Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1968, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1968, Blaðsíða 5
stórfenglegan innblástur eða hug- ljómun, oft á skömmum tíma. Er það mikilvæg heimild um hug og tilfinn- ingar höfundarins. Sören Kierkegaard skilgreinir snillinginn þannig: „Snillingurinn er ekki eins og fólk er flest og lætur sér ekki nægja að vera það. Þetta á þó ekki rætur að rekja til þess, að hann forsmái manneskjuna, heldur stafar það af því, að hugur hans beinist fyrst og fremst að honum sjálfum, því að aðrar manneskjur og þeirra ráð hjálpa honum hvorki til eða frá.“ Sjá'fur var Keirkegaard þunglynd- ur snillingur og eitt meginverk hans fjal'lar um angistina, sem kunnugt er. Sérfræðinga um verk Kierkegaards greinir hins vegar á um það, hvort þunglyndi hans hafi verið sjúklegt eða ekki. Hvað sem því líður eru verk hans um angist og örvæntingu mikils virði og áhrif þeirra gífurleg. Til Kierkegaards má t.d. rekja skilgrein ingar existentialista á tóminu og ang- istinni. Franski heimspekingurinn Henri Bergson rekur lestina í þessu bindi. Hann varð frægur fyrir þá heim- spekihreyfingu, er hann vakti við aldamótin síðustu, sem kom eins og „hressandi morgunblær yfir staðnað- ar heimspekiumræður Frakklands“, eins og það hefur verið orðað. Heim- spekifyrirlestrar Bergsons, er hann flutti í byrjun aldarinnar, nutu ein- stæðrar hyl'li. Stærsti salur Collége de France var þéttsetinn áður en fyrirlestrar hans hófust og fólkið, sem streymdi að, olli umferðartrufl- unum utan við háskólabygginguna. Einn af aðdáendum Bergsons, amer- íski sálfræðingurinn og heimspeking- urinn, William James, hefur lýst því með eftirfarandi orðum, í hverju styrkur Bergsons hafi verið fólginn: „Hann talar við okkur um veruleik- ann sjálfan, en ekki um það sem prófessorar með óljósan hugsana- gang hafa skrifað um verúleikann, né heldur um það sem aðrir prófess- orar hafi skrifað um þá. Hjá Berg- son er ekkert, sem minnir á gömul klæði eða aðfengnar vörur.“ Þeir kaflar úr verkum einstakra heimspekinga, sem birtir eru í þess- ari bók, gefa furðu góða hugmynd um verkin, enda leynir sér ekki, að þeir eru mjög kunnáttusamlega vald- ir. Inngangsgreinarnar eru einkar ljósar eins og áður sagði og þannig fram settar. að hver sem er á að geta notið þeirra og tileinkað sér. Er þetta mjög aðgengileg bók fyrir þá, sem af sjálfsdáðum vilja afla sér einhverrar undirstöðuþekkingar um helztu heimspekinga síðustu aldar og fá innsýn í verk þeirra. J. H. A. Friedrich Nietzsche G.W.Friedrich H-egel Karl Marx Arthur Schopenhauer „Frelsi er aðal andans. Hver mað- ur má sjá að það er trúlegt, að meðal annaría eiginda búi andinn einnig yfir frelsi, en heimspekin kennir okk ur, að allar eigindir andans eru að- eins til fyrir freisi'ð, að þær eru að- eins tæki fyrir frelsið, leita þess og setja það fram. Þetta er viðhorf í- hugunarheimspekinnar, að frelsið sé andans eina sanna aðal. Efnið er þungt, því að miðleitni þess beinist að ákveðnum punkti. Andinn leitar einnig að miðpunkti, en er sjálfur miðpunkturinn. Að vera andi er að vera hjá sjálfum sér, og í þessu felst einmitt frelsið. Frjáls er ég ef ég er hjá sjálfum mér.“ Þannig kemst Hegél að orði í riti sínu Skynsemin í veraldarsögunni. Tilvitnunin er tekin úr þriðja bindi mikils safnrits, er Konrad Marc-Wo- gau prófessor í Uppsölum hefur tek- ið saman: Filosofin genom tiderna. 1800-talet. Strömningar oeh nroblem- stallningar genom filosofins historia i tankarnas egna texter. I urval av Konrad Marc-Wogau. Albert Bonniers förlag. Stockholm 1956. í þessu bindi er fjallað um heimspek- inga 19. aldarinnar, inngangskafli er um hvern heimspeking, sem þarna er tekinn ti’l meðferðar, en síðan eru birtar vandaðar þýðingar úr helztu verkum. Þessir heimspekingar eiga efni í bókinni: J.G.Fichte, G.W..F Hegel, Karl Marx, J.St.Mill, H. Spencer, Arthur Schopenhauer, Sör- en Kierkegaard, Friedrich Nietzsche, Bernard Bolzano, Gottlob Frege, Charles S. Peirce, Ernst Mach, Ed- mund Husserl og Henri Bergson. Inngangsgreinar Marc-Wogaus eru í senn hnitmiðaðar og upplýsandi. Þar er í sem stytztu máli dregið fram það sem markverðast hefur verið í verkum hvers heimspekings og á- hrifaríkast eftir hans daga. Um Karl Marx segir: „Enginn getur neitað því, að hugmyndir Marx hafa gegnt geysilegu hlutverki í stjórnmálaþró- un síðustu hundrað ára. Það er einn- ig hafið yfir allan efa, að áhrifin sem þessar hugmyndir höfðu, var ekki sízt að þakka ein’lægri hlut- deild Marx í baráttunni gegn þjóð- félagslegu og stjórnmálalegu mis- ræmi um hans daga. Marx háði þessa baráttu óragur og færði mikl- ar persónulegar fórnir, í stöðugri hættu af ofsóknum íhaldssamra afla og ríkisstjórna.“ Hér kemur skýrt fram hve mikinn þátt samtíð Marx á i áhrifavald hans og uppgangi kenn- ingarinnar. En það hlýtur á hinn bóginn að draga mjög úr algildi hennar og hvetja til endurskoðunar, sem áhangendur þessarar kenningar forðast þó eins og heitan eldinn. Marc-Wogau segir ennfremur um Marx: „Heimspekin, sem Marx setur fram í síðari ritum sínum hefur reynzt hafa óviðjafnanlegt áróðurs- gildi. Um gervalla heimsbyggðina hafa verkamenn vitnað til hennar í baráttu sinni fyrir bættum kjörum. Marx mikla verk, Das Kapital, sem hann vann að í London og gaf að- eins fyrsta hluta út sjálfur, hefur verið nefnt biblía öreiganna. Og vissulega deilir þessi mikli doðrant- ur örlögum biblíunnar að því leyti, að þeir sem trúa á hann eru snöggt- um fleiri en þeir sem hafa stúderað hann“. Þrjá heimspekinga kallar Marc- Wogau snillingana í heimspeki 19. aldar. Eru það Schopenhauer, Kierke gaard og Nietzsche. Hann segir, að þeir hafi einnig allir verið sér vel meðvitandi um snilligáfu sína, og er þeir dragi fram einkenni snillingsins styðjist þeir oft við persónulega reynslu. Arthur Schopenhauer var aðeins þrítugur að aldri, er hans mikla verk, Die Welt als Wille und Vor- stellung, kom út. Þetta rit áleit hann ætíð sitt meistaraverk og þar taldi hann sig hafa afhjúpað sannleikann um veröldina og lífið. Það urðu Schopenhauer því sár vonbrigði, að þetta verk hans var tæpast nefnt á nafn í þrjátíu ár og því lítil áf- hygli veitt. Þóttist hann skynja sam- særi í þessu og fylltist hatri gegn heimspekingum samtímans. Þetta átti þó eftir að breytast og á síðustu árum sínum naut Schopenhauer mikillar hylli, verk hans voru lesin af áfergju og hann eignaðist marga aðdáendur. Bölsýni er snar þáttur í heimspeki Schopenhauers. Þjóningin má sín að hans á'liti mikils í lífi manns og því meira því gáfaðri sem maðurinn er: „andi snillingsins þjáist mest“. Nietzsche varð prófessor í grísku við háskólann í Basel, aðeins tuttugu og fjögurra ára gamall. Ellefu árum síðar sagði hann þessu embætti lausu af heilsufarsástæðum og einnig til að geta gefið sig að heimspeki eingöngu. Hann átti þó ekki langa starfsævi fyrir höndum, því að tíu árum síðar veiktist hann af sjúkdómi, sem þjáði hann unz hann lézt árið 1900. En þessi tíu ár voru frjótt skeið á starfs- ævi þessa mikla snillings. Þá varð til verkið Also sprach Zarathustra, sem er meginarfur Nietzsche til heimspekisögunnar, og ýmis önnur helztu verk hans. f sjálfsævisöguriti, Ecco Homo, lýsir Nietzsche því hvernig verk hans verða til fyrir Henri Bergson Sören Kierkegaard 10. nóvember 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.