Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1968, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1968, Blaðsíða 8
Litazt um í landnámi Skallagríms 2. hluti. Eftir Císla Sigurðsson S íðan í tíð þeirra Skal'la- Gríms og Egils hafa fáir stór- höfðingjar búið á Borg. Þó hreppti Snorri Sturluson jörð- ina með konu sinni og bjó þar um hríð. Ef Snorri hefur skrif- að Egilssögu, sem sumir telja líklegt, hefur hann ef til vill gert það á Borg. í annálum og frásögnum liðinna alda er ann ars ekki oft getið um Borg og raunar er ekki svo ýkja langt síðan prestsetrið fluttist þang- að og sér það á. Margir prest- ar voru ágsetir búmenn og gættu þess ekki síður að safna veraldlegum auði, en gæta þeirrar hjarðar er þeim var trúað fyrir. Þeir kappkostuðu að vanrækja ekki þau ítök, sem kirkjur áttu út um allar jarð- ir, enda eru mörg prestsetur vildisjarðir. Nú verður það sí- fellt algengara, að prestar hirði ekki um búskap, enda eru þeir fastir starfsmenn ríkisins og ættu að hafa mann- sæmandi laun. En ekki eru þeir allir sammála um að svo sé. Séra Leó kvartar eins og fleiri um, að laun presta séu álltof lág en aðspurður um kirkju- sókn taldi hann hana að minnsta kosti ekki verri en fundarsókn stjórnmálaflokk- anna, ef engir trúðar væru með í ferðinni. Séra Leó mess- ar í kirkjunni í Borgarnesi og sex öðrum kirkjum í héraði. E nn er norðanátt og kul. Vindurinn þrífur rykmökkinn af veginum og leggur hann út í mýrina. Á túnum meðfram veginum eru menn við hirðing- ar, lyftitækin taka galtana í heilu lagi og stafla þeim á vagna eða vörubíla. Það er næstum eins og að segja: Upp í garð til Sæmundar, 'líkt og gert var í Odda forðum. Svona hafa galdrar fortíðarinnar orð- ið að veruleik í samtímanum. Nú þykir varla taka þvi að mannshöndin komi nærri verk- inu að öðru leyti en að stjórna vélunum. Það er með heyskap- inn eins og síldveiðarnar, allt verður að ganga í loftinu, þegar hrotan hefst. Það verð- ur að liggja með tæki sem kosta tugi þúsunda til að nota þau nokkra daga á ári. En þessa fáu daga er afkoman tryggð. Undir kvöldið varð Hafn- arfjallið eins og svartur veggur í suðri. Þeir héldu á- fram að moka göltunum á vagn ana, notuðu ljósin og enginn virtist hirða um dreifarnar. Annars eru þær nánast engar, þessar nýju vélar vinna svo vel. Samt er gaman að hafa kynnzt gömlum vinnubrögðum, er verið hafa við líði í þessu landi í þúsund ár. Ég man eft- ir því úr mínu ungdæmi í Bisk- upstungum, að stundum var verið seint að á kvöldin í ágúst. Við hirðingar voru ungl ingarnir hafðir í hlöðu, látnir velta inn sátum og 'leysa úr. Við kepptumst við að hafa undan, veltum sátunum inn eft ir hlöðunni í svartamyrkri, kipptum í lykkjurnar, drógum úr höldum, gerðum upp reip- in og létum þau fljúga út um hlöðugatið. Kannski gafst smá- stund til að hvíla sig þangað til næsta lest kæmi og þá var hægt að fleygja sér í heyið og finna ilminn, sem fýllti loftið, hlusta á þögnina og síðan fjar- lægan, þungan undirganginn, þegar heybandslestin nálgaðist að nýju. Merkilegt hvað myrkrið í á- gúst gat orðið svart á kvöld- in. Við hirðingar af engjum voru fengnir hestar að láni og reynt að fara sem flestar ferð- ir. stundum með 20 hesta í lest eða meira. Og yfir langan veg og blauta mýri að fara. Ég held, að það hafi yfirleitt tíðk- ast, að bóndinn færi sjá'lfur á milli. Kaupafólkið sætti og batt en krakkarnir rökuðu dreifar og stóðu undir, þegar látið var upp. A slíkum dögum var unn- ið af kappi, keppzt við tímann og birtuna. Sumum hugmönn- um þótti ósvinma að s:tjast niður til þess að fá sér kaffi- sopa. Það var líka talað um að »tyggja skyrið“ og þótti það tímafrekur óþarfi í hirðingar- törnum. Síðasta ferðin var venjulega farin í svartamyrkri og allir farnir að -slípast og þreytast, menn, hestar og ekki sízt ungl- ingarnir. Mér er minnisstæð mörg gangan heim eftir blautri mýrinni. Við krakkarnir vorum 'látin ganga meðfram lestinni og stundum héldum við í reipis enda á sátu til að létta göng- una og reyndum eftir mætti að kíkja eftir því í myrkrinu, hvort einhversstaðar hallaðist á. Nú heyra vinnubrögð af Borg á Myrum. — Borgarnes þessu tagi fortíðinni til, líkt og útróðrar undan Jökli og þorskhausaferðir til Suður- nesja. En það er fróðlegt að hafa kynnzt klifberaöldinni. Fróðlegt að hafa kynnzt því, hvað hleypiklakkar þóttu mik- il framför. Síðan hestaverk- færin, sláttuvélar og rakstrar- vélar, sem nú er víst allsstað- ar hætt að nota og heyra byggðasöfnum til. U m þetta var ég að hugsa, þegar ég sá þá moka upp göltunum meðfram þjóðveg- inum í Borgarhreppi. Það er annars ekki tiltakanlega bú- sældarlegt þarna, það virðist vera svo grunnt á klöppunum. Og fúin mýrarsund á milli. Þeg ar komið er uppundir Hvítár- brú verður afleggjari á hægri hönd niður að ánni. Þar er lít- ið býli sem heitir Ráðagerði og þar býr hann Bjarni Víborg, líklega eini íslendingurinn, sem barðist í skotgröfum fyrri heimsstyrjaldarinnar í Frakk- baksyn. landi. Ég kom fyrir nokkrum árum að Ráðagerði og heimsótti Bjarna og sá orðurnar, sem hann fékk frá Bretakonungi fyrir frækilega frammistöðu í stríðinu. Hann hafði verið í Kanada, en þar hafði verið at- vinnuleysi. Hann gekk í her- inn upp á sport, nokknu áður ein heimstyrjöldin fyrri brauzt út. Þá varð honum það ljóst, að hermennskan var ekki það sport, sem hann hafði búizt við. Líkt og fjö'ldi annarra her- roanna lifði hann við ósegjan- legar hörmungar í skotgröfun- um, stundum í forarvilpu, stundum í frosti, stundum í kúlnaregni svo félagarnir hrundu niður allt í kringum hann. En þeir sögðu að Bjarni væri fæddur með skeifu um hálsinn og gæti ekki fallið. Sú varð líka raunin á; hann lifði þetta alit af og síðar þega-r heimskreppan þjarmaði aS fólki á fjórða tugnum flutti hann heim til íslands og fór að búa í Ráðagerði. Þar hefur hann búið litlu búi og lifað í ró og spekt. í stofunni hjá Ragnheiði á Hvítárbakka. Stólinn smiðaði Guðmundur á Hvítárbakka á fyrstu búskaparárum þeirra. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. sept. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.