Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1968, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1968, Blaðsíða 14
Hvað lesa þýzkir unglingar? DK-Bonn — Þegar erfiðleikarnir voru hvað mestir hjá kvikmyndaiðnaði Vestur-Þýzkalands fyrir 2-3 árum, reyndu sum kvikmyndafélögin að hressa upp á fjáhrag sinn með því að gera kvikmyndir eftir sögum Karls Mays, eins vinsælasta unglingabókahöf- undar Þjóðverja. May skrifaði alls 70 sögur, og þær hafa verið gefnar út í hvorki meira né minna en 1399 vasaútgáfum — fyrir ut- an þær útgáfur, sem meira hefir verið lagt í. Þegar á það er litið, var eðli- legt, að þýzkir kvikmyndaframleiðend- ur teldu May vinsælasta höfund af sínu tagi í Vestur-Þýzkalandi. Rann- sóknir leiddu hins vegar í ljós, að það voru frekar fullorðnir, sem lásu bæk- ur Mays — til að rifja upp eftirlæt- isbækur og æskuminningar — en börn og unglingar. Af þessari athugun spratt svo önnur, sem fram hefir farið síðan á vegum sam- bands þýzkra bókaútgefenda (Börsen verein des Deutschen Buchhandels), og hún leiddi eftirfarandi í ljós: Það eru framtíðarsögur franska höfundarins Jul es Verne (sem nú eru að rætast á ýms- um sviðum), sem þýzkir unglingar hafa mest dálæti á. Á fyrri hluta þessa ára- tugs komu út hvorki meira né minna en 552 nýþýðingar á skáldsögum hans! Þá er „Davíð Copperfield“ eftir Charles Dickens mjög vinsæl saga, því að hún hefur verið þýdd 272 sinnum, en síðan kemur „Gulleyjan“ eftir Robert Louis Stevenson, „Robinson Krúsó“ eftir Daniel Defoe og „Frumskógasögur“ Kiplings. Er ljóst af þessu, að það eru enskii höfundar, sem næstir eru Verne að vinsældum. Þegar þetta varð ljóst, langaði for- lagið Fritz Schneider í Munchen — stærsta barnabókaforlag Vestur-Þýzka lands — að vita önnur atriði af svipuðu tagi. Það lét spyrjast fyrir um það hjá 2400 börnum á 6-14 ára aldri, hvort þau notuðu nokkru sinni vasapeninga sína xil bókakaupa. Fékk forlagið þau svör, að börn á aldrinum 10-14 ára not- uðu sem næst 60 prs. af vasapeningum sínum til slíkra kaupa. Þessi hópur las einkum eftirfarandi bækur: „Robinson Krúsó“ var í fyrsta sæti, en nærri honum voru „Tom Saw- yer“ og Stikilsberja-Finnur" eftir Mark 1 wain, en síðan komu „Ben Hur“ eftir Lewis Wallace og „Síðustu dagar Pomp- ei“ eftir Bulwer. Þess má geta, að rnargir þýzkir mið- og verzlunarskólar mæla með bókum þessum við nemend- ur. Yngri börnin vildu hins vegar lesa ýmis konar ævintýri — og var þar vin- sælasiur H. C. Andersen, en síðan koma Wilhelm Hauff, Grimm-bræður og Lud- wig Bechstein, ásamt sögum um Uglu- spegii og Munchhausen barón. Fyrir fimm árum var sett á laggirnar í Frankfurt stofnun, sem heitir Stofnun til barnabókarannsókna (Institut fur Juger.dbuchforschung), og þar hafa menn komizt að þeirri niðurstöðu, að skemmtilegasti höfundur að dómi ung- linga sé Bandaríkjamaðurinn Mark Twain, en í næsta sæti sé Þjóðverjinn Erich Kastner, en vinsælustu sögur hans eru „Emil og leynilögreglumenn- irnir“ og „Kennslustofan fljúgandi". Virðast rannsóknir þessarar stofnunar fyrst og fremst benda til þess, að börn- in sækist mest eftir sögum um lífsgleði og gamansemi. mjöls og meðaí nauðlíðandi og bjargar- lausra uppskiptar, reiðurunum síðar ti'l betalings heldur en fólkið í hungri dæi. Spegillinn (Kveðið á miðju Atlantshafi) í heiði stjörnur himins fjær nú hafsins stafa lind að spegli skærum þyrpast þær sem þekki eigin mynd. Loks er það einn þáttur í áhuga yfir- valda, útgefenda og einstaklinga á börn um og hentugu lesefni handa þeim, að víða í stórborgum Þýzkalands er verið að koma upp söfnum með barnabókum eingöngu. Hið stærsta þeirra er í Mun- chen — safn alþjóðlegra barnabóka — og hefir það að geyma hvorki meira né minna en 100.000 bindi bóka, sem fyrst og fremst eru taldar við barna hæfi. hagalagdar Til bjargar og lifsviðlialds. Af þessum stóru harðindum og fólks- ins lífsbjargarleysi fyrir stórkostlega al múgans klögun og nauðsyn, gekk dóm- ur á Súðavíkurþingi, að sýslumaðurinn, Thorlákur Guðbrandsson, skyldi kaup- mannsbúðirnar á Skutulsfjarðareyri opna og úttaka mjöl og aðra lífsnær- ing almúganum til bjargar og lífs við- halds, hvað hann og gerði, þriðjudag- inn eftir uppstigningardag, sem var sá 22. maí og voru þar útteknar 60 tunnu Er hingað þínum himni frá þú, Herra ljóssins sér, ó, kom og sjá þig sjálfan þá í sálu minni hér. (J.R. K.b. 1914). Strítt og blítt. Jón Helgason í Ivarshúsum reri einn á báti fram á mið og gerði landsynn- ingsveður, svo að hann gat eigi náð landi. Fyllti bátinn tvívegis af sjó, en hann fleyttist þó af fyrir drottins dá- semdar varðveizlu. Hleypti hann nú bátnum undan veðri og náði landi dag- inn eftir á Káranesi á Mýrum. Var hann af öllum hér talinn af, enda spurðist ekki tií hans fyrr en eftir viku, að hann kom heim aftur. — Kalsatíð var fram eftir sumri en bezta veður meðan sláttur stóð yfir. Var garðvöxtur í betra lagi og nýting hin bezta. Úr þessu hlýnaði í veðri og gerði staðviðri með blíðum og logni, sem við hélst dag eftir dag, svo að menn mundu ekki aðra eins blíðu. Var nú aðdráttur af mó meö mesta móti af Innnesjum. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. nóvember 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.