á, maðurinn yrði úti fyrir þriggja pela flösku af mjólk á heiðum uppi og fluttur til moldar á sleða samhliða kú, sem ætluð var til bjargar heim- ilinu, eða því um líkt. En þó að barnsburður þætti ekki mikilvægur atburður á hreppsalin, var allt öðru máli að gegna um foreldrana, sem börnin eignuðust, og þá ekki síður afa og ömmur, ef á lífi voru. Ekki þótti það litlum tíð- indum sæta á Gili eða Bjargi, þegar Brandur litli Oddsson fæddist eða þær Oddný og Una Oddsdætur. Þetta var talið til stórtíðinda á báðum bæjum. Stærri tíðindi gerðust þar ekki í bili, sem betur fór. Þá þótti það ei heldur alllitl- um tíðindum sæta á Gili, þeg- ar hún ísafold litla var orðin það stór, að hún gat riðið ein til kirkju og í kaiupstað — með þykkar, gullair fléttur 'langt nið- ur á bak. Almenningur sinnti þessu lítið, sem vonlegt var. Þetfca er ekki annað en það, sem gengur og gerist á bæ, í hæsta lagi, að menn orðléku lítillega, að þau ætluðu að verða kynsæl, Gilshjónin, og eignuðust myndarleg börn. En hverjum þykir sinn fugl fag- ur, og lagleg börn voru ekkert einsdæmi í Þrídölum, ef tekið varð mark á dómi vandamanna. Það þurfti ekki að fara lengra en yfir ána að Tinda- stó'li til að hitta ung hjón, sem áttu enn þá fleiri lagleg og myndarleg börn en Gilshjónin, börn, sem haft var mikið dá- læti á heima og víðar, jafnvel meðal heldra fólks á Tangan- um. Komurnar, sem elskuðu heit ast hana Jóhönnu sína á Tinda- stóli, og börn þeirra og menn, ef þeir máttu vera að því, skruppu á hverju sumri í berja mó inn að Tindastóli og áttu þar náðuga daga og heilnæmar nætur. Gömlu hjónin höfðu allt- af tekið vel á móti þessu fólki og þótt heiður að, og Rusti 'litli og Hanna gættu v.el fornra siða, einnig í þessum efnum. Nei, það þurfti meira en barneignir ef ekki voru í mein um, til að valda sérstöku um- tali, sem bezt verður séð af því, að jafnvel þegar Runólfur karlinn á Rangárlóni laumaðist úr landi fram hjá Þrídölum, fór að kalla mátti huldu höfðd yfir vegleysur og háganga norð ur á Digrafjörð cg steig um borð í skip ásamt hyski sínu og vænni kippu af reyktum sil- ungi og fór til Ameríku, varð mjög lítið umtal um þetta í sveitinni nema aðaliega ó tveim bæjum innist í Eindal. Runi var heiðurskarl og hafði ráðstafað af mikilli umhyggju skuldum sínum á Tanganum og úti í Döl unum. Sérstaklega fannst mönn um það ofurskiljanlegt á Dal- tanga, að hann hélzt ekki leng- ur við á þessu koti sínu, eftir að allt nágrennið utan við Rangárlón, — Haugur, Leiti og Lækur, — var komið í eyði og ólíklegt, að Leiti byggðist á ný, en óhugsandi um Læk og Haug. Enda hafði honum sagzt svo ■frá þegar í haust, Runa, að sil- ungunum í Lóninu væri farið að fækka að mun, veiðin far- in að minnka ti'lfinnanlega frá því, sem áður hafði verið, og hvað var að marka, þó að Brandur á Bjargi bæiri á móti þessu? — Átti ekki Runa sjálf- um að vera kunnugast um þá hluti? Hann var orðinn svo sér- vitur hann Brandur. Þetta hafði ágerzt með aldrinum og var þó varla á bætandi! . . . Nei, Runi var orðinn sárþreyttur maður, enda hafði hvað eftir annað leg ið við borð, að hann drukkn- aði af troginu sínu. í sumar, sem leið, mótti engu muna, að hann drykki ekki meira en nægju sína. Hann hafði steypzt í Lónið, aumingja karlinn, en 'honum hafði viljað til lífs, að fimmtán ára hniokki, sem hann átti, hafði hest við höndina og áræði til að sundríða út til hans og draga hann í land á hárinu. Runi hafði verið lengi að vakna eftir sopann þann og um stund verið talinn dauður. Samt vaknaði hann — og var nú farinn frá silungakyninu sínu fræga. Um þessa atburði barst út vísa í Þrídölum og eignuð Brandi. Linur halur leifði af drykk. Lítinn te'l ég búmannshnykk að potast upp úr pyttum lands og pukrast svo til andskotans, Þanmig kvaddi hann þennan nágranna sinn, og varð ekki annað sagt en að það hlyti að vera kaldrifjaður maður, sem heldur vildi sjá vini sína dauða en að þeir björguðust yfir í betri heimsálfur! Ef Brandur átti vísuna, var hann beiskyrtari um Runa í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.