Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1968, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1968, Blaðsíða 7
 Vauxhall Victor 1600 Bandaríski bílaiðnaðurinn hefur smám saman verið að koma ár sinni fyrir borð í Evrópu: ekki fyrst og fremst með því að selja ameríska bíla þangað, heldur með því að kaupa gamalgrónar verksmiðjur og setja upp útibú, sem framleiða sérstaka bíla fyrir Evrópumarkað. Þannig hef ur Chrysler Corporation eignazt Simca og meirihluta í Rootes-verk- smiðjunum í Englandi. Ford hefur úti bú í Dagenham í Englandi og fram- leiðir þar m.a. Cortina og Taunus í þýzka útibúinu. Generai Motors er með útibú í Englandi; framleiðir þar Vauxhall og á sínum tíma keypti GM Opei verksmiðjurnar í Þýzkalandi. Margir hafa áhyggjur af þessari þró- un og telja miður farið, ef banda- ríski bílaiðnaðurinn nær áhrifavaldi yfir gervallri bílaframleiðslu heims- ins að hefta má. Amerísku Evrópubílarnir, ef svo mætti segja, hafa fengið nokkuð sér- stakan svip og kippir þeim mjög í kynið. Það er greinilegt, að formsmið ir þeirra hafa ríkt í huga, að sýna augljósan skyldleika við aðalstöðvar nar í Detroit. Þó er þetta misjafnt: Simca hefur fengið að halda sínu lagi, Cortinan minnir ekki á amerísk an Ford, en öðru máli gegnir með Vauxhail. Fyrir nokkrum árum var Vauxhall í heldur litlu áliti, einkum þótti hann ryðsækinn úr hófi fram, en bíllinn hefur sífellt verið að batna og auk- ast í áliti. Jafnframt hefur hann stækkað. En þeir sem teiknuðu bílinn hafa framar öðru haft eitt í huga: Að búa til kópíu af Chevrolet. Það er kannski ekki sem verst fyrir- mynd, að minnsta kosti er Chevrolet mest seldi bíll heimsins. En fyrir bragðið líður Vauxhall af skorti á eig in persónuleika. Hann er „jet-smooth“ eins og segir í auglýsingum frá Chev rolet og yfirhöfuð afskaplega óað- finnanlegur bíll. En það er að sama skapi erfitt að lirífast af honum. Því miður var bíllinn, sem ég prófaði með heilu sæti að framan og það var vægast sagt lélegt. An efa er bíllinn miklu skemmtilegri með aðskildum stólum. Þá er hægt að sérpanta í Vauxhall 1600, en aftur á móti munu þeir vera „standard“ í Vauxhall 2000, lítið eitt sterkari og íburðarmeiri út gáfu af bilnum. Að sjá virðast þeir þó vera mjög lágir og afturhallandi og lítur helzt út fyrir, að þarna sé verið að reyna að búa til sportbíla stóla í fjölskyldubíl. Vauxhall er af skaplega fjarri því að vera sport- bíll og sæti geta að vísu engu breytt þar um. Sem f jölskyldubíll hefur hann þá kosti, að vera frekar hljóð- ur, sæmilega rúmgóður, nema það er full lágt undir loft og útsýnið ekki sem bezt. Vélin er af nýrri og endur- bættri gerð, 84 ha og hámarkshrað- inn er 160 km á klst. Viðbragðið er mjög í meðallagi, f jöðrun á maiarveg um fremur góð, en sannast sagna er ekki eftirminnilegt að aka þessum bíl Mælaborðið er augljós stæling á Chevrolet og öðrum GM bílum, am- erískum. Aftur á móti eru lugtirnar fjórar að framan lítið eitt með „sínu lagi“. í heild er Vauxhall laglegur bíll, sem þræðir troðnar slóðir og tekst það bærilega. Stærsti kosturinn við hann er líklega verðið og það skiptir vitanlega lieilmiklu máli. Verðið eftir síðustu hækkun er 260 þús. kr. Allt um það, er Vauxhall Victor 1600 óvenjulega stór og vel úr garði gerður fyrir það verð. germanischen Völker von 1494 bis 1535“. Eðlilegt var, að Niebuhr væri hér fyr- irmynd hans sem vísindamaður. Hann tók aðferð hans, þróaði hana og færði yfir á sögu síðari alda, tímans eftir lok fornaldar. í einu atriði fór hann þveröfugt að við Nibuhr, sem hafði fellt rannsóknina inn í frásögn sína, Rómverjasögu sína. Rit hans varð fyrir vikið ákaflega bágborið fagurfræðilega séð. Ranke fór héröðruvísi að. Hann skrifaði sérstaka ritgerð um rannsókn ir sínar á heimildum þeim, sem hann hafði notað. Ritgerðinni, sem hann kall- aði „4ur Kritik neuerer Geschichts-schr eiber“, kom hann fyrir sem viðauka aftan við söguyfirlit sitt, sem nefnt var. Þessi viðauki er frægt rit í sögu sagna- ritunarinnar. Hér tók hann til með- ferðar, hvert væri heimildargildi þeirra rita í einstökum atriðum, sem fjölluðu um nefnt tímabil. Eitt höfuðatriði í rannsókn hans var að komast að því, hvernig heimildin hefði orðið til, og tókst honum þannig að ganga á milli frumheimilda, þ.e.a.s. fyrstu varðveittra heimilda, — og „sekunderra" heimilda, þ.e.a.s. heimilda, sem byggja vitneskju sína á heimildum, sem enn eru varð- veittar. Er þetta eitt af höfuð atriðum, því að enginn hlutur vex að sannleiks- gildi við að hann sé endurtekinn, sama hve margir sem það gera. grein fyrir markmiði sínu. Hann stefni í formála bókar sinnar gerði Ranke ekki, segir hann, að því að hafa áhrif sem uppalandi með riti sínu. Markmið fortíðin var. Hann orðar þetta á þessa leið: „Til þess hefur verið ætlazt, af sögunni, að hún sinnti því hlutverki hans, leiðarljós, er að sýna, hvernlg eínu að kveða upp dóm yfir hinu liðna, með það fyrir augum að kenna samtím- anum að taka réttar ákvarðanir varð- andi framtíðina. Þessi tilraun (ritsmíð) gerir ekki kröfu til að gegna svo há- leitu hlutverki. Tilraun þessi vill ein- vörðungu sýna það hvernig hið liðna var.“ Þetta er hið hrein-vísindalega sjónarmið. Ranke þykir hér hafa mótað viðhorf sitt til sögunnar með þeim hætti að öllum sem fást við sagnfræðivísindi megi vera til eftirbreytni. Þessi orð hans hafa orðið æðsta boðorð sgan- fræðinga. Markmið þeirra er að sýna „wie es eigentlich gewesen", eins og það heitir á frummálinu. Bókin hlaut ágætar viðtökur. Lær- dómsmenn eins og Niebuhr, Schleier- imacher, Varnhagen o.fl. luku miklu lofsorði á hana. Hitt var og mikils virði, að menntamálaráðuneyti Prússlan áieit, að með riti sínu hefði Ranke sýnt fram á, að hann væri verðugur þess að setjast í prófessorsembætti við Berlínarháskóla. Bókin kom út 1824 og á páskum 1825 hlaut höfundur hennar skipun sem prófessor við háskólann í Berlín. Þarna var hann prófessor í næstum hálfa öld og hér vann hann hið geysi- mikla starf sitt sem sagnaritari og kenn ari. Reyndar var hann ekki sérstak- lega góður fyrirlesari. Einn þeirra nem- enda hans, sem náðu mestri frægð, von Sybel, hefur gefið eftirfarandi lýsingu aí' læriföður sínum sem fyrirlesara: „Fyrstu áhrifin, er gerðu vart við sig, er Ranke birtist í kennarastólnum, voru viss undrun: höfuðið mikið með dökku hrokknu hári, maðurinn lágvaxinn, sí- felldar hreyfingar samfara ræðu hans, snögg látbrigði, ýmist þegjandi í leit að hinu rétta orði eða svo fljótmæltur, að erfitt vár að fylgjast með, allt þetta kom manni dálíið óvenjulega fyrir sjón ir, en var ekki endilega hrífandi . . . Ranke talaði upp úr sér, en hafði áður þaulunnið efnið og tryggt sér þannig fullkomið vald á því til að flytja það niunnlega." í kennslu hans var hins vegar ann- að, sem aflaði honum varanlegrar frægð ar. Það voru rannsóknaræfingar þær, sem hann hélt fyrir nemendur sína. Á þessum æfingum (seminar) æfði hann þá í notkun hinnar „philologisk—krist- isku“ aðferðar. Hér hlaut menntun sína ÍHS-.- • fjöldi frábærra lærdómsmanna og þeir kenndu síðan öðrum. Rannsóknaræfing- ar Rankes urðu skóli fyrir fremstu sagnfræðinga Þýzkalands svo sem Georg Waitz, Heinrich von Sybel, Fredrich Wilhelm Giesebrecht, Philip Jaffé, Wil helm Wattenbach, Rudolf Köpke o.s.frv. Rannsóknaræfingarnar urðu ennfremur fyrirmynd sams konar rannsóknaræf- inga, sem teknar voru upp við háskóla í Þýzkalandi og urðu þannig fastur liður í menntun sagnfræðinga í því landi. Þaðan breiddist þetta út, til Frakklands, engilsaxnesku landanna, Eanmerkur, Svíþjóðar o.s.frv. Til Dan- merkur barst þessi nýjung með Krist- ian Erslev, sem 1879—1880 stundaði nám við háskólann í Berlín hjá lærisveinum Ranke. Erílev varð einnágætis sagn- fræðingur, sem Danir hafa eignazt. Tveim árum eftir að Ranke varð pró- fessor kom annað rit hans út: „Fursten und Völker von Sudeuropa in sechzent en und siebzehnten Jahrhundert.“ (Þjóð ir og þjóðhöfðingjar í Suður-Evrópu á 16. og 17. öld.) Byggði hann þetta rit á heimildum, sem fram til þessa höfðu verið sagnfræðingum lokaðar. Var það safn af skýrslum sendiherra Fen- eyjaríkis, sem var varðveitt í skjala- safni Feneyjaborgar. Upp frá þessu rak hvert ritið annað. Hann skrifaði um sögu Serba („Die serbische Revolution), um sögu Fen- eyja, um sögu páfadæmisins á 16. og '17. öld („Die römische Papste"), u sögu Prússlands um sögu Frakklands Sjöárastríðið, sögu Þýzkalands á sið- skiptaöldinni („Deutsehe Geschichte im 4eitalter der Reformation"), stjórnar- byltingartímana o.s.frv. — 16., 17. og 18. öld voru kjörsvið hans. Beztu rit hans eru almennt talin Páfasaga hans og Þjóðverjasaga, sem nefndar hafa verið. Afköst hans voru feiknar mikil og vinnugleðin mikil. Árið 1865, er hann var aðlaður, tók hann sér kjörorðið: Labor est Volugtas (vinnan er nautn). Hann lét af prófessorsstörfum árið 1871, en var sívinnandi eftir sem áður. Heild- arútgáfan á ritum hans nær yfir 54 bindi og er þá ekki talið með veraldar- saga hans í sjö bindum. Er hann var orðinn 83ja ára datt honum sem sé í hug að steypa hinni gífurlega miklu þekkingu sinni saman í eitt rit um sögu mannkynsins. Hann komst fram á 10. öld. Þá kom dauðinn og hreif hann á brott. Þetta var árið 1886. Jöfur sagn- fræðinga var fallinn fyrir ætternisstap- ann. Áhrif hans á sagnfræði og söguritun hafa orðið mikil. Sumir telja jafnvel, að árið 1824, er fyrsta rit hans kom út, verði ein merkilegustu tímamót í sögu sagnaritunar er um geti. Þá hafi hafizt öld hinnar vísindalegu sagnarit- unar. Sagan hafi hér verið að þróast yfir í það að verða vísindagrein. Og að því leyti varð sagan a.m.k. vísinda- leg, að nú eignaðist hún viðurkennda aðferð, sem allir sagnfræðingar verða að fara eftir. Útgefandi: H.'f. Árvakur, Heykjavík. Fram'kv.stj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Siguröur Bjarnascn frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. •Ritstj.fltr.: iGísli Sigurðsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 10100. 22. sep*. 19<58 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.