Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1968, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1968, Blaðsíða 13
Eftiríarandi staða kom upp í skák milli þeirra Matulovic frá Júgóslavíu og Zwetkov, Búlgaríu, í Varna 1965. Zwetkov Matulovic 1. Dcl! Rxd4f BÓKMENNTIR Framh. af bls. 3 svo mjög á samræðum. Þegar sýningar voru hafnar aftur vorið 1968, var þetta stutta leikverk um fánýti veraldlegs gengis fellt niður, en í þess stað hafn- ar sýningar á gamansömum eintalsþætti úr: „On the Harmfulness of Tobacco" eftir Chekhov (Stjórnandi: Alvin Ep- stein) og einnig eftirhermuleiknum „Blueprints" (Stjórnandi: Mr. Lasko). Hin verkin nutu stöðugra vinsælda, sökum þokka þeirra og kýmni og þess, hve leikræn þau eru. Hinn stílfærði japanski kabukileikur var einkanlega við hæfi leikflokksins, sem túlkaði hann með nákvæmni og yndisþokka balletts- ins. Skarprar andstæður koma fram í hinum viðburðarríka ítalska farsa, sem fjallar um munaðarsjúka fjölskyldu. Þrátt fyrir kröftugan látbragðsleik, býð ur leikurinn einnig upp á mýkt og þokka ballettsins. En það sýningaratriði, sem hlýtur hvað mest lof gagnrýnenda, er „upp- iestur“ á skáldskap, því að þar koma greinilegast fram áhrif þess, sem Hays nefnir „litauðgi málsins“. Allt fra róm antískri túlkun hinnar þokkaful'lu Au- dree Norton á „How Do I Love Thee?“ eftir Elizabeth Barrett Browing til hinn ar glaðværu skopstælingar Joe Velez á öfgaljóðinu „Jabberwocky, eftir Le- wis Carroll. Við leiksýningarnar eru tveir hvísl- arar, sem standa venjulega afsíðis.er þeir inna hlutverk sitt af hendi, en í „Gianni Schicchi" eru þeir á sviðinu ásamt leikurunum, á meðan þeir mæla fram textann. Einnig er mikilvægt sýn- ingaratrfðið „sculptures for music“ eft- ir Francois Bashet. Þá er leikið á stór- fengleg alúmínhljóðfæri, sem gefa frá sér margvísleg hljóðmerki til skemmt- unar áheyrendum, og einnig skírskota þau til hinna heyrnarlausu leikara. Öll þessi mismunandi atriði, mögnuð með hjálp ásláttarhljóðfæra, búninga og ljósa stuðla að því að gera sýninguna að töfrandi og áhrifamiklu sjónarspili. Auk þessara opinberu sýninga, held- ur leikflokkurinn skólasýningar í mennta skólum víðs vegar um Bandaríkin, þar sem Lou Fant, eini leikarinn í hópnum, sem hefir heyrn, — foreldrar hans voru (Ef svartur leikur öðrum R leikjum, t.d. Re7, leikur hv. Dc7 og peðin á dr. væng falla). 3. Kd3 Dxe5 (Svartan grunar ekki hvað 'hvítur hef- ur í huga). 3. Dc8! Kg7 4. Dh8t!! Kxh8 5. Rxf7f Kg7 6. Rxe5 Svartur verður að horfast í augu við þá óþægiilegu staðreynd að R á engan undankomureit; fangaður úti á miðju borði og þó svo fáir menn á borði! EFTIRFARANDI skák var tefld í Whit- by í Englandi nú í sumar á alþjóðlegu skákmóti. Hvítt: J. G. Cockroft Svart: Heinrich Jiihe 1. f4 (Þessi byrjun er af mörgum álitin held- ur meinlaus byrjun og gefi hvít litla möguleika á forskoti, en þó hefur Lar- sen komið mörgum á óvart með þessari byrjun — einmitt vegna þeiss hversu fáir búast við henni). 1. — d5 3. Rf3 Rf6 3. g3 (Hvítur reynir að tefla Leningrad-kerf- ið í 'hollenzku vörninni: 1. d4 f5 2. Rf3 g6), en heppilegra er fyrir hvítan að leika e3, því með leiknum g3 gefur hann svörtum ákjósanlagt iskotmark 'eins og síðar kemur í Ijós). 3. — c5 (Einnig er gott að byggja upp stöðuna ir.eð g6, síðan Bg7 og í framhaldi af / • c6 og e5). 4. Bg2 Rc6 5. 0-0 h5?! 6. d3 Bg4 7. Rc3 (Eðlilegra virðist Re5) 7. — Bxf3 8. Bxf3 e6 9. e4 d4 10. e5?? (Táknrænt dæmi um algjöra blindu) 10. — dxc3 11. exf6 Dd4t (Að sjálfsögðu! Slíkt tækifæri lætur góður skákmaður sér ekki úr greipum •ganga. Þennan millileik hefur hvítur ekki séð fyrir). 12. Kg2 cxb2 13. fxg7?? hxalD og hvítur gefst upp. Hann ræður ekki við tvær drottningar. heyrnarlausir — útskýrir eðli og not- kun táknmálsins. Að sjálfsögðu er stofnunin: Vocation- al Rehabilation Administration hæstá- nægð með árangur leikanna, og það er Hays einnig. „Stjórnin hefir þjóðfélagsleg mark- mið, en okkar markmið er eingöngu að þjóna listinni, og báðir aðilar eru á- nægðir, segir hann. Hann finnur, að þessi félagsskapur, sem hann hefir átt þátt í að stofna, er í þann veginn að 'leggja stórkost- legan skerf af mörkum í þágu leiklist- arinnar. „Heyrnarlaust fólk er stolt af því að móta nýja leikhúsreynslu, og að starfi þess hefir verið fullur gaumur gefinn. Fólk, sem heyrir, hefir komizt að raun um, að þessir heyrnarlausu leikarar eru myndarlegir, duglegir og einstökum hæfileikum búnir. Auk þess eru þeir vísir að nýju leik- húsi, sem hleypt geti nýju lífi í starf- semi hins hefðbundna leikhúss. ARNCRÍMUR LÆRÐI Framh. af bls. 11 heima í flokki hinna síðarnefndu. Með henni lauk hálfrar aldar ritferli Arn- gríms. V. Enginn hefur gengið feti framar Guð- brandi biskupi að hörku og óbugandi kjarki við að berja inn í íslendinga evangelisk-lúterskan rétttrúnað og mo'la niður þær leifar fyxri siðar, sem enn þóttu uppi. Var biskup vakinn og sofinn í þessu, meðan hann fylgdi fötum og mátti halda á penna. Hér sem ann- ars staðar var Arngrímur honum traust stoð, ef grípa þurfti til að þýða guðs- orðabækur í bundnu máli eða lausu. Ekkert þeirra verka hefði þó enzt hon- um til varanlegs frama, en eifct þeirra átti þó síðar fyrir sér mikla sögu í ís- lenzkum bókmenntum: Eintal sálarinnar við sjálfa sig eftir Martin Möller, þýzk- an guðfræðing. Frumprentun bókarinn- ar kom út á Hólum 1599, en hún var endurprentuð fimm sinnum fram á miðja 18. öld. Þess verður ekki freistað að rekja guðfræði bókarinnar, en þess eins getið, sem hún varð ágætust af, að þang- að sótti Hal'lgrímur Pétursson að ein- hverju leyti uppistöðuna í Passíusálma sína. Hér skulu aðeins talin heiti þeirra guðsorðabóka, sem Arngrímur þýddi, og eru þær allar prentaðar á Hólum: 1. Biblia parva. Edur Vor Almenelegur Catechismus (1596). 2. Hinn stutte Da- vids Psalltare (1611), úrval úr Davíðs sálmum. 3. Si0 Krossgöngur Herrans Jesu Christi eftir Martin Hammer (1618). 4.Krosskuediur Þess Heilaga Kienne- faudurs Bernhardi (1618), þýðing í bundnu máli á Rhytmica oratio eftir Bernard frá Clairvaux. 5. Psalmur í Davids Psalltara sá XCI. . . stuttlega yferfaren Af Sijra Arngrijme Jonssyne (1618). Sú bók, sem er sjö prédikanir, hefur þá sérstöðu, að hún er venju- lega talin eftir Arngrím sjálfan. VI. Skal nú þessu ritatali lokið með fá- einum bókum af ýmsu tagi, sem Arn- grímur tók saman. Honum er eignað hið elzta almanak, sem vitað er með ör- uggri vissu að prentað var á íslenzku: Calendarivm Islendskt Rijm, Hólum 1597, Latneska málfræði, Grammatica latina, tók hann saman eftir ýmsum heimildum handa skólasveinum á Hólum, og var bókin prentuð þar 1616. Loks skulu nefnd tvö rit, sem runnin eru aif persónulegum toga og frændsemi og vináttu við Guðbrand biskup. Biskup átti löngum í útistöðum, og oftar en hitt mun hafa blásið kalt um sæti hans: Varla er að efa, að Arngrímur hefur stundum goldið þess. hjá sumum and- stæðingum biskups. Þeir virðast hafa lostið upp þeim orðrómi, að Arngrímur væri ekki heill biskupi og vildi losna við hann, en setjast sjálfur í sæti hans. Ritaði Arngrímur þá varnarrit: Apo- tribe ... calumniæ (Óhróðri. . . hnekkt), sem prentað var í Hamborg 1622. Hitt ritið er æviminning Guðbrands biskups á latinu: Aþanasia . . . Dn. Gudbrandi Thoriacii (Ódau'ðleikaminning . . . herra Guðbrands Þorlákssonar), Hamborg 1630. Bókin er að stofni líkræða, sem Arngrimur flutti við útför biskups og ómetanleg heimild um ævi hans, þótt stutt sé og þess vart að vænta, að hún geymi hlutlægt mat á manninum og hin- um sundurleitu viðfangsefnum hans. Sitthvað fleira hefur Arngrími verið eignað af ritum, en flest er það smá- vægilegt og sumt g^átað, t.a.m. latnesk- íslenzk orðabók eða orðakver. VII. Af Arngrími eru til tvær dálítið mis- munandi myndir, sem efalaust eru báð- ar runnar frá sömu frummynd, gerðri af honum 24 ára, trúlega í Kaupmanna- höfn, veturinn, sem hann dvaldist þar, 1592-1593. Myndin þykir bend/a til nokkurs þótta, að þar fari maður, sem var óljúft að setja ljós sitt undir mæli- ker. Sitthvað í ritum hans bendir til hins sama, yfirlætis og drambs, ekki sízt ef fjallað er um menn, sem fögnuðu litlu trausti og áliti, þótt mjúklegar sé tek- ið á hinum, er meira máttu sín. Jón Grunnvíkingur segir, að hann hafi ver- ið „yfirlætismaður, að sögn manna, og 'lét syni sína ganga á kápum þegar á unga aldri . . . þóttalegur í fasi og fram- göngu og státaði sig nokkuð". Jón var alinn upp hjá Páli lögmanni, dóttursyni Arngríms, og var þar samtíða Hildi Arngrímsdóttur, móður Páls. Hann gat því trútt um talað. I sömu átt bendir skopvísa, sem Hallgrímur Pétursson orti um einhvern hefðarmann og ístru- belg, og ætla menn það kveðið um Arn- grím: Eins og forinn feitur fénu mögru hjá stendur strembileitur stórri þúfu á. Þegir svo og þykist frjáls, þetta kennir prjáls, reigir hann sig og réttir upp rófuna til hálfs. Sprettir úr sporum með státi og sparðar af gravitáte. Arngrímur fékkst töluvert við skáld- skap bæði á latínu og íslenzku, og er latínukveðskapur hans talinn í góðu lagi af fróðum mönnum, en lítið hrós hefi ur hann fengið fyrir það, er hann kvað á íslenzku. Páll lögmaður líkti skáldskap hans við „óheflaða staura, rekna saman með ryðguðum járngödd- um“, og Árni Magnússon kváð Am- grím meiri mann, ef kvæðin væru frá honum tekin. En engum er allt léð, og helzti slakur skáldskapur dregur ekki vitund úr hróðri Arngríms, sem er á allt öðru sviði. Með bókum sínum og bréfaskipt- um við erlenda fræðimenn, einkum danska, vakti hann þann áhuga á ís- lenzkum fræðum, sem aldrei hefur kuln- að út, þótt á ýmsu hafi gengið. Minna varð honum ágengt að kveða í kútinn óhróður þann, er erlendir menn settu á bækur um ísland. Hann ritaði aldrei þá lýsingu lands og þjóðar, sem David Chytræus hvatti hann að skrifa, og sennilega hefði orðið árangursríkari en ófrjótt pex við rótgróna hleypidóma. En þótt Árngrímur hefði ekki í þessum sökum erindi sem erfiði, munu verk hans jafnan skipa honum á bekk með beztu sonum íslands. Útgefandi: H.f. Árvakur, fteykjavík. Frarr.kv.stj.: Haraldur Sveinsson. Eitstjórar: SigurSur Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. iRitstj.fltr.: Gisli Sigurðs.-on. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sirai 10100. 10. nóvember 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.