Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1968, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1968, Blaðsíða 2
% < Eldar af völdum náttúrunnar, til dæmis skógareldar, sem kvikna við að eldingu slær niöur, hafa sennilega orðið til þess að maðurinn kynntist eldinum fyrst, og þannig hefur hann ef til vill náð valdi á honum. yfirferð hans numið um 5 til 6 kilómetrum að meðaltali á ári. Einhversstaðar á leiðinni hef- ur hann farið að nota eldinn reglubundið. í fyrstu hefur til- gangur hans án efa verið sá einn að halda á sér hita. Hann lifði við eld og dó við eld löngu áður en hann tók að nytja hann á annan hátt. í rauninni var hann upprunninn á tímum elds og eímyrju, þegar eldsumbrot rifu tröllauka skurði í jarðskorpuna eins og Afríkusprunguna miklu, sem nær allt frá suðurenda Malawi vatns um 6000 kílómetra eftir endilangri Austur Afríku og Ethiopíu norður að Jordan dalnum í ísrael. Forfeður okkar voru því gagnkunnugir eldinum og virð- ast hafa látið sér tiltölulega fátt um finnast. Þeir voru vana verur eins og við og flýðu ekki skilyrðislaust allar nátt- úruhamfarir. Við snúum aftur og aftur til heimkynna, sem eyðilagzt hafa í flóðum, eldgos- um og jarðskjálftum og þeir voru allt eins þrautseigir. En merki um frumstæðar eld stór hafa hvergi fundizt í allri Afríku enda þótt rannsóknar- menn hafi leitað vandlega: að öllum líkindum hefur engin knvjandi þörf verið á að tendra eld þar sem veðurlag var yfir- leitt milt og hlýtt. En eldstæði eru til frá kaldari tímabúum og á kaldari stöðum eins og í Durance-dalnum nálægt Alpa- jökhinum. Með öðrum orðum, frummað- urinn leitaði til eldsins þegar þörfin knúði á og hann fékk hann tilbúinn í hendurnar úr náttúrunnar ríki. (Fyrsti vísir- inn að eldfærum er kúla úr járni og brennisteinskís, með djúpri holu, sem myndazt hef- ur við endurtekinn slátt til að fá íkveikjuneista og fannst hún á uppgraftarstöðvum sem ekki eru nema um 15.000 ára.) Sú trú, að Promeþeus hafi stol ið eldinum handa manninum af tindi Ólympsfjalls er ekki eins útbreidd nú og áður var. En hún hefur þó sitt sannleiks- gildi ef svo er sem virðizt að eldfjöll hafi verið helztu eld- gjafarnir á frumöld. Að sögn Kenneth Oakley hjá Brezka Náttúrusögusafninu fyrirfund- ust aðrir eldgjafar á þeim svæð um sem minna var um jarðum- brot: „Maðurinn gat einnig hafa byggt á slysaeldum, sem kveiktir voru af eldingum í þurru kjarri eða graslendi eða þar sem olía eða gas seytlaði upp úr jörðinni. Einnig gat ein stöku sinnum kviknað í vegna sprenginga í kolum eða jarð- biksolíu þar sem umhverfi var rakt og á þessari öld hrann einn slíkur eldur um fjögurra ára skeið í Dorset“. Veiðimenn tóku sér bústað nálægt eldi, sem var lífsskil- yrði eins og veiðibráð, vatn og skjól og kunna stundum að hafa yfirgefið svæði, sem eldur var tekinn að kulna í, þótt þau væru að öðru leyti ákjósanleg. Ef svo var, urðu þeir að taka eldinn með sér þegar þeii fluttu burt. Það varð að halda honum lifandi eins og Ólymps- eldi, næra hann og hlú að hon- um eins og nýfæddu barni. Hver flokkur kann að hafa haft sinn eldbera — ef til vill ein- hvern hinna eldri, sem bar ábyrgð á flutningi og varð- veizlu glóðarinnar í leirbolla þöktum grænu laufi og blésu lífi í glæðurnar þegar flokkur- inn hafði fundið sér nýjan bú- stað. Eldurinn veitti meira en yl. Hann varð brátt eitt meginat- riðið til aðgreiningar mannin- um, til að breikka bilið milli hans og allra annarra jarðar- skepna. í milljónir ára höfðu fyrirrennarar mannsins, skepn ur sem líktust öpum og siðar apamaðurinn, verið aðilar í dýraríkinu á þann hátt sem við skynjum aðeins óljóst —og á þann hátt sem aldrei getur framar orðið. Þeir áttu vatns- ból sín með öðrum dýrum, og á þurrkatímabilum biðu þeir asa laust og án þess að líta upp er fílar fóru framhjá, héldu sér í hæfilegri fjarlægð frá flóðhest um og nashyrningum, skálm- uðu óhikað gegnum gasellu- hjarðir og forðuðust staði þar sem ljón kynnu að vera á svéimi. Samneytið hefur ef til vill verið enn nánara, svo sem þekkist nú á milli bavíana og impala. Á Austur-afrískri gras- sléttu er algeng sjón að sjá flokk bavínana á beit með hjörð impaladýra í einskonar bræðralagi. Ifinir stóru apar hafa mjög næmt stereoskop- iskt litasjónskyn en impalarnir aftur á móti mjög þroskað þef skyn. Hvor tegundin um sig er fyllilega nógu viðbragðsfljót, en í sameiningu fær ekk- ert á þær bitið. — Rán- dýri væri nær ómögulegt að koma þessu bræðralagi náttúr- unnar að óvörum og snemmborn ir meðlimir mannkynsins kunna að hafa verið aðilar að svipuð- um varnarkerfum. Þessi sveitasæla, þetta para- dísarlif breyttist með aukinni áherzlu á kjötát. Flestar æðri apategundir lifa mestmegnis á jurtafæðu, en forfeður okkar skáru sér nýjan lífernislegan stakk og tóku að nærast á öðr um dýrum. f fyrstu einbeittu þeir sér að smærri dýrum svo sem fuglum og hérum og ung- um hinna stærri dýra en höfðu ekki afskipti af ljónum eða öðr um stórum rándýrum nema við sérstök tækifæri. Þeir hafa ef til vill verið hræætur og horft soltnir á rándýrin eta fylli sína, en flykkzt síðan að ásamt gömmum og sjakölum til að hréinsa upp leifarnar. Maður- inn hefur því um eitt skeið lif- að í skugga tilþrifameiri morð- ingja og orðið að víkja fyrir þeim þegar til kastanna kom. Öllu þessu breytti eldurinn smámsaman. Frá fyrstu tíð hlýtur hann að hafa haldið dýr unum í hæfilegri fjarlægð ekki síður en kuldanum. A köldum eyðimerkurnóttum hafa stóx kattardýr og önnur rándýr sem birtan og kjötilmurinn löðuðu að, haldið sig utanvið verndar hring varðeldsins. Ef tíl vili hefur maðurinn veitt því at- hygli á stundum, að dýrin hrökkluðust jafnvel lengra frá þegar neistar fiugu að þeim út úr bálinu og lært að ná sama árangri með því að fleygja log andi viðarbútum í höfuð þeirra AHavega tók hann er fram liðu stundir að nota eldinn í árás- arskyni, sem vopn í stað verju. Hvað sókninni viðvíkur hef- ur sú staðreynd að fyrstu eld- stæðin fundust í hellum, sér- staka þýðingu. f fyrstu gat hann ekki einfaldlega valið sér hentugan helli og flutt inn í liann, því allar líkur voru til að liellirinn væri þegar byggð ur af sterkari og þjálfaðri drápara. Hann varð því oftar en ekki að láta sér nægja næst beztu bústaðina, klettaskúta og sillur, sem lakari vörn var í. En eldurinn gerði honum kleift að reka önnur rándýr á brott. Birnir, hýendur og mörg önn- ur hellisdýr lifðu í Durance- dalnum ásamt frummanninum en þau létu hella hans í friði. Hann varð ekki hellisbúi í al- vöru fyrr en honum hafði tek- izt að beizla eldinn. Frekari sanníndamerki um þessa samkeppni hafa fundizt á nýrri uppgraftarstöðvum þar sem yngri gerð af Homo Eret- us, hinn frægi Pekingmaður hefur átt sér bústað. A þriðja tug þessarar aldar hófu forn- leifafræðingar uppgröft í helli á Drekahæð í norðaustur Kína um 45 kílómetra frá Peking og söfnuðu steíngervingum veiði- manna, sem lifað höfðu á þessu svæði fyrir 400.000 árum. Hell- islagið var um 48 metrar á dýpt og í sumum dýpstu og elztu lögunum var aðeins að finna bein stórra kjötæta svo sem vígtennta tígrisdýrsins, risahýenu og bráð þeirra. f öðrum djúpum lögum voru bcin Pekingmannsins í yfir- gnæfandi meirihluta, en það bendir til að hann hafi verið allsráðandi í hellinum um tíma. Dýpri lögin segja frá bar- Framh. á bls. 7 Eftir að maðurinn lærði að notfæra sér eldinn, Iék enginn vafi á, hver var orðinn herra jarðar- innar. Þá fyrst hafði maðurinn sterkt tromp á hendinni gagnvart hinu herskáa og illræmda tígris- dýri, scm teikningin sýnir. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. nóvember 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.