Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1968, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1968, Blaðsíða 11
ÍJestra er lengi vel það lágvær að naum ast heyrist til þeirra í gegnum allan rauða glamrandann. Þegar hér er komið sögu er Guð- mundur G. Hagalín orðinn einn af fremstu og afkastamestu rithöfundum þjóðarinnar. Hann h'efur þá þegar skrif að sum af sínum beztu skáldverkum, bæði smásögur og lengri skáldsögur. . . Hvort sem kommúnistum er það ljúft eða leitt, þá er Hagalínskan einn af höfuðþáttum í nýíslenzkum bókmennt- um, runnin upp af djúpri þjóðlegri rót. Um stíl og sagnagerð Hagalíns hafa bókmenntafræðingar fjallað af lærdómi og víðsýni, einkum nú síðustu árin. En fræðimennskan ein nær skammt til að kenna okkur að m'eta og njóta lista- verks. Það tekst okkur einungis með nánum kynnum við listavekrið sjálft. Fátt var Hamsun ver við á sínum efri árum en útlegginigu bókmenntasérfræð- inga á verkum sínum. Sá gamli Ham- sum vissi þann sannleik, að jafnvel góðir rýnendur geta átt til að þyrla upp moldviðri í kringum skáldverk, sem torvieldi lesandanum að njótaverks ins á náttúrulegan hátt. — Hér verð- ur ekki farið út í bókmenntalega skil- greiningu á Hagalínskunni. En það er með Hagalín eins og aðra listamenn. Hann stendur einn. Hann verður ekki bókaður undir neina eina listastefnu, frekar en Kjarval í málaralistinni. Já, nú minnist ég þess, að í Uppsölum í Svíþjóð fyrir fáum árum, varð sænsk- um fræðimanni að orði við mig: ÞaS eru ekki til meiri íslendingar í verkum sín- um en þeir Hagalín og Kjarval. Á uppgangsárum rauðu bókmennta- klíkunnar skrifaði Hagalín talsvert um bækur og höfunda í blöð og tímarit. Hann er ómyrkur í máli um leikbrögð og áróðurstækni rauða páfadómsins. Ég dreg í efa að aðrir en Hagalín hafi orðlð fyrri til að gera sér það Ijóst, hvert rauða hirðin stefndi í raun og vteru með öllu sínu brambolti og fyrir- gangi í listmálefnum þjóðarinnar. En eins og kemur fram í skrifum Hagalíns frá þessum árum, þá er hann hvergi smeykur um leikslokin. Hann treystir dómgreind þjóðarinnar þegar sverfur til stálisins . . . Sem ritdómari er það hátt- ur og eðli Hagalíns að fordæma ekki bók fyrir það eitt, að þar séu boðuð þau stefnumið í bókm'enntum og þjóð- málum, sem hann er andvígur. Þess vegna skrifar Hagalín jákvæða dóma um bækur sanntrúaðra kommúnista, telji hann þær listrænar og á einhvern hátt sérstæðar. Hagalín hefur ekki áráttu til að tíunda smásmugulegar veilur og galla sem jafnan má finna í skáldritum. Hann leitast við að benda á það,_ sem snjall- ast er í hverju skáldverki. í bókmennta skrifum Hagalíns er að finna megin- forsendu fyrir heilbrigðri bókmennta- gagnrýn-i, að dæma og meta skáldverk samkvæmt anda og efni þess sjálfs. Sá, sem brýtur þessa reglu, lætur annar- leg sjónarmið skipa fyrirrúmið í bóka- dómum sínum. Mega allir vita, að slík- ir dómar gefa ranga mynd af bókmennt unum og ieru verri en engir. — í bók- menntaskrifum sínum færir Hagalín fyr ir því gild rök, að blómgun skáldskap- arins með hverri kynislóð, eigi vaxtar- skilyrði sín mest undir því komin, að hver rithöfundur leggi sig allan fram um að rækta með sér þá listrænu eig- inleika sína, sem skeri úr um sérstöðu hans sem iskálds, og velji sér þau við- fangsefni, sem hann þekkir bezt af eig- in raun. Þess þarf naumast að geta, að rauða hirðin leit frá upphafi vega á Hagalín sem einn af höfuðand- stæðingum sínum. Páfanum rauða kem- ur aldrei til hugar að gera gælur við Hagalínskuna, en ekki efnir hann til stórorustu gegn henni fyrr ien við lok valdaskeiðs síns. Þeir sem ungir eru að árum og lítið hafa kynnt sér sögu rauðu bókmennta- klíkunnar, eiga sjálfsagt erfitt með að trúa því, að þessir leiktrúðar og blekk- ingameistarar halda völdum sem háyfir hart nær tvo áratugi. Hins ber líka að dómarar um íslenzkar bókmenntir í geta, að eftir að gyllingin fer að molna utan af rauðu hirðinni, fer veldi henn- ar ört hrakandi, jafnvel örar en páf- inn fær í fyrstu gert sér grein fyrir. Hann er því óvar um sig til að byrja með, og skellir skollaeyrum við þung- um áföllum sem hirðmenn hans verða fyrir í æ ríkari mæli út af bókaskrifum sínum og gömlum og nýjum páfadóm- um. En þar kernur að páfi fer að leggja eyru við og fær að hieyra fleira en hon- um gott þykir:Sumir af þeim bókmennta dómum, sem hann réttilega telur undir stöðuna að veldi sínu, eru nú vefengd- ar af mönnum, sem hann verður að taka tillit til. Þarna eru ekki bara gamlir og grónir páfaandstæðingar á ferðinni, heldur líka menn sem bans herradómur h-efur fegrað og gyllt með því að þrýsta á verk þeirra isínu háheilaga innsigli. Það er orðið æði risjótt og hávaða- samt í kringum páfastólinn. Sjálfur tal- ar páfinn æ sjaldnar til lýðsins í björt- um vanglö'ðum tón um þær heimsbók- menntir sem obbinn af skáldum hans semur, eða dýrð hins komandi kommún istaríkis á I'slandi. En eftir sem áður er hann aflið á bak við rauðu hirðina. Óneitanlega ber hann þungan undir niðri. Vongleðin horfin, áhyggjurnar komnar í staðinn. Sigurherferðinni hief ur verið snúið upp í harðskeytt varn- arstríð. Að hann þyrfti að heyja varnar- stríð, sízt af öllu hafði honum komið -slíkt til hugar. En nú má hann engan tíma missa. Nú er hver stund dýrmæt til að endurheimta það sem tapazt hef- ur. Og nýjum páfadómum rignir yfir þjóðina. Mælskan er himinhrópandi. En hvað skeður? Þetta, sem á að heita ölf- ug sókn „fyrir hinn eina sanna mál- stað í menningar- og félagsmálum", kallar nýja ósigra yfir hirðina: Rauði páfinn hefur fengið sinn dóm hjá þjóð- inni. Páfinn ér fallinn. Orð hans um íslenzkar bókmenntir eru ekki lengur tekin gild sem óskeikul dómsorð. Al- menningur lætur hann ekki lengur segja sér fyrir um það, hvaða bækur séu góðar og hvaða bækur séu slæmar bókmenntir. En hinum afsagða páfa er allt annað í huga en að viðurkenna fall sitt. Eng- inn valdastreytumaður gefur upp öll völd sín — aldrei — ekki í eigin barmi. Og þú þykir honum, sem hann geti eflt veldi sitt á ný, með því að ganga á milli bols og höfuðs á Haga- línskunni. Skotmarkið er: Sturla í Vog- um. Þessi saga hefur löngu verið viður- kennd sem eitt af meiriháttar skáld- ritum íslenzkum. En rauða klíkan lætur sig hafa það, að kveða upp yfir sög- unni hvern níðdóminn á fötur öðrum: Bókin átti að vera dæmigerður eldhús- reyfari. Þarna á lífslygin að vaða um berstrípuð, bjánaleg bjartsýni að ráða ö’llum gangi sögunnar. Enginn skyldi ætla að líf einyrkjans ætti á nokkurn hátt skylt við lýsingarnar í Sturlu í Vogum. Sturla í Vogum, fjölskylda hans og nágrannar — , allt upp til hópa gervipersónur, settar fram til að gylla fátæktina í augum a'lmennings. Sturla í Vogum — ,skrifuð til að þjóna undir svartasta afturhaldið í landinu. Sturla í Vogum — , bók þeirra sem vilja kné- setja íslenzka alþýðu. Sturla í Vogum. . Sturla í Vogum. . . . Sturla .... Þessu rauða öskri er mætt á eftir- minnilegan og verðugan hátt. Lærðir sem leiknir bókmenrutamenn flykkjast fram á ritvöl'iinn og skrifa ýtarlega um Sturlu í Vogum — , dæma söguna samkvæmt réttum gagnrýnireglum. Þann ig tæta þeir í sundur kommúnistaníðið um Sturlu í Vogum. Almenningur fylg- ist af áhuga með þessari bókmennta- rimmu, sem hvað mest hefur orðið á fs- .landi til þessa, og gerir hið jákvæða mat á sögunni að sínum dómi. .. Rauða hirðin reynir árangurslausit að rétta hluit sinn. Ennþá einu sinni hefur hún sett á svið blekkingaleik, sem hún fær ekki risið undir. UppáLaldómatar ei^inmannóinó Margrét Eggertsdóttir, kona Páls Þorsteinssonar múrarameistara, svar ar spurningu þáttarins. Þau hjón- in búa ásamt sonum sínum þremur að Hjálmholti 6. Margrét kveður sér engan vanda á höndum að gera eiginmanninum til hæfis í mat, honum þyki góður all- ur vénjulegur íslenzkur matur, og af veizlumat sé hann líklega hrifn- astur af grilluðum kjúklingum og hamborgarhrygg. En Margrét seg- ist halda, að íslenzkar húsmæður séu varla í vandræðum með upp- skriftir að slíkum réttum. Oft þarf Margrét áð undirbúa máltíðir að miklu leyti fyrirfram, sérstaklega á hátíðum, en þá segir hún að áhugamál sitt, söngurinn, vi'lji ódrýgja tímann nokkuð fyrir sér. Margrét er alin upp við tón- list og tónlistaráhugi. Faðir henn- ar, Eggert Jóhannesson var einn af stofnendum Lúðrasveitar Reykja- víkur og sjálf syngur hún í Dóm- kirkjukórnum og Kammermúsik- kórnum. Það er gestkvæmt hjá Margréti og stundum margt í heimili. Verður þá lítill tími að búa í haginn fyrir- fram við matargerðina. Segir hún uppskriftina gleymast fljótt að því, sem henni hugkvæmdist að matbúa í það og þáð skiptið. Hún er þó minnt á margt af því, sem heimilis- fólkið hefur þótt sérlega gómsætt, og hér koma tvær uppskriftir að hátíða- og hversdagsmat. Steinselju-Iundir. (Persille-mörbrad) Nota má hvort heldur er, nauta- eða svínalundir. Lundirnar eru skornar að hálfu í gegn eftir lengd- inni. Kjötið barið létt, perlillekvist- um raðað ofan á, svoli'tlu rosmarin stráð yfir og smjörbitum. (Ágæt aðferð við al'la upprúllaða rétti er að bleyta 1 blað af matarlími í köldu vatni og leggja það ofan á fyllinguna, áður en kjötið er rúll- að upp). Nú er kjötið vafið saman, bundið með bómullarþræði eða kjöt nálum stungið í. Steikt meyrt á pönnu við vægan hita í nokkuð langan tíma. Sáiti stráð yfir. Með kjötinu er borið Rauðrófusalat 3 sýrðar rauðrófur eru rifnar á rifjárni ásamt 2 afhýddum eplum. Saman við þetta er blandað 1 dl af súrum rjóma, sítrónusafa, salti, pipar, rifinni piparrót (fæst líka á glösum) og 1 dl af þeyttum rjóma. Salatið má gjarnan vera bragð- stert. Lundirnar eru skornar í sneiðar áður en þær eru bornar fram, rað- að á fat og salatskálin, sem klædd er innan sálatblöðum, áður en rauð- rófusalatið er sett í hana, er höfð með á fatinu. Nota má með þessu, ef vill, flutes eða franskar kart- öflur. Hangikjötsréttur Smátt skorið hangikjöt (saltkjöt) harðsoðin egg soðnar kartöflur, skornar í sneið- ar. Lauksósa: 3% dl mjólk 25 g smjörl. 25 g hveiti 150 g laukur sal't Laukurinn er skorinn í sneiðar og soðinn í litlu vatnii í 5—10 mín. Búin ti'l venjuleg sósa, laukurinn og vatnið látið út í. Kartöflusneiðun- um raðað í eldfast mót, síðan hangi kjötinu og efst sneiðum af harð- soðnum eggjum. Lauksósunni hellt yfir. Bakað í ofni um það bil 10 mín., eða þar til rétturinn er vel heitur, en ekki brúnaður. Með þessu er borið fram ristað brauð með kældu smjöri. í næstu Lesbók gefur Mragrét uppskrift að eftirrétti og köku, sem bæði er ljúffeng og hampalítil í bakstri. Og svo kemur uppskriftin af heit um eftirrétti: Smjörsnittur 2 bollar smjör 2 bollar hveiti 1 bolli rjómi Hnoðið deig. Flatt út, ekki mjög þunnt. Stungið undan stóru glasi, eða jafnvel undirskál. Lagt saman eins og hálfmáni, með evlamauki í milli. Penslað með rjóma. Möndlur og sykur eða kanill og sykur látið yfir heitt. Borið fram strax með ís- köldum rjóma. f þessa uppskrift af smjörsnittum má nota það eplamauk sem fólk vill en bezt finnst mér heimatilbúið mauk sem ég sýð úr 3 bo’llum af sykur á móti 6 eplum, sem eru af- hýdd og skorin í litla bita. Soðið í 5—6 mínútur. Að lokum gefur Margrét eina kökuuppskrift. Kaffikaka 200 gr smjörl. 250 gr sykur 3 egg 150 gr hveiti 1 tsk lyftiduft 100 gr suðusúkkulaði 50 gr möndlur (má sleppa þeim 1 sítróna 3-4 msk flórsykur. Hrært á venjulegan hátt, rifinn sítrónubörkur látinn í. Súkkulaðið og möndlurnar brytjaðar, sett út í deigið. Kakan er bökuð við frek- ar vægan hita í 1 klukkustund. Flórsykur hrærður út með sítrónu- safa, smurt vartega ofaná. 22. sept. 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.