Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1968, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1968, Blaðsíða 8
Nokkra daga hefur tjaldið staðið í tóftinni niðri við fjör- una. Út um tjaldskörina sjást mosagrónir steinarnir í h’leðsl- unni. En síðan sjórinn, sundin og Flateyjarlöndin. Og einstaka ónafngreind sker. Ég hef legið þarna ktukku- tímum saman án þess að veita því eftirtekt að tíminn líður. Hlustað á andardrátt náttúr- unnar, soghljóð sævarins við flóð og fjöru og þá endalausu hljómkviðu fugla, sem hér er flutt ár og síð. Einkum og sér í lagi hef ég hlustað á hrossa- gaukinn og notið þess hvað hneggið sker sig fagurlega frá gargi kríu og sjófugla. Oftast hefur sólin glampað á sundin þessa daga. En þau eru ekki eins slétt í logninu og ég hafði hatdið að óreyndu, það er sífellt einhver kvika og órói, sem stendur í engu samræmi við upphafna rósemi eyjarinn- ar. Og við flóð og fjöru verða sundin hér fyrir sunnan eins og beljandi fljót. Á þetta horfir maður og hlustar með andakt án þess að líta nokkru sinni á klukkuna. í Flatey skiptir tím- inn engu máli. En sjórinn skipt ir máli og ótrúlegt er hvernig umhverfið hefur hamskipti eftir sjávarföl'lum. Hvergi hef ég reynt nálægð sjávarins á svo áhrifamikinn hátt. ★ Nokkra daga hefur tjaldið staðið í tóftinni. Og við tjald- búarnir höfum andað að okkur seltunni ásamt þeim sér- staka ilmi, sem verður úr fjör- um. Þess á milli höfum við rjátl azt um eyjuna, boði'ð fólkinu góðan daginn og þegið kaffi. Eftir nokkra daga þekkir mað- ur bæði fólkið og þau aðskilj- anlegu vandamál, sem þar koma fyrir. Það er raunar hægurinn á að kynnast fólkinu; mér er sagt að aðeins þrjátíu manns hafi fasta búsetu í Flatey, þar með talin börn. f dag hafa vindar tekið á sig náðir; úr sumum bárujárnshús- unum stígur reykjarlopi til him ins. Ég stikla á þúfum í þétt- sprottnu vallendisgrasi, nem staðar, htusta. Hvað heyrist ut- an kvak fugla? Hérumbil ekk- ert. Einhversstaðar í útnorðri, milli þess eyjakrapa sem þar rennur saman í eitt, þar má greina dauflega skelli í mótor- bát. En í Flatey er því líkast að enginn sé kominn á fætur og þó er liðið framá daginn. Aðeins letilegur reykur uppum einstaka stromp gefur staðfest- ingu á, að hér muni þó enn mannabyggð. Hér er ekkert vélaskrö’lt að jafnaði, aðeins einstaka sinnum er kyrrðin rofin af bátsferð. En það er enginn bíll á ferðinni. Að vísu sá ég tvo: Annar var útí móa, fjarri mannabyggð; lík ið virtist af Fordson. Og svo stendur vörubíll í sinurubbinu við Grýluvoginn, International af árgerð 1942 sýnist mér, ó- gangfær í mörg ár. ★ En bíðum við, sér ekki allt í einu til mannaferða uppúr þurru. Tvö börn koma stiklandi með mjólkurílát eftir stígnum þeim hinum eina, sem liggur eftir eyjunni langsum. Annað er ekki vegarkyns; hann liggur frá plássinu og út á Tröllenda. Þar er nefnilega frystihúsið og bryggjan, einskonar minnis- merki um þá nýsköpun, sem hér átti að verða. En hvað stoða frystihús, þegar enginn sést fiskurinn? Ekkert skip leggur upp afta sínum á þessum stað, enda enginn til að taka á móti slíku ónæði. Hinsvegar halda börnin áfram ferðinni, unz þau koma í þetta hús, þar sem mjólkin er geymd; mjólkin sem kom úr Hólminum með síðustu ferð. Svo það var þá ekki með öllu til einskis að þetta mikla hús var reist, húsið sem átti að stuðla að atvinnuöryggi og efla jafnvægi í byggð landsins. Ekki vekur hávaðinn af því neinri af værum blundi, né held ur hætta á að maður hrökkvi upp úr hugleiðingum sínum við hvellt hamarshögg. í Flatey er ekkert í byggingu, það ég sá hvorki hús né annað. ★ f dag hef ég verið að litast um við gömlu höfnina og farið mér hægt eins og eilífðin væri framundan; dregið upp teikni- blokk hér og myndavél þar. Hér grotna niður í sjó og svörð þær minjar sem eftir eru um blómlegt athafnalíf. Ein- hverntíma í árdaga steinsteypu aldar hefur verið steypt ofaná grjótið, sem myndaði Eyjólfs- bryggju. Nú er það allt étið ög tætt; járni'ð sem átti að binda þetta saman meðan land stæði, það réttir nú ryðgaða fingur út í íoftið. En steinsteypan hefur molnað niður. Ekki skil ég hvað kom yf- ir stórgáfaða nýsköpunarmenn að nema land suður á eyjar- enda fyrir nýja bryggju í stað þess að hressa við þá höfn sem náttúran sýnist hafa búið Flat- eyingum. Allt um það finnur maður ef til vill hvergi betur en hér þau sérstöku hughrif eða stemmningu, sem Flatey býr yfir. Uppaf bryggjunni og botni Grýluvogsins er þéttust þyrp- ing húsa; þar er sjálft kaup- túnið. Nú bæ'lir tæpast nokkur mannsfótur það gras, sem vex í friði milli ryðbrunninna báru járnshúsa. Fátt er ömurlegra en yfirgefinn bær; þó er sér- stök ánægja að eigra þarna um. Kannske er þetta glötuninni vígt, en engu að síður svo myndrænt, eða það sem Danir kalla ,,maleriskt“, að leitun er á öðru eins. í Eyjólfshúsi, fremst á tang- ánum, er að vísu búið. En flest önnur hús þar í grennd standa ónotuð, Vogshús til dæmis, stundum nefnt Kaupmannshús. Það er tvílyft með risi og prest- urinn bjó þar í seinni tíð. Oft heyrði ég séra Sigurð í Holti minnast á prestskapartíð sína í Flatey, það var hans fyrsta brauð, ef ég man rétt, og honum var fólkið mjög minnis- stætt og kjör þess. ★ Þú gengur norður með stígn- um; þar verður fyrir stórhýsi á flateyskan mælikvarða, hús með útskornum vindskeiðum og skreytingum, sem nú taka að feyskjast. Þetta er hvorki meira né minna en sjá'lft verzl- unarhús Islands Handel, minjar um selstöðuverzlun og danskt vald. Síðar urðu húsbóndaskipti; kaupfélagið fíutti í húsið í stað selstöðunnar og ugglaust marg- ir búnir að koma við sögu þar á milli. Kaupfélagið andað- ist að vísu fyrir fjórtán árum og sennilega hefur ekki nokk- ur mannleg vera stigið inn fyr- ir þröskuld síðan. Ef þú 'leggst með andlitið á einhverja rúðuna, sem að vísu þykir ekki allsstaðar kurteis- legt, þá má sjá, að bókhald Að ofan: Strýta og Hólshús, í miðju: Baldur leggst að bryggju, hann kemur einu sinni í viku. Neðst: Skrautlegur leiðaumbúnaður í kirkjugarðinum, er nú tekinn að hallast á ýmsa vegu. j. ':-'r |ggi|gll ■: 3 ''V.^.''' 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. nóvember 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.