Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1966, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1966, Blaðsíða 13
EFTIR REX REED Geraldine Chaplin: „Allt pabba að ])akka“. ^íðastliðið ár hefur heimur- inn verið kúffullur af at- höfnum grannvaxins telpuhnokka, að nafni Geraldine Chaplin. Mynd- in af henni starir á menn frá svo til hverju kaffiborði um alla Amer- íku. Þegar verið var að gera kvik- myndina af Sívago lækni í Mad- rid hafa ágengir blaðamenn suðað kringum hana eins og engisprettu- hópur, í þeirri von, að hún segði þó ekki væri meira en „Góðan daginn“ við þá. Blöð og tímarit skrásetja hverja stunu hennar. Geraldine Chaplin að dansa tataradans á Feria de Sevilla, Geraldine Chaplin kynnt í samkvæmi í hvítum Cast- illokjól af Aga Khan, Geraldine Chaplin í fallhlífarstökki, Gerald- ine Chaplin þar sem verið er að til- einka henni naut, sem E1 Cordobes hefur lagt að velli, á nautaatssvæð- inu, Geraldine Chaplin í Líbanon, í kjól frá Ricci. Hún tekur meira rúm í fínu myndablöðunum en Je- an Shrimpton. Það er sífellt Ger- aldine Chaplin: að synda í Monte Carlo, í Piperklúbbnum í Róm, o.s. frv. Og hví ekki það? Þegar maður er dóttir Charlie Chaplins og dóttur- dóttir Eugene O’Neills verður mað- ur eitthvað að hafast að. Stígvél og blöðrutyg'ffjó. Þótt eítirtekt sú, er hún hefur vakið, sé kannski ótrúleg, er hitt þó enn ótrú- legra, að hún á enn eftir að sjást á hvita tjaldinu og verðskulda þessa eft- irtekt, og nú gæti svo illa farið, að stúlk an gæti alls ekki leikið, og það er henni sjálfri meira en lítið áhyggjuefni. Fyrir nokkrum dögum tók hún sér frí frá auglýsingastarfseminni fyrir þessa tíu milljón dala mynd, „Sívago“, og slapp- aði af og talaði nokkur orð í alvöru við Iblaðamanninn. Um sitt eigið líf og hvað af henni verði, ef það skyldi nú sýna sig, að hún gæti alls ekki leik- ið og þar með uppfyllt loforð sín við heiminn, sem þegar hefur látið óþarf- lega mikið með hana. Gullnir sólargeislamir köstuðust af gullbryddum speglunum á sýrópsgulum veggjunum í íbúð hennar á 38. hæð í .Waldorf Towers. („Hugsa sér allt þetta húsrými fyrir mig eina!“). Þrjár tylftir af rauðum rósum breiddu úr sér í blómkerum („Þær voru svo fallegar, en svo er svo heitt hérna, að þær springa út vegna þess að þær eru orðnar alveg uPPgefnar“, segir hún gestinum). Hér er ekkert, sem minnir á tilvonandi kvikmyndastjörnu, eins og auglýsandi hennar hugsar sér hana. Þess í stað er það feimin og hikandi stúlka, sem gengur fram og aftur á brúnleitri gólf- ábreiðunni, en hoppar öðru hverju í loft upp af kæti, og skríkir eins og 6mástelpa, hleypur út að glugganum og rekur upp fagnaðaróp yfir þyrlu, eem framhjá fer, og gefur frá sér eitt- hvert hljóð, sem líkist mest „gillígogg", og þýtur loks út í hom, grípur hönd- nm aftur fyrir hnakka, en grannir legg- irnir hanga yfir bríkina á Waldorf-legu- bekknum í hvítum hástígvélunum Hún er nú ekkert verulega lagleg — andlitið er of kringlótt, ennið of breitt, hárið of sítt og bundið saman með ó- merkilegri teygju, varirnar eru of föl- leitar, enda notar hún enga málningu nema á augnahárin, og svo eru tveir áberandi svartir fæðingarblettir undir augunum. Að horfa á hana minnir á blöðrutyggjó (sem hún er sífellt að jóðla á) og sítrónubrjóstsykur og litlar stúlkur í dropóttum, svissneskum kjól- um, sem eru að panta sér Shirley Temple-sódavatn hjá SarL „Pabbi ætlaði alveg vitlaus að verða“ En þegar hún fer að tala, gegnir öðm máii. Hún er frjálsleg, hreinskilin og greind og svolítið ofþroskuð, rétt eins og eftirlætisbarn sem hefur fengið sér 1 óleyfi aukaskammt af forboðnu sæl- gæti. — „Ég veit, að mér hefur fallið allt í skaut af því að ég er dóttir Charlie Chaplins, en ég skammast mín ekkert fyrir það. Hversvegna ætti ég ekki að nota mér það? Þegar ég fór fyrst að heiman til þess að gerast dansmær, var ég alveg hræðileg, en ég komst samt að lokum á forsíðurnar. Ég var nú ekki annað en ein af tuttugu smá- stelpum í danskór, en það hefði mátt halda, að ég hefði verið sjálf Pavlova! En vitanlega voru þeir að reyna að hafa upp úr mér. Pabbi sleppti sér alveg, eins og nærri má geta. Og nú, þegar ég hef hugsað mér að gerast leik- kona, fæ ég fleiri tilboð en ég get kom- izt yfir! Ef ég héti bara Annie Smith, fengi ég ekki eitt einasta. En svo hefur þetta heldur aldrei verið talinn heiðar- legur atvinnuvegur. Vegna nafnsins míns opnuðust fyrir mér viðeigandi dyr. Og nú kemur til minna kasta að láta það ekki verða til skammar." Ef litið er um öxl virðist það hafa borið árangur frá fyrsta fari. Hún fæddist í Santa Monica í Kalíforníu, 31. júlí 1944. Enda þótt hún sjálf telji sig líkjast föður sínum, þá líkist hún meira móður sinni, sem áður hét Oona O’Neill og giftist Chaplin mjög gegn vilja föð- ur síns, af því að þá var hún ekki nema 18 ára, en hinn frægi kvikmyndaleikari 55. Geraldine („Kunningjarnir kalla mig ennþá Deanie, sem stafar af því, að yngsta systir mín vildi bera nafnið mitt þannig fram“) dvaldi fyrstu átta æviár- in í gömlu húsi í Berverly Hills. Hún man næstum ekkert frá þessum tíma nema eitt óskatré í garðinum bak við húsið. Þegar hún var sjö ára og bróðir hennar 5, voru þau bæði aukaleikendur í kvikmynd Chaplins, „Sviðsljósinu“. Engin beiskja. — Ég býst við að þetta hafi verið frumraun mín í listinni, en ég hafði nú ekki nema eina setningu að segja. í at- riðinu þar sem ég sé pabba koma eftir götunni, drukkinn, þá á ég að segja: „Frú Allsop er ekki heima“. Litla syst- ir mín, hún Josie, sem var ekki nema tveggja ára, elti mig um allt í kvik- myndaverinu, og í hvert sinn, sem ég sagði setninguna, sagði hún hana lika. Við endurtókum atriðið eitthvað 50 sinnum, og loksins öskraði ég bálvond: „Æ, guð minn góður, frú Allsop er ekki 'heima!“ Hann hafði mig aldrei í neinni mynd eftir það.“ Um það leyti sem hún varð átta ára höfðu bæði skattaatriði og óvinsælar stjórnmálaskoðanir gert það að verkum, að tryggðarof urðu með Chaplin og Bandaríkjunum, og þá flutti fjölskvld- an í stórt sveitahús í Vevey í Sviss, og þar hefur verið heimili þeirra æ síðan. Nú mundu Bandaríkin gjarna vilja fá þau aftur, en Chaplin hefur aftekið að snúa þangað aftur. „Hann er ekkert gramur yfir því að vera kallaður kommúnisti, né heldur yfir meðferð- inni á sér af Bandaríkjanna hálfu, og þá ætti ég ekki að hafa ástæðu til slíks. Það væri heimska að fara að segja, að ég hataði Ameríku út af því, sem hann varð fyrir“, segir Geraldine. Það hljóta að vera allmikil viðbrigði fyrir átta ára amerískt barn að láta allt í einu þeysa sér til Evrópu. „Við Mich- ael fórum í þorpsskólann, þar sem ekki einu sinni kennararnir kunnu ensku, og við kunnum ekki einu sinni að segja „Bonjour“ á frönsku. Það var hræðilegt, en við lærðum málið á fimm mánuð- um. Það var ekkert undanfæri. Nú get ég talað fimm tungumál. En heima fyr- ir hélt allt áfram að vera amerískt. Við vorum alin upp á tyggjói og hamborgur- um og reglulegum háttatíma og mál- tíða — hádegisverður á hádegi, kvöld- verður klukkan sex. Á Allraheilagra- messu klæddum við okkur eins og púka og galdranornir og fyrir jólin hengdum við upp sokkana okkar. Þetta var ein- kennilegt líf og Evrópubúar héldu, að við værum öll meira og minna biluð. Þeir kölluðu okkur „vitlausa Chaplin- fólkið í stóra húsinu uppi í brekkunni.“ Við áttum enga kunningja, aðeins dýr- in okkar, tvo úlfa, grefla, mýs, eina kráku, einn örn, ref, tvo krókodíla og eina rottu, sem var uppáhald allra. Þetta var ljót skolpræsarotta, sem átti heima í skúffu og át hrá egg og sal- aa. Bf bjöllunni var hringt, varð hún alltaf fyrst til dyra . ... ó, mér þótti svo vænt um hana“. Þegar Geraldine var tíu ára, sendi faðir hennar hana í klausturskóla („Pabbi er harður á því, að honum sé hlýtt“). Næstu sjö árin var hún mjög litið heima. „Þegar ég var 17 ára, fór ég að heiman fyrir fullt og allt, og síðan hef ég unnið fyrir mér sjálf. Fæ enga hjálp að heiman. Er sjálfráð um athafn- ir mínar. Auðvitað er pabbi alltaf að fárast yfir þessu. Hann hélt yfir mér ræðu, þegar ég fór til að læra dans í London, og hann hélt yfir mér aðra ræðu, þegar ég féfck mér íbúð í París, og ég býst við, að ég fái þriðju ræðuna, þegar „Sívago“ er kominn fram í New York. Hann skrifar mér aldrei nokkurn- tíma og því síður að hann hringi til mín, en það, sem ég frétti að heiman, er frá mömmu.“ í háttinn klukkan 9. Geraldine lagði stund á listdans í tvð ár í London og bjó hjá pólskri fjölskyldu þangað til aurarnir voru búnir, fór þá til Parísar, þar sem kona Sidneys bróður hennar kynnti hana kvikmyndaumboðs- manni, sem féfck handa henni lítið hlut- verk í Jean-Paul Belmondo-kvikmynd, sem hét „Fagur sumarmorgun“. Sú mynd hefur aldrei komið fram í Amer- íku og Geraldine telur hana einhverja verstu mynd, sem nokkurntíma hafi verið gerð. „Ef David Lean hefði séð hana, hefði ég aldrei fengið hlutverkið í „Sívago“ eða neinni annarri mynd“. Meðan hún var í París, bjó hún í lít- illi kjallaraíbúð ásamt sex feta löngum höggormi, að nafni Emma, sem hún loksins færði dýragarði einum að gjöf. („Hún vildi ekki éta annað en lifandi mýs, og þær varð ég að rétta henni með hendinni, svo að ég varð að losa mig við hana“). Hún hefur ennþá þetta sama herbergi („Ég sef þar bara“), en fer annað hvort heim til Sviss eða er hjá 16. janúar 1966 •LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.