Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1968, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1968, Blaðsíða 7
Þetta eru myndir af inn- réttingum, sem Gunnar hefur teiknað. Ein myndin sýnir hluta af innréltingu í barnaherbergi. Svefnbekk urinn er úr ljósum við. Við höfuðgaflinn er geymsla fyrir sængurföt. Til hliðar eru skúffur í vinnuborði, lakkeraðar í sterkum lit. Vinstra megin er vinnu- borð. Við fótagaflinn er klæðaskápur. Þá er hlaðinn arinn úr smíðajámi og norskum grófum múrsteini. Arin- krókurinn er afmarkaður í stofunni og skemmtilega búinn húsgögnum. Myndin t. h. sýnir vegg milli borðstofu og eldhúss. Skáparnir eru opnir beggja vegna. Neðri hluti skáps- ins er innréttaður með grunnum hökkum og hill- um, likt og í borðstofu- skáp, efst er plata, sem hægt er að draga út, og er ætluð til að leggja frá sér hluti úr efri skápnum. Fremst á myndinni sézt inngangur í eldhúsið. Það vakti athygli mina, að í stofunni var ekkert hangandi ljós, heldur var óbein lýsing upp í loftið. er að vökva blómin, svo þetta visu mettimi, yfirleitt tekur er lítil fyrirhöfn. „Þú ert mikið fyrir blóm, sé ég.“ ,,Já mér þykir ósköp gaman að fallegum blómum. Annars geri ég lítið annað en vökva þau af og til. Tala kannski einstaka sinnum við þau. Hvað þetta stóra heitir? Það er kaffi- jurt, í fyrra fékk ég fimm baun ir í uppskeru og í sumar fjór- ar.“ Þegar hér var komið sögu var kaffið komið á borðið. Börnin höfðu frá mörgu að segja, Guðfinna var nýbyrjuð í ísaksskóla og drengirnir stunduðu nám í Vogaskó'lanum. Ég spurði, hvort þeim fyndist ekki langt fyrir telpuna að fara: „Jú, það er nokkuð langt,“ sagði Gunnar, „en þau eru fljót að læra á strætisvagnana. Strákarnir voru einnig í ísaks- skóla á sínum tíma og allt gekk eins og í sögu. Við keyrum þau fyrsta daginn og segjum þeim til vegar, og fyrstu dagana sem þau fara ein með vagninum, ökum við á eftir honum til að ganga úr skugga um hvort þau hafa tekið rétt eftir.“ „Drengirnir hafa verið altal- andi á dönsku, þegar þið kom- uð heim aftur.“ „Já, en þeir voru furðu fljót- ir að komast niður í íslenzk- unni, enda töluðum við alltaf íslenzku á heimilinu". „Ég vil miklu heldur eiga heima í Danmörku,“ greip Hilm ar fram í, „það er miklu skemmtilegra? “ „Nú, af hverju er það skemmtilegra." „Af því eplin duttu niður á hausinn á honum Magga.“ „Það var eplagarður kringum húsið, sem vi'ð bjuggum í,“ sagði móðir hans til skýringar. „Hann man vel eftir honum og hlýindunum, þannig að hann í- myndar sér Danmörku sem rós- rautt ævintýraland." „Datt þér aldrei í hug að setjast að í Danmörku?" spurði ég Gunnar. „Það var fyrirfram ákveðið að við kæmum aftur,“ sagði hann, „en við vorum farin að hafa það mjög gott ytra eftir að ég lauk námi. Ég var kom- inrn með eigin teiknistofu og góð ar starfsaðstæður. Það var gíf- urlegt átak að rífa sig upp.“ „Ég er sannfærð um,“ sagði Hrönn, „að við hefðum gróið föst ef við hefðum verið þarna árinu lengur.“ „Og það er nú einu sinni svo, að hér vill maður helzt vera,“ bætti Gunnar við. „Við hvað vinnurðu aðallega núna?“ „Ég vinn nær eingöngu við að teikna innréttingar í íbúð- ir og fyrirtæki. Það eru oft á tíðum mjög skemmtileg við- fangsefni. Yfirleitt hef ég þann háttinn á að ég geri allar teikn- ingar og nákvæmar vinnulýs- ingar og býð síðan allt verkið út og hef síðan eftirtit með framkvæmdunum. Þetta hefur hefið góða raun, bæði hvað • snertir vinnuhraða og vandaða smíði. f sumar tókst okkur að fá innréttingu smíðaða í einbýlis- hús á einum og hálfum mánuði. Það segir sig sjálft, að slíkur vinnuhraði er til mikils bagræð is fyrir eigendur. Þetta var að smíðin heldur lengri tíma, en þetta sýnir hvað hægt er að gera ef vel er haldið á spöð- unum.“ „En verða ekki innréttingar af þessu tagi nokkuð ópérsónu- legar?“ „Alls ekki. Ég reyni að sjálf- sögðu að ganga til móts við ósk ir eigendanna, annað væri ekki hægt. Að vísu hefur það kom- ið fyrir að frávik frá teikning- unum hafa verið svo umfangs- miklar og þess eðlis, að ég hef ekki viljað láta bendla mig við þær, en slíkt heyrir nú til und- antekninga. Það er auðvitað lang skemmtilegast að hafa sem frjálsastar hendur, þá finnst mér ég njóta mín bezt, en smekkur manna er ærið misjafn og við því er ekkert að segja.“ „Það hringdi ein frú um dag- inn,“ skaut Hrönn inn í, „og sagðist ætla að sauma púða og vildi fá að vita, hvernig hann ætti að vera á litinn. En það var nú víst í gamni sagt.“ „Fylgist þú með því sem mað- urinn þinn er að starfa á hverj um tíma?“ „Ég hef gaman af að fylgj- ast með því sem hann er að vinna og við ræðum oft um vandamál, sem upp koma í sam- bandi við teikningarnar, því betur sjá augu en auga. Skipu- lagning innanhúss liggur nokk- uð nærri starfssviði mínu og við erum alls ekki alltaf sam- mála, einkum um hagkvæmni t.d. í sambandi við eldhús, og er ekkert um annað að gera en ræða hlutina til enda. Þögn og afskiptaleysi geta aldrei leyst leyst nein vandamál." „Og hann hefur náttúrulega brennandi áhuga á þínu starfi?“ „Gunnar hefur takmarkaðan áhuga á mat, og það þýðir ekk- ert að spyrja hann, hvað ég eigi að hafa í matinn." „Það kemur nú kannski til af því að ég er of góðu vanur,“ sagði Gunnar, „Hrönn býr til geysilega góðan mat og það þekkist ekki að krakkarnir fúlsi við matnum. Beztir þykja mér réttirnir, sem hún matreið- ir úr allskonar afgöngum og grænmeti. En spurðu hana hvernig hún hagar matarinn- kaupunum, það er heflmikið ævintýri að fylgjast með því.“ „Ég kaupi allt kjöt inn á haustin. Þá fæ ég það ófrosið og get tekið það í sundur eins og ég vil hafa það. í haust keyptum við t.d. hálfan svíns- skrokk og hálfan nautsskrokk. Auk þess fékk ég isent að norð- an milli 30—40 kg. af hval- kjöti, sem ég hluta í sund- ur í hæfilega bita. Einn- ig frysti ég allan sláturmat og sem því tilheyrir. Þá hrað- frysti ég blómkál á haustin, svo og ribsber og bláber. Ég bíð með að frysta rauðkálið og rauðrófurnar þar til fram að jólum, þegar danska káhð kem- ur í verzlanir, og það endist allt árið. Ég pakka öllu inn í plastpoka og útiloka allt loft. Með því móti verður geymsluþolið mest. Þetta sparar okkur heilmikið í matarinnkaupum. Ég var að reikna út að gamni mínu, að einn skammtur af rauðkáli kost ar mig um 5 kr. en jafnstór skammtur í niðursoðnum krukk um kostar í verzlunum milli 30 og 40 kr. Mér finnst einnig þægilegt að frysta kökur, en á haustin er kistan orðin það full af kjöt- og grænmeti að ég get ekki komið því við. Síðan bætist enn í hana fyrir jólin, þannig að það er ekki fyrr en seinni hluta vetrar, sem ég get bætt ein- hverju við að ráði.“ „Og ekki má gleyma glessuð- um fisknum," sagði Hrönn að lokum. „Gunnar fer venjulega í sumarfrí til Ólafsfjarðar, þar sem hann er uppálinn, og kem- ur til baka með fisk, sem hann hefur gert að sjálfur. Hann sker gellur og kinnar, einnig kemur hann með sólþurrkaðan saltfisk og bútung, svo eitt- hvað sé nefnt. Fisknum er síð- an pakkað í hæfilega stóra pakka og látinn í frystikist- una. Með þessu móti er alltaf nægur matur til heima og mað- ur losnar við þessi stöðugu búðarhlaup, og það er ekki svo lítill ávinningur.“ AÐ TEMJA ELDINN Framh. af bls. 2 áttu um heUinn, þar sem yfír- ráð dýrs og manns skiptast á nokkurnveginn reglubundið. En í efri lögunum er ástandið orð- ið breytt, um víxl er ekki leng ur að ræða heldur er maðurinn fluttur í hellinn fyrir fullt og allt. Það vill einriig svo til að í þessum lögum er að finna búta af viðarkolum, brennd bein og önnur merki um eld. Að sjálf- sögðu var eldurinn ekki það eina sem rak kjötæturnar á flótta. Er hér var komið sögu var maðurinn ekki lengur venju legt rándýr: hann var orðinn hættulegasta rándýr jarðarinn ar. f rauninni kann vel að vera að hann hafi sjálfur útrýmt versta keppinaut sínum, víg- tennta tígrisdýrinu. Nýjasti vitnisburðurinn um fræknleik mannsins við veíðar og notkun elds sýnir ljóslega hvemig nýjar uppgraftarað- ferðir afla okkur upplýsinga um horfna lifnaðarhætti. Clark Howell við Chicago háskóla hef ur um skeið starfað að upp- greftri í dal nokkrum á þurr- lendri hásléttu á norðanverð- um Mið-Spáni, nálægt þorpinu Torralba. Enda þótt þessar stöðvar séu um það bil jafn- gamlar stöðvum Peking manns- ins, eru þær frábrugðnar að því leyti að þær eru bráða- birgða veiðistöð fremur en bú staður. Þar hafa fundizt slátur leifar að minnsta kosti 30 fíia og 12 nasliyrninga og gefur það nokkra liugmvnd um hversu dugmikið rándýr mað- urinn var orðinn. Jafnvel stóm tígrisdýrin réðust ekki á slíka bráð. f dal þe«sum er einnig að finna jarðlög sem eru að verða mikilvægari í nútíma fornleifa- fræði, en bað eru tiltöluiega óröskuð . lifandi e-ólf“, þar sem bein og verkfæri og aðrir hlut ir haldast í sinni nnprunalegu stöðu. Að grafa ót IHandi gólf er eitt íeiðinlegasta verk sem fundið hefur verið upp í nafni vísindanna, bar s“>u mæla verð ur liverja beinflí* og stein- Framh. á bls. 12 10. nóvember 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.