Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1968, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1968, Blaðsíða 2
 » * Jón Sigurðsson: Orneffni verða skemmtileg íhugunarefni Nokkur tími er nú liðinn síðan prófessor Þórhallur Vilmundarson setti fr»m kenningu sína um náttúrunöfn. Ýmsir telja, að kenningin hafi ekki með viðunandi hætti verið tekin til umræðu á prenti. Meðal þeirra er Jón Sigurðsson, ráðimeytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, en hann hefur léð Lesbók til birtingar eftirfarandi íhugun sína um kenninguna. Fátt er jafn sjaldgæft og frum leg, snjöll hugsun og ferskar hugmyndir. Viðurkenndar og hefðbundnar hugmyndir eru svo miklu fyrirhafnarminni og þægi legri í meðförum en hinar, að flestir sætta sig sælir við þær og skipa sér einatt til vamar, ef að þeim er vegið. Hitt er ljóst, að menn, sem hafa nennt að draga viðteknar hugmyndir í efa og beitt hug- myndaflugi sínu til að finna ný sannindi, hafa verið sá órói, sem hefur fært mannkynið smám saman fram til þess lífs og þeirrar þekkingar, sem það nú lifir. Mestu stöðnunartimar liðinna alda voru vafalítið, þeg ar efasemdir um hefðbundna þekkingu máttu sín minnst. Þetta er rík ástæða til að minna á í upphafi þessa grein- arstúfs, því að síðustu missiri hefur glöggt dæmi um þetta fyr irbæri gerzt hér á landi, þar sem eru þær opinberu viðtök- ur, sem kenning Þórhalls Vil- mundarsonar, próf. um nátt- úrunöfn, hefur fengið. Kenning in vakti mikla forvitni Reyk- víkinga eins og aðsókn að fyrir lestrum prófessorsins um þetta efni bar með sér, en viðbrögð fræðimanna í greininni hafa öll verið þegjandaleg og prófessom um án efa til lítillar uppörv- unar í því umfangsmikla rann- sóknarstarfi, sem hann hefur tekið sér fyrir hendur á þessu sviði. Að visu kynnti prófessor Þór hallur kenningu sína í fyrir- lestrum fyrir almennnig og má vera, að fræðimönnum þyki kenning, sem þannig er fram sett ekki umtalsverð. Kenning in er þó söm, hverjar sem um- búðir hennar eru og hana ber að skoða, vega og meta þótt ekki hafi verið skrifuð um hana og birt fræðileg ritgerð. Sem einn úr hópi þeirra leik manna, sem hlustuðu á fyrir- lestra prófessorsins, sér sá, sem þetta ritar, ástæðu til að þakka honum, að hann skyldi fyrr leggja á sig þá fyrirhöfn að flytja fyrirlestrana til að al- menningur gæti notið þeirra en skrifa fræðiritgerð sem fáir hefðu lesið. Eins og getið var sýndu Reykvíkingar kenningu prófess ors Þórhalls mikinn áhuga. Þangað áttu jafnt erindi menn, sem áhuga hafa á íslenzkum fræðum og hinir, sem áhuga hafa á náttúru landsins og ferðalögum. f umræðum manna á milli um kenninguna mátti þó greina, að ýmsum er næsta óljóst, hvert er eðli þess og tilgangur, að kenning er sett fram. Raunar varð þess vart, að menn blönd uðu saman hugtökunum kenn- ingu og skoðun. Kenningu, um hvaða efni, sem hún f jallar, má líta á sem skipu lega, rökrétta samfellu afhugs unum ,sem er tilraun til að skýra þekkt fyrirbæri í sam- hengi. Kenningu má venjulega greina í ferns konar atriði, þótt mörk séu ekki alltaf skýr þar í milli: forsendur, skýrgreiningar, kennisetningar og tilgátur. For sendur og skýrgreiningar hug- taka eru þá venjulega innvið- in kenningarinnar en kennisetn ingar eru safn þeirra mikilvæg ustu, rökréttu afleiðinga, senj leiða má af því, ef forsendur kenningarinnar eru réttar. Kenningin er þannig lítill heim ur, þar sem gengið er út frá, að forsendur séu réttar og kann að hvaða rökréttar afleiðingar það mundi hafa. Til að reyna, hvort kenningin, þ.e. forsend- urnar, fái staðizt, eru rökrétt- ar afleiðingar forsendna og kennisetninga brotnar niður í tilgátur um einstök atriði, sem unnt er að prófa. Með því að reyna tilgáturnar í raunveru- leikanum er þannig prófað, hvort hin fræðilega hugsun kenningarinnar hrekkur til að skýra raunveruleikann. Til að skýra þetta ögn nánar er vert að minnast þess, að fyr- ir fáum öldum var ríkjandi kenning um licimsmyndina reist á þeim forsendum, að jörðin sé flöt og miðja alheimsins. Af þessum forsendum leiddi flókn ar kenningar til að skýra fyrir bæri eins og gang himintungla o.s.frv. Allir vita hvemig breytt ar forsendur leiddu til betri kenninga á þessu sviði. Kenning er þannig rökrétt til raun til skýringar á raunveru- leikanum og hana þarf að prófa gagnvart þeim fyrirbærum sem hún beinist að. Kenning er þannig ekki sama hugtak og skoðun. Þegar reynt er að skýra ömefni samkvæmt náttúrunafnakenningunni er ekki verið að halda því fram, að hér sé hin rétta skýring, enda ekki tímabært, heldur er verið að prófa, hvort kenningin er þessa megnug. Forsendur náttúrunafnakenn ingarinnar eru skemmtilega ein faldar og sennilegar. Gert er ráð fyrir, að höfundar örnefna hafi haft mjög næmt skyn á form, lit og stundum hljóð og gefið stöðum nöfn eftir slíkum sérkennum í umhverfinu. Sú hugsun læðist að í þessu sam- bandi, að hugtakið náttúrunafn bendi ekki alla Ieið til upp- runa nafnanna. Má a.m.k. hugsa sér, að heitin hafi ekki verið gefin sem nöfn í nútímaskiln- ingi heldur hafi í tali manna ver ið notuð nafnorð sem lýstu hvað staðurinn (fjallið, vatnið, áin), var. Þannig hafi nöfnin upp- haflega ekki verið sérnöfn, held ur eins konar nafnorð með lýs- ingarorðsmerkingu, (fjallið var björn eða úlfur, áin var vel- mund eða gríma). Önnur forsenda kenningarinn ar um hneigð manna fyrr á öld um til að lengja ömefni og breyta þeim þannig að þau feli í sér mannanöfn er sömuleið is sennileg, eftir mörgum þeirra að dæma, sem prófessorinn lýsti í fyrirlestrum sínum. Telja verður vel hugsanlegt, að skrif íslenzkra söguritara fyrr á öld um hafi að einhverju marki ver ið tilraunir til kenninga um brotakennda og myrka sögu lið inna alda og þá hafi legið beint við að finna mannanöfn í ör- nefnum og gefa þeim líf og merkingu með því að spinna um þau sögur. Um frekari forsendur eða kennisetningar kenningarinnnar eru ekki tök að ræða hér. Ekki verður heldur rætt um víðtæk ar afleiðingar þess, ef kenning in er haldbetri en eldri kenn- ingar, í breytingum á sögu lands og þjóðar á landnámsöld. Ljóst er, að kenningin leiðir til efa- semda um sannleiksgildi Land- námu, bregður hulu yfir aldir t af hinni víðteknu íslandssögu og lengir hana ef til vill. Kenningunni verður að telja til ágætis, að hún er afbragðs- efni í „hugleik“ fyrir hvern þann, sem eitthvað þekkir til hennar, vegna þess, hversuein falt er að búa til tilgátur eftir kenningunni og velta þeim fyr- ir sér. Fyrir leikmann sem ferð ast um landið og kynnist ör- nefnum um leið, hlýtur þessi kenning að verða til þess, að hann skoðar í nýju ljósi staði og kennileiti, sem hann jafnvel nauðþekkir. Hann skoðar land ið öðruvísi og betur en hann áður gerði. Fræðimenn á því sviði sem kenning prófessor Þórhalls Vil mundarsonar snertir, geta, af þeim hvötum sem þeim eru eig- inlegastar sagt eða sagt ekki það sem þá lystir um þessa kenningu. Það skiptir ekki máli þegar til lengdar lætur. Kenn- ingin er hvað sem öðru líður einföld og snjöll hugmynd að svari við spurningu á þessu sviði íslenzkra fræða og ís- lenzk fræði verða aldrei söm. Hvort sem kenningin stenzt eða ekki þá eldraun, sem hún hlýtur að fá er það merkur við burður, að hún kemur fram. Og það, að ný og frumleg kenning kemur fram innan háskólans eru tíðindi, sem háskólinn vex af og jafnvel norrænudeildin, þegar frá líður. En hver sem viðbrögð fræði- manna eru, vill sá, sem þetta skrifar enn þakka prófessor Þór halli fyrirlestrana og óska hon um til hamingju með það stór- kostlega fræðilega verkefni sem þessi hugmynd hefur fært hon- um í hendur. íslenzkum fræð- um óska ég þess, að þetta verk verði unnið og verði hvati, sem elur af sér frekari efasemdir um viðtekna þekkingu ogfleiri ferskar hugmyndir, hvernig svo sem náttúrunalnaikenningunni reiðir af. Sjálfum mér og mínum lík- um óska ég til hamingju með að hafa eignazt nýja vídd í nátt úruskoðun með því að f jöldi ör nefna hættir að vera dauð minn isatriði, en verða skemmtileg í- hugunarefni. JS. 29.07.1968. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. sept. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.