Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1968, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1968, Blaðsíða 10
Arngrímur Jónsson lærði Fjagurra alda minning 1568—1968 EFTIR HARALD SIGURÐSSON, BÓKAVÖRÐ Sextánda öldin var merkistími í sögu mannkynsins, öld húmanismans, landa- íundanna og siðskiptanna. Hún stendur okkur ef til vill nær en flest eða öll önnur tímabil genginna alda. Landkönn- uðir 16. aldar lögðu jörðina að fótum sér, en sporgöngumenn þeirra á hinni 20. beina farkosti sínum út í geiminn með framandi jarðir fyrir stafni. Þrætubók- arlist 16. aldar manna er dálítið bros- leg í okkar augum, viðfangsefnin fyrnd eða gleymd flestum nema sérfræðingum, enda minna sum þeirra helzti mikið á barn, sem gengur með stokki og þorir ekki að sleppa handfestunni, en við skulum hafa það hugfast, að ef til vill eiga komandi kynslóðir eftir að líta á allt okkar brambolt með svipuðum aug- um. Sá heimur, sem 16. aldar menn lögðu undirstöður að, hrundi í heims- stjrrjöldum hinnar 20., og við stöndum mú eins og þeir andspænis þeim vanda að reisa nýjan heim á rústum fortíðar- innar. Framtíðin svarar þvi, hvort okk- ur auðnast að byggja betur og traust- ar en þeir. Hér er ekki ætlunin að rekja sögu 16. aldar, en segja 1 þess stað dálítið frá 16. aldar fslendingi, Arngrími Jóns- syni lærða, og er frásögn þessi gerð í f jögurra alda minningu hans. I. Arngrímur fæddist á Auðunarstöðum í Víðidal árið 1568, en ekki vita menn fæðingardag hans. Foreldrar hans voru Jór Jónsson, dóttursonur Jóns lögmanns Sigmundssonar, er frægastur varð af útistöðum við Gottskálk biskup Niku- lásson, og kona hans Ingibjörg Lofts- dóttir. Þeir Amgrímur og Guðbrandur biskup Þorláksson voru að öðrum og þriðja frá Jóni lögmanni, og ólst Arn- grímur upp með frænda sínum frá átta ára aldri. Hann nam skólalærdóm á Hól- um, en sigldi til háskólans í Kaupmanna- höfn 17 ára og las þar guðfræði um fjögurra ára skeið. Ekki lét hann guð- fræðina þó eina, heldur nam að hætti síns tíma klassiskar bókmenntir, grísk- ar og rómverskar, heimspeki og lækn- islist. Hann hélt heim að námi loknu og gerðist skólameistari hjá frænda sín- um á Hólum árið 1589, aðeins 21 árs, og tók við því starfi af Oddi Einars- syni, þegar hann varð Skálholtsbiskup að ráði Guðbrands. Sama ár veitti kon- ungur Arngrími Mel (nú Melstað) í Miðfirði, þótt ekki sæti hann staðinn að sinni, en hefði þar aðstoðarprest. í þess stað var hann um hríð kirkju- prestur á Hólum og sat þar löngum eða á öðrum stöðum í Skagafirði, því að árið 1596 skipaði konungur hann frænda sínum til a'ðstoðar í biskups- embættinu. Gegndi Arngrímur því starfi meðan báðir lifðu, og var alla tíð kært með þeim frændum og náin samvinna. Árið 1624 fékk Guðbrandur biskup slag og var „rekkjumaður“ þau þrjú ár, sem hann átti eftir. Arngrímur tók þá við biskupsstörfum, og flestir spáðu, að hann h'lyti biskupskosningu, en „hann tók að afsaka sig og teljast undan slíku vandasömu embætti.“ Létu menn það gotl heita og kusu Þorlák Skúlason til biskups, því að embæt'tinu „fylgdi stór mæða, þungi og erfiði". Er ekki fjarri lagi að hugsa sér, að norðlenzkum klerk- um hafi verið það lítið áhugamál að fá Arngrim á stólinn og þeir því flýtt sér að taka afsakanir hans til greina. Þegar Þorlá'kur kom heim frá vígslu, hvarf Arngrímur að sínu forna brauði á Mel og þjónaði því til æviloka. Hann var þá farinn að reskjast, fullt sex- tugur, og sat í kyrrð við fræðasýsl sitt, unz hann andaðist 27. júní 1648, áttræður að aldri. Af niðjum hans má nefna dóttursynina, séra Pál Björns- son í Selárdal, nafnkunnan lærdóms- mann og galdraklerk, og Pál lögmann Vídálín, og sonarsoninn Jón biskup Ví- dalín. Arngrímur nefndi sig gjarnan ís- lending (Islandus) á latínubókum sín- um, en bætti stundum við Widalinus, og er nafnið runnið frá æskustöðvum hans í Víðidal. Afkomendur hans sumir gerðu það að ættarnafni, hinu elzta á íslandi. n. Guðbrandur biskup átti alla ævi í harð- vítugum deilum, og Arngrímur studdi frænda sinn í málsóknum þessum. Hann sigldi tvisvar til Kaupmannahafnar í málum biskups, 1592-1593 og 1602-1603. Ferðir þessar urðu afdrifaríkar fyrir Arngrím, einkum hin fyrri. Hann kynnt- ist þá ýmsum helztu fræðimönnum Dana um þær mundir, og þeir hvöttu hann og studdu til ritstarfa. Arngrímur lum- aði raunar á handriti að bókarkorni í pússi sínu, þegar hann reið til skips haustið 1592, og lét prenta það í Kaup- mannahöfn um veturinn, eins og síðar verður drepið á. Hann kom því ekki snauður að kaupeyri á fund hinna dönsku lærdómsmanna. Verður sú saga nú rakin í stuttu máli. Ritstörfum Arngríms má skipta í þrjá meginflokka, auk nokkurra bóka, sem fal'la að efni um aðra farvegi: 1. Deilu- og varnarrit gegn skrifum erlendra manna um ísland og fslendinga. 2. Rit reist á íslenzkum heimildum um sögu Norðurlanda, fslands og Grænlands. 3. Þýðingar guðsorðabóka á íslenzku í bundnu máli og óbundnu. Það voru tveir fyrrnefndu flokkarnir, sem lögðu undir- stöðuna að frama Arngríms og skipuðu honum þann sess, sem landar hans laun- uðu með sæmdarheitinu hinn lærði og gerði nafn hans og íslands kunnugt um allan hinn menntaða heim. Deilu- ritin leiddu Arngrím fram á ritvöllinn, og verður því fyrst vikið að þeim. m. Vitneskja 16. aldar manna um fs- land var fjarskalega brotakennd og á reiki, blandin hjátrú og flökkusögnum, sem áttu sér furðu fornan aldur og fjar- lægar rætur. Þegar rita skyldi um ís- land, varð mönnum helzt fyrir að grípa til Adams frá Brimum á 11. öld eða Saxa hins danska um 1200. Þessum kjarna veltu menn fyrir sér á ýmsa vegu, en juku heldur fáu við og þá he'lzt sögusögnum, sem líklegastar eru til að hafa borizt á fjörur þeirra með far- mönnUm, sundurleitar og misjafnar að gæðum, en flestar með ýkjubrag. Al- bert Krantz ritaði nálægt 1500 mikla bók um sögu Norðurlanda (Chronica regnorum aquilonarium), en ekki birt- ist bókin á prenti fyrr en 1546. íslands- fróðleik sinn sækir hann einkum til Ad- ams. Jacob Ziegler fór aðallega eftix Saxa, þegar hann segir frá ís'landi í bók sinni um Norðurlönd (Schondia) 1532, en bætti þó ýmsu við og ber fyrir sig frásagnir sænskra kirkjuhöfðingja, sem hann hitti í Rómaborg. Árið 1539 gaf Olaus Magnus út Norðurlandakort sitt (Carta marina) með stuttri lýsingu landanna á latínu, þýzku og ítölsku. Fræg voru um þessar mundir land- fræðirit (Cosmographiae) þeirra Peter Apians, í útgáfum Gemma Frisiusar, og Sebastians Múnsters, sem komu út í fjölmörgum útgáfum og þýðingum á ýms um tungum. Vísdómur þeirra um fsland var raunar magur og hjátrúarblandinn, en þetta var hið helzta, sem erlendir menn höfðu að moða úr, ef þeir vildu fræðast um fáland. En svo skeði það, líklega 1561, að Gories Peerse, skip- stjóri á íslandsfari frá Hamborg, felldi í rím níðbrag um íslendinga, Van Yss- landt (Um ísland). Kvæðiskorn þetta, sem er raunar fjarskalega ómerkilegt og illyrt, virðist hafa ýtt við þeim Guð- brandi og Arngrími, og hinn síðarnefndi setur saman fyrstu bók sína, sem nefnd var Brevis commentartus de Islandia (Stutt frásögn um ísland) og prentuð var í Kaupmannahöfn veturinn 1593. Bókin er lítil að vöxtum og lætur ekki mikið yfir sér, en þó var útkoma henn- ar dálítið ævintýri. Hér var komið „tíma mótarit, sem markaði áhrifadrjúgt spor í íslenzkri menningarsögu, fyrsta frum- samið rit, sem íslendingur birti á prenti á alþjóðavettvangi og á alþjóðamáli lærðra manna, latínu" (Jakob Bene- diktsson). Bókin var samin að undir- b 7( E rrs COMMENTARíVS Ð F. } $ í- A 0 / A Ql'Q SCRíP.TORViU DE HAG INSVLA ERRORES DtTE- guntur, iS rxtmueui um qnorunJitm con'rtcii!, ac calumimi, qutinu Ijhuuhs ttliei iui in/uhmt /cileiU, occurrilttr; per J\NG7(l\U'\f lOKciXf ÍSÍA.VD V M. Vcrítastempori's filia: Lupus mcndado tcmpuj. Ciccro: Optnionum commenta ddct iics, nx- tutac judícúconftrmat. H A F N > f 9 1 :Í5 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. nóvember 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.