Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1966, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1966, Blaðsíða 11
SIGGI SIXPINSARI Hvað er ég aft búinn að segja þér að vera ekki að trufla mig meðan óg er að vinna? A erlendum bókamarkadi Stríð They Came from tlie Sky. E. H. Cookridge. Heinemann 1965. 30/—. Hér eru sagðar sögur þriggja manna, sem voru látnir svífa til jarðar í fallhlífum á Frakk- landi á stríðsárunum. Hlutverk þeirra var að skipuleggja mót- töku vopna og útbúnaðar, sem ætlaður var frönsku andspyrnu- hreyfingunni, einnig áttu þeir að æfa skemmdarverkamenn og þátttöku andspyrnuhreyfingarinn ar í innrás bandamanna á megin- landið. Tveir þessara manna voru kennarar frá London og einn var arkítekt. Bretar gerðu mik- ið að því á stríðsárunum að senda skemmdarverkamenn til Frakklands og fleiri hernuminna landa. Mikill hluti þessara manna var handtekinn, píndur og drepinn, en nokkrir komust heim aftur, meðal þeirra þessir þrír, sem segja hér sögu sína. Þetta eru sögur ævintýra, hug- rekkis og þrautseigju. Á stríðs- tímum og hættustundum birtist maðurinn naktari og sannari en á friðartímum, og þá kemur einnig í ljós hve mikið má leggja á einstaklinginn; þetta hefur auðvitað einnig sínar ranghverf- ur. Þessar sögur eru hver ann- arri betri, enda vel skrifaðar. Bókinni fylgja nokkrar myndir. The New Face of War. A Report on á Communist Guerilla Camp- aign. Malcolm W. Browne. Cassell 1965. 25/—. Liddell Hart, sem er einn fremsti herfræðingur Breta, hef- ur látið þá skoðim í ljós að Bkæruhernaður muni verða þýð- ingarmeiri á atómöld en nokkru Sinni fyrr. Hingað til hefur skæruhernaður verið baráttuað- ferð hinna veikari, síðasta von hinna sigruðu, en nú er svo kom- ið að þessari baráttuaðferð er beitt til árása með ágætum ár- angri, meðan ekki er gripið til atómvopna. Rit um þessa bar- áttuaðferð hafa verið áberandi undanfarin ár og þau frægustu eru eftir Mao Tse-tung og Che Guevara, enda er þessari aðferð beitt þar sem átök eiga sér stað. Þessi bók er lýsing á þessari tækni eins og henni er beitt í Vietnam. Höfundurinn er blaða- maður og hefur hér sett saman rit sem mun verða mörgum hrollvekja. Hann álítur að Bandaríkjamenn séu að tapa stríðinu í Vietnam, þrátt fyrir yfirburði í útbúnaði og mannafla. Það ruglar margan, að áður fyrr var skæruhernaði fyrst og fremst beitt til varnar, en nú er þessari aðferð beitt til árása með slíkum árangri, að menn undrast. Hann telur ástæðuna fyrir seinagang- inum vera skilningsleysi og tregðu á að taka upp svipaðar baráttuaðferðir. Með illu skal illt út drífa; höfundur álítur að þau sannindi verði að viður- kennast í Víetnam. Henry Cabot Lodge skrifar formála fyrir bók- inni. Bókinni fylgja myndir, sem verða til þess að undirstrika boð- skap og kenningar höfundar. Þetta er mjög athyglisverð bók og tímabær. Saga L’Histoire. Jean Ehrard et Guy Palmade. Librairie Armand Col- in, Paris 1964. 25 F. Bók þessi er einkum ætluð þeim, sem lesa sagnfræði, og þá bæði þeim sem lesa hana sem sérgrein og þeim, sem lesa hana af öðrum ástæðum. Þetta er inngangur að franskri sagn- fræði, fyrri hlutinn er saga franskrar sagnfræði frá því á miðöldum og fram á tuttugustu öld. Höfundar lýsa þeim ástæð- um, sem orkuðu því að sagan var skrifuð á þann hátt, sem hún var skrifuð á hverjum tíma. Þessar ástæður voru margvíslegar, þjóð- félagslegar og trúarlegar. Inn- an þessarar sögu er saga Frakk- lands rakin í höfuðdráttum. Raktar eru sagnfræðikenningar og rannsóknaraðferðir, og þar koma auðvitað fleiri höfundar við sögu en aðeins franskir. Síð- ari hluti bókarinnar eru valdir kaflar úr ritum franskra sagn- fræðinga allt frá Villehardoin til Marc Bloch. Kaflarnir eru valdir með hliðsjón af því að þeir gefi sem bezt dæmi um stíls- máta höfunda, einkenni og sögu- skoðun, og verður þessi hluti ritsins um leið saga Frakklands á þessu tímaskeiði, ekki aðeins pólitísk saga heldur einnig efna- hags-, menningar- og þjóðfélags- saga. Hér koma fram ólíkar sögu- skoðanir höfunda, rannsóknarað- ferðir og mismunandi mat á þýðingu hinna ýmsu viðburða. Þótt ritið fjalli um franska sögu, þá er sú saga svo ofin sögu Evr- ópu, að ritið verður einnig þeim að gagni, sem stunda ekki aðeins franska sögu; auk þess eiga Frakkar marga merkustu sagnfræðinga sem nú rita sögu og hafa átt. Ritinu fylgir tíma- talsskrá og bókfræði. Bókin er gefin út í sérflokki forlagsins, sem nefnist „Collection U/Série „Lettres Francaises”. Útgefandi: Robert Mauzi. Bókin er alls 408 blaðsíður. Heimspeki Beyond the Outsidcr. The Philo- sophy of the Future. Colin Wil- son. Arthur Barker Ltd. 1965. 30/—. Höfundur varð frægur af bók sinni „The Outsider", sem kom út 1956, síðan hefur hver bókin rekið aðra Höfundur hefur kom- izt yfir að lesa mjög mikið magn lesmáls og dregið af því oft sérstæðar ályktanir. Kenningar hans eru, eins og svo oft er, samsuða úr margvíslegustu kenningum auknar eigin skoðun- um. Hann er ómyrkur í máli og dregur oft ályktanir, sem hann álítur sér vera stætt á, þótt aðr- ir hljóti að draga það nokkuð í efa. í þessari bók lýkur hann því verki, sem hann hóf með fyrstu bók sinni. Hér rekur hann kenn- ingar Camus, Sartres, Heideggers, og Becketts og ber fram mjög sérstæðar skoðanir um ástæð- urnar fyrir skoðunum þeirra. Annar kafli bókarinnar fjallar um nútíma heimspeki og for- sendurnar að henni. í síðari köfl- um ræðir hann líffræði og loks kenningar sínar um framvindu mannsins. Bókin er mjög per- sónuleg og er liðlega skrifuð. ~ .. ^ Jóhann Hannesson: ÞANKARÚNIR ,IÐINN og guðrækinn skólameistara eða kennara, eða ein- hvern annan, sem af trúmennsku elur upp börn og kennir þeim, er aldrei hægt að launa með peningum eða greiða honum laun eins og hann verðskuldar, enda sagði Aristóteles þetta, þótt heiðinn væri. Og þó hefir þetta starf vor á meðal verið metið svo lítils sem það hefði alls ekki neitt að segja, og viljum vér þó vera kristnir menn. En fyrir mitt leyti myndi ég, ef ég mætti og dirfðist að hætta prédikunarstarfinu og öðrum verk- um, ekki fremur kjósa mér neitt annað embætti en að vera skólameistari og barnakennari. Því að ég hefi reynt að jafn- framt prédikunarembættinu er þetta starf hið allra nytsam- asta, og mesta og bezta af öllum verkum. Og auk þess veit ég ekki hvort þessara starfa er betra, því það er erfitt verk að venja gamla hunda og gera gamla þorpara guðrækna. En ungt tré er auðveldara að sveigja og elska, svo að þau dafni vel, jafnvel þótt sum kunni að brotna. Vinir! Viðurkennið því að það er ein hin göfugasta dyggð á jörðunni að ala upp annarra börn af trúmennsku, þótt aðeins fáeinir — já nálega enginn — geri það, þegar um hans eigin börn er að ræða“. (Marteinn Lúther í samb. v. Gal. 6,6). Af þessum og mörgum öðrum orðum Lúthers og annarra siðbótarmanna, töluðum fyrir nálega hálfri fimmtu öld, má ráða mat þeirra á gildi uppeldis og fræðslu, enda tókst siðbótar- mönnum og lærisveinum þeirra að tendra vakningu uppeldis- áhuga með mótmælendum, sem lifað hefir allt til þessa dags, þótt margir aðrir eigi heiðurinn af að hafa haldið þeim eldi brennandi. Það tók aldir að ná því marki, sem siðbótarmenn settu, að öll börn skyldu njóta nokkurs skólauppeldis. Utan vestrænnar menningar á þessi hugsjón enn langa leið fyrir höndum, því að enn teljast 700 milljónir ólæsar. Vor á meðal er hugsjónin að nokkru leyti viðurkennd, þótt því fari fjarri að menn kunni að meta köllun kennarans í líkingu við Lúther. Flest lýðræðisríki hafa komið á hjá sér fræðslukerfum, sem líkjast pýramídum Faraóanna, stórum, dýrum og þunglama- legum, til að annast um þann þátt uppeldisins, sem nefnist fræðsla. Vissulega er fræðslan mikilvæg, en misskilningur er að segja að með henni fáist uppeldið allt. Líkamlegt uppeldi, sið- rænt og trúarlegt er ekki síður mikilvægt en sjálf fræðslan. Hún er aðeins einn þáttur í því, sem siðbótarmenn töldu upp- eldi, svo sem sjá má af bók Lúthers, „Um góð verk“. Ný hreyfing í fræðslumálum berst nú víða um lönd, og vilja leiðtogar hennar vekja skilning almennings og valdhafa á nauðsyn þess að fræða allan þorra manna langt umfram það, sem fram til þessa hefir verið talið nauðsynlegt. Markmiðið er að framleiða menntunar- og velmegunarþjóðfélag. Auðsæld og allsnægtir eru efstu steinar pýramídans. En illa menntuð þjóðfélög munu dragast aftur úr hinum vel menntuðu. Þess vegna ber að festa fé í fræðslustofnunum. Fræðsla er hin arð- vænlegasta fjárfesting. Þannig er í stuttu máli boðskapur hinn- ar nýjustu stefnu í fræðslumálum meðal nágrannanna, og þessir tónar hafa borizt oss til eyrna. Tekið skal fram að æskulýður hér á landi trúir þessu almennt ekki, þar sem honum er kunn- ugt um allt annað út frá reynslunni. Hér á landi þarf ekki að byggja neinn háan mennta-pýramída til að höndla velmegun. Flestar aðrar götur eru greiðari til þess. En hvað sem menntaþjóðfélagi framtíðarinnar liður, þá segja oss sérfræðingar vorir að þjóðin þurfi að tvöfalda af- kastagetu skóla sinna á næsta hálfa mannsaldri, sökum mann- fjölgunar, og er þá miðað við barnaskóla, sams konar skóla og Lúther hafði i huga. „Það er ekki til stærri eyðilegging í kristninni en afræksla barnanna", segir hann. Þessi tvöföldun, sem nauðsynleg er á næstu þrem áratugum eða vel það, mun kosta mikið fé, mikla fórnfýsi og vinnu, sem óhjákvæmilegt er að leggja fram, ef ekki skal afrækja börnin. Til umbóta og framfara í þjóðaruppeldinu þarf þar fyrir utan að leggja mikið fram, þar á meðal einnig að leggja mikla rækt við menntun kennara og hugsjónafræði uppeldisins. — Þótt það sé sennilega rétt að aukin menntun muni á sínum tíma leiða til velmegunar, þá mun maðurinn ekki geta lifað af einu saman brauði í fram- tíðinni, fremur en áður. Efstu lög pýramídans þurfa fremur að svara til vandaðra manna en auðugra manna í allsnægtum. Því gullinu betra er manngildið. 16. janúar 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.