Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1968, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1968, Blaðsíða 15
LITAZT UM Ftamh. af bls. 9 í lítilli sókn. Sjálfsagt að at- huga málið; ég snara bílnum í heimreiðina og sé að gamla bárujárnshúsið er tvær hæðir. Það hefur ekki átt að spandera túninu undir húsgrunn árið 1909. Það var annars Björn bróðir Kristleifs á Kroppi, sem byggði húsið. Það er búið að lifa sitt fegursta, nærri sextíu ára. M. Bæ eru samtals þrjátíu manns. Tvo bændanna hitti ég, Halldór og Ólaf, þeir leiddu mig í allan sannleika umkirkj- urnar tvær. Sú gamla er síðan 1888. Hún var byggð af van- efnum í þann mund er Amer- íkuagentar fóru um sveitir og lugu að fólki sögum um ávext- ina, sem maður tíndi upp af jörðinni í Vesturheimi. Allt fyrirhafnarlaust. Þeir sem fóru áttu eftir að reyna annað. En kirkjan, hún er semsé orðin gömul og feiskin þó hún standi: Það var afráðið að reisa nýja. Þetta var talsvert átak fyrir söfnuð, sem spannar nítján heimili. Samt kostaði kirkjan 1,2 milljónir. Það þurfti' ýmsar fórnir til að sjá þetta hús rísa; söfnuðurinn gaf á sjöunda hundrað þúsund í peningum. Auk þess var unnin mikil sjálf boðavinna. Og kirkjan er fall- eg; með fallegri kirkjum í sveit virðist mér. Hún setur svip á staðinn og kannski á fólkið líka. Það ættu kirkjur að gera, eða er sá tími 'liðinn? Nú er kirkjan læst og eng- inn kemst þangað inn í flýti undan spjótum og brugðnum sverðum. Aftur á móti stóð hún opin Þorleifi Þórðarsyni í Görðum á Álftanesi, þegar hann leitaði þar griða eftir Bæjarbardaga síðsumars 1237. En hvað voru Álftnesingar að vilja uppi í Andakíl með ó- friði? Það var þátttaka í póli- tíkinni og valdaspilinu. Snorri hafði hrökklast frá Reykholti undan Sturlu frænda sínum. Og Sturia hafði setzt makindalega í búið Snorra líkt og maður, sem giftir sig til fjár; gengur að eiga forríka heimasætu á grónu búi og þarf ekki annað en að hátta. Engin undur, að Snorri Sturluson væri ekki á- nægður. Hann samdi við Álft- raesinginn um að berja á óróa- seggnum. Þeir riðu saman norð ur á bóginn með vopnaða menn og ræddu aðförina. En sitt sýnist hvorum; hershöfðingj- arnir urðu ekki sammála um stríðið. Snorri sneri við. En Þorleifur mætti Sturlu í Bæ og barðist. Og komst í kirkju. í Bæ er nú ekki margt til minja um klaustur það eða munklifi, sem þar var sett á laggirnar stuttu eftir kristni- töku, menn segja, að það hafi verið hin allra fyrsta tilraun til þesskonar þjónustu við guð, sem reynd var á þessu landi. Hvatamaður þessarar nýjung- ar á íslandi mun hafa verið Rúðólfur nokkur eða Hróðólf- ur, sá var talinn frændi Ját- varðar hins helga Englakon- ungs. Fáar sögur hafa farið af því, hversu Hróðólfi tókst að innræta munkum hlýðni við skaparann og tiftun við hold- ið. Hann staðnæmdist í Bæ í nítján ár og hélt síðan utan að nýju, hann sem var frændi konungsins. Og þá af honum ný metorð. En í Bæ seig klaust urhald • á ógæfuhliðina að Hróðólfi gengnum og lagðist fljótlega niður með öllu. N okkru norðar og nær ánni er Laugaholt, þar býr Björn Blöndal, rithöfundur og veiðimaður. Hann var ekki heima, sögðu börnin. Það voru nokkur vonbrigði, en sá sem ekki gerir boð á undan sér, getur ekki vænzt þess að hitta menn heima. Björn er einn af þeim bændum, sem enn skrifa bækur. Þeir eru raunar ekki margir, og hvenær verður eng- inn rithöfundur eða grúskari eftir í þeim röðum. Hverjir halda áfram að leysa gátuna um höfund Njálu, þegar þeir Helgi á Hrafnkelsstöðum og Sigurður í Hvítárholti eru gengnir. Kannski enginn. En trúlega verða þeir búnir að hækka meðálviktina um kíló og koma allri mjólk uppfyrir f jögur prósent. Nú er bændum sífellt að fækka á þingi. Og langt síðan einhver úr þeirra hópi hefur orðið ráðherra. Hinir sléttu og felldu atvinnupólitíkusar, upp- aldir í félögum ungra fram- gangsmanna og lærðir í lög- fræði, þeir hafa tekið við. Ég tel alþingi verða fátæklegri stofnun, þegar síðasti bóndinn hverfur þaðan. Og menningin, þetta brothætta ker, verður hún ekki snauðari, þegar eng- inn bóndi gefur sér lengur tíma til að grúska í Njálu eða skrifa bókarkorn. M ITJI. yndarlegur bær Varma- lækur. Garður með hávöxnum trjám við íbúðarhúsið. Sérstak- lega eru þó peningshúsin glæsileg. Jakob oddviti á töð- ur sínar óhirtar, þær standa vítt um túnin í gulbleikum göltum. Nú er úr tízku að breiða yfir hey. Það ku vera of tímafrekt. Við hlöðuna standa tveir menn við að moka heyi í blásara, streitast við kvíslarnar. Einhverntíma hefði verið sagt, að það væri eins og að skera torf. Fátt var erfið- ara en torfskurður. En svona er að vinna með handafli á móti vélunum. Línur landslagsins úr vestri og austri mætast í Baulu, þess- um pýramída, sem horfir yfir byggðina miðja líkt og altaris- tafla fyrir miðjum kór. Hér er hlýlegt, jafnvel í norðanátt. En ekki svipmikið. Austar eða kannski norðar er dálítill kjarrskógur. Hann slær mjúkri álykju á landið, þannig ætti að klæða það. Handan við hann verða melar og blásin börð, kjarrið sýnist í hættu . Og þarna er fé. Allt í einu er allt hvítt af fé. En við ána er eng- inn að veiða. Ekki núna. Flókadalur getur naumast talizt hrífandi af veginum að sjá. Nema maður kæmi norðan úr Húnavatnssýslu. Svona er fegurðin ,hún þarf alltaf ein- hverja viðmiðun. Flestir staðir eru fallegir á móti einhverjum öðrum. Nú taka berglögin í hæðunum að halla inin til lands ins, líkt og stórkostlegt farg hafi í fyrndinni sligað þessar undirstöður innantil. Mundi það ekki hafa -verið ísaldar- jökullinn? Nú blasa Stafholts- tungurnar fallega við í vestri. Þó sjást þar ekki margir bæir. Ekki héðan. Stóri Kroppur og litli Kropp ur, einkennileg bæjanöfn. Stundum eru íslendingar snjall ir í nafngiftum. Það sýnir bæj- arnafnið Steðji hér í Flókadal. En nú er eins og menn hafi glatað þessum hæfileika. Flest nýbýli bera flatneskjuleg og óinnblásin nöfn, enda einhver nefnd, sem samþykkir nýbýla- nöfn. Menn fá að skýra nöfn- um eins og Grund, Hóll og Brekka. Mikið er þetta líkt op- inberum nefndum. Andleysið uppmálað. Hugsa sér á móti nöfn eins og Fótaskinn, Steðja, Roðgúl, Látalæti, Árkvörn, Uxahrygg og Bólu. Litli Kroppur stendur sunn an í hlíð, nærri veginum, þar tróna tvö eða þrjú gömul tré í garði. Og á þaki íbúðarhúss- ins er torf. En af hæðinni þar efra verður ein fegurst útsýn um Borgarfjörð, Reykjadalsá bugðast fram slétt'lendið. Og fjörðurinn í vestri. (Framhald síðar). skipuleggja og ákveða listsköpun af ríkis- valdi, án þess að þrúga þar með sköp- unarmátt listamannsins. Ríkisafskipti af listum geta orðið slíkur fjötur að listastarf koðnar niður. Listin og listsköpunin verð ur fyrir stöðugum áhrifum af umhverfi og lífskjörum, en mótast af eigin mati og ber í sér eigin raunveruleika. List hlýtur alltaf að snerta stjórnmál að meira eða minna leyti, trúarbrögð, heimspeki en lifir eigin lífi og skapar einingar, sem verða rluti sameiginlegrar menningar. í bók sinni „List og þjóðfélag" ræðir höfundur efnið af sinni víðtæku þekkingu og sál- rænu innsæi. Hann rekur listasöguna í hnotskurn og þau starfsskilyrði, sem líf- ræn list þarfnast til þess að geta blómgast. í lokakaflanum ræðir hann framtíð listar í heiminum. The Cambridge History of Later Greek and Early Medieval Philosophy. Edited by A. H. Armstrong. Cambridge University Press 1967. 95 — Saga síð-grxskrar og frum-miðaldaheim- speki, sem Cambridge útgáfan gefur nú út var í upphafi ætlað að vera tengd riti W.K.C. Guthrie um gríska heimspeki. Þessi tengsl m-ðu minni en ætlað var í upphafi og þetta rit má teljast sjálfstætt og óháð riti Guthries um uppbyggingu. Því er ætLað að vera yfirlitsrit um þá myndun, sem grísk heimspeki tók í þann mund sem kristnir höfundar og Gyðingar kynntust henni og á hvern hátt hún orkaði á þá. Einnig er ritið saga þessarar heimspeki eftir að kristnin aðlagaðist henni og um- myndar hana fyrsta árþúsund e.Kr. Efnið er það yfirgripsmikið og krefst slikrar þekkingar, að nauðsynlegt þótti að leita til nokkurra fræðimanna til þess að gera efninu viðhlítandi skil. Tíminn sem bók- in spannar nær frá fjórðu öid f. Kr og til upphafs 12. aldar e. Kr. Grundvöllur- inn að menningu nútíma Evrópu var lagð ur á þessu tímabili og í þessu riti er gerð tilraun til þess að skýra og tíunda fyrri hluta bókarinnar. Verður hluti Plot- inusar viðamestur, sem eðlilegt er, en reynt er að gera öllum þeim nokkur skil, sem þýðingu hafa fyrir þróun og myndbreyt- ingar heimspekinnar, bæði heiðnum, kristn um og arabískum, svo sem Philo, Klem- ensi frá Alexandriu, Ogigen, Proclus Ágúst inusi, Boethiusi og Al-Farabi. Þótt nokkr- ir merm riti bókina, þá hefur ritstjóranum tekizt að hamla gegn misræmi í framsetn ingu, svo að bókin verður heilleg, þrátt fyrir það að hún er verk nokkurra manna. í formála kveðst ritstjóri ætla þessu verki að gera allar alhæfingar um tímabilið erf- iðari. Þetta telur hann mjög nauðsynlegt vegna þess hve slíkar alhæfingar hafa ver ið almennar um þetta tímabil og þá alltaf reistar á hæpnum grundvelli. Ritinu fylgja bókaskrár. Freixfch Writing Today. Edited by Simon Watson Taylor. Penguin Books 1968. 8,6 .Wriiing Today“ bókaflokkurinn á að gefa hugmynd um einbenni nútímabók- mennta frá öllum meginlöndum og þjóð- löndum heims. Franskar bókmenntir nú á dögum eru mjög lítið þekktar hér á landi, bví er þesisi bók hentug og kemur í góðar þarfir þótt á ensku sé og gefi takmarkaða hugm.vnd um franskar bókmenntir nú- timans, eins og reyndar er von í svo þröngu úrvali. Safnandinn ritar greinargóð- an formála, þar sem hann kemur lauslega inn á þróun bókmennta á Frakklandi og lýsir aðferðum sínum við val verka í bó'kma. Manlood. Preceded by the Autobio- gropher as Torere. Michel Leiris. Trans- lated f: om the French by Richard Howard. Jonathan Cape 1968. 10.6 Þessi bók er talin vera klassísk I Frakk landi : iöfundurinn hlýddi kalli Baudelair- es urr. að rita bók um sjálfan sig, svo sanna, að pappirinn myndi skrælna við snertingu hins eldlega penna". Leiris rekur mótxin sina c'ilt frá tilfinningalegum fantasíum barnæskunnar. Hainn lýsir París milli-stríðs áranna og hinni stöðugu leit sinni að þeim konum sem höfðu altekið ímyndunarafl h.m? Júdit og Lukretsia, tákn morðsins og sjálfsmorðsins. Þessar táknmyndir mótuðu viðbrógð hans til allra hluta og þær fann hann sannastar myndir af frumhvötum sjálfs un. Vægðarlaus sjálfskömnun er ein- kenni Leiris sem rithöfundar. Hann er mann.fræðingur og hefur ferðast víða, auk þess 1 efur hann fengist við yrkingar en me"kctta verk hans er ævisöguverk hans, en þetta er fyrsta bindið af fjómm, og kom út hjá Gallimard 1946. Af gömlum blöðum Framh. af bls. 5 legu mjólkurboði Laufáshjóna. Ég man ekki eftir að hafa talað við ljúfari og betri mann en Tryggva. Ég var vist álappalegur í frásögn og skýringum, en hann virtist skilja mig til fullnustu. Og svo var pólitíski fundurinn í Hafnarfirði, sem leystist upp í rifrildið um ódýra sykurinn hjá Hannesi. En stríðið var úti 1924. Garðar Gísla- son bað mig í nafni heildsalanna að hætta. Það var hráslagafriður í höndl- uninni. Ég keypti afarmikið af vörum hjá A. Obenhaupt, bæði af birgðum hans og svo pantaði hann fyrir mig. Hann bauð mér heildsöluverð á vörum frá Hohner verksmiðjunum, 20prs. afslátt. Og þegar Disconto og Revisionsbank- inn danski fór yfir um, varð Obenhaupt hræddur og skipaði að selja allar birgð ir hér. Þá keypti ég um 30 þúsund munn hörpur fyrir lágt verð, oig ýmsa aðra vöru. En mikið langaði mig til að kaupa íorláta standklukku á 500 krónxir, og þriggja tonna peningaskáp fyrir þús- und. Árið 1922 bauð Árni Einansson mér sð kaupa húsið á Laugaveg 28, sagðist annars verða að segja mér upp leigunni á búðinni og selja öðrum. Verðið var 45 þúsund og ég keypti með hjálp Svein bjarnar og Kristínar systur hans. Já, ég hafði marga viðskiptavini, þar á meðal börnin. Þau flöttu út nefin þagar þau lágu á búðarrúðunum og horfðu á leikföngin. Svo hlupu þau heim, báðu, grenjuðu og heimtuðu aura, aumingja mæðurnar, sem áttu enga pen- inga. Ég skildi það síðar, er ég átti enga peninga sjálfur, en börnin mín báðu. Sonur minn bað um aura á bíó, en ég varð að neita, og hann fór hnugg- inn út. „Grenjaðu bara nógu mikið, þá íærðu að fara.“ sagði félagi hans. Hann hafði herjað peninga út úr pabba sínum. Nú er þetta fyrirmyndar borgari. Við afgreiddum af kappi allan morg- uninn, það var blindös af börnum. Við vorum búin að selja um 12 hundruð ílu- blöðrur og ballóna, _ sem kostuðu frá 5 aurum til 25 auar. Ég þurfti að komast í bankann fyrir hádegið og flýtti mér niður Laugavcginn. „Nú, þarna kemur Hannes," það komu á móti mér ungur piltur og miðaldra bóndi, sem leit allt í kringum sig og sagði: „Ha, hvar?“ „Þetta er Hannes,“ isagði pilturinn er við mætt umst, en bóndi horfði tortrygginn á mig, rétti mér höndina og sagði: Komdu sæll. Síðan þagði hann góða stund, horfði á mig efst og neðst og segir svo: „Þú ert bara duglegur, greyið, þó þú sért ekki mikill fyrir mann að sjá.“ Þetta var Jón Brynjólfsson á Ólafs- völlum, sem var að koma frá Ingimar bróður sínum, 'en þurfti nauðsynlega að sjá þetta manntröll, sem allir mikluðust ýmist til góðs eða ills. Jón var hrein- skilinn gáfumaður, en nokkuð sérkenni legur ef hann var fullur. Mér var aldrei hlíft við útsvörum. Árið 1914 bar ég sama útsvar og efn- aðir menn með miklu hærra kaup. Og sem kaupmaður var ég langhæstur af smákaupmönnum, bar útsvar á við 10 aðra. Ég kærði útxsvarið 1924, oig þá kom niðurjöfnunarnefndin stormandi með Sigurbjörn í Vísi í broddi fylking- ar. Þeir ætluðu sýnilega að njósna og heimtuðu bækurnar. Ég n1 itaði þverlega og fékk enga lækkun. Ég er alveg viss um að Sigurbjörn fær ákúrur hjá Sankti Pétiú flokksbróður sínum, af því hvað hann var vondur við mig, því Pét ur er vinur minn, enda hefi ég alltaf verið í íhaldinu, eins og Sigurbjörn. Og þegar ég dó 1927 var útsvarið 2000 krónur. Reykjavík lét mig svo sem ganga mér til húðar. framhald síðar. 22. sept. 1968_______ ___________________ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.