Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1966, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1966, Blaðsíða 4
Oscar Clausen: Presfasögur Dulspakur klerkur og forvitri S ÍRA Þorlákur Þórarinsson, sem var prestur á Möðruvallarklaustri (1745- 1773), var sonur Þórarins bónda á Látr- um á Látraströnd, Þorlákssonar stúdents úr Hólaskóla, Þórarinssonar prests á Bægisá, Ólafssonar, en kona sira Þórar- ins á Bægisá var Málfriður dóttir síra Jóns Stígssonar í Miklabæ. Hann var fæddur 1711, og ólst upp hjá foreldrum sínum á Látrum þangað til hann var 11 eða 12 ára gamall, en þá var hann tekinn í fóstur af Hannesi Schewing klausturhaldara á Möðruvöllum og konu hans, frú Guðrúnu Vigfúsdóttur frá Hofi, Gislasonar, og er þess sérstaklega getið, að þau göfugu hjón „hafi gengið honum í góðra foreldra stað“. — Fósturforeldrar hans komu honum í Hólaskóla 15 ára gömlum árið 1726, og þaðan útskrifaðist hann svo efitir 5 ára nám með góðum vitnisburði og ári síðar, aðeins 21 árs að aldri, var hann settur djákni að Möðru- vallaJklaustri, af Steini biskupi Jóns- syni, og gegndi hann þvi embætti með stakri árvekni í 14 ár. — Svo var það árið 1745, að J. Chr. Pingel amtmaður á Bessastöðum veitti honum Möðruvalla- brauð, og var hann þá vígður af stifts- prófasti Þorleifi Skaftasyni, og loks var hann, árið 1757, skipaður prófastur í Eyjafjarðarsýslu, en 2 árum síðar sagði hann af sér prófastsdæmi vegna annríkis og ýmsrar óhægðar, en hélt áfram að þjóna prestsembætti sínu, meðan hann hafði bærilega heilsu. En IV2 ári áður en hann dó, fékk hann visnun, einkum í vinstri höndina, og hrörnaði síðan meir og meir, og leit hann á heilsubrest þenn- an sem bendingu um það, að hann ætti skammt eftir ólifað, og mun hafa verið sleginn af hugarangri útaf því, sem ljós- lega kemur fram á því, sem frá verður sagt hér á eftir. Til eru lýsingar samtíðarmanna á síra Þorláki, og ber þeim öllum saman um, að hér hafi verið á ferð óvenju glæsileg- ur guðsmaður, sem tók köllun sína alvar- lega og var því sannarlegur guðsþjónn, þó að breyskur væri á vissum sviðum, eins og aðrir dauðlegir menn. Merkur maður lýsir honum þannig: „Sira Þorlákur var prýðismaður um flesta hluti, höfðinglegur ásýndum og mikill vexti, góðmannlegur, ljúfur og viðfelldinn, hægferðugur í tali og fram- ferði svo að til þess var tekið, — ágætur skrifari og listamaður í mörgu; málaði eitt og annað í Möðruvallakirkju, og leit það vel út. Hafði sérlega gott vit á lækningum og leituðu margir ráða hans, og höfðu gott af“. IWÍagister Hálfdan Einarsson skóla- meistari á Hólum lýsir síra Þoriáki þannig: „í sínu dagfari var hann mjög siðprúður, stilltur og hógvær; í viðskipt- um við fátæka og sjúka góðgjarn og hjálpsamur; fyrir sóknarfólk sitt um- hyggjusamur, því nákvæmur og ástsæll. — Hann var guðhræddur og yfirvann mótblástur sirrna óvina með kyrrlæti og þolinmæði, — sérdeilis var hann góðu hugviti og eftirþánka prýddur“. Síra Þorlákur var talinn með lærð- ustu prestum á Norðurlandi og skáld gott. Hann hefur kveðið margt, og er sumt prentað, en miklu fleira er til I handritum. Latínuskáld var hann einnig og vel að sér í latínu og kenndi mörgum piltum undir skóla meðan hann var djákni. Hann þótti afbragðs prestur, raddmaður mikill og prédikari svo að af bar, — og var því alltaf boðinn i brúð- kaupsveizlur og erfisdrykkjur, og hóp- uðust þá ungir og gáfaðir menn utan um hann, og kepptust um að laga sig eftir honum. S umir köHuðu síra Þorlák kven- hollan, og er eftirfarandi frásögn um það: „Með þeim stéttarbræðrunum, síra Þorláki og síra Jóni Sigfússyni í Glæsi- bæ, var mikil vinátta, og fékk síra Jón hann til þess að embætta fyrir sig, haust og vor, í Saurbæ, og var þá með fólki sínu til altaris. — Haustið 1763 mun síra Þorlákur hafa messað í Saurbæ sem oft- ar, en þá var þar stödd Karitas, dóttir Sigurðar sterka, skólameistara og sýslu- manns Vigfússonar. —:■ Hún fór víða um land og átti börn með ýmsum mönnum. — Karitas varð ólétt um þessar mundir og fæddi svo barn á sínum tíma, sem hún kenndi síra Þorláki. Barnið var drengur og hét Björn og var lengi í Skagafirði. Sira Jón Konráðsson segir að hann hafi vérið kallaður Guðbrandsson. — Þótti þetta flestum illa farið, því að síra Þorlákur var mjög vinsæll maður, enda veittu nú stéttarbræður hans, prest- arnir, honum lið, sem honum dugði í þessum vandræðum hans, og gripu til eiðsins, og létu sira Þorlák sverja fyrir faðerni drengsins. Þeir skutu á presta- stefnu sumarið 1764, og þar sór síra Þor- lákur í kirkjunni á Möðruvallaklaustri fyrir Karitas, — og þá var þessu máli lokið. — Þeir sem kunnugastir voru, á- litu að prófastur hefði verið saklaus og rangt grunaður um faðerni þessa barns, og þessvegna hafi þetta málavafstur fall- ið honum allþungt, svo að hann hafi ver- ið undarlegur í skapi eftir þetta, en þó stilltur vel. — Síra Þorlákur var enginn auðmaður og átti stundum erfitt í búi, en var oft sjálfur við sjó og formaður á skipi sínu, enda var hann kunnugur út- gerð á Látrum í æsku sinni. Þegar síra Þorlákur var djákni á Möðruvallaklaustri, eða árið 1738, átti hann barn með „lausum og liðugum" k/venmanni, þeirri sömu og hann kvænit- ist síðar, sem þá var vinnukona á klaustrinu og f „lægstu metum haldin“. — Þessi kona var Guðrún Þórðardóttir, sem var dóttir fátæks manns í Hallfríð- arstaðakoti. Þau giftust vegna þess, að hún sagðist vera orðin ólétt í annað sinn af hans völdum, en það reyndist ekki satt í það sinn. — Það er sagt, að síra Þor- lákur gengi allnauðugur að eiga Guð- rúnu konu sína, því að hún var kona „óálitleg" og honum lítt samboðin. Eitt sinn var maddama Guðrún að búa sig til veizlu eða í kirkju, og leit í spegil. Síra Þorlákur sá það og sagði: „Skoðaðu þig ekki kona, þú ert herfileg". — En sjálfur var hann manna fríðastur sýnum og hef- ui lengi orðlagt verið, að heyra hann og sjá fyrir altari eða í messuskrúða. En fremur þótti síra Þorlákur „víf- inn“, eða hneigður til kvenna, en siðlát- ur var hann mjög að öðru og híbýla- prúður. — Eins og fyrr getur, komst hann í kvennamál og sór fyrir konu (Karitas), sem var annáluð gála og laus- lætisdrós. Eftir það fékk hann vanmátt mikinn í vinstri hendi, og stóð þá ekki á óvildanmönnum að telja þessa vanheilsu hans vera refsingu fyrir meinsæri, sem kunnugustu menn töldu ekki hafa verið meinsæri, eins og áður getur. Sagt er að síra Þorlákur hafi þráð dauða sinn mjög, efri hluta ævi sinnar, en þó eink- um eftir að hann varð vanheill. — Þau síra Þorlákur og maddama Guðrún bjuggu tvö fyrstu árin á Syðri-Reistará, en síðar á Ósi til dauðadags. Þau áttu saman 6 börn, sem öll dóu ung nema em dóttir, sem Guðrún hét, og átti Jón „vota“ Jónsson á Laugalandi og áttu þau 10 börn. — Þau bjuggu seinna á Brekkukoti í Hjaltadal. S íra Þorlákur var talinn forspár maður og dulskyggn, og verða hér á etftir sagðar nokkrar sögur atf ihonum, sem sanna þetta. Hann hafði t.d. oít sagt vin- um sínumog kunningjum hivernig dauða sinn og „afgang“ mundi bera að. Hann kivaðst mundu drukkna í vatni, og var það í almæli, að hann hafi löngu áður en það kom fram, sagzt týna lifi sínu í Hörgá, og að hann hafi enda tilgreint vaðið á ánni, þar sem þetta mundi að bera. Eitt sinn þegar hann hafði lokið emb- ættisgjörð í kirkjunni á Möðruvöllum, um sumar, þegar margt utansveitarfólk var við kirkju, gekk hann út eftir bæjar- hiaðinu og í kringum marga hesta, sem þar stóðu bundnii við stjaka. Hann lit— aðist þegjandi eftir hestunum, sem þó aldrei var venja hans. — Menn, sem nærri stóðu, sáu að hann gekk að rauð- um fola fallegum, klappaði honum um brjóstið og sagði: „Hérna kemur þú?“ — Ekki vissu þeir, sem við voru, hvort hann mælti þetta til folans eða ekki. Prófastur veik sér síðan til þeirra og spurði hver ætti folann, en þeir gátu ekki frætt hann ó >ví. Bað 'hann þá að hafa uppi á eig- andanum, og koma honum til tals við sig. Þeir gjörðu svo, en eigandinn, sem var úr annarri sókn og langt að, kom að máli við prófast, og bað prófastur hann að selja sér folann. Hann gaf kost á því, og hafði prófastur folann heim með sér, og hafði hann fyrir reiðhest sinn. Af þessum sama hesti drukknaði hann í Hörgá, en frá þeim atburði er sagt á þessa leið (sbr. Præ. XV, 1. 663): Prófastur átti leið yfir Hörgá, en þeg- ar hann fór að heiman frá Ósi, kvaddi hann vandlegar en venja var til konu sína og dóttur, og allt heimilisfólkið. Fylgdarmann hafði hann með sér, sem reið á undan honum veginn á Möðru- vallanes alla leið að ánni. Ekki er þess getið, að hann hafi mælt eitt orð við manninn á leiðinni, — hann reið þögull, — en þegar að ánni kom, bað hann fylgdarmanninn að staldra við. Fór hann þá af baki, lagðist niður á árbakkann 0? gjörði bæn sína stutta stund. Síðan stóð hann upp, þerraði tár af augum sér, og sagði síðan við fylgdarmanninn, að nú skyldu þeir ríða ána. — Sumir segja, að prófastur hafi mælt fleira við hann, og beðið hann að skila kveðjum til ýmsra manna, ef hann skyldi týnast í ánni, og segja djáknanum á Möðruvöllum fyrst- um lát sitt, en að líkindum er þetta of- hermt, því að varla hefði fylgdarmaður- inn riðið ána á undan prófasti, eins og hann gjörði, ef svo hefði verið. Hörgá var ekki mikil í þetta sinn, varla í kvið á hestunum, en þegar fylgdarmaðurinn var nærri kominn upp úr ánni, varð honum litið aftur fyrir sig, og stóð þó Rauður í miðri ánni með hnakkinn undir kviði, en prófast- ur flaut í ánni. Sumir segja, að hann hafi verið fastur í ístað- inu, og því bæri straumurinn hann ekki frá hestinum. — Maðurinn sneri aftur og náði líki prófasts, en það kenndi einskis lífsmarks með því. — Það höfðu menn fyrir satt, að hvorki hafi hesturinn dott- ið eða hrasað, heldur mundi prófastur, allt í einu, hafa hnigið í ómegin, og svo fallið af hestinum. Það er líka haldið, að hnakkurinn hafi verið lausgirtur og aft- arlega á lagður, og því hafi hann snar- azt svo auðveldlega. — Þetta gjörðist 3. júilí 1773. Kona síra Þorláks, Guðrún Þórðardóttir, dó litlu síðar á sama ári. Síra Þorlákur hafði verið að vitja sjúkra þegar hann fór þessa ferð, og fylgdar- maður hans hafði verið óreyndur ungl- ingur. Nóttina eftir að síra Þorlákur drukkn- aði, dreymdi stúlku nokkra, sem honum var kunnug, að hann kæmi til hennar og kvæði (sbr. J. Á„ Þjóðsögur I, 230): Dauðinn fór djarft að mér, dauðanum enginn ver, dauðinn er súr og sætur, samt er hann víst ágætur þeitm, sem í drottni deyja og dóminum eftir þreyja. á skulu að lokum sagðar nokkrar þjóðsögur af síra Þorláki, sem flestar bera vott um dulspeki hans og forspár: Eitt sinn frétti síra Þorlákur, að fólk á bæ einum í sóknum hans lagði þaS í vana sinn að uppnefna fólk. Hann fór þangað njósnarferð að kvöldi dags, og komst svo í bæinn, meðan fólkið sat í rökkrinu, að enginn varð var við. Prest- ur stóð þar, sem hann gat heyrt allt, Framlhald á hls. 12 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. janúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.