Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1966, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1966, Blaðsíða 7
— Aldrei er friður, segir Skallagrímur gamli Kveldúlfsson og stynur þungan í bæli sínu. Frúin reynir að þagga niður í króganum, Agli Skallagr ímssyni, en fornar sagnir herma, að hann hafi verið ódaell þegar í vöggu. — Höfundur leiksins, Helgi Skúli Kjartansson, lék Skallagrím, en Beru, konu hans, lék Sigríður Siguröardóttir. (ivlyndir: Sveinn Formóðsson). Jólagleði menntaskólanema Sá atburður, sem ber einna hæst í félags- lífi menntaskólanema í Reykjavík, er hin árlega Hallgrrímur Snorrason, inspector scholae. jólagleði þeirra, sem ætíð þykir hin bezta skemmtun. Það, sem vekur einna mesta athygli við hátíð þessa, er sá háttur jólagleðinefndar, að ár hvert er eitt fornt skáld- menni og eitthvert verk þess tekið til meðferðar og úr verkinu unnar margvíslegar skreytingar, sem þekja veggi samkomustaðarins, svo og leikþættir og fleira léttmeti, sem flutt er sam- komunni til ánægju. Fram- kvæmdir þessar eru allar í höndum þeirra nemenda, sem skipa jólagleðinefnd undir forystu inspectoris scholae. Að þessu sinni var umrædd ,gleði til húsa í Háskólabiói. Er (þetta í þriðja sinn, að mennta- pkólanemar leggja þann stað undir sig til jólagleðihalds. Fyrr um var hátíð þessi haldin í skólanum sjálfum, en að sögn Iiallgríms Snorrasonar, inspec- toris scholae, þótti orðið all- þröngt um manninn í gamla skólanum, svo að leita varð á nýjar slóðir með fyrirtækið. Eirikur blóðöx (Þórhallur Sigurðsson) var allur á náium, þegar Egill sterki var nærri. Þótti honum þá gott aö fela sig bak við Gunnhildi, drottningu sina, en með hlutverk hennar fór Ástríður Guðmundsdóttir. 'egar við litum inn í Há- skólabíó að kvöldi 30. des. sl. var þar hvert sæti skipað prúð- búnu ungu fólki. Þar voru og lærimeistarar skólans og þeirra fylgifiskar. Varð margur ung- sveinninn, er mættur var til jólagleði skólans í fyrsta sinn, undrandi yfir klæðnaði eldri skólasystkina sinna; ófáar stúlkur gengu um í skósíðum kjólum, piltar margir í „reyk- fötum“ með þverslaufur. Síðan hófst hátíðin. Eftir að Hallgrimur Snorra- son, inspector scholae, hafði flutt setningarávarp, steig í pontuna Jón Guðmundsson, yfirkennari, og flutti tölu sína. Siðan hoppaði upp á pallinn blandaður kór' Listafélagsins undir stjórn dr. Hallgríms Helgasonar. Var gerður góður rómur að söngnum. Nú fölnuðu ljósin í salnum og er birti á ný, mátti sjá tvo menn sitja á fornum setum. Spiluðu þeir „tuttugu og einn“: Voru þar komnir Egill skáld og víkingur Skaila-Grímsson og Jón Jónsson, íslendingur. Hér hóf það afriði á efnisskránni, sem beðið hafði verið með mestri eftirvæntingu: „Eftir- máli að Egils sögu Skalla- Grímssonar." Höfundur leiks- ins var Helgi Skúli Kjartans- son, nemandi í fjórða bekk. Þetta var öldungis ekki hans frumsmíði á sviði leikritagerð- ar. Á vetrinum sem leið samdi hann leikritið „Sálin hans Denna", sem sýnt var á árshátíð Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og víðar við góðan orðstír. Var þess getið hér á síðunni á sín- um tíma. ííelgi Skúli gerði sér lítið fyrir og las þriðja bekk Mennta skólans utanskóla í sumar og settist því í fjórða bekk að loknu landsprófi. Þótti því flest um vel af sér vikið af pilti að setja saman umrætt leikrit. Við hittum ffelga Skúla að tjaldabaki eftir sýningu og báð- um hann að segja okkur eitt- hvað um verkið. Hann sagði: — „Eftirmáli að Egils sögu Skalla-Grímssonar“ er nútíma leikrit með fjórum útskotum og einu innskoti. Leikurinn ger- ist í öðrum heimi, réttara sagt á vegamótum dánarheima, en frá þeim vegamótum liggja leið irnar upp og niður, út og suð- ur. Persónur eru að sjálfsögðu allar dauðar, sumar velþekkt- ar úr gullaldarbókmenntum vor um, aðrar lítt eða ekkert þekkt- ar. Að vísu er þetta léttmeti, en þó verð ég að kannast við það, að gróf ádeila felst í sum- um þáttum leiksins. Ég nefni engin dæmi, og ég efast fast- lega um, að alþýða almennt hafi tekið eftir því. — Leikurinn hefst, þar sem Egill skáld og víkingur spilar fjárhættuspil við Jón Jónsson, íslending, og leggur stórt undir. Ræðast þeir síðan við, þar til nýlátinn nútíma nemandi brokk ar inn á sviðið og truflar þeirra mál. Er nemandi sá að leita fyrir sér um heppilegan sama- Stefán Örn Stefánsson lék Egil Skallagrímsson með miklum tilþrifum. stað. Þessar persónur taka sið- an tal saman, þar til inn kernur Snorri Sturluson, SKaldmenni og búhöldur, með draugsa nokkurn í reipi. Draugsi þessi er fréttaritari Snorra á íslandi Framhald á bls. 10 Fréttaritari Snorra Sturlusonar á íslandi birtist í draugsliki og var leikinn af Þorsteini Helgasyni. Ólöf Eldjárn fór me» hlutverk hins dæmigerða nútimaunglings. Hér glugga þau í sígilt lestrar- efni: Andrés önd. 16. janúar 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.