Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1966, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1966, Blaðsíða 3
Eftir Steinar Sigurjónsson ö /iplega birtist maður á syfjulegu strætinu, bráðum annar; sjöl bar allt í emu við mjöllina; og þarna kemur skuggaleg krumpuð mannbræða vafin dökku sjali; aðra hönd hennar ber við það, bleika á svörtum grunni: Frá upphafi íífsins hefur fólk skjögr- að út úr fylgsnum í volgum lyktandi fiíkum mót dögum sínum hreinum að morgni. Fólkið. Það hefur vaknað um n'.orgna og látið heyra til sín eins og nú, fáimað í göngum eftir klínkum slag- bröndum og hespum og það hefur ávallt lokið upp sömu hriktandi hurðum og trítlað út á götur sínar, í norður suður austur og vestur, reikult af ótta við ban- væni loftsins grámulegt og lotið, yfir götu þvera, eftir gángstétt, út og inn; og mjöllin verður ekki lengur hvít heldur bleik af sparki fálmandi lima sem skilja þar eftir sig sporin. Nú eins og frá upp- hafi lífsins falla á mjöllina skuggar af mönnum og svitaþefir. Á þessu má skilja hvers vegna ljóð um dauðann voru samin — að menn hlutu að hafa fundið til með sjálfum sér, skjálfandi af voveiflegum grunsemdum um smæð sína. Svo sem suðandi flugan slær loftið með túngu smni fyrir einn lángleiðan tón, þannig lifir maðurinn meðan hann getur steytt hmi. Hvað eftir annað hefur honum vaknað öfund og níðsleg orð til að svala með bráðum kenndum sínum, en hann smækkar þó aidrei svo hraklega að hann gráti ekki af ugg um sjálfan sig. Eða hvort er hann hátt hafinn yfir þær sýklabæru pöddur fálmánga og klóa sem Ijóðið kveður um? Hvort svipar elrki fitunni á líkömum þeirra til svit- ans á líkama hans? ■I ólkið gengur á fund við lífið þessa stund, hrætt við að deya, volgt undan sængum sínum og minnir á skjögrandi krossa vafða sjölum. Leggir þess hafa grennst af kuldanum og nú stigur það hræddum fótum á mjöllinni, reikar í spori og minnir á mýs sem trítla á ofursmárri músagötu og skýtur smá- um felmturfullum augum út undan sér, dimmum af voveiflegu flökti hugans. Þarna hverf-ur maður inn í svartan lyktandi gafl; þarna kemur annar í ljós út úr dimmum gafli prýddum marglitri auglýsingu um hráolíu. Þarna!! Með tvö lítil núll á bleikri ásjónu sá þriðji; og nú dregur hann höfuðið inn í skinnin á flík sinni og trítlar út á dag sinn, nýan dag flekklausan snævi drif- inn. Fyrir dægri var túngli varpað á himin, nú hefur það hrapað út yfir hafið þar sem það hlýtur brátt að sökkva, en þó varpar það enn á morðslegri ferð sinni glampa á þessa slóð; og öll er tilver an hroðalega framandleg. Þarna blasir við hrím slúngið fölu bliki, og þarna blasa við kaldir vargsgráir múrgaflar sem ekkert skin festist á; og þarna dragnast þústir sem fólskir skuggar elta, út, og inn um holur, mórauðir á fönn- inni; og líkin verða marblá af skininu . . eða hvert á María að fara? Er henni ekki áskapað að gjóta aug- um, með kynlegar vonir í þunnum kolli, svo að hún er þrifin til rásar með svelgn- urn; af engum vafin örmum, of ein til að hún dirfist að ætla að hún sé elskuð? Gunnar Ekeföf: TVð LJÖÐ Á þessari ríóttu Ver grafkyrr hljóður og bíð Lát ekkert komast að í vitund þinni Ef til vill gerist þá eitthvað Ef til vill kemur þá einhver til þín með eitthvað í tómleika þínum í kyrrð þinni — Þetta er ástand tifandi klukkunnar dauða rafmagnsljóssins sem ekkert gefur í skyn nema að það er nótt músarinnar sem fer á stjá eða dropans sem fellur einhversstaðar í tómu herberginu fálátlega óendanlega Síðan skaltu vaka sál mín eftir einhverjum kannski lifandi kannski sjúkum og kannski dauðum einhverjum ákveðnum eða óákveðnum bara einhverjum í þessum eydda heimi Ezra Pound Ó rödd sem ég heyrði bergmál raddar sem einnig er hvelfíng hvelfíng sem er loft og rúm rúm sem er blóm Ó rödd sem ég þráði Hvernig gastu smeygt þér útúr klefanum sem þeir lokuðu þig inní og hví er list þín svo frjáls Sefur ekki dómurinn sett svip sinn á þig ertu ekki landlaus Sannarlega gefurðu mér kraft til að vera það með þér Jóhann Hjálniarsson þýddi Á hún kannski að sækja blóm til ein- hvers sem prýðir enni sitt dýrindis spóngum úr silfri? Á hún kannski að fara með blóm til einhvers sem hún þorir að sverja fyrir guði að sé dásam- legur? nú sé hún loksins að fara til að gefa sig hinum einstaka, áfjálg og sæl eftir hrópleg stríð í leit sinni að samboðn urn maka? því hversu oft hefur hún ekki kvalist við ólgu tryllts blóðs síns, þótt henni hafi að vísu gefist tilboð sem hún gæti hafa tekið (og gæti ef til vill enn tekið) til huggunar í kvöl sinni? Því einn maður hefur þó komið til að bjóða henni ást sína og umhyggju; en hann varð að víkja frá henni, lamaður af þeim grun að henni fyndist hann ekki nógu góður fyrir sig, eða ekki guð- um líkur. Eða brosir þessi kona við nokkrum nema henni finnist hann dásamlegur? Jr ótt hún hafi hvað eftir annað lif- að daga engra rættra vona grét hún af bræði þegar hann kom að tala um sam- hræring hvors við hitt frammi fyrir auga guðs. Þó var hann blíður sem sauður og hafði nurlað saman aurum sem gátu nægt þeiim fyrir húsi til að elskast í! En hún hefur ekki getað hugsað sér líkama sinn hvila í elsfkandi kjúkum hans, en í þess stað hef.ur hún þreyð við sárar kvalir í von um uppfyllíng hins fagra endantega draums. Og myrkrið grúfði lágt. Það hefur þrifið til manna og varp- að þeim í hrollköld djúp sin. Lifum var lifað um nætur af ángri hálfkæringi eða óðri fýsn: vaknað var af ljúfum draumi, risið í myrkrinu og dregist að daufri skímu, speglar hreyfðir og púðri strað á þrútna kinn. Og um nætur voru gerðar ferðir í huga fram fyrir undur- samlegt auga þess sem hugur stóð til. Bf til vill hefur María gert sér slíkra erinda ferð um nótt? Ætlar hún kannski nú fyrst í kvöl sinni að sækja hinn einstaka heim með fulit fáng blóma? kannski af guði vís- Framhald á bls. 6 16. janúar 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.