Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1968, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1968, Blaðsíða 6
Sé hinn gríski sagnaritari , Hero- dotos (d. 425 f. Kr.), talinn faðirsagna- ritunarinnar, svo sem flestir gera, fer sagan bráðlega að geta haldið 2500 ára afmæli sitt hátíðlegt. Þennan tíma hefur hún lengstum verið ein grein bókmennta. Sérstaða hennar sem sögu hefur legið í efnisvalinu og efnismeðferðinni. Söguleg — historisk — frásögn átti að fjalla um hluti, sem höfðu gerzt — eða ástæða var til að ætla að hefðu gerzt — og snertu líf einhverrar ákveðinnar heildar mann- lfegs samlífs eða fulltrúa hennar. En hvernig fór sagnaritarinn að kom ast að því, hvað hafði gerzt? Hafði hann ákveðna, almennt viður kennda aðferð til þess? f>að var eigi. Engin örugg og almennt viðurkennd aðferð var til lengi vel. Sérhver sagna- ritari hafði í raun og veru sína eigin aðferð misjafnlega örugga eins og gefur að Skilja. Skammur tími er liðinn, síðan þetta fór verulega að lagast. Fyrir það stönd- um vér í mestri þakkarskuld við Bar- told Georg Niebuhr og Leopold von Ranke. Hinn síðarnefndi er tvímælalaust einn af mestu sagnfræðingum allra tíma og sennilega mesti sagnfræðingur, sem Þýzkaland hefur alið. Er þá langt til jafnað, því að sagnfræði blómgaðist með al Þjóðverja á 19. öld svo mjög, að hliðstæða er vandfundin. Ætlunin er að segja hér lítið eitt frá þessum merkismanni, Leopold von Ranke. Ef ætti að bera hann saman við íslenzka menn, yrðu það liklega einna helzt Snorri Sturluson eða Ari íróði, sem til greina kæmi. Leopold Ranke fæddist í litlum kaup- stað, sem heitir Wiehe, í Þyringalandi (Thuringen) 20. desember 1795. For- feður hans í marga ættliði höfðu verið prestar, en faðir hans var lögfræðing- ur. Hann var viðkvæmt barn en dafn- aði vel í skjóli ástríkra foreldra. Að loknum nauðsynlegum undirbúningi var hann settur til náms í heimavistar- anenntaskóla skammt frá heimili foreldra hans. Heitir sá staður Schulphorte. I þessum skóla var megináherzla lögð á menntir fornaldarinnar, tungu, bókmennt ir og sögu Grikkja og Rómverja. Sumir kviðu utantoókar á frummálinu. Ungi nxaðurinn var þarna í essinu sínu, ihneigður eins og hann var fyrir bók- lega mennt. Svo iðinn var hann, að hann notaði jafnvel tímann, er hann sat og hlýddi messu á kvöldin í skól- anum, til að kynna sér gamlatestamennt ið, einkum hin sögulegu rit þess. Þótti honum það ólíkt kjarnmeira en hinar jbragðdaufu útleggingar messugerðar- mannsins. Samtíminn var hinsvegar ekki hafð- ur í slíkum hávegum í Schulphorte sem hið liðna. Ranke kveður einungis einn mann úr hópi kennara hafa kunn- að skil á skáldskap Goethes. Frá þessum skóla útskrifaðist Ranke árið 1814 og hóf þá nám við háskól- ann í Leipzig. 1 I háákólanum lagði hann fyrst einkum stund á guðfræði en síðan málvísindi. Sögu stundaði hann hins vegar nær ckkert. „Enriþá var sagan mér eigin- lega framandi", segir hann sjálfur um þetta síðar. Honum fannst sagan vera samsafn af samhengislausum og óút- skýrðum staðreyndum. Reyndar var einn allra fyrsti fyrirlesturinn, sem hann Ihlustaði á í háskólanum, um sögu. Var jþað hjá prófessor Wieland. En þetta hafði engin áhrif á hann, og honum segist svo frá í endurminningum sín- um, að hann hafi orðið feginn að kom- así út að fyrirlestrinum loknum. Samt er bersýnilegt, að Ranke hefur orðið þessi prófessor minnistæður, þótt or- sökin væri önnur en rí'kur skilningur á sögu. Prófessor Wieland hafði nefni- lega þann leiða vana segir Ranke í endurminningum sínum, að þá, er hann var í ræðustól og flutti fyrirlestra sína streymdi af vörum hans ekki einungis fe>rð og setningar, heldur og munnrötu hans. Myndaðist þá þvílí'kur úði, að 3túdentum þeim, er sátu í fremstu röð, nýttust eigi ritföng sín nema lítið eitt. Gripu þeir þá til þess bragðs að hafa meðferðis regnhlíf og beita skrif- færum sínum í skjóli hennar. Bar þetta góðan árangur og lét prófessor Wie- iand sér þetta vel lika, segir Ranke. Þótt Ranke hefði á þessum árum eig- inlega engan áhuga á sögu, las hann nú í fyrsta sinn bók eina sagnfræðitags eðlis, sem átti eftir að hafa mikla þýð- ingu fyrir hann. Var það „Römische Geschichte“ (Rómasaga) eftir Bartold Georg Niebuhr, sem varð prófessor í Berlir árið 1810. Eftir fjögurra ára nám í Leipzig tók Ranke doktorspróf (hið minna). Gerð- ist hann síðan menntaskólakennari í Frankfurt am Oder. Þetta starf og staðurinn voru honum mjög að skapi. Hann eignaðist hér ágæta vini, og í borginni var ágætt bókasafn sem gerði honum kleift að halda á- fram bóklegum iðkunum. Kennslugrein ar hans voru tunga, bókmenntir og saga hinnar klassísku fornaldar og í þessu starfi þróaðist hann úr málfræðing yfir í sagnfræðing. Meðal verkefna þeirra, sem honum var falið að leysa af hendi var að flytja í efsta bekk yfirlit um sögu grískra og latneskra bókmennta. Að gera þetta með þeim hætti að endur- segja hinar venjulegu handbækur var Ranke ekki að skapi. Honum fannst þær ytirborðskenndar. Hann gerði nú sjálf- ur tilraun til að vinna kjarnann úr hinum fornu höfundum og efna þannig upp á eigin spýtur til yfirlits yfir grísk- rómverskar bókmenntir. í þessu skyni las hann hina fornu sagnaritara yfir. Hann þekkti Þúkýdídes vel. Nú kynnti hann sér aðra rækilega, hvern á fætur öðrum: Herodotos, Xenofon, Livius, Dio- nysios frá Halikarnassos, Appian, Dio Cassíus, Sallustius, Cicero, Caesar, Ta- citus o.s.frv. Auk þess las hann mikið af skýringum og athugunum um sögu fornaldarinnar. Rómverjasögu Niebuhrs, sem áður er nefnd, las hann nú aftur og var djúpt snortinn. Niebuhr var meðal fjölmenntuðustu og fjölhæfustu manna síns tíma. Hann var brautryðjandi í sagnfræðivísindum. Hann var fæddur 1776 í Kaupmanna- höfn og komst þar til allmikilla met- orða, en var kvaddur til Prússlands árið 1806, er hinn frægi stjórnarherra, von Stein, tók að endurskipuleggja þetta ríki. Er hinn nýstofnaði háskóli í Berlin, hóf starfsemi sina árið 1810, var Nietouhr meðal prófessora þar. Við háskólann hélt Niebuhr fyrir- lestra um sögu fomaldarinnar og kvað hér við nýjan tón. Hann tók sögu Róm- ar kerfisbundið til öðruvísi meðferðar en sagnfræðingar höfðu gert fram að þessu og gerðist þannig upphafsmaður nýrrar aðferðar í sögu, sem nefnd er „philologisk-kristiska" aðferðin. Það má nefna sem meginatriði í henni, að áður en sagnritarinn byrjar að semja frá- sögn sína, tekur hann sjálfar heimild- irnar til gagngerrar, kerfisbundinnar rannsóknar og leysir þser, ef þurfa þyk ir upp í frumhluta með það fyrir aug- um að gerkanna uppruna þeirra og prófa sannleiksgildi þeirra í einstökum atriðum. Slíkt virðist oss liggja beint við nú, en þá var þetta nýjung. Saga Liviusar hafði í óratíma verið nokkurs konar löggilt saga Rómar. Nie- buhr batt enda á þetta. Með rann- sóknir sínar að undirstöðu gerði hann nýja mynd af elztu sögu Rómar. Þessa mynd setti hann fram í fyrirlestrum sínum í háskólanum í Berlín og voru þeir síðan gefnir út í bókinni „Röm- ische Geschicite", sem þegar hefur ver- ið nefnd. (Á þeirri undirstöðu, sem Ranke lagði hér með riti sínu og rann- sóknum, hvíla síðari rannsóknir á sögu Rómar.). Hér var sagnfræði, sem var Ranke að skapi. „Ich war... von der Tiefe und Vielseitigkeit der Forschung . . . . imponiert“, segir hann. (Ég hreifst af því, hve ítarlega og alhliða rannsókn- in var.) Áhugi Rankes á sögu færðist brátt yfir á sögu síðari alda. Hann las ýmis rit um þjóðflutningatímana og miðaldir og er hann kom fram á 15. og 16. öld, fór hann sjálfur að skrifa sögu. Meðal þess, sem hafði viss áhrif á henn í þessum efnum, samkvæmt því er hann segir sjálfur síðar, voru hinar sögulegu skáldsögur Walters Scotts, sem hann las, eins og annað sér til fróð- ieiksauka. Honum mislí'kaði meðferð Schotts á persónum sínum: „Meðal ann- ars særði það mig, hvernig hann lýsir Karli Djarfa og Loðvík XI. Quentin Durward í beinni mótsögn við það, sem stendur í heimildum um þessa menn. Eg rannsakaði Comminus (franskur sagnritari d. 1509. J.M.) og samtíma- frásagnir, sem fylgja nýjum útgáfum á þessum höfundum og samfærðist um, að sá Karl Djarfi og sá Loðvík XI., sem Sehott lýsir, hafa aldrei verið til. Þetta vissi hinn virðulegi og lærði höfundur sjálfsagt vel, en ég gat ekki fyrirgefið honum, að hann hafði tekið upp þræði í frásögn sína, sem eru alger uppspuni, og sett þetta fram á þann hátt, að svo virtist, sem hann tryði því. Við saman- burðinn sannfærðist ég um, að hinar sógulegu heimildir sjálfar, þær sem varðveizt hafa, eru fegurri og alveg ör- ugglega fróðlsgri en hin rómantíska skáldsaga. Eftir þetta gerðist ég henni íráhverfur og ákvað að forðast allan uppspuna og skáldskap í mínum rit- smíðum og halda mér stranglega við staðreyndir.“ Meðal rita þeirra, sem Ranke las um Renaissance-tímann, voru verk tveggja ítalskra sagnritara, Guicchiardinis (d. 1540) og Giorios (d. 1552. Þeir höfðu ritað u m sama efni. Ranke komst að raun um það, að þeim bar svo mikið á milli, þar sem þeir fjölluðu um sama hlutinn, að ógerlegt mundi reynast að „sætta þá“. Þetta varð, meðal annars, til þess að hann ákvað að athuga ræki- lega, hvað aðrir sagnritarar höfðu skrif að um þennan tíma (fyrir og eftir alda- mótin 1500) og mynda sér síðan sjálf- stæða skoðun á sögu hans. Niðurstöðuna færði hann í letur, og þannig varð til bókin „Geschhte der romanischen und 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. sept. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.