Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1968, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1968, Blaðsíða 10
ÓSKAR AÐALSTESNN: RAUÐI PÁFADÓMSTÓLLINN I BÓKMENNTUM ÍSLENDINGA „Sökum sinna raunhæfu sjðnar- miða eru það kommúnistarnir ein- ir, sem geta lýst veruleikanum á sannan og hlutlausan hátt. Aðrir verða að dylja eða ganga duld- ir sannleikans um hlutina. Því er það kommúnistanna að skapa lista verkin, sem fela sannleikann í sér.“ Kristinn E. Andrésson í Rétti 1953 1. Rauði fáninn. Fyrir sanntrúaða kommúnista er en,g- inn annar fáni til en sá rauði, og engir aðrir pennar en þeir rauðu, og engin önnur stefna en kommúnisminn á að vera þess megnug að búa Islendingum réttlátt þjóðfélag. Já, bara ef íslend- ingar væru nú svo framsýnir, að þeir megnuðu að sjá fyrir allar þær dásemd- ir, sem kommúnistar færðu þeim upp í hendurnar, ef flokkur þeirra réði lög- um og lofum í landinu: Já, góðir ís- lendingar, hvað finnst ykkur um hag og afkomuhorfur? Hvernig tekst ykkur að halda í við dýrtíðina, sem þegar hefur riðið ykkur á slig? Getur nokkr- um ykkar fundizt gæfulegt að horfa fram á veginn, í þessu margrómaða frjálsa þjóðfélagi, sem sérhagsmunasegg imir eru sífellt að reyna að telja ykk- ur trú um að þið búið við? En á hinn bóginn, já, ef ykkur bara gæfist færi til að líta eigin augum, þótt ekki væri nema agnarstund, austur fyrir jám tjaJdið, þá mundi önnur og glæsilegri mynd blasa við sjónum ykkar en hér heima. Þið munduð sjá sællegt og glað- legt fólk. Þama eru 'ekki verkföll, ekki aldeilis, og einfaldlega vegna þess að fólkið þarna fyrir austan er að vinna fyrir sjálft sig, en ekki auðvaldskónga fyrir vestan. Og þarna fyrir austan er kaupið hátt, þótt það sé lágt út frá mati í auðvaldsríki, því öll gildi og öll viðmiðun er og verður til önnur fyrir austan en fyrir vestan. Til að mynda er ekki þröngt um fólk fyrir austan, þótt þar búi saman tíu manns í her- bergisboru, aftur á móti yrði æði þröngt um tíu manna hóp, væri hann settur í herbergisboru fyrir vestan. Og þarna fyrir austan er nú ekki aldeilis at- vinnuleysið. Fólk er flutt „hist og her“ eftir ástæðum og þörfum kerfisins. Svo leiðis tilfærslur framkvæmdar á há- vísindalegan hátt, eiga sér að sjálfsögðu ekkert fordæmi í kapítalistaríkjum. Þar vilja ráðam'enn ekkert hafa með þá skipulagstækni að gera, sem ein megn- ar að skapa stéttlaust þjóðfélag .. . Enda þótt kommúnistum þyki gott að lofa þannig hin rauðu sæluríki í austri, þá eru þeir fynst í essinu sínu þegar þeir lesa íslenzkum stjórnvöldum pist- ilinn. Af þeim lestri má helzt ætla, að ráðamenn þjóðarinnar noti valdaaðstöðu sína í þjóðfélaginu í þeim megintilgangi að eyðileggja atvinnuvegina, koma á al- mennu atvinnuleysi, draga úr allri sam- hjálp, drepa niður allt heilbrigt mennta líf, og þar með stefna ljóst og leynt að því, að gera þjóðina að efnalegum og andlegum vesalingum. Þannig hefur áróðursvélin lengst af gengið með stórum höggum og slögum, eða síðan Kommúnistaflokk- ur íslands var stofnaður árið 1930. En samt—, já, þrátt fyrir öll þessi kommún istafróðárundur, hefur aðeins örlítið brot þjóðarinnar tekið kommúnistasýkil inn. Hvernig ber að skilja þetta? Svarið er einfalt: íslendingar þckkja vel til þeirra þúsundáraríkja, sem komm únistar hafa stofnsett, svo þeir séu ginnkeyptir fyrir að leiða yfir sig slíkt skipulag í sínu eigin landi. íslenzkir kommúnistar hafa aldrei komizt neitt nálægt því, að öðlast það fylgi með þjóðinni, sem þeir í upphafi gerðu sér vonir um. Og þar kom, og það fyrir löngu, að flokksbroddarnir viðurkenna ósigur sinn í verki. Það er til nýrra vopna og baráttuaðferða. Fyrst er rokið til og skipt um nafn á flokkn- um. Sem sagt orðið kommúnisti er allt Kristinn Andrésson í einu orðið að skammaryrði á íslandi. Ástæðan er öllum kunn, hryðjuverkin í kommúnistaríkjunum og leppríkjum þeirra . . Jafnvel þeir örfáu íslendingar sem enn eru kommúnistar meir en að nafninu til, vilja ekki lengur láta kalla sig kommúnista. Nei, nei, þeir eru ekki kommúnistar, þeir eru sósíalistar. Flokk ur þeirra heitir ekki lengur Kommún- istaflokkur íslands, hann heitir Sam- einingarflokkur alþýðu, Sósíalistaflokk urinn. Og hann heitir líka Alþýðubanda lagfð, Þjóðvamarflokkur íslands, Mál- fundafélag jafnaðarmanna, Samtök her- námsandstæðinga —, já, allt, allt, nema bara ekki Kommúnistaflokkur íslands. Hver kallar Hannibal Valdimarsson kommúnista? En nú hafa þessir ekki- kommúnistar egnt fyrir H.V. og náð honum á öngulinn. — Já, góðan daginn og gleðilega hátíð. Lengst af hefur Einar Olgeirsson ver- ið í fararbroddi íslenzkra kommúnista og þeytt flokkslúðurinn af eldmóði. í dag er það Magnús Kjartansson sem fer fyrir liðinu, þessum rytjum sem enn eru eftir af því, og hefur uppi mis- heppnaða tilburði við að blása í Einars- lúðurinn. Rauði fáninn er enginn gunn- fáni lengur. Flokkurinn ier sundraður í misrauðar smáeiningar, sem deila hart sín í milli um flokksyfirráðin. Þannig er rifizt og bitizt fram í rauðan dauð- ann. 2. Rauðir pennar. Kommúnistar grípa fljótt til þess ráðs að beita listamönnum, einkum skáldum og rithöfundum fyrir pólitískan vagn sinn. Þetta á að líta þannig út í augum almenninigis, að hér sé um að ræða „nýja menningarvakningu með þjóð- inni.“ . . . Það er ævintýri líkast hversu skjótt rauðliðum verður ágengt í þess- um lefnum. Mörg skáld og rithöfundar sverjast í fóstbræðralag við þá. Hafin er útgáfa á tímaritinu Rauðir pennar. Þetta fellur í góðan jarðveg og upp- skeruhorfur virðast góðar. Fyrr en var ir eru kommúnistar orðnir allsráðandi um bókmenntagagnrýni í landinu. Stimp illinn er rauður. Sem sagt, ef vottar fyrir rauðri hugsun í sögu eða kvæði, þá er þetta góður skáldskapur jafnvel ódauðleg list, ien ef hvengi finnst rauð- ur neisti, þá er verkið dæmt ónýtt og óalandi, snautt af list og lífsgildi. Rauður páfadómstóll í bókmenntum er risinn upp í landinu. Kristinn E. Andrésson er hinn krýndi bókmenntapáfi. Umhverfis hann fylkja sér hinir sjálfkjörnu páfalegátar: „eld- legir áhugamenn um fagrar menntir og stéttlaust þjóðfélag." f hirðisbréfi rauða páfans er þessi setning hvað þyngst á metunum: Enginn getur orðið skáld, nema að hann sé kommúnisti. Nokkrir ungir höfundar hneigja sig þegar í duftið fyrir páfavaldinu, og fá í staðinn innsigli hans heilagíeika á verk sín: Þessir ungu gáfumenn ,(skapa listaverkin sem fela sannleikann í sér.“ . . . Aðstreymið til hirðarinnar eykst með hverju nýju tungli. Fleiri og fleiri höfundar hljóta hina einu sönnu skáldavígslu. En þeir rithöfundar jafnt ungir sem gamlir, sem ekki kyssa fót hans herradóms, fá þessar kveðjtrr frá rauðu 'hirðinni: Fátt bendir til þess að þarna séu gáfaðir höfundar á ferð- inni. (Páfinn hefur valið sér orðið gáf- aður að markorði). Þessa höfunda skort ir réttan þjóðfélagslegan skilning. Af þeim sökum renna skáldskapartilraunir þeirra út í sandinn....Þetta útleggst þannig samkvæmt hirðisbréfinu: Sjáðu rautt, þá skrifar þú góðar bókmenntir. Þá færð þú páfainnsiglið á vterk þín. Þar með er allt fengið sem prýtt getur einn rithöfund. Hann er ekki lengur gáfnasljór auli, sem skrifar ómerkileg- ar bækur. Það er komin „stór sveifla“ í stíl hans. Honum blæðir í pennann. Hann skrifar lifandi skáldskap. Hann er allt í einu orðinn stórgáfað skáld. Þetta ieru megindrættirnir í rauðu bókmenntagagnrýninni. Helzta undan- tekningin frá reglunni er sú, að páf- inn hefur sett nokkur skáld, sem standa utan hirðarinnar (Davíð, Gunnar, Tóm- as og nokkra fl.) á sérstakan lista. Fyrir þessum skáldum smjaðrar hans herradómur á fínu hálærðu bókmennta máli. Hann reynir að laða og lokka þessi skáld að hásæti sínu, og töfrar fram svo undurljúfa tóna úr mál- hörpu sinni, að telja verður góðan skáldskap. Nú færist mikið líf í rauðu dulurnar. Undinn er bráðum bugur að því að istofna bókmenntafélag fyrir íslenzka alþýðu, Mál og menningu —, og tíma- rit þess leysir Rauða penna af hólmi. En pennarnir sem skrifa í Tímarit máls og menningar eru að sjálfsögðu eftir sem áður hárauðir. Inn í tímaritið kom- ast ekki aðrir bókmennta- og menning arstraumar en þeir rauðu. Þá eru bæk- ur Máls og menningar og systurfélags þesis, Heimskringlu, mest af rauðum toga spunnar. Sér í lagi á þetta við um bækur eftir íslenzka höfunda. Hinn ráðagóði og margvísi páfi hefur þann háttinn á, að velja til útgáfu á ári hverju nokkur úrvalsrit, þýdd úr er- lendum málum, sem lítið eða ekkert eiga skilt við kommúnisma. Og páfinn lætur legáta sína syngja þessum ritum sama lofsönginn og rauðu bókmennt- unum. Þetta er ekki ónýtt áróðuxs- bragð. Enda verða menn ekki bókmennta páfar fyrir ekki neitt. Þeir verða að hafa mikið til síns ágætis, ef þeir eiga að ná öðrum eins árangri og rauði páf- inn meðan veldi hans stóð hvað hæst. Þrátt fyrir blóðrauðan pólitískan áróð- ur, tekst honum lengi vel að gera það að einskonar trúaratriði með þjóðinni, að hann sitji inni með alla bókmennta- vizkuna, að skyggni hans á fagurbók- menntir sé óskeikul, að undan hjarta- rótum hans spretti sú skáldskaparins vísdómslind, sem allir verði að bergja af, vilji þeir kunna full skil á því sem er að gerast markverðast í heimi bókmenntanna. Hvernig þessi páfavilla komst al- mennt inn í fólk, því verður seint svar- að til hlítar. En lítum aftur á það, að í kringum rauða páfann raða sér nokkr ir þjóðkunnir rithöfundar, líka flestir nýgræðingamir á skáldaþingi íslend- inga. Þá er um sinn mikið fjör og kraft- ur í útgáfustarfsemi Máls og menning- ar. Bókmenntapáfinn brennur af eld- móði, hefir lipran penna, skrifar af inn lifun oig sannfæringarkrafti hins heitt- trúaða. Það gneistar af setningum hans. Þarna er maður Sam trúir á sitt mikla forystuhlutverk. Bókmenntatrúboð hans smýgur léttilega inn í allan blaðakost landsmanna. Það þykir hvarvetna fínt að birta visdómsorð rauða páfans. Þetta er sagan um sigurför rauða bókmenntapáfans á íslandi, jafnframt er þetta sagan um ósigur hans. Má skýra þetta sjónarmið í tveim stuttum setningum: 1. Megintilgangurinn með rauðu bók- menntaherferðinni ier að gera kommún- ismann að burðarás í íslenzkum stjóm- málum. Þetta mistekst gersamlega. Pól- itískt eru kommúnistar alltaf að tapa, þrátt fyrir upphefð sína á bókmennta- sviðinu. 2. Gagnrýni rauða páfans er í megin- atriðum rangtúlkuð á bókmenntunum. Hann spyr aðeins, rautt eða ekki rautt? En valdið er allt mieðan það blífur. Og um alllangt skeið er rau'ði páfinn fastur í sessi. 3. Hagalínskan. Þeir fáu bókmenntamenn sem and- mæla páfadómunum, fá sína bannfær- ingu og það er reynt að koma á þá sama afglapaorðinu og þá rithöfunda, sem þráast við að játast undir rauða valdið. Og það er svo sem hægt að skilja það, flestir páfaandstæðingar fari sér heldur hægt í andstöðunni, svona til að byrja með, gegn alvaldinum í bókmenntum þjóðarinnar. Þeissir menn bafa engin samtök á bak við sig. Þeir tala hver úr sínu horni. Rödd þeirra 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. sept. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.